Dagblaðið - 20.08.1979, Blaðsíða 29
DAGBLAÐID. MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1979.
— Umsjón
Gunnar Bender
EF GRANNT
ER SKODAÐ
Hallá er eins og
bæjarlækur
Föstudaginn 3. ágúst á'ti
umsjónarmaður þáttarins veiðileyfi í
Hallá. Þessi á er rétt hjá Skaga-
strönd. Mjög vel hefur veiðzt í ánni.
Dæmi eru til þess að menn hafi
fengið 11 laxa á dag. Má það teljast
mjög gott í ekki stærri á en raun ber
vitni. Einn sagði mér að hann hefði
verið við veiðar í ánni á síðasta ári og
hann hefði keyrt þrisvar sinnum
framhjá henni. Hún var eins og
bæjarlækur. En mjög gaman er samt
að veiða i ánni. Margir skemmtilegir
hyljir eru upp um alla á. Undirritaður
Að rækta upp
fyrir netaveiði
Árið 1973 var stofnað í Reykjavík
félag um stangaveiði með flugu.
Hlaut félagið nafnið Ármenn og segir
svo um markmið félagsins:
Að sameina sem flesta íslenzka
fluguveiðimenn i eitt félag Ul að
auka hróður þeirrar iþróttar að veiða
vatnafisk á flugu.
Að stuðla að því, að íslenzkri
náttúru verði ekki spillt með illri
umgengni og rányrkju.
Að stuðla að því að íslendingum
verði jafnan í reynd tryggður arf-
Afraksturínn úr Hallá — ellefu punda og fjögurra. DB-Gunnar Bender.
fékk tvo laxa 11 punda og 4 punda.
Stangaveiðifélag Austur-Húnavatns-
sýslu er með ána á leigu. Leyfðar eru
tvær stengur i ánni og kostar stöngin
14 þúsund.
Fátt umsvör
Eins og búast mátti við varð fátt
um svör um falsaðar veiðitölur í
Hrútafjarðará. Ekkert einasta hljóð
hefur komið og mun ekki koma á
næstunni. Þögnin mun ríkja áfram.
En sögusagnirnar verða á kreiki enn
um sinn. Þær verða ekki kveðnar
niður nema svar komi úr Húnavatns-
sýslu. Þess vegna spyr ég aftur. Geta
þær verið réttar?
Koma alveg upp
„Væri húkk ekki viðhaft í Blöndu
væri þar enginn við veiðar.” Þetta
sagði norðanmaður við undirritaðan
þegar Blanda var til umræðu. Þessi
frægasta húkk-á landsins. Enn-
fremur sagði hann. „Laxinn kemur
alveg upp við yfirborðið og þá sést
hann mjög vel. Menn eru með mjög
sterkar linur og fiskurinn er dreginn
eins og þorskur að landi. Enda eru
margir snillingar norðan heiða í
húkki,” sagði norðanmaðurinn að
lokum.
ll .....
borinn forgangsréttur þeirra til
íslenzkra landgæða.
Strax hófu Ármenn leit að veiðiá
sem hægt væri að rækta upp. Varð
Kálfá fyrir valinu. Nú, fáum árum
seinna, hafa þeir gert stórátak og
rækta upp Þjórsá fyrir netaveiði.
Veiðin í Þjórsá hefur fjórfaldazt. Og
þá er spurningin: Fer öll ræktunin
fyrir bý? Á meðan netaveiði í Þjórsá
er svona góð er svo til engin veiði í
Kálfá, þó þessi gifurlega ræktun sé
Ármönnum að þakka. Það var aldrei
tilgangurinn hjá Ármönnum að netin
tækju allan afraksturinn. Þess vegna
ætti strax að draga úr netaveiði í
Þjórsá.
10 laxar fyrstu
3 dagana
Eitt nýju afkvæmanna hjá
Stangaveiðifélagi Reykjavíkur er
Ártúnsá á Kjalarnesi. Veiði hóst þar
l. ágúst og veiddist þar mjög vel
fyrstu daga. 10 laxar fyrstu þrjá
dagana, sem má teljast mjög gott. Og
vonandi á eftir að veiðast vel í ánni i
sumar. Þetta er án efa ein athyglis-
verðasta áin sem félagið hefur handa
félagsmönnum sínum. En áin er þvi
miður of köld og á það eftir að sanna
sig.
Herstöðvaandstæðingar:
Mótmæla sovézkri her-
setu í Tékkóslóvakíu
„Út á við eru Sovétríkin orðin
annað af tveimur öflugustu ríkjum
heims. Það hefur komið æ betur í
ljós á síðari árum að Sovétríkin hafa
beitt svipuðum aðferðum og Banda-
ríkin í ásókn sinni í völd yfir þjóðum
heimsins,” segja Samtök herstöðva-
Sndstæðinga í ávarpi sínu í tilefni 21.
ágúst. Á morgun eru 11 ár liðin frá
innrás Varsjárbandalagsríkja í
Tékkóslóvakíu. og síðan hefur
sovézkur her setið í landinu.
Herstöðvaandstæðingar efna til
stuðningsaðgerða við Tékka á innrás-
arafmælinu á morgun. Klukkan 17
verður safnazt saman við tékkneska
sendiráðið og gengið þaðan fram hjá
bandaríska sendiráðinu við Laufás-
veg. Þaðan um Austurstræti og stefnt
á Sovét-sendiráðið við Garðastræti.
Þar hefst útifundur kl. 18.15. Ávörp
v_——
verða flutt, lesin ljóð, sungið og
fulltrúi miðnefndar samtakanna
flytur sovézka sendiherranum
boðskap fundarins.
-ARH.
✓
Stofii- og
hagtæðingarlán
i skipasmioaionaoi
I samræmi við ákuörðun ríkisstjómar hefur Iðnaðarráðuneytið
ákveðið að fela stjóm Iðnlánasjóðs að annast um lánveitingar til
stofn- og hgræðingarlána í skipasmíðaiðnaði að upphæð
400 millj. kr. Eftirfarandi meginreglur munu gilda við þessa
lánveitingu:
Veitt verði stofnlán til skipasmíðastöðva bæði vegna
framkvæmda á yfirstandandi ári ogframkvæmda á liðnum
árum. Hvað varðarlán vegna fjárfestinga á liðnum árum
telurráðuneytið ekki réttað binda það við ákveðin tímamörk
heldur meti stjóm Iðnlánasjóðs hve langt skuli gengið íþeim
efnum í Ijósi eftirspumareftirlánum þessum og með hliðsjón
afalmennum reglum sjóðsins í hliðstæðum tilvikum.
2Veitt verði sérstöklán tilað örva og greiða fyrir hagræðingu í
skipasmíðastöðvum. íþvísambúndi erstjóm sjóðsins heimilt
aðlánam. a. útákostnað vegna aðkeyptrarþjónustu, vegna
skipulagsbreytinga o. fl, enda miði viðkomandi aðgerðirað
því að auka framleiðni í viðkomandi fyrirtæki.
Lánskjör verða þau sömu og gilda um almenn útlán
Iðnlánasjóðs.
4Nauðsynlegt er, að með umsókn fylgi fjárfestingaráætlun
fyrirtækisins árið 1980.
Hér með er auglýst eftir umsóknum um þessi sérstöku lán til
skipasmíðaiðnaðar. Skulu umsóknir berast á eyðublöðum
Iðnlánasjóðs til stjómar sjóðsins Lækjargötu 12, Reykjavík,
(Iðnaðarbankahúsinu), fyrir 15. sept. n. k.
Reykjavík, 13. ágústl979,
Iðnlánasjóður
Iðnaðarbankinn
Lækjargötu 12-101 Reykjavík
Sími 20580