Dagblaðið - 20.08.1979, Qupperneq 32
Umboð heimsþekktra merkja sveitíimfhitmiig!:
Neyddir til að verzla við
töskuheildsalana
„>að er með ólikindum, hvers
konar menn eru að bjóða þessi inn-
flutningsleyfi til sölu,” sagði kaup-
maöur í stórri verzlun á höfuðborgar-
svæðinu í viðtali við DB. Frétta-
maður innti hann eftir því, hvort
verzlun hans fengi ekki innflutnings-
leyfi fyrir kexi, kökum og sælgæti.
„Við erum bókstaflega sveltir í
þessu tilliti. Við höfum því keypt tals-
vert af innflutningsleyfum, sem þess-
ir „töskuheildsalar”, sem Dagblaðið
nefndi þá alveg réttilega í frétt
blaðsins siðastliðinn föstudag, bjóða
okkur af og til," sagði verzlunar-
stjóri í verzlun, sem er mjög nálægt
því að geta kallast stórverzlun i
Reykjavik.
„Ég er aldeilis hissa á því, hvaða
menn það eru, sem koma til mín og
panta sælgæti,” sagði sá þriðji, stór-
kaupmaður i Reykjavík. Hann er
umboðsmaður fyrir heimsþekkt
merki í sælgætisframleiðslunni.
„Þetta er þeim mun furðulegra,
sem við fáum sjálfir mjög sjaldan og
þá naumt skömmtuð innflutnings-
leyfi fyrir þeirri vöru sem við erum
með umboð fyrir,” sagði þessi stór-
kaupmaður.
Mjög hliðstæða frásögn þeim, sem
hér var greint frá, fékk fréttamaður
að heyra hjá tveim heildverzlunum
með umboð fyrir mjög þekktar og
eftirspurðar kextegundir.
Flestir sem DB hafði tal af um út-
,ótnMegustumenn”
i iriMMöavidskiptum
meðkex ogsæ/gæfi
hlutun innflutningsleyfa fyrir ofan-
greindum vörutegundum, höfðu lesið
frétt DB á föstudaginn var. Þar var
frá því skýrt að gjaldeyrisnefndin,-
sem úthlutar leyfunum, teldi sér
óheimilt að skýra frá nöfnum þeirra
manna, sem eru svo heppnir að fá
leyfin. Það hvíldi bankaleynd yfir
þeim upplýsingum.
Lýstu þeir allir furðu sinni á því
mati nefndarinnar að hjúpa þessi út-
hlutunarmál bankaleynd. -BS.
Hæfileikakeppnin:
UNGUR SONGV-
ARISIGRAEM
Guðbjörn Elísson sigraði glæsilega i
Hæfileikakeppni Dagblaðsins og
Hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar i
gærkvöldi á Hótel Sögu. Hæfileika-
keppnin fór af stað aftur í gærkvöldi
efdr að hafa verið í tveggja vikna fríi.
Magnús Kristjánsson varð númer
tvö, en hann flutti revíuvísur. Númer
þrjú varð síðan Ásdís Valdimarsdóttir
sem söng nokkur létt lög. Sigurvegar-
inn kom fram með aðeins tveggja tíma
fyrirvara þegar einn forfallaðist.
Meðal skemmtiatriða var dansflokk-
ur JSB, sýndi hann í gærkvöldi frum-
samda dansa um Djáknann á Myrká og
Drakúla. Björn R. Einarsson var
h'ljómsveitarstjóri í 15 mín. og sigur-
vegari frá síðustu hæfileikakeppni, Þór
Östensen, spilaði á harmóníku. Sungu
gestir með af innlifun.
Var fullt hús á Sögu. Sýnir það að
hæfileikakeppnin nýtur stöðugra vin-
sælda þó sjónvarpið sé komið til sög-
unnaránýjanleik. -ELA
Norðmenn fresta stöðvun loðnuveiðanna:
„Mótaðgerðir
nauðsymegar”
segir Ólafur Ragnar Grímsson
„Ríkisstjórnin hlýtur að hugleiða
mótaðgerðir,” sagði Ólafur Ragnar
Grimsson alþingismaður, sem á sæti i
viðræðuncfndinni um Jan Mayen, i
viðtali við DB í morgun. Norðmenn
hafa frestað stöðvun loðnuveiða við
Jan Mayen, sem taka átti gildi nú um
helgina.
„Til greina kemur að láta viðræð-
urnar ekki fara fram. Þær voru
ákveðnar hinn 29. á þeim grundvelli
að Norðmenn hættu veiðunum nú.
Þá kcmur til greina að minnka þann
kvóta sem Norðmenn hafa í þorsk-
veiðum hér við land að sama skapi og
Norðmenn fara fram yfir í loðnu-
veiðunum,” sagði Ólafur Ragnar.
„Við þurfum að svara þessu af
mikiili alvö.u. Það er nauðsynlegt,
áður en setzt yrði við samninga-
borðið."
„Þeir verða þá að taka við þeim
þökkum sem hafa komið þeim mis-
skilningi inn hjá Bolle, sjávarútvegs-
ráðherra Noregs, að útfærsla Norð-
manna í 200 mílur við Jan Mayen
njóti almenns fylgis meðal islenzkra
stjórnmálamanna,” sagði Ólafur
Ragnar. Bolle lét þau ummæli falla í
viðtali i íslenzka sjónvarpinu í gær að
hann fagnaði stuðningi íslenzkra
stjórnvalda við slíka útfærslu, „Bolle
virðist hafa fengið mjög rangar upp-
lýsingar hjá íslenzkum ráðamönn-
um,” sagði Ólafur. Hann sagði
einnig að nú þyrfti að athuga hvort
íslendingar ættu að ræða við Sovét-
ríkin, Bandarikin og Efnahagsbanda-
lagið um Jan Mayen, svo að Norð-
menn yrðu ekki einir um túlkun
málsins gagnvart þessum aðilum.
-HH.
TVflUG STULKA LET
UFH) í SYÐRI-EMSTRU
—var í hópi fólks sem hugðist aka yf ir ána kolmórauða og í vexti
Tvitug stúlka, Elisabet Leifsdóttir,
Baldursgötu 12 I Keflavik, drukknaði
i Syðri-Emstru á laugardaginn en hún
var þá í hópi félaga sem komu að
ánni i jeppabílum og ætluðu norður
yflr. Var þetta á stað þar sem er inn-
an við kílómetra i jökulinn en um 13
km ofan og innan við Þórsmörk.
Fólkið mun hafa verið í sjö bílum,
allt af Suðurnesjum. Er að Syöri-
Emstru kom var öllu boðið birginn,
þótt áin væri i vexti eftir hita, kolmó-
rauð og straumhörð. Að minnsta
kosti þrír fyrstu bilarnir voru bundnir
saman og lagt í ána. Fyrsti bíllinn,
eldri Bronco, fór þegar á kaf og reif
hann með sér næsta bíl sem var af
sömu gerð og fór hann einnig á kaf.
Taugin slitnaði í þriðja bilnum á ár-
bakkanum.
í fremsta bilnum voru fjórir og
komust þrír við illan leik til lands en
Elísabet sást hvergi. Tveir voru í
næsta bíl og komust þeir einnig til
lands eftír kuldalegt árbað.
Hjálpar var leitað og kom lögregl-
an af Hvolsvelli og björgunarsveitin'
þaðan sem var að æfingum í Þórs-
mörk fljótt á vettvang. Var óttazt í
fyrstu að stúlkan hefði festst í bílnum
og var verið að útvega froskmann er
uppgötvaðist að svo var ekki. Þyrla
Gæzlunnar var fengin til austurferð-
ar og hóf hún leit ásamt björgunar-
mönnum og ferðafólki. Flugvélin
fann lík Elísabetar mjög fljótlega,
enda þaulkunnugur maður um borð
til leiðsagnar. Hafði líkið rekið 13 km
leið niður i Markarfljót og fannst á
eyrum skammt frá Þórsmörk.
Lögreglumenn á Hvolsvelli segja
að á laugardag hafi Syðri-Emstra
verið svo ill ásýndum að hvergi hafi
verið smuga til að aka norður yfir
hana á því svæði er reynt var.
-ASt.
fifálsi, óháð daghlað
MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST1979.
Sigurvegaramir Hafsteinn og Kári
renna inn í Sýningahöllina í Reykjavík f
gærkvöld.
Vísismynd: ÞG.
Sjö luku Vísisralli:
Hafsteinn
ogKári
sigruðu
Hafsteinn Hauksson og Kári Gunn-
arsson báru sigur úr býtum í Vísisrall-
inu um landið. Voru þeir á bíl af Ford
Escort gerð sem bar rásnúmer 8. í öðru
sætí urðu bræðurnir Jón og Ómar
Ragnarssynir á Renault bíl með rás-
númer 2. í þriðja sæti urðu svo Úlfar
Hinriksson og Sigurður Sigurðsson á
Ford Escort með rásnúmer 5.
Aðeins 7 bílar luku keppninni af 17
sem hófu hana, og af 21 sem skráð
höfðu sig til keppni. -DS.
Rifu fdt og
húfur
lögregliananna
— íátökum íKeflavík
Til átaka kom á götu úti í Keflavík á
sunnudagsnótt er lögreglan ætlaði að
kveða niður ærsl og ólæti í hópi ungl-
inga. Voru unglingarnir alls ekki sáttir
við afskipti lögreglu af þeirra málum
ogsnerusttilvarnar.
Átökin urðu snörp um tíma én lauk
með þvi að fjórir piltanna voru hand-
járnaðir og „kældir” í fangageymslu á
sunnudagsnóttina.
En áður en þetta varð höfðu þeir
komið nokkrum höggum á lögreglu-
mennina og rifið föt þeirra og húfur án
þessþóaðþásakaði. -ASt.
Tveirbílará
kafíKrossá
Ekki var ýkja margt fólk í Þórsmörk
um helgina að sögn lögreglunnar á
Hvolsvelli. En einhverjum erfiðleikum
lentu þó ýmsir í. Lögreglumenn höfðu
t.d. spurnir af því að Blazer-bifreið
hefði lent á kafi í Krossá neðan Húsa-
dals aðfaranótt laugardagsins. Tókst
farþegum að ná landi og bílnum tókst
að ná upp um nóttina.
>á höfðu lögreglumenn heyrt frá-
sögu um að Bronco-bifreið hafi lent í
ánni allmiklu neðar og nær byggð.
Það er því ljóst að enn þarf að vara
fólk við þeim hættum sem við óbrúað-
ar ár eru og menn eru ekki hólpnir þótt
í góðum bílum séu.
-ASt.