Dagblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979. Kvikmyndun Lands ogsona hátfnuðj „Við erum um það bil hálfnuð með upptökuna. Erfiðasta atriðið er þó eftir. Það verður væntanlega tekið upp um göngurnar," sögðu þeir Ágúst Guðmundsson, leikstjóri, og Sigurður Sverrir Pálsson, kvikmyndatöku- maður, i stuttu samtali við blaðið á dögunum. Kvikmyndun á Landi og sonum eftir sögu Indriða G. Þorsteins- sonar er í futlum gangi í Svarfaðardal. Ætlunin er að reyna að taka hluta myndarinnar í Tungurétt þegar þar verður réttað um miðjan september. ERFIÐASTA ATRIBIÐ TEKH) UPP UM GÖNGUR Ljóst er að mörg ljón eru í veginum, svo sem nærvera fjölda ferðamanna sem árlega leggur leið sína í réttirnar. Verður rætt við yfirvöld sveitarinnar um hvort hægt sé að koma upptökunni við með góðu móti og þá hvernig. Þeir Ágúst og Sigurður Sverrir hældu óspart samstarfinu við fólkið i byggðalögunum þar sem Land og synir er tekin upp í. Flest atriðin eru kvik- mynduð í Svarfaðardal. Einnig er tekið upp á Hjalteyri við, Eyjafjörð og litil- legaáDalvík. Fjöldi Svarfdælinga kemur fram i myndinni, 50—60 manns gizkuðu þeir félagar á. Auk þess fólk frá Dalvík,' Akureyri, Sauðárkróki og Siglufirði. Þá fer fríður flokkur Svarfdælinga úr dýraríkinu með stór og smá hlutverk: Hundurinn Týri, hæna, heimalningur, hestar, kindurogkýr. Frumsýning íjanúarlok „Við fengum 9 milljónir úr kvik- myndasjóði til afnota í sumar. Bankar hafa lánað góða summu í viðbót. Reiknað er með að þetta sé fyrirtæki upp á einar 40—50 milljónir,” sagði Ágúst. „Það er alltaf dýrt að gera myndir sem gerast í gamla daga. „Gamalt umhverfi” er nauðsynlegt, gömul hús, gamlir búningar og þess háttar. Þá þarf oft að breyta gömlum húsum sem er kostnaðarsamt. Við höfum getað haldið kostnaði mjög niðri. Til dæmis eru allir búningar fengnir að láni og filmur sparaðar til hins ítr- asta — full mikið reyndar fyrir smekk Sigurðar Sverris!” Og afrakstur sumarstarfsins, hvenær kemst hann fyrir almenningssjónir? „Við vonum að myndin verði frum- sýnd í lok janúar á næsta ári. Og þá á þremur stöðum á landinu. Hvar það verður nákvæmlega er ekki ákveðið.” -ARH. Píumar skræktu og skríktu... Á SENUNNISTÓÐ NIKKU-JÓIBULL- SVEITTUR MEÐ OPNA BUXNAKLAUF „Viljið þið tvö vera svo væn að dansa valsinn dálítið innilega? Þrýstu henni ögn betur að þér. Svona já, fínt. Þú átt að vera léttslompaður og ekki mjög liðtækur dansherra. Og þú lifir þig inn í hlutverk þéttings- drukkins manns. Færð þér slurk úr fleygnum og tekur hressilega undir sönginn!” Eitthvað á þessa leið hljóðuðu fyrir- skipanir Ágústs Guðmundssonar, leik- stjóra kvikmyndarinnar Land og synir. Yfir stóð upptaka á heljarmiklu og fjörugu réttarballi sem sviðsett var i samkomuhúsi Svarfdælinga á Grund. þarna var saman komið fólk á öllum aldri í sinu fínasta balldressi. Á senunni' var Nikku-Jói bullsveittur með opna buxnaklauf og spilaði tangóa, skottisa og valsa af hjartans lyst. Hann átti söngvatn á fleyg í seilingarfjarlægð og staupaði sig gjarnan í pásum. Og dans- inn dunaði tímunum saman af ógti'ar. lífi og fjöri. Fleygar voru á lofti af og til, drukknir herramenn lentu í rysking- um úti á dansgólfi, píurnar skræktu og skriktu. Sum pörin dönsuðu með miklum glæsibrag, önnur voru hálf- gildings álfar í fótamennt, Einar á Gils-' bakka var sérlega álappalegur dans- herra. Sum pörin fengu ljúfmannlega skipun leikstjórans um að stunda daður í valsinum. Ekkert par lenti þó í þeim lukkupotti að fá skipun um að skiptast á munnvatni í hita vangalagsins nema Einar frá Gilsbakka og Margrét í Gils- bakkakoti. Aðrir þurftu að sýna til- finningalega stillingu. Allt var skipu- lagt af Gústa. Mikið asskoti hlýtur að vera kitlandi tilfinning að geta parað heilan dansleik að vild: Ráðið því hverjir mega kela, hverjir eru fullir, hverjir dansa eins og englar, hverjir fá kjaftshögg og hverjir rölta út undir vegg að létta á sér. rNikku-Jói sá um tónlistina. Fleygurinn i seilingarfjarlægð og innihaldið brúkað i pásum. Bjarki Árnason frá Siglufirði fer með hlutverk Jóa. Þekktur og vinsæll nikk- 'iri ó \I ArAnrlon/ji mikmyndatökunni — ða. tveir leikaranna spjalla saman og drevpa á eldvatninu milli Jamm, bezt að fá sér einn drammara og hjóla svo í píurnar. Leikurinn æsist. Kinar á Gilsbakka og Margrét í Gilsbakkakoti höfðu munnvatnsskipti i dansinum. Allt vandlcga skipulagt af Gústa leikstjóra.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.