Dagblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. SEPTBMBER 1979. Flugleiðir fyrirhuga samdrátt á Norður-Atlantshafsleiðinni: _ TAPA DAGLEGA NÆRRI 13 MILUÓNUM KRÓNA —hver miði nú seldur með beinu tapi og samkeppnin ekki að hjaðna Afdrifaríkrar ákvörðunartöku varðandi Norður-Atlantshafsflug Flugleiða er að vænta á næstu dögum i ljósi sivaxandi tapreksturs á lei.ðinni. Þegar er Ijóst að um verulegan samdrátt, eða fækkun feröa, verður að ræða. Eftir heimildum sem DB telur áreiðanlegar mun tapið fyrstu sex mánuðina nema um einni milljón Bandaríkjadollara á mánuði að jafnaði, eða 380 milljónum króna á mánuði á núverandi gengi sem eru tæpar 13 milljónir á dag. Með sömu dollaraviömiðun nemur tapið fyrri árshelming nú tæpum 2,3 milljörðum króna en nam þrem milljörðum allt árið i fyrra. Hver niiði á Norður-Atlantshafsleiðinni er nú seldur með beinu tapi. í vor sagði Sigurður Helgason forstjóri m.a. um hina slæmu stöðu: „Til þess að halda i horfinu og halda sinu sæti á N-Atlantshafs- leiðinni ákváðu Flugleiðir að lækka og einfalda fargjöldin i þeirri von að fljótlega mundi úr rætast, fargjöldin hækka á ný og samkeppnin hjaðna. Þessi von hefur ekki rætzt til þessa.” Þvi er hér við að bæta að hún hefur ekki enn rætzt og mun ekki sjáanlega gera það i nánustu framtið. Yfirleitt kemur þriðji árs- fjórðungur bezt út, en nú varð nýja breiðþotan nær hálfan mánuð frá flugi vegna bilunar, sem hafði geysilegan aukakostnað i för með sér. Þessi mál voru til umræðu á stjórnarfundi félagsins á föstudaginn og reiknað er með öðrum stjórnarfundi alveg á næ'stu dögum, þar sem ef til vill verður tekin á- kvörðun um framtið þessa flugs. -GS. Mcðíerrtarlteimilið art Sogni. DB-mynd: Bj. Bj. Meðferðarheimilið að Sogni: EKKIRÉTT STAÐ- IÐ AÐ UPPSÖGN YFIRLÆKNIS — að mati landlæknis — á mánudaginn kemur Deila kom upp um lögmæti uppsagnar sem stjórn SÁÁ tilkynnti Brynleifi Steingrimssyni héraðslækni á Selfossi. Varðaði það hálfdags starf hans i viku hverri við meðferðar- heimilið að Sogni. Stjórnin, sem hafði ráðið hann sem yfirlækni á sinum tíma, tilkynnti honum að uppsögnin væri með þriggja mánaða fyrirvara en óskaði jafnframt eftir því að hann kæmi ekki aftur til starfa. Honum yrðu þó grcidd laun á uppsagnartímanum. Bryriieifur Steingrímsson, sem dró lögmæti uppsagnarir.nar, mjög í efa, taldi sig vita orsök hennar, þótt hún væri ekki tilgreind í uppsagnar- bréfinu. Sagðtsi hann í viðtali við DB hafa skotið 'neintu misferli tveggja starfsmann við heimilið að Sogni til landslæknis, eftir að stjórnarfor- maður og framkvæmdastjóri SÁÁ hefðu látið hjá liða að aðhafast aðilarfunda um málið nokkuð í málinu. Kærði læknirinn uppsögn sína til landlæknis. Ólafur Ólafsson landlæknir taldi ekki rétt staðið að uppsögninni. Ráðnirigar og uppsagnir starfsfólks ættu að vera í höndum stjórnar- nefndar heimilisins að Sogni. Væri þvi ekki rétt, að stjórn SÁÁ segði lækninum upp, þó svo að hún hefði staðið að ráðningarsamningi við hann í upphafi. Það var áður en stjórnarnefndin komst á laggirnar. Samkvæmt upplýsingum forráða- manna SÁÁ var einhugur um málið t stjórn samtakanna. Meðlimir hennar skipuðu einnig meirihluta í stjórnar- nefnd Sogns. Málið er nú i umfjöllun allra viðkomandi aðila. Eiga þeir fund með ér næstkomandi mánudag. Ól.' ' 'iafsson landlæknir mun einnie jaþannfund. -ÓG. Aðför gerð að elzta húsi Húsavíkur: r NANAST ALLT BROTIÐSEM HÆGT r VARAÐ BRJOTA Faktorshúsið svonefnda, elzta húsið sem uppi stendur á Húsavík, var stórskemmt á dögunum og hefur rannsókn í málinu engan árangur borið. Innbrot í húsið og skemmdar- verk þar uppgötvuðust er menn sem þar unnu komu úr 10 daga leyfi. Er því engan veginn Ijóst hvenær skemmdarverkin voru framin. Í húsinu var nánast allt brotið sem hægt var að brjóta af innréttingum, hreiniælistækjum og fleiru. Virðist svo sem gengið hafi verið til verks með stórri sleggju og engu hlíft. M.a. var brotinn handsmiðaður snúnings- stigi milli hæða. Er um mjög mikið tjón að ræða. Faktorshúsið var í sumar flutt af fjörukambinum á Húsavik, þar sem það hefur staðið síðan um aldamót. Var það flutt á grunn við gamla barnaskólann og á að verða íbúðarhús, enda vandað að gerð og ófúið með öllu. Nú verður einhver töf á að það verði tekið i notkun. Amarf lug byrjaði f lugrekstur í öllum Vængjaleiðunum: Flugfélagið Vængir er liðið tmdir lok Arnarflugi, við fvrstu vörurnar sem félaginu hafa borizt til flutninga, m.a. stól til Bildudals. DB-mynd: H.V. Flugfélagið Vængir virðist nu endanlega liðið undir lok eftir að vöru- flutningaflugfélagið Iscargo keypti það 30. ágúst og tók Vængjaflugvélarnar jafnframt á leigu. Þann dag var öllum starfsntönnum Vængja einnig sagt upp og sótti Iscargo um að fá að halda uppi flugrekstri á þeim leiðum, sem Vængir höfðu. Bráðabirgðaflugleyfi Vængja gilti ekki nema út ágúst og framlengdu flugmálastjórn og samgönguráðuneyti þaðekki i Ijósi þessara breytinga. Sex sóttu um f lugleyf in Sama dag og Iscargo sótti um Vængjaleyfin, eða M. ágíist, sótti Flugfélagið Ernir a Isalirði um flug milli Reykjavíkur og Suðureyrar, Flat- cyrar, Bíldudals, Hólmavikur og Gjögurs. Einnig sótti Flugfélag Norðurlands um flugleiðirnar á milli Reykjavíkur og Siglufjarðar, Blönduóss og Mývatns. Hófst nú óvissutími um framvindu málsins á meðan samgönguráðuneytið var að vega og nteta umsóknir. Þann 6. september bættist svo fjórða umsóknin við frá flugfélaginu Arnarflugi og með aðild allra fyrrverandi flugmanna Vængja. Óskaði Arnarflug eftir leyfum á öllum leiðum Vængja og Ölafsfirði til viðbótar. Daginn eftir sóttu svo Vængir um nýtt flugrekstrarleyfi og fóru fram á fyrri sérleyfi, ef flugrekstrarleyfið fengist. Sjötta umsóknin kom svo 10. september frá Flugfélagi Sverris Þór- oddssonar, sem sótti um flugleiðirnar á milli Reykjavíkur og Stykkishólms og Rifs. Óstarfhæft flugráð Flugráð var nær óstarfhæft um þessar mundir, þar sem bæði formaður þess og varaformaður voru fjarver- andi. En í Ijósi þess hversu brýnt var að leysa þetta mál hið bráðasta ákvað samgönguráðherra, Ragnar Arnalds, að halda fund með þeim flugráðs- mönnum, sem til staðar voru, og tveim varamönnum. Var fundurinn haldinn í samgönguráðuneytinu að viðstöddum ráðuneytisstjóra og deildarstjóra. Þrír af fimm flugráðsmönnum, sem mættu, eru starfsmenn Flugleiða, sem er aðaleigandi Arnarflugs, og þar af er einn þeirra jafnframt stjórnarfor- maður Arnarflugs. Það er Leifur Magnússon, en hann sat hjá i allri umræðu og ákvarðanatöku um málið. Aðrir voru sammála um að veita Arnarflugi leyfin, að undanskildum Albert Guðmundssyni, sem gerði efnis- legar athugasemdir. Arnarflugs- og Iscargomenn í áróðursf lugi Fyrir þenna fund er DB kunnugt um að menn bæði frá Vængjum og Iscargo, flugu vítt og breitt um landið og funduðu með sveitarstjórnum, sem hlut áttu að máli. Var það gert til að sveitarstjórnarmenn gæfu meðmæli sin fyrir fundinn. Arnarflugsmenn urðu ofan á i þessum áróðursferðum og tóku skeyti meðmælt þeim að streyma til ráðuneytisins. í þeim skeytum, sem ekki mæltu beinlínis með þeim, var ekki mælt með neinum sérstökum öðrum. Þessi skeyti lágu fyrir fundinum. Flugmannaumsóknin vó þyngst Umsókn, studd af öllum fyrrver- andi flugmönnum Vængja, vó strax þyngst i umfjöllum samgönguráðherra í málinu. Við það bættist að skeyti sveitarstjórnarmanna var ekki unnt að skilja öðru visi en svo, að þeir treystu fyrrverandi Vængjaflugmönnunum og vildu þá áfram. Þetta tvennt varð einkum til þess að ráðherra tók þá á- kvörðun að veita Arnarflugi flugleyfi frá Reykjavík til Bildudals, Búðardals, Reykhóla, Hvammstanga, Hólmavik- ur, Gjögurs, Grundarfjarðar, Siglu- fjarðar, Önundarfjarðar, Blönduóss, Stykkishólms, Rifs og Suðureyrar. Félagið fékk ekki umbeðið leyft til Ólafsfjarðar, en enginn annar fékk það heldur. Þá fékk Flugfélag Norður- lands sérleyflð milli Mývatns og Reykjavíkur og Akureyrar. Ráðherra hafði símasamband við flugmálastjóra, sem einnig var samþykkur þessari skipan. „Himinhrópandi óréttlæti" „Þetta er himinhrópandi óréttlæti,” sagði Kristinn Finnboga- son, framkvæmdastjóri Iscargo, i viðtali við DB eftir að leyfunum var út- hlutað. Kristinn var fyrir nokkrum árum einn stærsti hluthafi i Vængjum, en seldi svo Guðjóni Styrkársyni sinn hlut, sem seldi nú Iscargo allan sinn hlut. Sagði Kristinn að búið væri að leggja geysilega fjármuni i að gera flug- vélar Vængja upp með það fyrir augum að halda áfram Vængjafluginu. Lýsti hann undrun sinni á að þrír af fimm flugráðsmönnum, sem um málið fjölluðu, skyldu vera starfsmenn Flugleiða, sem eiga meirihluta í Arnar- flugi. Þá sagði hann þessa úthlutun stefna í beina einokunaraðstöðu Flug- leiða, sem ætti eftir að koma illa niður á neytendum, i háum fargjöldum. Undraðist hann einnig að flugráð og ráðherra skyldu taka mark á skeytum sveitarstjórnarmanna, þar sem þau væru komin fram á fölskum for- sendum að undirlagi fyrrverandi Vængjaflugmanna, sem tjáð hafi sveit- arstjórnarmönnum að þeir hefðu verið reknir Þeim hafl að visu verið send uppsagnarbréf frá Vængjum, en verið lofað endurráðningu hjá Iscargo. Bjóst hann við að flugvélarnar yrðu reknar í leiguflugi til að byrja með og taldi eins koma til greina að leigja Arnarflugi þær eins og hverjum öðrum. Byrja strax og f lugvélakaup í undirbúningi Arnarflugsmenn hafa lagt nótt við dag við undirbúning flugsins eftir að leyfin fengust á þriðjudag og hefja flug í dag skv. nýrri áætlun. Tvær flug- vélar hafa þegar verið teknar á leigu og innanlandsdeild opnuð. Verður flugaf- greiðsla félagsins í húsakynnum FÍ á Reykjavíkurflugvelli. Þá er fram- kvæmdastjóri Arnarflugs á förum til Bandarikjanna til að skoða 19 manna Otterflugvélar, með kaup í huga. Stefnt er að þvi að félagið noti eingöngu eigin vélar fyrir ármót. Fyrirvari á hringamyndun Þar sem Flugleiðir eiga meirihluta i Arnarflugi taldi ráðuneytið rétt að hafa þann fyrirvara varðandi leyfls- veitinguna að sjálfræði félagsins verði virt og samkeppni þessara félaga á innanlandsflugi mótist af eðlilegum viðskiptaháttum, eins og ráðuneytið orðar það. Við útgáfu tilskilanna leyfa hefur ráðuneytið m.a. sett þau skilyrði að sérstök deild innan félagsins, með að- skildu bókhaldi, annist allt innanlands- flug. Eftir þessa breytingu má segja að Flugleiðir ráði nær öllu áætlunarflugi innanlands. Flugleiðir eiga stærsta hlutinn í Arnarflugi, sem fyrr segir, einnig verulega hluti í Flugfélagi Norðurlands og Flugfélagi Austur- lands. Virðist þvi Flugfélagið Ernir á ísafirði eina sjálfstæða flugfélagið í innanlandsflugi hér — en það starfar i náinni samvinnu við Flugleiðir. -GS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.