Dagblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979. ,________ 25 Silfurkórínn syngurgamla, góðarokkið | Átti eina afsöluhæstu plötum síðasta árs MALASKOLI. .26908___ Þriðja hljómplata Silfurkórsins,' Rokk Rokk Rokk, er fyrir stuttu komin á markaðinn. Eins og nafn plötunnar gefur til kynna er á henni rokk, rokk og ekkert nema rokk frá árunum 1955—65. Lögum plötunnar er skipt í átta syrpur og eru fimm lög eða lagabútar í hverri syrpu. Langt innan við helmingur þessara laga hefur áður komið út á islenzkum hljómplötum. „Skýringin á þvi hve fá lög frá fyrsta áratug rokktímabilsins hafa komið út á íslenzkum hljómplötum er sú að á þeim árum var blómaskeið danslagakeppni SKT,” sagði útgef- andi Rokk Rokk Rokk, Svavar Gests, i samtali við Dagblaðið. ,,Þá var Tage Ammendrup nánast eini plötuútgefandinn hér á landi og hann hafði nóg með að gefa út lögin, sem komu fram í danslagakeppnunum.” Að sögn Svavars tók það langan tíma að hljóðrita Rokk Rokk Rokk, aðallega vegna þess hve erfitt er að ná stórum hóp eins og Silfurkórnum saman. Þá var einnig reynt að vanda sérstaklega til allrar taeknivinnu á plötunni. Að vanda er Magnús Ingimarsson itónmeistari Siifurkórsins. Hann sá um allar útsetningar og stjórnaði kórnum og undirleikurum. Þeir eru ÍTómas Tómasson, bassaleikari, Ás- geir Óskarsson, sem lék fingurbrot- inn á allar trommur, Kristján ■Guðmundsson, píanóleikari, gítar- leikararnir Þórður Árnason og JGunnar Þórðarson og saxófónleikar- 'arnir Gunnar Ormslev og Rúnar |Georgsson. Lög plötunnar Rokk Rokk Rokk eru öll erlend, vinsæl lög. Margir textahöfundar koma við sögu, þeirra á meðal Iðunn Steinsdóttir, Jón Sig- urðsson, Ómar Ragnarsson, Ólafur Gaukur og Magnús Ingimarsson. Fyrsta platan, sem SG-hljómplötur gáfu út með Silfurkórnum, kom út fyrir jólin 1977. Sú næsta kom í fyrrasumar — fyrir rétt rúmu ári — og hlaut mjög góðar viðtökur. Hún seldist í um átta þúsund eintökum og mun hafa verið önnur mest selda platan sem kom út í fyrra. Að sögn Svavars Gests er ekki fyrirhugað að gera aðra Silfurkórsplötu á þessu ári. Hann taldi ekki loku fyrir það skotið að ný plata kæmi út með kórnum á næsta ári. -ÁT. Eitt verð ég að segja þér...er kominút: SILFLRKORINN — Tvær fyrri plötur kórsins hafa selzt dável, sérstaklega sú sem kom út I fyrrasumar. Ljósm.: Stúdíó 28. Kvennatímar í badminton! • Danska, enska, þýzka, franska, ítalska, spænska og íslenzka fyrir útlendinga. • Innritun daglega kl. 1—7 e.h. • Kennsla hefst 24. sept. Næsta vor eru fyrirhugaðar námsferðir til: Spánar, Ítalíu, Frakklands og Þýzkalands. ____26908_______________________HALLDÓRS Um það bil fjörutíu hljóðfæraleik- arar og söngvarar standa að hljóm- plötunni Eitt verð ég að segja þér . . ., sem nýkomin er út. Þessi hópur, sem hefur að geyma marga þjóðkunna menn úr heimi popp- og klassískrar tónlistar, kallar sig einu nafni Heimavarnarliðið. Útgefandi Iplötunnar er miðnefnd Samtaka her- stöðvaandstæðinga. EUefu lög eru á plötunni Eitt verð ég að segja þér . . . f fréttatilkynn- ingu frá útgefandanum segir að leit- azt sé við að raða þeim þannig á plöt- una að þau myndi eina heild eða sam- þykki. Flest eru lögin ný af nálinni. Nokkur eru rokkættar, eitt með diskótakti og annað reggae. Textar plötunnar eru frá ýmsum tímum. flestir nýir en nokkrir eldri. Meðal annars er þarna Ijóð Guðmundar Böðvarssonar Fylgd, sem Pálmi Gunnarsson syngur. Aðrir söngvarar á Eitt verð ég að segja þér . . . eru Ragnhildur Gísla- dóttir, Bergþóra Árnadóttir, Eiríkur' Ellertsson, Þorvaldur Örn Árnason, Margrét örnólfsdóttir og Karl Sig- hvatsson. Þá kemur söngsveitin Kjarabót víða við sögu. Meðal hljóðfæraleikara má nefna Björgvin Gislason, Sigurð Karlsson, ÍJón Ólafsson, Pétur Hjaltested og ipottinn og pönnuna við gerð plöt- unnar, Sigurð Rúnar Jónsson, sem leikur á fjölda hljóðfæra og sér um stjórn upptöku. Eitt verð ég að segja þér . . . var tekin upp í Hljóðrita. SIGURÐUR RUNAR - Pott urinn og pannan við gerð plöt- unnar Eitt verð ég að segja þér 6 vikna tímabil að hefjast. Einkum fyrir heima- vinnandi húsmæður. Holl og góð hreyfing. Kennsla — þjálfun. Morguntímar — dagtímar. Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Gnoðarvogi 1 — Sími 82266. HERSTÖBVAANDSTÆÐINGAR GEFA ÚTHUÓMPLÖW Jeff Lynn er geng- inn i það heilaga Gítarleikari og söngvari hljóm- sveitarinnar Electric Light Orchestra, Jeff Lynn, gekk öllum að óvörum í heilagt hjónaband í síðustu viku. At- höfnin fór fram með mikilli leynd í Los Angeles í Bandaríkjunum. Ný- FJÖLMENNIHJÁ JAMESTAYLOR James Taylor átti ekki von á neinni stórkostlegri aðsókn þegar hann hélt fjáröflunarhljómleika i Central Park í New York á dögunum. Hann fékk þó um 200 þúsund áheyrendur, sem allir létu fé af hendi rakna til málefn- isins sem safnað var fyrir; uppgræðslu Central Park. James veitti ekkert af þessari að- sókn þvi að uppgræðslan kostar stór- fé og borgarstjóri New York var búinn að neita að veita svo mikið sem sent til hennar. Borgin er nefnilega á hausnum. íbúar hennar voru hins vegar með á nótunum og framlag þeirra ætti að nægja til að veita garð- inum græna andlitslyftingu. bökuð eiginkona hans heitir Sandi Kapelson. Hún er 25 ára gömul — sex árum yngri en Jeff — og er búsett- í Los Angeles. Þau hjónakornin kynntust þar fyrir þremur árum. í fréttatilkynningu frá útgáfufyrir- tæki ELO, Jet-Records, segir að upp- haflega hefði verið ákveðið að þau giftu sig í haust, en Jeff kann skýr- ingu á þessum mikla flýti: „Við vorum í frii í Los Angeles og eitt kvöldið ákváðum við að gifta okkur í snarhasti. Tveimur dögum síðar var allt afstaðið.” Fyrir þá aðdáendur ELO, sem allt vilja vita um hagi hljómsveitarinnar og liðsmanna hennar, þá eru Jeff og Sandi nú á brúðkaupsferðalagi i Sviss. Við skulum vona að þau séu búin að skála fyrir sjálfum sér og vel- gengni hljómsveitarinnar þar í landi, því að nýjasta plata hennar, Discovery, er þar í öðru sæti og lagið Diary Of Horace •Wimp er númer átta. — Það er reyndar helber tilvilj- un aðíagið um Horace fjallar einmitt 'um þfeð þegar hann náði sér í konu og kvæntist henni! - ÁT

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.