Dagblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979. Finnskan vandamál FINNLAND: í Finnlandi eru gefin út þó nokkur tímarit sem fjalla um kvikmyndir. Því miður eru þau á finnsku sem fáir hér heima geta lesið. Þó er undantekning á sem er árs- fjórðungsritið FINLAND FILMLAND — facts about film in Finland, en það er gefið út af finnska kvikmyndasjóðnum og skrifað á ensku. Tilgangur þess er að kynna finnska kvikmyndagerð bæði nú og fyrri ára hinum enskumælandi heimi. Fjallað er um nýjar finnskar myndir, leikstjórar kynntir og teknir fyrir ýmsir málaflokkar er snerta kvik- myndir. Með reglulegu millibili birtir blaðið svo tölfræðilegar upplýsingar um stöðu finnska kvikmynda- iðnaðarins. Í fyrra átti tímaritið FILMIHULLU 10 ára afmæli en það kemur út 8 sinnum á ári. Eftir upplýsingum úr Finland Filmland virðist hér á ferðinni vandað tímarit sem birtir greinarflokka og viðtöl við þekkta leikstjóra hvaðanæva að úr heiminum. Einnig hefur blaðið leitast við að þýða hluta af þekktum hand- ritum til að gefa lesendum sinum innsýn í hvernig leikstjórar vinna. Filmihullu virðist mjög útbreitt i Finnlandi og reynir það að kynna jöfnum höndum klassísk verk og það nýjasta sem er á ferðinni. Blaðið er prentaðá finnsku. Að lokum mágeta timaritsins KINO-LETHI en upplýsingar um það liggja ekki fyrir. Kvikmyndatímarit á Norðuriöndum Fyrri hluti — Danmörk og Finnland Á undanförnum árum hafa æ fleiri fengið áhuga á kvikmyndum enda býður kvikmyndin upp á fjölbreytta tjáningarmöguleika. í dag er kvikmyndin líklega einn sá sterkasti- og áhrifaríkasti miðill sem völ er á til að koma skoðunum og túlkun viðkomandi á framfæri. íslendingar hafa löngum verið taldir miklir kvikmyndaunnendur enda förum við 3—4 sinnum oftar á ári á bíó en aðrir Norðurlandabúar sé miðaðvið fólksfjölda. Hingað til lands kemur mikill fjöldi mynda þótt uppruni þeirra sé í flestum tilvikum bandariskur eða breskur. Þó hafa samtök eins og kvikmyndaklúbbar, vinafélög erlendra landa og sendiráð kynnt kvikmyndagerð annarra landa auk þess sem ein og ein mynd þaðan hefur slæðst í kvikmyndahúsin. Þekking almennings á kvikmynd- um hefur einnig aukist til muna á undanförnum árum. Margt hjálpar þar til. Dagblöðin hafa aukið efni sitt um kvikmyndir og svo eru bækur um sama efni ásamt nokkrum erlendum kvikmyndatímaritum flutt inn. Einnig má ekki gleyma hinum öru utanlandsferðum íslendinga þar sem þeim gefst oft gott tækifæri til að fylgjast með þvi nýjasta sem er að gerast i kvikmyndaheiminum. Lítið úrval Ef litið er yfir úrval norrænna kvikmyndatimarha, hér í bóka- verslunum kemur i Ijós að það er harla fátæklegt. Samt sem áður gefa frændur okkar á Norðurlöndum út nokkur tímarit sem njóta mikillar virðingar viða um heim meðal kvik- myndaunnenda. í þessari grein er ætlunin að kynna nokkur þessara tímarita ef vera skyldi að einhver hefði áhuga á að kynna sér nánar efni þeirra. Þessi kynning er langt frá þvi að vera tæmandi og byggist aðallega á sýnishornum þessara rita, sem hafa borist undirrituðum i hendur. DANMÖRK: í Danmörku ber tíma- ritið KOSMORAMA höfuð og herðar yfir önnur timarit sem fjalla um kvikmyndir. Þetta er árs- fjórðungsrit sem á 25 ára útgáfuaf- mæli i ár og er gefið út af danska kvikmyndasafninu og þvi styrkt af danska ríkinu. Ritið er gífurlega vandað hvað varðar uppsetningu og frágang og er í A4 stærð. Fjölbreytt efni Fyrir utan að fjalla um myndir sem eru sýndar í dönskum kvik- myndahúsum býður Kosmorama upp á greinarflokka um ýmis málefni. Sem dæmi má nefna að í nýjasta heftinu er grein sem ber heitið stríðs- myndir, leikstjórinn John Cassavetes er tekin fyrir og rætt er um vestur- þýska kvikmyndagerð í dag. Einnig er oft með blaðinu „Kosmorama Leksikon” þar sem ýmis lönd eru tekin fyrir. Þar koma fram upp- lýsingar um helstu kvikmyndagerðar- menn sem eru virkir í starfi í við- komandi landi, verk þeirra og feril. í þessum flokki hafa verið tekin fyrir lönd eins og Frakkland, Vestur- Þýskaland, Ítalía, og USA. Fyrir þá sem vilja kynnast meira listrænu hlið kvikmyndanna skal bent á 10000 0JNE sem er gefið út af samtökum litlu kvikmyndahúsanna i Kaupmannahöfn. Þar birtast greina- flokkar og viðtöl við leikstjóra þótt megin áhersla sé lögð á kynningu á þeim myndum, sem siðar verða sýnd- ar í viðkomandi kvikmyndahúsi. Hér er yfirleitt um að ræða myndir, sem hafa litið aðdráttarafl í stóru húsunum. Blaðið hefur ýmsa góða penna eins og Christian Braad Thomsen sem styður það dyggilega. Blaðið er i dagblaðsformi og kemur út mánaðarlega. Það hóf göngu sína fyrir rúmum tveimur árum. Farið niður í kjölinn Þá skal getið ársfjórðungsrits sem ber heitið MACGUFFIN en það þróaðist út frá kvikmyndaklúbbi i Árhús háskólanum. Blaðið tekur lyrir ákveðna málaflokka eða ákveðnar myndir sem það skoðar niður í kjölinn. Auk þess er i styttri pistlum rætt um markverðar myndir sem veéið er að sýna. Blaðið er í A5 broti og hefur mikið lesmál, þótt það sé oft sett upp á frekar óaðgengileg- an máta. LEVENDE BILLEDER er ekki einskorðað við kvikmyndir þó þær skipi stóran sess i efni blaðsins. Það ræðir um fjölmiðla og fjölmiðlun al- mennt þótt sjónvarpið og kvik- myndir eigi meirihluta efnisins. Einnig birtir blaðið kvikmyndagagn- rýni. Flestar greinanna eru mjög læsilegar og komið þar inn á margt BaldurHjaltason skemmtilegt og fróðlegt sem önnur kvikmyndarit fjalla ekki um. Brotið er A4. Einnig er undirrituðum kunnugt um nokkur önnur dönsk kvikmyndarit en veit litið um innihald og gæði þeirra. Eru það ritin FILMORIENTERING sem sam- band danskra kvikmyndaklúbba fyrir börn gefur út, FILM-UV, sem fjallar um kvikmyndir og sjónvarp, FILMS- AMLEREN sem tekur fyrir Super-8 kvikmyndir og SUNSET BOULE- VARD sem fjallar eingöngu um bandariskar kvikmyndir. —harðsnúið lið , skákmanna í Alfta- mýrarskóla Kvik myndir Skákstrákarnir í Álftamýrarskól- anum vörðu titil sinn í norrænni grunnskólakeppni, sem haldin var í Noregi 6. og 7. september. Þetta er í annað sinn í röð, sem þessi sveit hlýtur titil Norðurlanda- meistara í grunnskólakeppni í skák. I Hérna sitja skákstrákarnir úr Álfta- mýrarskóla rétt fyrir eina síðustu æf- inguna fyrir Norðurlandameistara- mótið: Ólafur H. Ólafsson, fararstjóri og þjájfari, Lárus Jóhann- esson, Árni Ármann Árnason, Gunnar Freyr Rúnarsson, Páll Þór- hallsson, Matthías Þorvaldsson, Jó- hann Hjartarson og Ragnar Július- son, skólastjóri og fararstjóri. Var hún skipuð sömu piltum og í fyrra: Jóhanni Hjartarsyni, Árna Ár- manni Árnasyni, Páli Þórhallssyni, Lárusi Jóhannessyni, Gunnari Frey Rúnarssyni og Matthíasi Þorvalds- syni. Þeir Jóhann Hjartarson á 1. borði og Lárus Jóhannesson á 4. borði unnu allar sínar skákir í mótinu. í hraðskákmóti, sem haldið var fyrir aðalkeppnina, vann Jóhann allar sinar skákir og hlaut íslenzka sveitin 1., 4. og 5. sæti. öll Norðurlöndin nema Færeyjar áttu sveitir á þessu áriega skákmóti norrænna grunnskólanema. Fararstjórar í þessari keppnisferð eru þeir Ólafur H. Ólafsson við- skiptafræðingur, stjórnarmaður. í Taflfélagi Reykjavíkur, og Ragnar Júlíusson, skólastjóri Álftamýrar- skóla. Eftir keppnina í Noregi fengu skákstrákarnir að fara til London í heimleiðinni til að skoða sig um í heimsborginni. Er þeirra von heim i dageðaámorgun. - BS Þetta er aðeins hluti af úrvalinu. Haldgóðar skólatöskur Góð skólataska er hverjum nemanda nauðsyn. Við höfum meira úrval af töskum en nokkru sinni fyrr. Stórar, smáar, einlitar, marglitar, handtöskur, axlatöskur, baktöskur. Allt töskur, sem halda út hvert skólaáriö af öðru. Komdu og veldu þér skólatösku tímanlega, eina sem hald er í. HALLARMULA 2. HAFNARSTRÆT118. LAUGAVEGI argus

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.