Dagblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 20
24 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979. Melissa „ . aug/ysir: Mikiö og gott úrval af dömu- kjólum. Kjólar viö allra hæfi. Stœrðir 36—46 — GOTT VERD Póstsendum LAUGA VEGI66 SÍM112815 Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir ágústmánuð er 15. sept- ember. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið 10. september 1979. Frönsk ökk/astígvé/ Verðkr. 21.500 POSTSENDUM Verðkr. 19.500.- LAUGAVEGI 60 SÍMI 21270 SKÓSEL Vöni-og brauðpeningar- Vöruávísanir Peningasediar og mynt Gömul umslög og póstkort Alltfyrirsafnarann FRÍMERKI Hjá Magna »,15 Vinsælasta hljómsveitín í Japan færir út kvíarnar Hljómplatan Cheap Trick — At Budokan minnir að mörgu leyti á safngripinn Beatles At The Holly- wood Bowl. Sami krafturinn í hljóð- færaleikurunum, sami ærandi hávað- inn í áhorfendum, sama ósvikna hljómleikastemmningin, sem oftast vantar á þær plötur, sem hljóðritaðar eru á hljómleikum. Ef plöturnar tvær eru bornar enn frekar saman, þá heyrist greinilega hversu upptökutækninni hefur fleygt fram síðan Beatles léku að Hollywood Bowl árin 1964 og ’65. Hljómleikaplata þeirra var hljóðrituð við slæmar aðstæður á þriggja rása upptökutæki. Hávaðinn í áhorfend- um var slíkur að Bítlarnir heyrðu ekki hver í öðrum og urðu að treysta á að þeir væru allir fjórir að gera sama hlutinn á sama tima. Engir slíkir erfiðleikar steðjuðu að Cheap Trick er hljómleikaplata þeirra var hljóðrituð í Japan í apríl í fyrra. Allar aðstæður voru hinar beztu, en stemmningin á áhorfenda- pöllunum var sú sama og hjá Beatles. Cheap Trick er nefnilega Beatles þeirra Japananna. Þó að Cheap Trick hafi starfað í mörg ár, sló hún ekki í gegn fyrr en með hljómleikaplötunni. Upphaflega var hún aðeins gefin út í Japan, en vegna mikillar eftirspurnar í Banda- ríkjunum var ákveðið að dreifa henni þar einnig. Platan rokseldist — og selt enn — og með laginu I Want You To Want Me hefur Cheap Trick væntanlega tryggt sér varanlegt nafn í heimalandi sínu. Hverjir eru svo þessir Cheap Trick? Aðspurðir um fortíð sína svara liðsmenn hljómsveitarinnar með alls kyns lygasögum. Þeir líta nefnilega fyrst og fremst á sig sem hljómsveit dagsins i dag og að fortíð þeirra skipti engu máli. Cheap Trick flytur fyrst og fremst hráa rokktónlist. Textarnir við lögin eru mestmegnis meiningarlaust búll, en það virðist ekki skipta aðdáendur hljómsveitarinnar neinu máli. Kraft- urinn í hljómsveitinni er aðalmálið. Aðalmaður Cheap Trick er gítar- leikarinn Rick Nielsen. Hann semur flest laga hljómsveitarinnar og er ábyrgur fyrir textunum. Aðrir í hljómsveitinni eru Bun E. Carlos, trommuleikari, Tom Petterson, bass- isti, og Robin Zander, söngvari og gítarleikari, sem jafnframt er hinn vestræni draumur hverrar japanskr- ar ungpíu ef marka má blaðaskrif. Allir eru þessir menn þokkalegir hljóðfæraleikarar. Þó er enginn þeirra neinn afburðamaður á sínu sviði, en saman hefur þeim tekizt að verða stórnafn á einum af stærstu hljómplötumörkuðum heimsins. Margir hefðu gert sig ánægða með minna. -ÁT- Van Halen — Van Halen II: ÞRIÐJA VINSÆLASTA TÓNLISTIN <. HKAP TRICK — Budokanplatan vakti á þeim verulega athygli í heimalandinu, Bandaríkjunum. Cheap Trick A t Budokan: Diskótónlist er vinsælasta dægur- tónlistarformið í Bandaríkjunum um þessar mundir. í öðru sæti er svokall- að Adult Orientated Rock (AOR), sem þýða mætti sem fullorðinsrokk. Fulltrúar þess eru hljómsveitir eins og Fleetwood Mac, Eagles og fleiri. Þunga rokkið er áreiðanlega þriðja vinsælasta tónlistarformið i dag. Bandaríska hljómsveitin Van Halen flytur eingöngu þungt rokk með háværum, skerandi gítarsólóum og jafnskerandi söng. Þó að þessi hljómsveit hafi litla athygli hlotið til þessa hefur hún þó notið mikilla vin- sælda um nokkurt skeið, ef marka má vinsældalista. Til dæmis er fyrsta breiðskífa Van Halen búin að vera á vinsældalistum í Bandaríkjunum i um það bil eitt ár og er enn ein af fimmtíu vinsælustu plötunum vestan Þegar Van Halen sendi frá sér aðra breiðskífuna sína fyrr á þessu ári hlaut hún þegar í stað mjög góðar viðtökur. Vafalaust er það mikið að þakka einu lagi plötunnar, Dance The Night Away, sem var gefið út á tveggja laga plötu um svipað leyti. Það lag er engan veginn dæmigert fyrir Van Halen II, því að það stendur öðrum lögum hljómsveitar- innar mörgum skrefum framar. Um tónlist Van Halen er það í stuttu máli að segja að hún minnir mjög á það sem hljómsveitirnar Humble Pie, Aerosmith og jafnvel Bad Company voru að gera fyrir mörgum árum. En vinsældir plöt- unnar Van Halen II eru ágætis sönn- un þess að harða rokkið nýtur enn vinsælda vestan hafs, þó að til dæmis íslendingar séu mikið til hættir að nenna að hlusta á það. Kannski á tónlist Van Halen og annarra slíkra eftir að ryðja sér til rúms hér á landi aftur. Það verður tíminn að leiða í ljós. -ÁT-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.