Dagblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 14.09.1979, Blaðsíða 32
36 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979. ' ' ™\ Verkfallsboðun samþykkt með 7 atkvæðum gegn 5: Vinnustöðvunin víðtækari en grafískir ætluðust til —vegna skilnings og túlkunar vinnuveitenda Að loknum fundi GSF i gær, þar sem samkomulagiö við vinnuveitendur var samþykkt. Annar frá vinstri (sitjandi) er Ásgeir Ellertsson, formaður Grafíska sveinafélagsins. DB-mynd Hörður. Þegar Grafíska sveinafélagið boð- aði yfirvinnu- og vaktavinnubann hinn 30. ágúst síðastliðinn, svöruðu útgefendur með þvi að óska eftir þvi við Vinnuveitendasambandið, að það legði verkbann við vinnu grafiskra í prentiðnaðinum. „Útgefendur dagblaðanna meta boðun á stöðvun vaktavinnu grafískra þannig, að hún jafngildi í framkvæmd vinnustöðvun,” sagði Haraldur Sveinsson, framkvæmda- stjóri og formaður í Félagi íslenzka prentiðnaðarins, í viðtali við DB laugardaginn 1. september síðastlið- inn. Skoraði FÍP á stjórn Vinnuveit- endasámbandsins að afla heimildar til að boða verkbann á alla vinnu grafískra. Ljóst var, að GSF leit á yfirvinnu- og vaktavinnubann sitt sem takmark- aða vinnustöðvun. Taldi félagið, að unnt væri að vinna dagvinnu við dag- blöðin. Samkvæmt skilningi og túlk- un útgefenda varð vinnustöðvunin því viðtækari en grafískir ætluðu, að því er virðist. Harka færðist strax í leikinn Þannig höfðu báðir aðilar að samningaviðræðum um kjarasamn- ing GSF og FÍP mismunandi skilning á fyrstu aðgerðum. Hljóp mikil harka í deilu aðila jtegar við fyrstu aðgerðir. GSF hélt almennan félagsfund þegar á laugardag. Samþykkti hapn verkfallsboðun sem svar við 'verk- banni FÍP og VSÍ., Því hefur ekki verið andmælt, að á félagsfundi GSF haft verið aðeins 13 félagar og að verkfallsboðun hafi verið samþykkt með 7 atkvæðum gegn 5 og einn hafi setið hjá. f félag- inu eru 107 menn. Kröfur GSF voru meðal annars um nokkru meiri launahækkun en aðrar stéttir höfðu samið um. Vildu þeir að yfirborganir, sem þeir höfðu haft, yrðu felldar inn í kauptaxta og að samningstíminn yrði eitt ár eða til 1. september 1980. Þegar útgefendur gerðu tillögu á sáttafundi með ríkissáttasemjara um gerðardóm í málinu, höfnuðu graf- ískir henni, nema gengið yrði að ákveðnum skilyrðum af þeirra hálfu. Vildu þeir að gerðardómurinn hefði hliðsjón af yfirborgunum í umfjöllun sinni og niðurstöðum. Féllu þeir frá kröfu sinni um samningstímann og samþykktu að hann yrði til næstu áramóta í stað 1. sept. 1980. Útgefendur og grafískir hafna gerðardóms- hugmyndum Sáttasemjari lagði mikla vinnu í það á þrem sáttafundum með deilu- aðilum að sveigja sjónarmið þeirra að gerðardómslausninni. Gerðu til- lögur hans ráð fyrir því, að gerðar- dómur tæki til kaupliða og samnings- tíma. Engin leið reyndist fær til gerðar- dómslausnarinnar, er vika var liðin í samningaþófi. Benti þá flest til þess, að samningar yrðu erfiðir og kynnu að verða langvinnir. Þá flaug það fyrir, að grafiskir hefðu sagt, að verkfaliið myndi standa í 5 vikur hið skemmsta. Þessari sögu mótmæltu grafískir og reyndu meðal annars að koma fram leiðréttingu í útvarpi. Það tókst ekki. Fiskumbúðir og bráðabirgðalög Óttast var, að vegna verkfalls GSF kynni að koma til skorts á fiskum- búðum fyrir útflutninginn. Könnun DB virtist þó benda til þess, að birgð- ir væru til nokkurs tíma, ef ekki yrði þeim mun meiri aflahrota. Mál þetta var rætt í ríkisstjórninni, sem og stöðvun á útkomu dagblað- anna, ekki sízt með hliðsjón af rekstrarerfiðleikum þeirra, sem víða voru talsverðir fyrir verkfall. Óstaðfest er, að Steingrímur Her- mannsson dómsmálaráðherra hafi kannað afstöðu annarra ráðherra til setningar bráðabirgðalaga til lausnar deilunni um sinn. Hafi hann í fjar- veru Ólafs Jóhannessonar gegnt emb- ætti forsætisráðherra og þannig tekið forystu í málinu. Talið er, að ráðherrar Alþýðu- bandalagsins hafi lagzt gegn hug- myndinni. Síðan hafi nokkur tími liðið og Ólafur Jóhannesson kom heim til starfa. Hafi það verið skoðun hans, að ekki væri stætt á því að setja bráðabirgðalög svo skömmu fyrir samkomudag reglulegs Alþingis 10. október. Enda ekki reynt til þrautar, hvort samkomulag gæti náðst með deiluaðilum. Samúðarverkbann og blaðamenn FÍP og VSÍ höfðu gefið í skyn, að ef ekki tækist að semja við grafíska, kynni að verða gripið til samúðar- verkbanns á allar stéttir, sem við út- gáfu blaðanna störfuðu. Útgáfu- fyrirtækin gætu ekki borið kaup- greiðslur og annan kostnað enda- laust, vegna verkfalls GSF. Hinn 11. september samþykkti sambandsstjórn Vinnuveitendasam- bandsins slíkt samúðarverkbann. Tók það til prentara, bókbindara, blaðamanna og verzlunarfólks hjá útgáfufyrirtækjunum. Skyldi það koma til framkvæmda hinn 23. sept- ember, ef þá hefði ekki samizt. Hefði til þessa verkbanns komið mátti ætla að sú staða kæmi upp, að hægt væri að semja á sama tima og til sama tíma við þær stéttir, sem starfa við útgáfu dagblaða og viku- blaða. Stjórn Blaðamannafélags íslands hélt daginn eftir fund með launa- málanefnd félagsins og trúnaðar- mannaráði. Var þar tekin ákvörðun um að boða til almenns félagsfundar i dag. Skyldi á þeim fundi tekin af- staða til þess, hvort svara ætti verk- banni á blaðamenn og þá hvernig. Ekki fór á milli mála, að fyrir fundin- um lægi að taka afstöðu til verkfalls- boðunar af hálfu félagsins, ef rétt yrði talið að sýna einhver viðbrögð. Vaktamálin og dag- blöð alla daga Á sáttafundum með ríkissáttasemj- ara var þegar byrjað að ræðast við meira og málefnalegar en verið hafði. Engar fréttir bárust af efni viðræðn- anna. Þó var talið að vaktamálin hefðu verið tekin til endurskoðunar og umræðu, meðal annars með hlið- sjón af því, að a.m.k. einhver dag- blaðanna kæmu út alla daga vikunn- ar. Sú hugmynd er ekki alveg ný af nálinni og þótti tækifæri til að undir- búa slíkt framtak, ef verða mætti til þess að greiða fyrir umræðu við aðr- ar stéttir um það mál, og að snúa um leið upp nýjum fleti í samningaþóf- inu. Svo fór þó, að samningar voru undirritaðir með fyrirvara um sam- þykki félagsfunda svo sem skylda er í fyrrinótt kl. 01. Sáttasemjari ríkisins, Guðlaugur Þorvaldsson, sagði i viðtali við DB, að aðilar hefðu lagt sig fram um að ná samkomulagi enda hefði það tekizt. í viðtölum við DB hafa tals- menn beggja deiluaðila staðfest, að sáttasemjari hafi átt góðan hlut og ómetanlegan að því, hvernig til tókst, aðeins tveim dögum áður en hann tekur formlega við embætti ríkis- sáttasemjara. -BS. Grænf riðungar famir heim „Komum aftur næsta sumar” „Við munum koma aftur til íslands sumarið 1980, ef stefna stjórnvalda breytist ekki. Við vonum að hvalfrið- unarumræðan hér á landi muni leiða til lokunar hvalstöðvarinnar og hvalveiði- banns,” sagði David McTaggart leið- angursstjóri Greenpeacesamtakanna við brottför þess fræga fleys Rainbow Warrior frá Reykjavík. Grænfriðungar sigldu til Amsterdam og þaðan til London. Hyggjast þeir beita sér fyrir innfiutningsbanni á hvalaafurðum sem seldar eru frá íslandi til Evrópulanda. Þeim er full alvara að koma hingað á ný að ári, standi málin óbreytt að þeirra dómi, og þvælast fyrir hvalbát- unum á miðunum. Hvalfriðunarmenn reyndu að hindra veiðar skömmu áður en þeir fóru heim á leið, en varð fremur lítið ágengt. Enda hafði Landhelgisgæzlari afvopn- að þá að mestu með því að leggja hald á gúmbátana sem notaðir voru við trufl- un veiðanna. Verðmæti bátanna er 16—17 milljónir króna og grænfrið- ungar telja Gæzluna halda þeim ólög- lega. GRAFÍSKIR GAGNRÝNA MISMUNUN ÚTVARPSINS —í f réttum af deilunni Mjög hörð gagnrýni á fréttaflutning útvarpsins af vinnudeilu útgefenda og Grafíska sveinafélagsins kemur fram í bréfi, sem grafískir skrifuðu frétta- stjóra útvarpsins, útvarpsstjóra og út- varpsráði í fyrradag. „Það er að mati félagsins hrópleg mismunun að neita að lesa upp ályktun félagsfundar GSF frá 10. sept., en lesa siðan upp athugasemdalaust tilkynn- ingu frá sambandsstjórn VSÍ um mál- ið,” segiribréfinu. Þá bentu grafískir á, að í tilkynningu VSI hafi verið farið rangt með. Grafíska sveinafélagið hafi aldrei hótað 5 vikna verkfalli hið minnsta. Talsmenn félagsins hafi hins vegar bent á það í viðtölum, að vinnudeilan gæti dregizt á langinn, jafnvel í 5 vikur. - BS Phstot hFiB0 PLASTPOKAR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.