Dagblaðið - 21.09.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 21.09.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1979.- Er Bolungarvík ekki á skrá hjá Pósti og síma? Jónmundur Kjartansson, Bolungar- vík, skrifar: Hér í Bolungarvík er símakerfið allt í lamasessi, þrátt fyrir að við höfum hér nýja og fullkomna sím- stöð, sem ætla mætti að dygði okkur næstu árin með númer og annað. Þrátt fyrir þetta fær fólk ekki tengda né færða síma hér, nema bíða eftir því í þrjá til fjóra mánuði, ef ekki lengur. Til dæmis flutti maður sá, er sér um alla útkeyrslu á olíu fyrir Skeljung h/f til húsa og skipa í janúar síðastliðnum í nýtt hverfi hér og er ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraurtir, búinn að fá símann fluttan enn. Þennan mann þarf að vera hægt að ná í svo að segja allan sólarhringinn vegna loðnubáta og annarra sem á olíu þurfa að halda. Maður skyldi ætla að hægt hefði verið að útvega þessum manni síma eins og fordæmi eru fyrir í þessu nýja hverfi, þó ekki væri nema að stinga honum inn um bréfalúguna. Ha, bréfalúguna? spyr fólk kannski sem les þetta, en það er ein- mitt lóðið, að ef þessir heiðursmenn „Símamennirnir i Bolungarvik hengja jafnan vírana upp i staura, strekkja línuna þaðan I sjónvarpsloftnetin og leggja þær þaðan inn um bréfalúgurnar hjá fólki,” segir bréfritari og er ekki ánægður með þjónustu Pósts og sima i Bolungarvik. gera svo lítið að láta sjá sig (síma- mennirnir), þá hengja þeir jafnan vír- ana upp í staura, strekka línurnar þaðan í sjónvarpsloftnetin og leggja þær þaðan inn um bréfalúgurnar hjá fólki. Þetta kallast ekki beint góður frágangur. Ég gerði mér það til gamans að mynda tvö eintök af þessum einstæða frágangi, sem ég sendi Dagblaðinu með bréfi þessu. Sennilega prentast þær ekki nógu vel til birtingar. Einnig má nefna að um mánaða- mótin júlí/ágúst fluttust fjórar fjölskyldur í jafnmargar ibúðir bæj- arsjóðs (söluíbúðir) við Móholt. Þar er búið að leggja símastrenginn inn og draga í innanhúss, en þar er sama sagan, enginn fær símann tengdan. Ég pára þessar línur vegna þess að ég er nú orðinn einn af þessu síma- lausa fólki sem flutzt hefur í nýtt hverfi hér í Bolungarvík og kvíði því að fá ekki símann fluttan, miðað við gang mála síðustu mánuði, fyrr en um áramótin ’79—’80. Ég ætla ekki að lýsa þeim óþæg- indum fyrir mig og aðra, sem eins er ástatt um, sem þetta hefur i för með sér gagnvart vinnu og öðru nauðsyn- legu. Samanber, að við úti á lands- byggðinni erum jafnvel meira háðir sima vegna margs konar þjónustu frá ríkinu og öðrum sem jafnan er troðið niðurá Reykjavíkursvæðinu. Það er skilyrðislaus krafa okkar Bolvíkinga að hér verði að minnsta kosti staðsettur einn viðgerðarmaður frá Pósti og síma því það er stað- reynd að megnið af dögunum hjá þessum viðgerðarmönnum (sem allir eru á ísafirði) fer i að rúnta á tveimur til þremur bílum milli staða hér í ná- grenninu. LEIKK) A LUTU? Seltirningur skrifar: Fyrir nokkrum dögum mátti lesa í fjölmiðlum, að fjárhagsstaða Trygg- ingastofnunar ríkisins væri svo yfir- þyrmandi hrikaleg, að um tvo millj- arða króna hafi skort til greiðslu fjár til sjúkra, gamalmenna og öryrkja. Krataráðherrann Magnús Magnús- son hælir sér af því að hafa hótað úr- sögn sinni úr hinni hörmulegu vinstri stjórn, hefði orðið frekari dráttur á útvegun þessa fjármagns. En á sama tíma birtist frétt, sem staðfest er af forystumönnum Hótel Esju, að þessa hina sömu daga hafi hinn toppkratinn, fyrrverandi þing- maður Eggert G. Þorsteinsson, sá er fékk í sjálfsagðan arf forstjórastöðu við þessa „einkastofnun" kratanna — Tryggingastofnun ríkisins — haldið veglegt hóf fyrir starfsfólkið — rúmlega 100 manns á Hótel Esju — með „hanastéli” á undan matn- um, borðvínum að forstjórasið með matnum og vafalítið enn meira brennivíni á eftir matnum. Þá vant- aði ekki fjármunina. Og staðfest er að hver maður hafi etið og drukkið fyrir á annan tug þúsunda — og skattborgarar landsins látnir borga reikninginn. Almenningur spyr hvar þeir séu nú, litlu kratadrengirnir sem fyrir síðustu kosningar ætluðu að hreinsa burt alla spillinguna? Hvar er hann þessa dagana hann Vilmundur Gylfa- son, með skrif sín gegn subbuskapn- um i þjóðlífinu? Hvar eru þeir Árni Gunnarsson og Eiður Guðnason? Já, hvar eru allir sjálfskipuðu hreinsun- armenn óráðsíunnar? Aldrei hefur almenningur á íslandi verið blekktur eins stórkostlega og fyrir síðustu kosningar. Aldrei hefur skattaránið og verðbólgan verið jafn yfirþyrmandi sem nú. Aldrei hafa jafn margir verið sviknir jafn mikið. Sú vel þekkta frásögn úr mannskyns- sögunni, þá er Neró keisari lék á lútu meðan Róm brann, kemur upp i hug- ann — munurinn aðeins einn — í dag eru það kratakeisararnútímans á ís- landi sem i stað lútu leika mcð fjár- muni almennings í landinu — en eyðingareldarnir brenna ekki síður glatt en á dögum Nerós. IIIUIIIIIIIRI Hvernig getur Tryggingastofnunin haldið dýra veizlu, þegar hún er nýbúin að gefa yfirlýsingu um fjárskort stofnunarinnar, spyr bréfritari. Víst gjöldum við NATO okkar skatt „Stuðningsmaöur Geirs Hallgríms- sonar” kom við á ritstjórn DB. Hann kvaðst vilja taka undir þá skoðun formannsins að víst gjöldum við NATÓ okkar gjald, þótt Aron Guðbrandsson sé á öðru máli. Þvi til staðfestingar lagði hann fram þessa teikningu úr gömlu tölublaði Spegilsins. Þar getur að líta fulltrúa úr frekar fámennum en beinskeyttum hópi heimavarnarmanna, sem tekið hafa að sér þessa þjónustu á milli tveggja sjálfstæðra bandalagsþjóða, fyrir hönd okkar hinna. Sjálfstæðisflokkinn aftur til sigurs Einar S. Jónsson hringdi: Félag ungra sjálfstæðismanna hélt þing sitt á Húsavík að þessu sinni. Ég er gamall sjálfstæðismaður og hef fylgzt með og lesið um ályktanir og stefnumótanir, sem ungir sjálfstæðis- mennhafagert. Myndi margt breytast til hins betra í þjóðfélaginu ef einhver þyrði að koma þeim i framkvæmd. Það hefur verið, og komið af sjálfu sér, að frammámenn hjá ungum sjálf- Raddir lesenda stæðismönnum hafa valizt til ábyrgðarstarfa síðar meir. Því var ég mjög hissa er núver- andi formaður, Jón Magnússon, lét hafa eftir sér i einu dagblaðanna rétt fyrir þingið að hann væri svo önnum kafinn og þreyttur maður að hann hefði verið að hugsa um að draga sig í hlé. Að vel hugsuðu máli ætlaði hann þó aðgefakostásér. Mikið skal á sig lagt þó menn séu að niðurlotum komnir. Bjarni heitinn Benediktsson sagði á fundi sem égí var á hjá Heimdalli fyrir ca 20 árum, að pólitík og félagsstarfsemi væri vinna og aftur vinna og bætti síðan við, þrotlaus vinna. Enda var uppgangur á þeim árum er Bjarna naut við ólikt betri en hann er í dag. Mín von og fieiri sjálfstæðismanría er að ungir sjálfstæðismenn leiði flokk- inn fram til sigurs á nýjan leik og hristi af sér öll ellimörk. Regína Thorarensen er fréttaritari DB á Eskifirði. Hún er sannkallaður kjarnorkukvcnmaður og lætur fátt fara fram hjá sér. „Okkur vantar rík- isstjóm semvið getum treyst” — segir Regína Thor. Regína Thorarensen skrifar: Síðasta búvöruverðshækkun finnst mér ganga út í hinar mestu öfgar. Þótt ég sé bóndadóttir og haldi alltaf með bændum, finnst mér að nú hafi verið gengið of langt. Ég er eiginlega ekki farin að skilja neitt í þessari ríkisstjórn. Fyrst þegar hún tók við völdum var þessi rokna kjötveizla. Kjöt og smjör selt á tombóluverði. Það er engu líkara en að stjórnin sé villt vegar í þoku og viti ekkert hvað hún eigi að gera. Hætta á minni kjötkaupum Hætt er við að fólk minnki við sig kjötkaupin i framtíðinni. Er það ærið áhyggjuefni og ef eitthvað minnkar með atvinnu er útilokað að fólk geti keypt landbúnaðarvörur eitthvað að ráði. Ég hefði viljað setja verðstöðvun á í allt að 3—4 ár og banna öll verkföll á meðan verið er að koma þjóðinni úr skuldasúpunni sem hún er í, bæði innanlands og utan. Mér finnst per- sónulega, að hvaða ríkisstjóm sem er við völd, þá þori hún ekki að gera það sem þarf að gera og fólkið er sammála um. Við viium öll hvað við erum skuldug og fólkið þráir að eitt- hvað róttækt ségert. En enginn þorir að gera neitt. Allir eru á atkvæða- veiðum og halda að þeir missi fylgið sitt. _ Allir með sömu laun Ef ég mætti ráða ein vildi ég lækka launin hjá hálaunamönnunum þannig að allir værumeð sömu laun, 350—400 þúsund kr. En þá verður verðstöðvunin að vera meira en nafnið eintómt. Margir eru þeir, sem lita svo á, að þeir sem eru búnir að stunda langt skólanám og hafa á hendi svokölluð „ábyrgðarstörf", eigi að fá hærri laun en þeir sem ekki hafa verið í skóla og gegna minna metnum störf- um í þjóðfélaginu. Ég vil aðeins segja að öll störf éru ábyrgðarstörf, hvort sem það eru verkamannastörf eða önnur. Hvað viðkemur skólagengnum mönnum i ábyrgðarstöðum vil ég segja þetta: Þjóðin hefur kostað þessa menn i skóla, þeir hafa aldrei þurft að greiða eyri i skólagjöld. Þótt ég viti að þeir hafi stundum þurft að leggja mikið á sig, þá tel ég þá ekkert ábyrgari heldur en verkalýðinn. Verkalýðurinn verður að standa vel í sínu starfi bæði í frystihúsunum og annars staðar og vera ábyrgur með sín störf. Til þess að geta verið sjálfstæð þjóð þurfum við að eiga ábyrga stjórn, sem þorir að gera það sem þarf að gera. Við þurfum að vera samhent og það verða allir að leggja sitt af mörkum. Við verðum að eiga ríkisstjórn sem við getum treyst, en það höfum við ekki átt í fjölda mörg ár, því miður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.