Dagblaðið - 21.09.1979, Blaðsíða 24
28
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1979.
Varadekk í hanskahólfi!
ÁRMULA 7 - SIAAI 84450
PUNCTURE PILOT
^ J’uncture-Pilot er viðgeröarcfni sem
þeir hafa í hanskahólfínu, sem vilja
vera lausir við að skipta um hjólbarða
þótt springi á bilnum, hvort heldur
það er i innanbæjarakstri eða i
ferðalagi úti á landi.
Munið að hafa brúsa með f ferðalagið.
Umboðsmenn um allt land
-Nýkomið!—
Kjólar,
blússur, pils
Elízubúðin
Skipholti 5—
FjMrey', SÍMII MÍMI ER| 1 000/1
og skemmtilegt tungumálanám. \ | UUU"t'
glæsileg Milai'líyiiui
Getum boðiö til afnota ný og glæsileg salarkynni fyrir
hvers konar fundi og mannfagnaði, stóra og smáa. Erum
staðsettir við Reykjanesbrautina í Hafnarfirði. Tengt
salnum er stórt fullkomið eldhús, þar sem við getum
framreitt Ijúffenga matarrétti við allra hæfi.
Einnig útbúum við allskonar mat fyrir veislur eða smá-
boð sem haldin eru annarsstaðar.
Maturinn frá okkur svíkur engan — spyrjið þá sem reynt
hafa.
Veitingohú/ió
GAPi-mn
V/REYKJ ANESBRAUT - SÍMI 54424
Látiö fara vel um ykkur í þægilegu umhverfi í
nýjasta veitingahúsi Hafnarfjarðar.
BSRB-forystan í landnámsferð á AusturSandi:
Hugmynd um að re/sa
þarnýtt Munaðames
Nokkrir stjórnarmenn úr Banda-
lagi starfsmanna rikis og bæja, þar á
meðal Kristján Thorlacius og Har-
aldur Steinþórsson, eru þessa dagana
á ferð um Austurland. Hyggjast þeir
leggja drög að „landnámi” BSRB i
fjórðungnum og reisa þar nýtt
„Munaðarnes". Einkum beinist at-
hygli landnemanna að nágrenni Eiða
á Héraði.
Hugmynd um annað orlofsþorp, i
likingu við Munaðarnes, hefur lengi''
verið á kreiki i BSRB. Ekki hefur þó
verið rætt um málið á þingum banda-
lagsins, en nú hefur stjórnin tekið
frumkvæði að því að þoka hugmynd-
inni í átt að raunveruleika með ferð-
inni í austurveg.
Rekstur orlofsþorpsins í Munaðar-
nesi hefur að sögn gengið vel. Færri
en vilja komast i afslöppun i Borgar-
fjörðinn yfir sumartímann. Enda
þykir fádæma notalegt að slaka á
stressuðum taugum á þeim slóðum.
fr Asgarðk H jólið yfirgaf samkvæmið
„Ó mig auman. Þar sem ég ek í róleg-
heitum eftir Ásgarðinum og hef auga
með öllum hlutum, ákveður skyndi-
lega hluti af mér að yfirgefa sam-
kvæmið. Og ég sem þóttist góður
með mig og i fullkomnu lagi. Þess í
stað stend ég hér brotinn og braml-
aður og á von á löggunni og bifreiða-
eftirlitinu á staðinn að dæma mig
ónýtan. Og vesalings eigandi minn.
Ilvcrnig ræður hann við að láta gera
við mig? Verður mér kannski hent?
Það væri hræðilegt.”
- DS / DB-mynd ÁPJ.
KJÖRBUÐ A STRÖNDUM
Kaupfélag Strandamanna i
Norðurfirði stækkaði verzlunarhúsið
talsvert í sumar og er nú komin kjör-
búð. Kunna hreppsbúar vel að meta
það. Einnig stækkaði kaupfélagið
íbúðarhúsið og er þetta flott og ný-
tízkulegt að mér finnst. Er að þessu
mikil framför, en sumir Árnes-
hreppsbúar, sem komu í skyndiheim-
sókn heim í sumar, sakna gömlu búð-.
arinnar.
Vöruúrval i kaupfélaginu er mjög
þokkalegt og verðlag sízt hærra þar
en annars staðar. Þar voru margar
vörur á „gamla” verðinu. En að
sjálfsögðu eru það allt Sambands-
vörur sem þarna fást.
- Regina / abj.
Þórir Kjartansson við hluta af saumavélunum.
DB-mynd Ragnar Th.
VíkíMýrdal:
VERKSMIDJA REIST í ÞÁGU
ÍÞRÓTTA OG LANDBÚNAÐAR
„Þetta er á algjöru byrjunarstigi
núna, en við rciknum með að þctta
fari eitthvað af stað fljótlega. Það
veitir ekki af þar sem mjög litið er um
atvinnu hér í Vik og byggist hún nær
eingöngu á þjónustu við sveitirnar,”
sagði Þórir Kjartansson, einn af hlut-
höfum í hlutafélaginu Bútækni i Vik i
Mýrdal.
Bútækni hefur nú fengið sauma-
vélar frá Sauðárkróki og er í bígerð
að hefja framleiðslu ýmiss konar
iþróttafatnaðar í Vík.
Hlutafélagið hefur reist 12x27 m
■stórt hús og hafa vélarnar verið flutt-
ar þangað. „Húsið var nú ekki smíð-
að i þessum tilgangi,” sagði Þórir.
„Við vorum að hugsa um að vera
. með einhverjar nýsmíðar hér, t.d.
•smiðar á vélum fyrir landbúnaðinn.”
Hann sagði, að e.t.v. mætti hugsa sér
að þetta tvennt færi saman, þar sem
húsið ætti að geta rúmað hvort
tveggja. -GAJ