Dagblaðið - 21.09.1979, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1979.
Fals
og
ekta
Nokkurorð
um lista-
verkafölsun
Allar götur frá tímum Rómverja,
og alls staðar þar sem listaverk hafa
gengið kaupum og sölum, hafa fals-
anir þeirra viðgengist eftir lögmálinu
um framboð og eftirspurn. Sú stað-
reynd gerir mörgum sérfræðingum
erfiðara fyrir en ella, því nú þurfa
þeir ekki einungis að skera úr um ný-
leg misferli á þessu sviði heldur verða
þeir að ljóstra upp margra alda göml-
um fölsunum sem margar hverjar eru
orðnar ansi „ekta” í útliti. Það er
t.d. fróðlegt að rifja upp að Michael-
angeló hafði af því góðar tekjur, er
hann kom fyrst til Rómar unglingur,
að höggva styttu af dreng úr mar-
mara í „antíkstíl, grafa hana í jörðu
og láta vin sinn „uppgötva” gripinn
og selja.
Frá misgáningi upp
í eftirlíkingar
Listaverkafölsun hefur á sér æði
margar hliðar. Stundum eru verk ein-
faldlega feðruð ranglega, af misgán-
ingi eða óskhyggju, en oftar er verið
að blekkja til fjár með ýmiss konar
brögðum. Verk lærisveina eru
uppdubbuð og eignuð meistara og
þegar um hreyfingu er að ræða, þá er
undirskrift gjarnan fjarlægð af verk-
um minni meistara og upphafsstafir
stórmeistara settir í staðinn. Loks eru
það „púra” falsanir á stíl vel þekktra
listamanna, — á sams konar striga
og þeir notuðu, með sömu töktum og
efniviði. Séu listamennirnir gamlir,
þá er ýmsum ellimörkum eins og
sprungum (craquelure) og sóti komið
fyrir á verkunum.
Hvernig starfar svo falsarinn?
Hann skoðar t.d. einkasöfn, sér hvað
vantar í þau og býður eiganda að út-
vega honum það sem á skortir gegn
vægu verði. Hann getur verið klókur
og komist að því að gloppur eru á
ferli sumra listamanna og þá er upp-
lagt að falsa verk sem gætu verið frá
„verklausu” tímabili.
Sjaldgæfir
og mikilvirkir
Enn snjallari falsarar kanna allar
heimildir um fræga listamenn og
höggva eftir því ef talað er um þau
verk þeirra sem ekki hafa komið í
leitirnar. Þetta gerði einn frægasti
listaverkafalsari vorra tíma, Hollend-
ingurinn van Meegeren, sem rakst á
lýsingar af trúarlegum myndum eftir
Vermeer sem ekki var vitað um.
Hann vissi það einnig að ekki eru til
nema röskir tveir tugir mynda eftir
þennan listamann og því tók hann að
sér að gera fleiri myndir í nafni Ver-
meers, sem voru svo vandaðar að
mörg helstu söfn í Evrópu tóku þær
góðar og gildar í áraraðir.
Yfirleitt kjósa falsarar að líkja eftir
sjaldgæfum listamönnum og stíl-
brigðum í list þeirra, i þeirri von að
ekki verði hægt að hanka þá á
samanburði ‘við önnur verk sömu
manna. Einnig er vinsælt að falsa
verk eftir mikilvirka listamenn, —
sjálfsagt á þeim forsendum að ekki
saki að bæta aðeins við þá.
Ættartréð
Hvaða aðferðir eru svo notaðar til
að skera úr um hvort listaverk er ekta
eða falsað? Engin ein aðferð er al-
gild, en þó er fátt sem slær við ná-
kvæmri skoðun kunnáttumanns sem
þekkir verk umrædds listamanns út í
æsar. Á grundvelli alls þess sem hann
veit um vinnuaðferðir listamannsins,
mótíf, ferðir o.fl. getur sérfræðing-
urinn afhjúpað flestar falsanir. En sé
hann í vafa, þá kemur til kasta tækn-
innar og rannsóknar á ættartré (pro-
venance) listaverksins. Ættartréð er í
raun nákvæmur listi yfir alla þá sem
átt hafa verkið frá upphafi og sé
hægt að staðfesta það svo taki af öll
tvímæli, þáer verkið ósvikið. Að vísu
koma stundum fram ósvikin verk
sem ekki er vitað neitt um, en fölsuð
verk eiga sér ekkert ættartré eða að
því fylgja uppdiktuð skjöl sem
sjaldnast standast rannsókn, eða þá
að finna má ógreinilega stimpla á
ramma eða striga þeirra að aftan sem
ekki sanna neitt til eða frá.
Tæknileg grannskoðun
Þriðja leiðin er svo tæknileg grann-
skoðun, með röntgen eða infra-
rauðum og últrafjólubláum geislum
svo og smásjám. En þetta er dýr
tækni og varla notuð nema mikið
liggi við og þess vegna leggja margir
eigendur listaverka ekki út í þann
kostnað, þótt þá gruni að ekki sé allt
með felldu. En margir hafa oftrú á
þessari tækni. Hún er nefnilega
gagnslítil nema því meir sé vitað um
alla vinnutilhögun hvers Iistamanns,
skref fyrir skref. Liggi þær upplýs-
ingar fyrir, þá er loks hægt að bera
þær saman við það sem kemur fram í
grunsamlegu verki. í ekta málverki
leiðir geislamyndataka í ljós ná-
kvæma uppbyggingu, glímu lista-
mannsins við flötinn, en í fölsuðu
málverki finnst yfirleitt aðeins eitt
snubbótt undirlag og falsarinn byggir
ekki frá grunni, heldur líkir eftir því
sem hann sér á yfirborði myndar.
Margt annað kemur einnig til.
Engin uppljóstrun
í Helgarpóstinum þann 3. ágúst sl.
er látið að því liggja að á íslandi sé
allt morandi í fölsuðum málverkum
eftir Kjarval, Ásgrím Jónsson, Þór-
arin B. Þorláksson, Mugg og Snorra
Arinbjarnar. En öll er greinin í æsi-
og véfréttarstíl og er því ansi langt frá
því að vera sú uppljóstrun sem blaðið
eflaust ímyndaði sér að hún væri.
Alla/ myndir sem fylgja greininni eru
af vel þekktum verkum ofangreindra
listamanna, sem öll eru ekta, heim-
ildarmenn eru nafnlausir.svo og allir
aðrir sem koma við sögu. Ekkert er
heldur sagt um það hverjir það eru
sem úrskurða að hin og þessi verk,
sem kennd eru við íslenska listamenn,
séu falsanir og á hvaða forsendum.
Þó eru röksemdir nefndar í tveim til-
fellum og eru þær haldlitlar. Einn
heimildarmaður HPrekst á verk sem
kennt er við Mugg hjá málverkasala
og sér í því mörg atriði sem stinga i
stúf við „ósvikin” Muggsverk, en
sömu atriði átti hann að hafa séð í
annarri Muggsmynd á einkaheimili, í
málverkasafni, sem talið er grunsam-
legt.
Að afskrifa Kjarval
Nú er í meira lagi vafasamt að full-
yrða um eitthvert „norm” hjá lista-
manni eða gefinn og óbreytilegan
„standard”. Frjór listamaður á það
til að breyta um takta frá mynd til
myndar, í tilraunaskyni eða til til-
breytingar. Og hafi heimildarmað-
urinn séð tvær myndir með sömu ein-
kennum bendir það ekki til staðfestu
í vinnubrögðum fremur en fölsunar?
Siðan nefnir HP annan heimildar-
mann sem afskrifar teikningar
kenndar við Kjarval á þeim for-
sendum að blýið í blýantsstrikunum
væri nýlegt. Nú eru til margs konar
blý í blýöntum og mörg þeirra hafa á
sér nýlegan gljáa i marga áratugi auk
þess sem sérstakur úði (spray) getur
varðveitt slík einkenni í mun lengri
tíma. Sönnunargögnin eru nú af
þessu sauðahúsi.
Eftir að hafa kennt ónefndum föls-
urum í Kaupinhafn um þetta „flóð”
falsaðra listaverka á íslenskum
markaði klykkir HP svo út með því
að gefa í skyn að íslenskir myndlist-
armenn yfirleitt væru hugsanlega
einnig að bauka við að falsa „kjar-
vala” þegar hungur syrfi að.
Ókannað land
öllum heimildum um listamann á
sama stað. En hér kreppir skórinn
svo sannarlega að. íslensk myndlist-
arsaga er nánast ókannað land og
ekki er til „catalogue raisonné” eða
heildarskrá yfir verk eins einasta
listamanns islensks af eldri kynslóð
og þótt farið hafi verið fram á styrki
til þess arna, hefur þeirri umleitan
ekki verið sinnt af ríki eða borg. Fyrir
utan það að vera skammarleg van-
ræksla á íslenskri menningarsögu, þá
opnar þessi ávöntun greiða leið fyrir
alla þá sem hafa aðstöðu og vilja til
að falsa verk þekktra islenskra mynd-
listarmanna, vitandi það að hér er
heldur ekki aðstaða til að rannsaka
listaverk með geislum og kemískum
efnum.
Sá sem hér pikkar á ritvél hefur séð
nokkur grunsamleg málverk, kennd
við þekkta íslenska listamenn, en
ekkert þeirra hefur verið það viðvan-
ingslegt að hægt væri að úrskurða
um fölsun á stundinni. Til þess hefði
þurft rækilega rannsókn á öllum að-
stæðum og umfram allt þyrfti rann-
sóknarmaður að hafa aðgang að
Eins og stendur getur tortrygginn
málverkakaupandi því ekki reitt sig á
annað en skarpskyggni og sjónminni
nokkurra einstaklinga — og ættar-
tréð. En það er engan veginn nægileg
vörn á , verðbólgutímum, þegar
óprúttnir braskarar nota sér fjárfest-
ingarkapphlaup fslendinga til hins
ýtrasta.
Myntiiis
AÐALSTEINN
INGÓLFSSCN
m >5
Bók Ásu Sólveigar, Einkamál
Stefaniu, sem hlaut menningar-
verðlaun DB fyrir bókmenntir árið
1979, hefur nú verið valin sem fram-
lag íslands til bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs, ásamt skáld-
sögunni Vatn á myllu Kölska eftir
Ólaf Hauk Simonarson. Verðlaunin
verða að venju veitt í febrúar 1980 en
valið önnuðust þeir Njörður P.
Njarðvík og Vésteinn Ólason fyrir
Íslands hönd.
-AI.
Ása Sólveig.
Ólafur Haukur
' r r s
A sa Sólveig og Olafur Haukur
- FYRIR NORÐURLANDARÁÐ
Þjónusta
Þjónusta
Þjónusta
Margra ára viðurkennd þjónusta
SKIPA ' ' SJÓNVARPS
LOFTNET : LOFTNET
Fyrir lit or svart hvítt
Islcnsk franileiðsla
® SJÓNVARPSMiaSTQÐIN SF.j '
- Istðumúla 2 B»yW*vtk — Stmar 39090 — 3
SJONVARPS
VTÐGERÐIR
LOFTNETS
VIÐGERÐIR
Útvarpstirkja-
meistari.
Sjónvarpsviðgerðir
i heitnahúsum og á verkstæði, gerum við allar gerðir'
sjónvarpstækja, svarthvit sem lit. Sækjum tækin ogl
sendum. í
Sjónvarpsvirkinn
Arnarbakka 2 R.
Verkst.sími 71640, opið 9—19, kvöld og helgar 71745
til 10 á kvöldin. Geymið augl.
Sjón varpsviðgerðir
Heima eða á verkstæði.
Allar tegundir.
3ja mánaða ábyrgð.
Skjárinn, Bergstaðastræti 38.
I)ag-, kvöld- og helgarsimi
21940,