Dagblaðið - 21.09.1979, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 21.09.1979, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1979. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21 SEPTEMBER 1979. 19 G íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I Enginn spáði Eyja-1 mönnum velgengni ííslandsmótinu Eyjamenn eru að vonum i sjiiunda himni yfir árangri sínum í knattspyrnunni i sumar. Þeir sigruðu ekki aðeins i íslandsmótinu heldur áttu þeir einnig leikmann mótsins, Ársæl Sveinsson (valinn af Morgunblaðinu) svo og markakónginn Sigurlás Þor- lcifsson þótt hann léki með Víkingi í sumar. Sannar- lega glæsilegt sumar. Sncmma í vor kom út leikskrá yfir sumarið á vegum Valsmanna. Þar var að finna spár allra íþróttafréttamanna blaðanna og útvarps um loka- stöðuna I íslandsmótinu. Spádómar kolleganna voru nokkuð á sama veg — fleslir spáðu Val cða Skaga- mönnum sigri og allir bókuðu Hauka í 2. dcildina. Haukarnir féllu niður en hvorki Valur né Akranes varð meistari. Framarar voru ofarlega hjá öllum iþróttafrétta- mönnum en þeir brugðust iliilega. Einnig voru Vík- ingar slakari en almennt var búizt við og KR og Keflavík sterkari en fyrirfram var vænzt. Það voru þó Eyjamenn sem komu langmest á óvart af öllum liðum. Eftir lalsverðan mannamissi var þeim spáð hinum mestu hrakförum og það var gaman að sjá hversu samhljóða spár íþróttafréttamannanna voru. Hermann Gunnarsson útvarpinu, Ingólfur Hannesson Þjóðviljanum og undirritaður voru allir með Eyjamenn í 7. sæti í íslandsmótinu í sumar. Gylfi Kristjánsson á Visi setti Eyjamenn í 8. sætið á sinum lista. Guðmundur Guðjónsson spáði Eyja- mönnum 5.-8. sætinu og sömu sögu var að segja um Hall Hallsson. Það var þvi enginn scm spáði Eyjamönnum sæti i efri hluta deildarinnar. Enda var svo að íslandsmeistaratilillinn kom Eyjamönnum sjálfum scnnilega mest á óvart. -SSv. Námskeið fyrír frjálsíþróttaþjálfara Dagana 3. lil 7. október mun fara fram þjálfara- námskcið í frjálsum íþróttum. Leiðbeinendur verða ekki af lakara taginu en það eru Bretarnir Joltn And- crson, sem mun kcnna stökkgreinar, og Mike Winst, sem mun sjá um kaslhliðina. Winst þessi hcfur kast- að kúlu yfir 20 metra. Mikið hcfur verið rætt um skort á leiðbeinendum i frjálsum íþróttum en hér gefst mönnum tilvalió tækifæri til þess að mennta' sig. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borizt fyrir mánaðamót til Guðmundar Þórarinssonar eða til ÍSÍ. Simonsen fær morðhótanir Allan Simonsen, knattspyrnusnillingurinn hjá Bareelona, á ekki sjö dagana sæla um þessar1 mundir. Fyrir skömmu barst forseta félagsins, Nunes að nafni, hringing um miðja nótt frá skæru- liðasamtökum. Sögðust samtökin hnfa Simonsen í Italdi og yrði hann ekki látinn laus fyrr en félagið grciddi stóra fjárfúlgu. Að sjálfsögðu hringdi Nunes í Ailan sjálfan og var hann þá sleinsofandi heima hjá sér eins og ekkert liefði í skorizt. Málið er þó ekki bara svona einfalt og blöð á Spáni hafa miktar áhyggjur svo ekki sé nú minnzt á Dani, en Simonsen er danskur. Danir vilja endilega að Simonsen komi bara heim og hætti þessu cn að sjálfsögðu vill Barcelona halda í strákinn þar sem hann er afburðaknallspvrnumaður. Ránhótanir og fleira i þeim dúrcr Barcelona engin nýlunda þvi félagið fékk iðulega slíkar hótanir á meðan Jolian Cruyff lék með því. Sömu sögu var að segja um Johan Neeskens. Simonscn hefur einnig fengið hótanir um að hann verði veginn úr iaunsátri en hann lætur sér fátt um finnast og er hinn ánægðasti mcð dvölina á Spáni. Þessar fregnir minna á atburð fyrir rúmum áratug er George Best, scm þá var upp á silt bezla, fékk morö- hólun frá eínhverjum hryðjuvcrkasamtökum. Fór svo i einhverjum leiknum sem kappinn spilaði að þcgar hann skoraði mark kom cnginn félaga hans til að fagna honum. Þcir vildu einfaldlega ekki eiga það á hættu að vera skotnir i misgripum fyrir Best. K íþróttir Siguröur Sverrisson Barcelona kemur með Borussia, sem varð Þýzkalandsmeisari þrisvar, meistari í UEFA-keppninni 1979 og komst í úrslit í Evrópukeppninni 1977 en tapaði fyrir Liverpool 1:3 í Róm. í vor skildu leiðir Simonsen og Borussia og Barcelona keypti hann fyrir mikla upphæð. Simonsen fær óhemju laun hjá félaginu og er talið að árstekjur hans séu yfir 100 milljónir á ári skattfrjálst og eru þá ekki með- reiknaðar tekjur fyrir að auglýsa íþróttavörur. Sló strax í gegn Simonsen lék sína fyrstu leiki með Barcelona I fjögurra liða keppni á Mallorka í haust og sló strax í gegn. Hann skoraði nokkur mörk, þar á meðal tvö gegn FC Zurich. Eftir leikinn sagði Tschik Cajkovski þjálfari Zurich: „Allan Simonsen er nú þegar í sér- flokki í liði Barcelona og hann á eftir að verða ennþá betri þegar félagar hans í liðinu hafa lært að leika með honum. Simonsen er leikmaður á heimsrriæli- kvarða og ég spái því að áður en langt um líður verði hann vinsælasti leik- maðurinn í spænsku knattspyrnunni. ” Þýzka liðið 1 FC Köln tók einnig árið 1977, árið á undan Kevin Keegan, sem hér lék á dögunum. Allir íslenzkir knattspyrnuunnendur þekkja Simonsén því hann hefur leikið áður hér á landi, bæði með danska lands- liðinu og einnig með Borussia Mönchengladbach gegn ÍBV í UEFA- keppninni fyrir allmörgum árum. Simonsen á mjög góðar minningar frá Laugardalsvellinum, það var þar sem hann lék sinn fyrsta landsleik árið 1972 þegar Danmörk vann ísland 5—2. Þessi litli en snaggaralegi leikmaður, aðeins 1.67 metrar á hæð vann hylli íslenzkra knattspyrnuáhangenda. Hann var maður leiksins og skoraði tvö eftirminnileg mörk. Hann var einnig á skotskónum gegn ÍBV, skoraði tvö mörk. Það er því erfitt verkefni sem bíður varnarmanna ÍA, að hemja þennan skæða sóknarmann. Árið 1972, eftir að hafa leikið með danska landsliðinu á ólympiuleikunum í Munchen skrifaði Simonsen undir samning við þýzka liðið Borussia Mönchengladbach. Honum gekk illa til að byrja með í atvinnumennskunni en þar kom að hann fékk tækifæri til þess að sýna hvað í honum bjó. Hann sýndi hvern stjörnuleikinn á fætur öðrum og hann var einri af lykilmönnum Hand- og körfuboltaver- tíðin af stað um helgina —Reykjavíkurmótin í báðum greinum á fulla ferð Núna um helgina hefjast Reykja- víkurmótin í hand- og körfubolta og má þá segja að veturinn sé kominn, a.m.k. íþróttalega séð, í fyrra voru þessar tvær greinar í stöðugri baráttu um áhorfendur og næsta öruggt var að körfuboltinn hafði þar talsvert betur. Var það í fyrsla skipti frá örófi alda að fleiri áhorfendur komu að meðaltali á körfuknattleiksleiki en á „þjóðar- íþróttina” handknattleikinn. Ástæð- jurnar kunna efalítið að liggja víða en stærsta og vafalaust sú mikilvægasta var sú að körfuknattleikurinn bauð ein- [faldlega upp á meiri spennu en hand- boltinn. I sumar varalgcr metaðsóknað knatt- spyrnunni. Ástæðan var einfaldlega sú að íslandsmótið var mjög jafnt og spennandi og l'yrir síðustu umferðina gátu 5 lið unnið mótið. Körfuboltinn ,var ekki óáþekkur þessu í fyrra — þar börðust lengst af 3 lið um sigurinn. Í handboltanum varð hins vegar uppi á teningnum algert einvigi Vals og Víkings, rétt eins og verið hafði á milli Akraness og Vals um nokkurra ára skeið. Aðsóknin í knattspyrnunni datt ekki mjög niður við þetta því lið ÍA og Vals sýndu beztu knattspyrnuna hér á Iandi. Slíkt ástand var bagalegra í handboltanum því fólk sem vildi ein- hverja spennu flykktist einfaldlega á körfuknattleikinn. ■ Það var^ins vegar engin grein, sem jkeppti við knattspyrnuna í sumar. Fjölmiðlum var mjög um það kennt sl. vetur hvernig fór með áhorfendur og voru blöðin sér i lagi ásökuð fyrir að vera neikvæð í garð handknattleiksins. Vera má að eitthvað hafi verið til i því en það var þá ekki að ástæðulausu. Körfuknattleikurinn var hins vegar það sem fólkið vildi fylgjast með og að .sjálfsögðu fylgdu blöðin þeirri stefnu að skrifa um það sem meiri athygli vakti. Nokkrar sviptingar hafa orðið hjá handknattleiksliðunum i sumar. Sum liðanna hafa misst menn og önnur fengið menn í staðinn. Önnur félög hafa bæði misst og fengið menn og fé- lagaskipti hafa verið nokkur i sumar. Eins og í fyrra eru allar líkur á að Valur og Vikingur verði leiðandi félög i hand- boltanum en Hafnarfjarðarliðin, FH og Haukar, ættu bæði að verða sterk- ari en sl. vetur. KR og Fram ættu bæði að spjara sig og það verður gaman að fylgjast með hinum ungu leikmönnum i þessum liðum. Veturinn verður vafa- lítið erfiður fyrir ÍR og HK en bæði liðin eiga mjög efnilega leikmenn í sínum röðum. Hvað um það. Það var Reykjavíkurmótið, sem ætlunin var að fjalla um. Fyrstu leikirnir verða á sunnudaginn og hefst mótið kl. 14. Þá leika Valur og ÍR í A-riðli. Liðunum 8 ,er skipt í tvo 4-liða riðla. Að þeim leik loknum verður svo leikur Víkings og Fram í B-riðli og þá leikur Ármanns og Þróttar í sama riðli. Siðasti leikurinn verður svo á milli KR og Fylkis í A-riðl- inum og er ráðgert að hann hefjist kl. 117.45. j Körfuboltinn hefst með miklum látum um helgina og þá verða háðar jtvær umferðir og er ekki að sjá af því jað körfuboltamenn séu í slakri æfingu. Hjá flestum liðanna hefur verið vel æft frá þvi um miðjan ágúst og sum lið- anna voru meira að segja farin að hefja æfingar fyrr. Öllum á óvart kom Tim Dwyer aftur til Valsmanna þrátt fyrir margfaldar yfirlýsingar forráðamanna körfuknattleiksdeildar félagsins um að hann væri örugglega ekki væntanlegur til landsins á ný. Öll liðin hafa þá örugglega náð sér í menn og fjögur þeirra verða með leikmenn frá í fyrra. Valsmenn með Dwyer, Fram með Johnson, ÍS með Smock og Njarðvík með Bee. Fyrsti leikurinn í Reykjavíkurmótinu verður á morgun kl. 14 og leika þá Ár- mann og Fram. Að þeim leik loknum verður síðan stórleikurinn i 1. um- ferðinni — viðureign gömlu erkifjend- anna KR og ÍR. Síðasti leikurinn verður svo á milli ÍS og Vals. Mjög erfitt er að spá í þessa leiki fyrirfram og telja verður að miklar sviptingar verði í Reykjavíkurmótinu þar sem flest lið- anna eru mjög jöfn að getu. Það verður stutt hvíld hjá leikmönn- um liðanna því á sunnudag verður önnur umferð mótsins. Hún hefst kl. 13.30 með leik Ármanns og KR. Þá leika ÍR og ÍS og síðasti leikur dagsins verður á milli Fram og Vals. Þessi mynd er úr leik FH og ÍR i fyrra og sýnir glögglega að ekki voru alltaf margir áhorfendur á bekkjunum I Höllinni. Það er Guðmundur Magnússon sem er þarna stórskelfdur á svip eftir að hafa misst af knettinum. DB-mynd Hörður. Hilpert áfram meðÍA Klaus Jiirgen Hilpert, Skagaþjálfar- inn stórsnjalli, verður næsta örugglega með liðið áfram næsta sumar. Það er vilji bæði knattspyrnuráðs á Akranesi og hans sjálfs. Hann kemur nú til landsins á morgun eftir stutta ferð til Þýzkalands og þá ætti allt að verða klappað og klárt. Hilpert var kennari við íþróttaháskólann í Köln áður en hann gerðist þjálfari Skagamanna. Hann fékk leyfi frá kennslu i eitt ár en fór nú út til þess að vinna að þvi að fá leyfi í eitt ár til viðbótar. Þessi tið- indi hljóta að verða öllum knattspyrnu- unnendum á Akranesi til mikillar ánægju því Hilpert er vafalítið einhver allra færasti þjálfari, sem hér hefur á land stigið. Ekki aðeins er hann fær þjálfari heldur þekkir hann inn á meiðsl leikmanna betur en flestir aðrir þjálfarar hér auk þess, sem mestu máli skiptir, að vera geysilega vinsæll bæði af leikmönnum og af allri alþýðu á Akranesi. DB birti i sumar viðtáí við Hilpert og kom þá glögglega fram að þar var hæfur maður á ferðinni. Ellert Schram, formaður KSt afhendir hér fyrirliða Blikanna, Vigni Baldurssyni, sigurlaunin i 2. deildinni. Allan Simonsen er hér i leik með Borussia. Hann leikur nú I þriðja sinn á Islandi — með þriðja liðinu. Fyrri leikur ÍA og sænska liðsins FC Barcelona fer fram á Laugardals- vellinum nk. miðvikudag 26. september og hefst klukkan 17.30. FC Barcelona er núverandi Evrópumeistari bikar- meistara og hefst titilvörn liðsins hér á íslandi. Búizt cr við mikilli aðsókn að leiknum þar sem um er að ræða eitt frægasta knattspyrnulið heimsins með stórstjörnur í hverri stöðu. Forsala aðgöngumiða hefst nk. sunnudag á leik ÍA og Vals á Laugardalsvellinum. Á mánudag og þriðjudag verða miðar seldir í anddyri veitingahússins Sigtúns [klukkan 14 til 19 svo og í Versl. Óðni og Eplinu á Akranesi og á miðvikudaginn verða miðar seldir í tjaldi við Útvegsbankann. Dómari leiksins er Syme frá Skotlandi, þekktur milliríkjadómari, sem áður hefur dæmt hér á landi. j í liði Barcelona er valinn maður í hverju rúmi og er óhætt að fullyrða að koma liðsins sé mesti knattspyrnu- viðburður hérlendisí fjöldaára. Fram- linan er ein sú skæðasta, sem hér hefur leikið, Hans Krankl, Alan Simonsen og Juan Carlos Heredia. Allan Simonsen er vafalaust þekktasti leikmaður liðsins, en hann var kjörinn knattspyrnumaður Evrópu Fœr hærri laun en kóngurinn Spænska landsliðinu hefur ekki gengið sérstaklega vel á undanförnum árum og hafa spænskir knattspyrnu- menn því ekki verið mjög í sviðsljósinu NÍFALDIR SPÁNARMEISTARAR — hafa að auki unnið bikarinn 18 sinnum FC Barcelona er eitt af þekktustu knattspyrnufélögum heimsins i dag og sannkallað stórveldi í knattspyrnu- heiminum. Margir telja það ríkasta knattspyrnufélag heimsins og benda á að Barcelona hafi undanfarin ár keypt til sin helztu knattspyrnustjörnur Evrópu fyrir svimandi háar upphæðir og borgað þeim hærri laun en þekkist hjá öðrum stórfélögum. Knattspyrna er í miklum hávegum höfð á Spáni og áhuginn er óvíða meiri en i Barcelona. Yfirleitt er uppselt á leiki liðsins en leikvangur þess rúmar 90 þúsund áhorfendur. Það hefur ekki spillt fyrir aðsókninni að FC Barcelona hefur um margra áratuga skeið verið í hópi beztu liða Spánar og barizt um sigur í helztu mótunum þar. Níu sinnum hefur félagið orðið Spánar- meistari, siðast árið 1974 þegar snillingurinn Johan Cruyff leiddi það til sigurs og átján sinnum hefur það orðið spænskur bikarmeistari, siðast árið 1978. Á síðastliðnu voru komst FC Barcelona í úrslit Evrópukeppni bikar- meistara og lék til úrslita við þýzka félagið Fortuna Dusseldorf. Barcelona vann 4—3 eftir æsispennandi leik, sem framlengja varð áður en úrslit fengust. Barcelona byrjar því titilvörn sína á Laugardalsvellinum gegn Akurnesing- um. Það hefur aðeins einu sinni gerzt áður að Evrópumeistari komi hingað og leiki við íslenzkt lið. Það var árið 1975 þegar sovézka liðið Dynamo Kiev keppti hér og mótherjarnir voru þá eins og nú Akurnesingar. Leikvangur FC Barcelona nefnist Nou Camp, glæsilegur leikvangur sem rúmar 90 þúsund áhorfendur, þar af 53 þúsund í sæti en 37 þúsund í stæði. Stækkun er áætluð og mun leik- vangurinn þá taka 100 þúsund áhorf- endur. Á framkvæmdum að vera lokið fyrir Heimsmeistarakeppnina á Spáni 1982 en þá mun Nou Camp verða einn helzti leikvangur keppninnar. Um árabil var útlendingum ekki leyft að leika með spænskum knatt- spyrnuliðum en því banni var aflétt fyrir nokkrum árum. Barcelona var þá ekki lengi að tryggja ,sér krafta Hollendinganna Johans Cruyff og Johans Neeskens, en tveir útlendir leik- menn mega nú leika með spænsku liðunum. Báðir voru heimsþekktir og Cruyff talinn bezti knattspyrnumaður |í heimi. Þegar hann fór frá félaginu 'árið 1978 var austurriski marka- ,kóngurinn Hans Krankl keyptur til jfélasins og hann gerði sér lítið fyrir og var langhæsti leikmaður spænsku ideildarinnar sl. vetur. Og þegar Neeskens hætti hjá Barcelona í vor voru forráðamenn félagsins ekki lengi að tryggja sér bezta leikmanninn sem völ var á, danska snillinginn Allan Simonsen frá Borussia Mönchenglad- bach. Knattspyrnumann Evrópu 1977. Borgíklípu Björn Borg, mesti tennisleikari allra tíma, tapaði í gær óvænt einni lotu í [leik gegn lítt þekktum tennisleikara. Angel Gimenez frá Spáni tókst að sigra Borg 6—4 i einni lotunni en Borg vann hinar 6—0 og 6—1. Þessi leikur var háður í tennismóti sem nú fer fram i Palermo á Sikiley. ítalinn Adriano Panatta var i basli með Bretann John Feaver en tókst loks að sigra hann 7—S og 7—5 í hörkuleik. þátt i keppninni. Þjálfari liðsins, hinn heimsfrægi Hannes Weisweiler, sem kom hingað til lands í fyrra hafði eftir- farandi að segja um Simonsen: „Hann er ákaflega duglegur, alltaf á hreyfingu, getur platað and- stæðinginn upp á eigin spýtur og er auk þess markheppinn. Allan verður stjarna í spænsku knattspyrnunni og ég get aðeins sagt eitt ljótt um hann, nefnilega að hann skyldi frekar velja Barcelona en Köln.” Joaquin Rifé, framkvæmdastjóri Barcelona sagði: „Það er hægt að treysta Allan 100%, hvort sem um er að ræða æfingu eða leik. Hann skapar mörg vandamál en öll hjá vörn and- stæðinganna, enginn hjá mér né meðspilurum sínum.” Hans Krankl er einnig heims- þekktur knattspyrnumaður enda verið einn markhæsti leikmaður evrópskrar iknattspyrnu mörg undanfarin ár. jKrankl lék lengi með Rapid Vín og Iskoraði mikið af mörkum, t.d. skoraði hann 36 mörk keppnistímabilið 1974— ;’75 og hlaut að launum silfurskó Adidas, árið eftir skoraði hann 32 mörk og 30 mörk keppnistímabilið þar á eftir en 1977—’78 var hann í meiri ham en nokkru sinni áður og skoraði 41 mark í 36 leikjum í 1. deildinni austurrísku og vann gullskó Adidas það árið. Sama vor lék hann með landsliði Austurríkis í heimsmeistara- keppnini í Argentínu og var þá i miklu stuði, skoraði t.d. tvö mörk í 3—2 sigri austurríska landsliðsins gegn því vestur-þýzka. Nú til dags eru markaskorarar eins Krankl ekki á hverju strái og það kom því ekki á óvart að stórlið Evrópu reyndu að kaupa hann frá Rapid. Barcelona var hlutskarpast og honum var tekið með miklum fagnaðarlátum er hann kom þar í fyrsta skipti, 8000 áhangendur liðsins voru mættir á flug- vellinum eða álíka margir og sóttu leiki Rapid Vín að meðaltali. Og Krankl brást ekki vonum forráðamannai liðsins, hann varð langmarkahæsti leik- maður liðsins sl. keppnistímabil og skaut aftur fyrir sig köppum eins og Kempes og Bertoni. iSpánverjar eiga þó mjög marga góða leikmenn og hefur Barcelona ekki færri en sjö slíka menn í sínum röðum. Manuel Asensi, fyrirliði FC , !Barcelona og spænska landsliðsins, er þeirra frægastur. Hann hefur verið í 10 ár hjá Barcelona og nýléga varð hann þess heiðurs aðnjótandi að vera valinn í heimsliðið sem lék við Argentínu. Asensi er einnig formaður samtaka spænskra atvinnuknattspyrnumanna og stóð fyrir verkfalli þeirra sl. vetur eins og frægt varð. Tókst honum að bæta kjör knattspyrnumannanna svo mikið að sú saga varð fleyg að hann sjálfur fái nú hærri laun en sjálfur Juan Carlos Spánarkonungur. Aðrir spænskir landsliðsmenn eru Migueli, 27 ára gamall vamarmaður, jJose Sanchez, 22 ára gamall tengiliður, Juan Carlos Heredia, 27 ára gamall framherji, Francisco Martinez, 25 ára gamall framherji, Carlos Rexach, 32 ára gamall framherji og Jesus Antonio ide la Cruz, 32 ára gamall tengiliður. Hans Krankl, einn mesti markaskorari Evrópu og landsliðsmiðherji Austurrfkis- manna. beztu framlínu Evrópu —í henni eru þeir Allan Simonsen, Heredia og Hans Krankl—auk þeirra eru margir landsliðsmenn íliðinu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.