Dagblaðið - 21.09.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1979.
Skrifstofustjórí embættis ríkisskattstjóra telur:
5
Verðbótaauki vaxtaaukalána
frádráttarbær til skatts
Á sama hátt er hann skattskyldur fyrír þann er fær hann sér til tekna
„Það hefur komið fram í svari frá
embætti ríkisskattstjóra við fyrir-
spurn að .vérðbólguþáttur vaxta er
skattskyldur til tekna fyrir þann er
hann fær og þá á sama hátt frádrátt-
arbær á skattskýrslu fyrir þann sem
gert er að greiða slíkan verðbóta-
þátt,” sagði Kristján Jónasson skrif-
stofustjóri ríkisskattstjóraembættis-
ins. Ríkisskattstjóri var i frii og vara-
skattstjóri úti á landi.
Kristján kvaðst ekki á annan hátt
geta svarað fyrirspurn DB um skatta-
lega meðferð verðbótaþáttar vaxta á
skuldabréfum og vaxaaukalánabréf-
um.
Vextir vaxtaaukalána og annarra
skuldabréfa hafa verið ofarlega á
baugi að undanförnu vegna tilkomu
verðbótaþáttar i vaxtagreiðslum af
slíkum lánum. í gildi er sú regla að
vextir með verðbótaþætti séu frá-
dráttarbærir á skattskýrslum. Virðist
því eðlilegt að svo verði einnig þótt
verðbótaþátturinn leggist við höfuð-
stól.
Skrifstofustjóri rikisskattstjóra-
embættisins vísaði til áður gefins
svars sem var við fyrirspurn fast-
eignasala í Reykjavík til skattstjóra.
DB ræddi við umræddan fast-
eignasala og taldi hann upplýst að
seljendur íbúða, sem eignuðust bréf
þar sem notuð væru ný ákvæði um
verðbótaþátt vaxta, væru skatt-
skyldir gagnvart verðbótum.
Hann taldi ríkið komið i hreina
sjálfheldu gagnvart þeim ákvæðum
sem væru í skuldabréfum ríkissjóðs
ihti skattfrelsi verðbótanna.
Tók hann sem dæmi tvo menn sem
ættu hvor um sig 10 milljónir. Annar
keypti rikistryggð skuldabréf og nyti
verðbóta þeirra með skattfríðindum.
Hinn keypti íbúð en sæi sig litlu siðar
um hönd og seldi hana, án nokkurrar
útborgunar, en gegn skuldabréfum
með vaxtaaukalánskjörum. Sá yrði
að greiða skatt af verðbótum á sinar
10 milljónir en hinn ekki.
En sé fenginn verðbótaauki
skuldabréfa skattskyldur má tclja
öruggt að hann sé einnig heimilaður
til frádráttar hjá þeim sem gert er að
greiða hann. Sú telur skrifstofustjóri
rikisskattstjóra að raunin sé.
- ASt.
Hólakapp
imönnum
—Vélhjólaíþróttaklúbburinn heldur
motocrosskeppni við Sandfell
ásunnudag
Vélhjólaklúbburinn heldur moto-
cross-keppni á sunnudaginn og
verður keppt við Sandfell við
Þrengslaveg. Keppt verður um bikar
sem Dagblaðið hefur gefið til keppn-
innar.
Fjórtán keppendur keppa í flokki
stórra mótorhjóla, þ.e. með vélar-
stærð 125 —500 cc. Einnig verður
keppt í flokki skellinaðra. Þrjár um-
ferðir verða og er hver umferð sjö
hringir. Öll hjólin eru ræst á sama
tima og sigrar sá sem er fyrstur i
mark. Gefin eru stig eftir röð kepp-
enda og stigin lögð saman el'tir hverja
umferð.
Kcppt er í þessari grein íþrótta viða
um heim en motocross er talið með
crfiðustu keppnisíþróttum. Þeir vél-
hjólamenn nota alþjóðaorðið moto-
cross yfir íþróttagreinina en einnig
hafa menn reynt að finna íslenzkt orð
í stað þess. Nefnt hefur verið orðið
hólakapp en það hefur þó ekki náð
festu.
- JH
Keppni f motocross, eða hólakappi, er erfiö og menn fijúga gjarnan vængjalaust
nokkru ofar fósturjörðinni á reiðskjótum sinum.
Æðislegt stuð
í verbúðinni
Þær voru i ævintýraleit, stelpurnar
sem biaðamaður DB hitti í verbúð á
Suðureyri við Súgandafjörð og höfðu
því brugðið sér í fiskvinnu. Þær eru
allar frá Reykjavík og liklega komnar
aftur til sama lands nú, þegar tekið er
að hausta. Þær eru vonandi rikar eftir
sumarið og örugglega reynslunni ríkari.
„Verbúðin hér heitir Pallurinn,”
sögðu stelpurnar, ,,og hér er æðislegt
stuð. Við vinnum i Fiskiðjunni Freyju,
„bara” frá 7—7. Við viljum fá að
vinna frá 7—11.
Það er nánast ekkert hægt að gera
hér nema vinna og fara i bió. En það er
fjör í verbúðinni en fer þó nokkuð eftir
því hvaða vikudagur er.
Maður þarf að vinna hratt til þess að
fá gott kaup,” sögðu stelpurnar. Þær
hafa líklega komizt upp á lag með það
ög hver veit nema Súgfirðingar sjái
þessar hressu stelpur aftur er vorar.
- JH
Dansflokkur JSB hefur komið fram á hverju hæfileikakvöldi f sumar. Hann lætur sig að sjálfsögðu ekki vanta á sunnudags-
kvöldið. DB-mynd Árni Páll.
Hæf ileikakeppni Dagblaðsins og hljómsveitar Birgis
Gunnlaugssonar:
MIKIL AÐSÓKN Á
ÚRSUTAKVÖLDIÐ
Uppselt er í Súlna^al Hótel Sögu á
sunnudagskvöldið far sem úrslita-
keppni hæfileikaralls Dagblaðsins og
hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar fer
fram. Vegna mikillar eftirspurnar eftir
miðufti hefur verið ákveðið að gefa
fólki kost á sætum í einum hliðarsala
Súlnasalarins. Þaðan er hægt að fylgj-
ast með keppninni og skemmtiatriðum
af tveim sjónvarpsskermum.
Hæfileikakeppnin hefur nú staðið
yfir síðan 24. júni síðastliðinn. Sigur-
vegarar hvers riðils leiða saman hesta
sina á úrslitakvöldinu og keppa um
sólarlandaferð að verðmæti 340 þús-
und krónur. Alls koma fram tiu atriði.
Dagskrá lokakvöldsins er i stuttu
máli sú að að loknu borðhaldi um
klukkan níu hefst keppnin sjálf. Þar á
eftir kemur Dansflokkur JSB fram og
skemmtir góða stund. Þá fer fram
blómaafhending og að henni lokinni
verður stiginn dans til klukkan tvö eftir
miðnætti. Úrslit í hæhleikakeppninni
verða tilkynnt eins fijótt og auðið
verður. — Inn á skemmtun þessa
kostar sjö þúsund krónur.
Þeir sem þegar hafa pantað sér borð
á hæfileikakeppnina eru beðnir um að
staðfesta pantanir sínar í síma 20221
sem allra fyrst. Vissara er að gleyma
ekki staðfestingunni því að biðlistinn
eftir borðum er langur. - ÁT
Stelpurnar hressu f verbúðinni. Frá vinstri: Ásta, Brynja, Gugga og Emma.
DB-mynd JH