Dagblaðið - 21.09.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 21.09.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1979. BIAÐIÐ Útgefandi: Dagblaöiö hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri riutjórnar: Jóhannes Reykdal. Fréttastjóri: ómar Valdimarsson. (þróttir: Hallur Simonarson. Monning: Aöabteinn Ingótfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur PAIsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stofánsdótt- ir, Gissur SigurÖsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson, Hilmar Karísson. Ljósmyndir: Ami Páll Jóhannsson, Bjamlerfur Bjamlerfsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Pormóösson. Skrífstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkori: Þráinn Þorieífsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreífing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiösla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aöalsími blaösins er 27022 (10 línur). Sotning og umbrot: Dagblaöið hf., Síöumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skorfunni 10. Áskriftarverö ó mánuði kr. 4000. Verð í lausasölu kr. 200 eintakið. Fiskur er ekki hráefni Orðið fiskiðnaður er svo líkt orðinu iðnaður, að grunnhyggnir menn freistast stundum til að færa samlíking- una út í öfgar. Einkar broslegt var að sjá þetta í leiðara eins blaðsins fyrir skömmu. Þar stóð: „Finnst hugsandi fólki slæmt að selja bezt? fisi i heimi nánast sem hráefni til útlanda í stað þes^ að ma'i jfalda útflutningsverðmæti afurðanna með því að vinna þær hér innanlands.” Höfundur textans ímyndar sér, að fiskur sé eins og hvert annað hráefni í iðnaði. Þetta hráefni þurfi að göfga og verðauka með því að umbreyta því, alveg eins og þegar húsgögn eru búin til úr timbri eða dagblöð úr pappír. Raunar er fiskiðnaður að þessu leyti ólíkur öðrum iðnaði. Þar er markmiðið ekki að göfga hráefni, heldur vernda upprunalega göfgi matarins. Með fiskiðnaði er hreinlega verið að vernda fiskinn gegn skemmdum. Dýrasti fiskur í heimi er lifandi fiskur. Erlendis greiða veitingahús og sælkeraverzlanir hæst verð fyrir slíkan fisk. Einmitt á þessu sviði þurfum við að fylgjast betur með en við gerum. Sífelld þróun er í fiskveiðum í saltvatnstanka og flutningum á þeim til fjarlægra staða. Svo kann að fara, að við getum á arðbæran hátt komið fiski okkar lifandi á erlendan markað. Alténd þurfum við að kanna málið. Næstdýrari fiskur í heimi er ferskur, nýveiddur fiskur, sem aldrei hefur nálægt fiskiðnaði komið. Þetta vita þeir, sem hafa verið að revna að koma ferskum fiski flugleiðis á erlendan markað. Þessar tilraunir hafa tekizt misjafnlega. Við ramm- an reip er að draga í stöðugum verðhækkunum á flug- vélabensíni. Samt er nauðsynlegt fyrir fiskveiðiþjóð að fara ofan í kjölinn á öllum möguleikum á þessu sviði. Hingað til höfum við helzt reynt að nálgast þessa leið með því að sigla með aflann, einkum til Bretlands. Gallinn er sá, að siglingin tekur nokkra daga. ísaður fiskurinn er ekki lengur ferskur, þegar hann kemur til kaupandans. Verð á viku eða tveggja vikna gömlum ísfiski er svo miklu lægra en verð á nýveiddum fiski, að við teljum heppilegra að fara aðra leið. Við verndum fiskinn ný- veiddan með því að frysta hann. Frystur fískur er ekki eins góður og nýveiddur. En munurinn er þó svo lítill, að við náum háu verði á frystum fiski á Bandaríkjamarkaði. Þar leggjum við áherzlu á að auglýsa, að hann sé varinn með frystingu, nýveiddur upp úr sjó. Efnahagsleg sigurganga íslendinga felst í frystiiðnaðinum. Frystihúsin eru stolt þjóðarinnar. Með þeim hefur fundizt leið til að halda fiskinum lang- tímum saman sem líkustum ferskum fiski. Á þessu byggist velmegun þjóðarinnar. Erlendis er til fólk, sem hefur vanið sig á að borða saltfisk og skreið, jafnvel niðurlagðan eða niðursoðinn fisk upp úr dósum. Við þurfum að sinna þessum markaði gamla tímans, þótt hann sé á undanhaldi. Eftir því sem frystitækni breiðist út, bæði í flutning- um og geymslu, þeim mun meira fækkar þeim, sem vilja borða fisk, er varinn hefur verið á annan hátt. Undantekning á því er saltsíldin, eina mikilvæga dæmið um göfgun hráefnis í fiskiðnaði. Nútímamaðurinn vill frosinn físk, ef hann á ekki kost á ferskum fiski. í framtíðinni getum við ef til vill boðið honum upp á meira af ferskum fiski eða jafnvel lifandi fisk. En við verðum aldrei ríkir af því að bjóða útlending- um fisk upp úr dósum. Ráðstefna þrettán þjóða um Suðurskautssvæðið: Áaöleyfaþar olíurannsóknir og fiskveiðar? —margir óttast að olían gæti eyðilagt þar eitt dýrmætasta matarforðabúr heimsins—næst samkomulag um framtíð svæðisins eða verður það bitbein stórveldanna? Fulltrúar stjórna þretlán ríkja eru nú setztir á rökstóla í Washington lil að ræða hvort lcyfa eigt almennan aðgang og nýtingu hafsvæðisins unt- hverfis Suðurskautslandið. Er þá um að ræða bæði rannsóknir til að ganga úr skugga um hvort þaf sé olíu að finna og svo fiskveiðar. Olía er að sögn að öllum líkindum á þessu svæði. Suðurskaulslandið hefur nú um tveggja áratuga skeið verið undir stjórn Suðurskautsklúbbsins en hann skipa þrjú ríki, Bandaríkin, Sovétrik- in og Japan. Þann tinia hefur þetta mikla landsvæði, sem að mestu leyti er isauðn, verið friðað fyrir allri at- vinnustarfsemi. Visindamenn hafa einir fengið að dvelja þarna við rann- sóknir sinar en teki/t hefur að halda suðurskautinu friðlýstu og án vopna þrátt lyrir það að nokkur riki gera til- kall til yfirráða þar um slóðir. Nú er þessu Iriðsamlega ástandi mjög ógnað. Margir óttast að ákaf- inn i að fá að nýta náttúruauðlindir á suðurskautinu og i og undir hafinu umhverfis það niuni valda óbætan- legurn spjöllum á náltúru og gróður- fari. Suðurskautið er nú stærsta svæði heimsins sem enn er óspjallað af vcrkum mannsins. Einnig eru menn uggandi cf viðkomandi riki verða ekki sammála urn réttindi til fiskveiða og oliuvinnslu. Þá getur V___i farið svo að stórveldin taki rnálið i sinar hendur og keppi urn yfirráðin. Ríkin þrettán sem taka þátt i ráð- stefnunni i Washington lelja sig öll eiga réttindi til nýtingar auðlinda Suðurskautslandsins. Þar af cru sjö rlk'janna sem vilja hclga sér vissan hluta af svæðinu. Er það að nokkru sania svæðið sem nokkur rikjanna vilja fá til umráða. Þau eru Argen- tína, Ástralia, Chile, Frakkland, Nýja Sjáland, Noregur og Bretland Hin sex ríkin á fundinum viðurkenna ekki rélt neinna rikja til að helga sér svæði á suðurskautinu og gera ekki sjálf neinar slikar kröfur. Eru það Bandarikin, Sovétríkin, Japan, Suður-Afríka, Belgia og Pólland. Fram til þessa hefur málum verið þannig fyrirkomið að ríkin þrettán hafa haldið sig við samkomulag um stjórn svæðisins. Er þar gert ráð fvrir þvi að deilumál séu öll lögð fyrir gerðardóm. í vor rituðu nokkrir bandariskir vísindamenn Carter Bandaríkjalor- seta bréf, þar sern hann var hvattur til að bcita sér fyrir því að suður- skautssvæðið yrði lokað fyrir öllum málm- og oliuleitum. Olíurannsókn á þessu svæði gæti valdið óbætanlcg- um skaða á heimshluta, sem getur orðið eitt mikilvægasta matarforða- búr hungraðs heims. Ráðstefnan i Washington á að standa í þrjár vikur. Olian og fiskur- inn verða helzlu verkcfni hennar. Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að uppkasti að samningi, þar sem kveðið er á um eftir hvaða reglum fara á við rannsóknir á náttúruauð- lindum og vinnslu þeirra. Er þá sér- staklega haft i huga að koma i veg fyrir að jafnvægið í náttúrunni rask- ist og þá einkum lögð áherzla á að smákrabbadýr og aðrar tegundir smádýra í hafinu eyðist ekki. Þau eru undirstaðan fyrir lifinu i hafinu \ið suðurskautið og einn hlekkurinn i fæðukeðjunni. Eru smákrabbarnir sem eru um það bil þrír þuntlungar að lengd og svipar til rækju nenta smærri, hclzta fæða ntargra hvala- tegunda, sela og fiska. Nú þegar æ flciri ríki taka sér 200 mílna efnahagslögsögu lita flciri og Valda lágir vextir, án verðbóta, verðbólgu? Eins og kunnugt er, og oft hefur verið rætt um og ritað, veldur verð- bólgan mikilli tilfærslu verðmæta frá þeim, sem eiga óverðtryggt sparifé, og til þeirra, sem fá óverðtryggð lán. Ef A fær eina milljón lánaða á 25% ársvöxtum og ef B á eina milljón i sparifé á 25% ársvöxtum, þá hagnast A um kr. 200.000 eftir árið, en B tapar sömu upphæð, ef verðbólgan er 45% á ári. Raunvaxtastefnan, sem sumir vilja koma á, en aðrir ekki, byggist á því, að vextir (eða verð- bætur+vextir) verði eitthvað hærri en verðbólgan. Verðbólgukallar Þeir, sem ekki vilja raunvexti, segja gjarnan, að ekki sé rétt að láta „vextina elta verðbólguna”, eða að „atvinnuvegirnir þoli ekki svo háa vexti”, o.s.frv. Þessir verðbólgukall- ar þykjast ekki skilja, að hin þunga greiðslubyrði fyrstu áranna, sem háir vextir valda, hverfur að mestu, ef vextir eru hafðir lágir, en verðbætur, sem væru jafnháar verðbólgunni, væru jafnframt lagðar við skuldina á gjalddaga, áður en greitt er. Með þessu móti er um raunvexti að ræða, en greiðslubyrðin verður viðráðanleg og fer reyndar mest eftir lengd láns- tímans. Þetta skilja verðbólgukall- arnir vel, enda eru ástæðurnar fyrir andstöðu þeirra við raunvaxtastefn- una trúlega allt aðrar en umhyggja fyrir atvinnurekendum. í fyrsta lagi gæti raunvaxtastefnan svipt verðbólgukallana þeim völdum sem þeir nú hafa, sem skömmtunar- stjórar fjármagns við úthlutun lána, sem nú eru að hluta gjafir, en hætta að vera það, ef raunvaxtastefnan kemst á. A „Ef A fær eina milljón lánaða á 25% vöxtum og ef B á eina milljón í sparifé á 25% ársvöxtum, hagnast A um kr. 200 þús- und eftir árið en B tapar sömu upphæð, ef verðbólgan er 45% á ári.” V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.