Dagblaðið - 21.09.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 21.09.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1979. Erlendar fréttir Hungurs- neyð vofir yf ir f Kampút- seu Hundruð þúsunda í Kampútseu eiga hryllilega hungursneyð yfir höfði sér á næstu mánuðum, segja fulltrúar bandarískrar hreyfingar sem aðstoðar flóttamenn. Er jafnvel talið að þetta gæti orðið ein versta hungursneyð sem komið hefur í heiminum á þessari öld. Kampútseumenn eru sagðir þarfnast í það minnsta eitt hundrað og fjörutiu þúsund tonna af matvælum á næstu fjórum mánuðum. Hingað til hefur aðeins tekizt að útvega og flytja til þessa stríðsþjáða lands um það bil eitt hundrað og fimmtiu tonn. Vegna stríðsástandsins í landinu er talið að ekki hafi tekist að ná nema 12% af venjulegri uppskeru af ökrum landsins í ár. Fregniraf köfnun 28fanga reyndust þýðingarvilla Þýðingarvilla varð þess valdandi að skilaboð frá sovézka andófsmanninum Yuri Orlov komust rangt til skila i vest- rænum fjölmiðlum fyrir nokkrum dögum. í fregnum var sagt eftir Orlov að tuttugu og átta fangar hefðu kafnað i yfirfullum fangafiutningavagni síðast- liðiðár. Þetta reyndist rangt með farið i belgisku blaði, La Libre að nafni. En fréttin var síðan tekin upp víða á Vesturlöndum. Hin rétta þýðing á orðum Orlovs var sú að tuttugu og átta fangar hafi verið skildir eftir í yfirfylltum fanga- vagni, hafi þeir verið þar i rúman klukkutíma og átt mjög erfitt með and- ardrátt vegna þrengsla og loftleysis. Hafi fangaverðir látið bænir þeirra um að hleypa þeim út sem vind um eyrun þjóta. Mið-Afríkulýðveldið: BOKASSA KEISARA STEYPT AF STÓU Bokassa, keisara í Mið- Afríkulýðveldinu, hefur verið steypt af stóli og er jafnvel talið að hann hafi yfirgefið landið. Franska út- varpið birti þessar fregnir í nótt en Mið-Afríkulýðveldið var áður frönsk nýlenda og frönsk áhrif þar veruleg. Fregnirnar hafði útvarpið frá franska sendiráðinu i Banqui og sagði ennfremur að David Dacko, sem áður var forseti í landinu, hefði tekið völdin í sínar hendur. Franska útvarpið sagði ennfremur að talið væri, að Bokassa keisari væri nú á leiðinni til Líbýu en þaðan jafn- vel til Frakklands. Þar á hann nokkr- ar eignir og meðal annars kastala rétt utan við París. Þar hefur verið töluvert umstang að undanförnu og eiginkona Bokassa sást í þorpi nærri kastalanum i síðustu viku. David Dacko, sem er frændi keisarans, var við völd sem forseti Mið-Afríkulýðveldisins þar til 1966 er Bokassa steypti honum af stóli. Hinn nýi forseti ávarpaði þjóðina i útvarpi í gær. Sagðist hann hafa tekið völdin í sínar hendur þar sem Bokassa væri ekki lengur fær um að stjórna. Sjálfur væri hann eini aðilinn sem valinn hefði verið sem þjóðhöfðingi i frjálsum kosningum. Nefnd á vegum nokkurra rikis- stjórna í Afríku komst fyrir nokkru að þeirri niðurstöðu að Bokassa hefði sjálfur tekið þátt í að drepa nærri eitt hundað skólabörn í ríki sínu, sem neitað hefðu að ganga í tilskildum skólaeinkennisbúningum. Voru börnin barin til bana með kylfum. Vitað var að Bokassa eða menn hans höfðu staðið fyrir ýmsum öðrum hryðjuverkum. Allt mun vera með kyrrum kjörum i Mið- Afríkulýðveldinú. Bokassa keisari hefur verið einn airæmdasti harðstjóri i Afriku og hafði hann gengið svo langt i skepnuskapnum að Frakkar, sem höfðu verið helztu stuðnings- menn hans og Mið-Afrikukeisaradæmis hans, höfðu snúið við honum bakinu. Hafði verið tekið fyrir alla aðstoð við Bokassa. Þegar hann tók við völdum var hann forseti um skeið. Siðan lét hann útnefna sig keisara. Var sagt að hann hefði eytt meginhluta þjóðtekna sinna það árið i kostnað við krýningarathöfnina. m BYSSAN REYND. Þarna miðar Sultan Ben Abdel Aziz prins af Saudi Arabfu mikilli hermannaskammbyssu og austurrískir hermenn horfa á. Prinsinn sem er varnarmáiaráðherra Saudi Arabiu brá sér nýlega i stutta heimsókn til Austurrikis og notaði tækifærið og kynnti sér vopnabúnað hersins þar f landi. Portúgal: Eanes boðar þingkosningar 2.desember Eanes forseti Portúgal hefur á- kveðið að kosið verði í landinu 2. desember næstkomandi. Verður þá reynt að bæta úr þeim stöðuga vanda, sem verið hefur vegna stjórn- málalegra erfiðleika í landinu. Enginn flokkur eða flokkar hafa get- að myndað fullstarfhæfa ríkisstjórn. í fyrstu almennu þingkosningun- um í Portúgal, eftir að lýðræðis- skipulagi var komið þar á árið 1976, varð sósialistaflokkurinn hlut- skarpastur en fékk ekki meirihluta á þingi landsins þar sem 263 þingmenn sitja. Soares, leiðtogi sósíalista, myndaði minnihlutastjórn og tókst að vera við völd með því að fá aðra flokka til að styðja mál stjórnarinnar i einstökum málum. Þetta tókst þó ekki nema fram í desemberárið 1977. Þá gengu þingmenn kommúnista í lið með hægri flokkunum og lýstu yfir vantrausti á stjórn Soares. Hafði hún þá setið að völdum í 16 mánuði. Eanes forseti fól siðan hægri flokkunum að reyna að mynda stjórn en þeim tókst ekki að ná sam- komulagi. Svo fór að Soares myndaði nýja stjórn með stuðningi hins íhaldssama Miðdemókrata- flokks. Hún stóð þó ekki lengi og síðan hafa verið tvær ríkisstjórnir utanflokkamanna í Portúgal. Áhrif þeirra eru takmörkuð og hafa þær illa getað ráðið við efnahagsmálin, sem eru i mjög bágu ástandi i Portúgal. Bandaríkin: Fulltrúadeildin felldi Panama- samkomulagið Fulltrúadeild Bandaríkjaþings felldi í gær málamiðlunartillögu sem gerði ráð fyrir að samningurinn um Panamaskurðinn yrði fullgiltur. Öldungadeild þingsins í Washington samþykkti frumvarp sama efnis síðastliðið vor. Samningurinn um Panamaskurðinn var gerður á milli stjórnar Panama og Jimmy Carters Bandaríkjaforseta. Gerði hann ráð fyrir því að skurðinum yrði stjórnað af sameiginlegri stjórn Panama og Bandaríkjanna fram til næstu alda- móta. Þá á Panama að fá full yfirráð yfir skurðinum. Átti hin nýja skipan mála að ganga í gildi hinn 1. október næst- komandi. Vegna þess að fulltrúa- deildin felldi frumvarpið um fullgildingu samningsins verður máliö að fara fyrir sérstaka samstarfsnefnd þingdeildanna þar sem reynt verður að komast að sam- komulagi. Ef því verður ekki lokið fyrir 1. október verður forsetinn að gefa út sérstaka tilskipun um stjórn skurðarins. Ástæður fyrir því að ekki tókst að fá nægilegan fjölda fulltrúadeildar- þingmanna til að samþykkja1 samninginn eru taldar margar. At- kvæðagreiðslan fór þannig að 203 voru andvigir en 192 samþykkir fullgildingu samningsins. Því er kennt um að margir þingmenn hafi ekki talið rétt að fullgilda sáttmálann við Panama nú er viðræður og deilur um veru Sovétmanna á Kúbu standa 'sem hæst. Einnig er óróaástandið í Nicaragua og El Salvador nefnt sem ástæða. Einnig urðu margir banda- riskir þingmenn reiðir er stjórnin i Panama studdi Sandinista í Nicaragua, er þeir steyptu stjórn Somoza þar af stóli.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.