Dagblaðið - 21.09.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 21.09.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1979. 3 VIST HLUSTA MARGIR Á KLASSÍSKA TÓNUST svar við kjallaragrein Gunnars Bender Sinfónfuhljómsveit tslands fær oft orð i eyra, ýmist frá aðdáendum eða þeim er ekki þola hana. Ásta Þorgeirsdóttir hringdi: Mig langar að benda Gunnari Bender á nokkrar staðreýndir í sambandi við kjallaragrein sem hann skrifar í blaðið 18. sept. sl. Gunnar segir að það sé staðreynd að 0,0% hlusti á sígilda tónlist. Það er alrangt. Ég veit að stór hluti þjóðarinnar hlustar á klassíska tónlist, þó það sé ekki básúnað i dag- blöðum. Þess vegna vil ég halda því fram' að könnunin, þ.e. könnun Hagvangs, séekki marktæk, þóekki sé um beina fölsun að ræða, heldur leitað álits þröngs hóps. Gunnar telur að staðreynd sé, að meginþorri þjóðarinnar slökkvi á tækjum sínum þegar klassísk tónlist sé spiluð, enda hafi þjóðin nógu lengi þolað hana daginn út og inn. Ég veit ekki betur en að álíka hluti af þjóðinni slökkvi á útvarpinu þegar poppþættir eru. Gunnar segir einnig: „Sinfóníuhljómsveitin er það fyrir- bæri í íslenzka þjóðfélaginu sem mjög lítið ber á núorðið.” Hann segir einnig að þessi hljómsveit haldi /nokkra tónleika á ári sem virðist mjög illa sóttir. Það er auðséð að Gunnar Bender veit ekkert um hvað hann er að tala. Yfir vetrarmánuðina heldur Sinfóníuhljómsveit íslands tónleika á hálfsmánaðar fresti fyrir utan auka- tónleika sem eru þó nokkrir. Það er alltaf húsfyllir og aukasæti óspart notuð enda komast færri að en vilja. Að lokum segir Gunnar að dagar „þvingana” séu liðnir og hann bíður þess augsýnilega með óþreyju að eingöngu verði leikin popptónlist í út- varpinu. Ég vona að hann sé ekki það fana- tískur að geta ekki unnt hlustendum Ríkisútvarpsins að hlusta á klassíska tónlist. Mér finnst útvarpsráð hafa haldið nokkurn veginn jafnvægi í tónlistar- flutningi, þó heldur sé spilað meira af popptónlist en klassískri. Skulum við vonaaðjafnvægiðhaldistáfram. ' UTSJÓNVARPSTÆKI Á VERÐISEM Á SÉR EKKIHUÐSTÆDU 22" Kr. 538.000 Staðgr. kr. 516.000 Engir mUUHðir 26" Kr. 588.500 Staðgr. kr. 564.500 electrónískur 1. In Line High Bright Black Strip R.C.A. myndlampi. 2. Kaltkerfi. 3. Aðeins 8 einingar. 4. Spennuskynjari. 5. Touch Control — snertirása stöðvaveljari. 6. Stór hátalari music center og hljóðút- gangur með 2 tónstillum. 7. Ekta viðarkassi með ekta viðarspœni í palesander — hnotu — eða — tekki sem tryggir frábær tóngæði ogfallegt útlit. ÁRS ABYRGÐ - 3 AR A MVNDUWIPA ITækin koma / gámum beint fré framjeiðanda VERZLH) BEINT VIÐ FAGMANN ÞAÐ TRYGGIR ÖRUQGA ÞJÓNUSTU. EINKAUMBOÐ A ÍSLANDI: SJÚNVARPSVIRKINN ARNARBAKKA2 71640 og 71745 Spurning dagsins Finnst þér að karlmenn eigi að nota hárkollu? Margrét Hallgrímsdóttir nemi: Já, ef hann þarf þess þá finnst mér ekkert sjálfsagðara. Guðrún Hróðmarsdóttir nemi: Mer finnst það alveg sjálfsagt ef þeir þurfa þess með. Sólveig Jónsdóttir húsmóðir: At hverju ekki? Ég veit það ekki, ég hef ekkert spekúlerað i því. En það hlýtur að vera alveg sjálfsagt ef þeir þurfa þess. María Dagsdóttir hjúkrunarkona: Já, náttúrlega, alveg sjálfsagt ef þeir kæra sig um það. Anna Jónsdóttir húsmóðir: Já, endilega, ef þeir eru hárlausir á annað borð. Ragnheiður Hilmarsdóttir húsmóðir: Það er nú það, mér finnst það fara svolitið eftir aldri. Ef það eru mjög ungir menn sem missa hárið þá finnst mér að þeir ættu skilyrðislaust að hylja það.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.