Dagblaðið - 29.09.1979, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979
" "" " ' ' .......................................................................
Aðgerðum lögreglu í
Sundahöfn mótmælt
43 menn úr Fjölbrautaskóla
Suðurnesja skrifa:
Vér undirritaðir nemendur og
kennarar i Fjölbrautaskóla
Suðurnesja mótmælum harðlega
aðgerðum lögreglu gegn her-
stöðvaandstæðingum við Sundahöfn
I Reykjavik. Með þessum aðgerðum
sýnir íslenzka lögreglan í verki
stuðning sinn við veru íslands i
NATO og heimsvaldabrölt auðvalds-
ríkjanna. VÉR MÓTMÆLUM.
ÍSLAND ÚR NATO, HERINN
BURT.
- 1 *
6ó(uf
Cda UcJqccCódóMtx.
<£)£A^rrv^J í)nMprviijú>^OcX.
jÁrylM (fíeJvrkA'
jz/ íy/-
Jo.ua ...
ZJY' ZZ v ’tó
> Wt- v'
^_ />,
McuS*. i^cjcUí^ö'Z-l^'/^1 L .
öcq ZfíaUdoC&dócóf? \
4t,4«ifer /
/£. -A/x^ts-c/ . / ./ />
/ áXs 1 T'
Z/l/BLi/tJ ftqúfSí). .... ' ; >.
^9> JbrrTél**'-« ,
llkki eru allir sammála um aðgerðir lugreglu gegn herstnðvaandstæðingum við
Sundahöfn á dögunum. Myndina tók Kagnar i átökunum sem þar urðu.
Laugard. 29. sept. kl. 16:00. Danski rit-
höfundurinn og listfræðingurinn Povl Vad
flytur fyrirlestur, sem hann nefnir: „Kunst i
Holstebro”.
Sýningin íslensk grafík er opin kl. 14:00 til
22:00 laugardag og sunnudag. Síðustu
sýningardagar.
NORRÆNA HÚSIÐ.
IP LAUSSTAÐA
Staða fulltrúa á skrifstofu Æskulýðsráðs Reykja-
víkur er laus til umsóknar.
Laun skv. kjarasamningi borgarstarfsmanna.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
Æskulýðsráðs Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 11, og
þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar um
starfið.
Umsóknarfresturer til 19. október 1979.
Æskulýðsráð Reykjavíkur
Sími 15937.
F.inn af ftindurniönnum á fundi herslöðvaandstæðinga lenti í nukkriim vand-
ræðum með eiganda egg.ja sem honum varð á að eyðileggja. Útkoman varð
þessi.
l>B-ni>nd Ragnar.
Löglegt ofbeldi
Nafar skrifar:
Norðurlöndin munu halda áfram
að berjast gegn misþyrmingu. Þetta
sagði utanríkisráðherra á allsherjar-
þingi SÞ fyrir stuttu. Nýlega beitti
íslenzka lögreglan likamlegri mis-
þyrmingu gegn hópi nianna, sem
hafði í hyggju friðsamlegar mót-
mælaaðgerðir við NATO herskipin.
Lögreglan hefur leyfi til að beita
valdi, en það er hægt að beita valdi
án þess að beita misþyrmingum.
Þetta kýs íslenzka lögreglan ekki að
gcra. Það- er athyglisvert, að mis-
þyrmingar íslenzku lögreglunnar eru
lögverndaðar þótt þeir sem fyrir
henrii verða hafi engum misþyrmt og
hafi ekkert slíkt í hyggju.
Þökk sé lögvernduðu leyfi til mis-
þyrminga, þá geta lögreglumenn
fengið útrás fyrir sínar sadistísku
tilhneigingar og lumbrað á hópum
manna, sem þeim er fyrirfram í nöp
við (sbr. ummæli Bjarka Elíassonar
um að alltaf mætti búast við
einhverju slæmu af þessum hópi).
Heill sé lýðræðinu!
Það er eftirtektarvert, að NATO
herskip, sem tók þátt í árás á
islenzku þjóðina fyrir fáum árum,
skuli koma hér nú og það með leyfi
sjálfs utanríkisráðherra. Væri ekki
vel til fundið i baráttu utanríkis-
ráðherra gegn misþyrmingum, að
hann tæki fyrir slíkar heimsóknir i
framtíðinni?
H ver verður sýslumaður í Borgamesi?
Vér bíðum í ofvæni
Sellirningur skrifar:
„Jólasveinar einn og átta” héldu
nýlega upp á ársafmæli aumustu
vinstri-stjórnar, sem hér hefur veriö i
ráðherrastóla komið. Einn þeirra er
dómsmálaráðherra, sá er vakti
siðsumars þjóðarhneykslan, cr hann
úthlutaði embætti yfirborgarfógctn i
hendur ,.góðs vinar og flokk,
bróður” og gekk þar mcð Iram h|á
mörgum frábærum embætlis-
mönnum með margfalt meiri starfs-
reynslu. Þá sögu þarf cigi að rekja
hér nánar. Steingrímur ráðherra
fann þó hve naprir vindar léku um
hann vegna þessa máls, og nú voru
góð ráð dýr sem oft fyrrum. En þegar
neyðin var stærst kom bjargráðið.
Embætti bæjarfógeta i Kópavogi var
laust, og um það sótti meðal annarra
sýslumaðurinn í Borgarfjarðarsýslu,
maður úr öðrum sljórnmálaflokki cn
Steingrímur. — Og sjá, sem hvit-
þveginn engill upplýsti nú dóms-
málaráðherra, að hann hefði skipað
víst var það rétt, sá góði drengur As-
geir Pétursson átti þetta starf skilið,
þó ekki væri nema vegna starfs-
aldurs.
Halldór E.
sýslumaður
En — bíðum nú örlitið við. — Nú
bíður það verkefni hjá Steingrimi, að
skipa nýjan sýslumann i Borgar-
fjarðarsýslu og það sem meira er,
Halldór E. kvað ákveðinn að hætta
þingmennsku eftir næstu kosningar,
enda búinn að reisa sér ódauðlegan
minnisvarða upp á litla 5 milljarða af
skattpeningum almennings með
brúnni yfir Borgarfjörðinn. —
Lykilstaða er þvi laus og nauðsyn að
„byggja upp” nýjan þægan fram-
sóknardreng i sýslunni, með þingsæti
og flokksfylgið í Borgarfirðinum i
huga.
Og nú biðum vér i ofvæni eltir því
að Steingrímur haldi til streitu sinni
gullvægu reglu varðandi embættis-
skipanir og segi þegar upp er staðið:
,,F.g valdi þann sem lengstan hafði
slarfsaldur. ” Og láti nú enginn sér
annað til hugar koma — enda fram-
sóknarmenn þekktir í gcgnum árin
fyrir annað en að vera „opnir i báða
enda" — eða hvað — var einhver að
brosa? Vér biðum í ofvæni.
Næsti sýslumaður Borgfirðinga?
þennan ágæta mann í fógeta-
embættið í Kópavogi, og sem
rökstuðning sagði Steingrímur
orðrétt: „Ég valdi Ásgeir Pétursson
vegna þess að hann hafði lengslan
starfsaldur allra umsækjenda " Og
Raddir
lesenda
/
✓