Dagblaðið - 29.09.1979, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979
Harðindin hafa leikið bændur ÍN-Þingeyjarsýslu grátt:
„Byggðin er í hættu”
segir Hákon Sigurgrímsson aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra
„Við nefndarmennirnir munum
skipta okkur á svæðið frá Hrútafirði
til og með Norður-Múlasýslu nú um
helgina og halda fundi með odd-
vitum, forðagæzlustjórum,
ráðunautum, kaupfélagsstjórum og
fleirum um vandræðaástandið i
landbúnaði á svæðinu,” sagði
Hákon Sigurgrimsson, aðstoðar-
maður landbúnaðarráðherra, í
samtali við Dagblaðið.
Hákon er formaður nefndar sem
,ráðherra skipaði í síðustu viku til að
gera úttekt á ástandinu á þeim
svæðum landsins sem verst hafa
orðið úti í harðindum sumarsins.
Aðrir i nefndinni eru Aðalbjörn
Benediktsson ráðunautur á Hvamms-
tanga og Helgi Jónasson bóndi á
Grænavatni í Mývatnssveit.
,,Við munum gera skyndikönnun
á heyfeng bænda og ástandinu
almennt. Stefnt er að þvi að leggja
skýrslu um ferðina fyrir rikis-
stjórnina 12. október.
Hákon sagði ástandið misjafn-
lega slæmt á svæðinu. Verst horfir i
Norður-Þingeyjarsýslu. „Þar er
byggðin í hættu. Ólafsfjörður er
sömuleiðis illa staddur. Annars
staðar má segja að einstaklingar séu
illa settir en ekki heilu byggðarlögin.”
Tiðarfarið á Norðurla'ndi hefur
heldur skánað allra síðustu daga og
eitthvað hefur verið hreyft við heyi.
Astandið mun augljóslega lagast ef
tíð helzt góð næstu daga. Ef ekki
blasir við niðurskurður búsmala í
stórum stíl, enda litið hey að fá í
landinu til að miðla þeim sem þess
þurfa með.
-ARH.
Tiísö/u
BMW 529 automatic árg. '77
BMW 520 árg. '77
BMW 30 (De luxe) automatic árg. '75
Renault 20 TL árg. '77
Renault 16 TL árg. '76
Renault 12 TL árg. '77
Renault 6 TL árg. '73
Renault 5 TL árg. '75
Renault 4 Van árg. '74 og '76 og '78
Renault 4 Van F6 árg. '77, '78 og '79
Ford Fairmont Dezer automatic árg. '78
Opið laugardaga kl. 1—6.
Kristinn Guðnason hf.
if reiða- 09 varahlutaverzlun,
Suðurlandsbraut 20, sími 86633.
Háskólafyrirlestur
Joan Turville-Petre frá Somerville College í Oxford flytur
opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla ís-
lands mánudaginn 1. október 1979 kl. 17.15 í stofu 201 í
Árnagarði.
FrúTurville-Petre er ekkja Gabriels Turville-Petre, sem
var prófessor í forníslenzkum fræðum 1 Oxford, og störf-
uðu þau hjónin náið saman að fræðum sínum. Aðalfræði-
greinar hennar eru fornenska, forníslenzka og velska, og
meðal annars hefur hún skrifað um íslenzkar hómilíur.
Fyrirlesturinn nefnist „Hetjukvæði á íslandi og í Wales”
og verður fluttur á íslenzku. Öllum er heimill aðgangur.
1X2 1X2 1X2
msm 5. leikvika — leikir 22. sept. 1979.
Vinningsröð: XXX — X1X — X12 - X1 1
1. vinningur: 10 réttir — kr. 63.000.-
612 4459(2/9) + 7224 40568(6/9)
1105 4702 31315(4/9) + 40700(6/9)
4118 6507 31437(2/10,6/9)+ 40846(6/9)
4261 + 7218 32520(4/9) 40870(6/9)
2. vinningur: 9 réttir - - kr. 3.700.- 31476
13 936 5489 + 7450 + 31483
47 1173 5612 7581 31590
164 + 1622 + 5648 7781 31696(2/9)
235 , 1676 5857 7808 31995
281 2125+ . 6007 7950 + 32002
472 2187(2/9) 6340 30010 40166
650 2478 6354 30203 40241
653 3249 6581(2/9) 30234 40347 +
672 3284 6672 30245(2/9) 40365
678 + 3399(2/9) 6793 30790 + 40536
681 4707 7024 31172 40617(2/9)
827 4808 7253 31220(2/9) 40763
866 + 4841 7322 r 31313 + 40902(2 9)
869 + 4906 7419 + 31314(2/9) 41073
Kærufrestur er til 15. október kl. 12 á hádegi. Kærur
skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðs-
mönnum og á aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta
lækkað, ef kærur verða teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvísa
stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og
heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga.
Getraunir
íþróttamiðstöðinni - Reykjavik.
Kennsiustaðir: Tónabærog
Félagsheimili
Kópavogs
ansskóli
Innritun og uppl. í síma 27613,
rðar
onar
Reykjavík - Kópavogur
Innritun daglega kl. 10—l2og l—7.
Börn — unglingar — fullorðnir (pör eða einstaklingar).
Allir almennir samkvæmisdansar o.fl. Kennt m.a. eftit
„alþjóðadanskerfinu", einnig fyrir brons — silfur —
gull DSÍ.
ATH.: Kennarár í Reykjavík og Kópavogi
Sigurður Hákonarson og
Anna María Guðnadóttir.
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS
2ja herb. ibúðir við Asparfell, Eiriksgötu, Hraunbæ og i miðbænum.
3ja herb. íbúðir í miðbæ, Fossvogi og víðar.
4ra og 5 herb. ibúðir í Fossvogi og Mosfellssveit.
Lítið einbýlishús við Geitháls.
Iðnaðarhúsnæði i Kópavogi og Hafnarfirði.
Mikil eftirspurn eftir öllum stærðum fastcigna. Vantar strax góða eign í
Háalcitishverfi.
Fasteignasalan Laugavegi 18 A
Sími 17374 - Heimasími 31593 Haraldur Magnússon,
viAskiptafrffiáingur.
Notaðir bílar til sýnis
ogsölu
Peugeot 504 dísil árg. ’78, ’76 og ’73
Peugeot 504 GL árg. ’77, ’73
Peugeot 504 USA árg. ’76
Peugeot 504 station árg. ’79, ’77
Peugeot 604 V-6 árg. ’77
Opel Rekord 1700 árg. ’78
Range Rover árg. ’72
H AFRAFELL H/F
VAGNHÖFÐA 7 SIM185211.
Lögregla og sjúkraflutningsmenn
leggja hinn slasaða á börur. Hjá þeim
stendur félagi mannsins.
DB-mynd Sv. Þorm.
Málari
féll af
þakbrún
Málari sem var að mála þak á Lang-
holtsvegi 81 á fimmtudag féll fram af
þakinu. Eftir því sem næst varð komizt
mun maðurinn ekki hafa slasazt mikið
en hann var þó fluttur á Slysadeild
Borgarspítalans.
Tveir menn voru við vinnuna á
þakinu er annar þeirra féll niður rétt
fyrir klukkan fjögur. -DS.
Kennum
Grænhöfð-
umað
veiða f isk
Stefnt er að þvi að senda fiskiskip
með islenzkum skipstjóra og vélstjóra
til Cap Verde, eða Grænhöfðaeyja, á
næsta ári á vegum „Aðstoðar íslands
við þróunarlöndin” til veiðitilrauna og
þjálfunar heimamanna. Síðan þessar
300 þúsund manna eyjur, um 200
mílur vestur af Senegal i Vestur-
Afríku, fengu sjálfstæði 1977, hafa
ráðamenn kynnt sér íslenzkan sjávarút-
veg og fiskiðnað.
Undir árslok dvaldi Baldvin Gísla-
son skipstjóri þar í 3 vikur og samdi
álitsgerð um málið. Hinn 24. sept. sl.
afhenti Einar Benediktsson sendiherra
forseti eyjanna trúnaðarbréf sitt sem
sendiherra íslands á eyjunum. í för
með Einari eru Árni Benediktsson
framkvæntdastjóri, sem annast ráðgjöf
á sviði fiskvinnslu, og Birgir
Hermannsson skipstjóri er veitir leið-
beiningar um veiðiaðferðir og veiðar-
færi.
Ráðamenn eyjanna hafa þó
nokkrum sinnum komið hingað í ofan-
greindum erindum.
Björníblaða-
mennsku
á Morgun-
blaðinu
„Ég hygg gott til breytingarinnar
og væri auðvitað ekki að skipta um
starf nema svo væri,” sagði Björn
Bjarnason, skrifstofustjóri í forsætis-
ráðuneytinu, i viðtali við DB. Hann
fékk lausn frá starfi að eigin ósk á
fundi ríkisráðs i gær.
Hann kvaðst fara til starfa sem
blaðamaður á Morgunblaðinu og rita
þar um innlend og erlend málefni.
Björn var um skeið ritstjóri erlendra
frétta á Vísi. Hann hefur auk þess rit-
að fjölmargar greinar í blöð og tímarit,
einkum um erlend málefni.
-GS.