Dagblaðið - 29.09.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 29.09.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979 hefur leyst það vandamál að klæða hinar 900 milljónir íbúa, að vísu á næsta frumstæðu stigi. í borgum Kina og úti á landsbyggðinni klæðist fólk nú óbrotnum og á vestrænan mælikvarða næsta litlausum og eins- sniðnum fötum, en þeir tímar eru liðnir, þegar það klæddist tötrum. Léttiðnaðurinn er nátengdur lífs- afkomu þjóðarinnar og hefur marga kosti fram yfir aðrar greinar atvinnu- lifsins: minni fjárfesting, skemmri uppbyggingartími, kemur fyrr i gagnið og skilar meiri arði. í fyrstu fimm ára áætlaninni, sem byrjaði árið 1953, lagði ríkið fram stórar fjárfúlgur til eflingar nýjum greinum i léttiðnaði. Þar hafa verið framleiddar gæða- og nákvæmnis- vörur, sem áður voru fluttar inn, svo sem kemískar trefjar, plast, mynda- vélar, sjóngler, ýmsar tegundir af gæðapappír, þvottaefni, raftæki til heimila, ljósnæm efni, nýjar tegundir ljósatækja og svo framvegis. Margar nýjar vörutegundir hafa verið hannaðar og framleiddar: sam- leggjanleg húsgögn, fjölganga-reið- hjól, rafknúnar saumavélar gerðar úr léttum málmblöndum, kvarsúr.sjálf- virkar þvottavélar og lofttæmdir hitabrúsar. Vefnaðarvörur, reiðhjól, sauma- vélar, pappir og margar aðrar vörur léttiðnaðar hafa verið fluttar út til meiraen 120 landa og landsvæða. í mótsetningu við ástandið fyrir 1949 þegar mestallur vélbúnaður var innfluttur, geta Kínverjar nú hannað og framleitt heilar samstæður af vél- búnaði fyrir léttiðnað sinn. Á síðast- liðum 30 árum hafa verið settar upp meira en 10 milljón snældur. Spuna- vélar fyrir kemiskar trefjar eru nú hanriaðar og framleiddar i Kina. I andhunaðurinn getur nú tryggt léttiö aðinum sivaxandi rnagn hrá- efna svo scm baðmull, silki, hamp, sykurreyr, sykurrófur, tóbak, ávexti, ull, kjöt og grænmeti. Meðal mikilvægra breytinga hefur verið hagkvæmari staðsetning létt- iðnaðarins: Þó að kjarna léttiðn- aðar landsins sé enn að finna i strand- héruðunum, sem slíkur iðnaður tak- markaðist fyrrum eingöngu við, hefur mörgum nýjum fyrirtækjum verið komið á fót inni i landi, þannig að framleiðslugeta vefnaðariðnaðar- ins til dæmis, sem staðsettur er inni i landi, er nú 45 prósent af fram- leiðslugetu þessa iðnaðar í heild. En Kína er þróunarland og fram- leiðsla léttiðnaðar þess á mann er enn lág og einnig tæknileg geta. Stjórnun er enn á eftir tímanum og í mörgu falli hæfnislítil. Skortur á rafmagni heldur áfram að vera meiri háttar vandamál. Verk- smiðjur sem framleiða neysluvörur i Kanton eru til dæmis oft neyddar til að stöðva framleiðslu tvo eða þrjá daga vikunnar vegna skorts á orku. Ónógt samstarf og samhæfing mis- munandi greina í þjóðarbúskapnum veldur oft hráefnaskorti í sumum greinum. Meðan til dæmis fyrirtæki sem annast utanrikisverslun leggja sig fram um að flytja út meira og meira af leðri til að reyna að fylla áætlunar- mörk sín og fara fram úr þeim, verða skóverksmiðjur að flytja inn leður frá Hong Kong til að halda uppi framleiðslu. Hönnun og tækni við framleiðslu umbúða, sem að vísu hefur tekið verulegum framförum síðastliðin tvö ár, er enn ekki komin á alþjóðlegt stig, og hefur það áhrif á sölu margra gæðavara á heimsmarkaði. Fyrirtæki inni í landi standa and- spænis alvarlegri vandamálum varð- andi það að lækka háan framleiðslu- kostnað sinn og auka gæði frám- leiðslunnar, sem níi er yfirleitt lakari en gerist í strandhéruðunum. En verið er að gera ráðstafanir til að tileinka sér þróaða tækni og reynslu annarra landa til að tryggja hraðari framfarir í léttiðnaði Kína. Með næsta traustar undirstöður lagðar á undanförnum 30 árum að bakgrunni gerir Kína sér góðar vonir um árangur i nýtískun léttiðnaðar sins og þvi að geta betur fullnægt kröfum þjóðarinnar um meiri og betri neysluvörur. ' ifm&ZmaBr . \ Hl \ \ 4 v V tw. Aþrykktar baðmullarvorur I stórverzlun i höfuðborginni Peking. 11 N rutt framtiðarbrautina. Svo er fyrir að þakka raftækjum, tölvum og öðrum vélum, að rikidæmi okkar vex si og æ . . . gnægðir þeirra dásemda, sem frístundir eru nefndar . . . Sam- kvæmt hinum siðari átti framtíðin ekki að vera að rússneskri fyrirmynd . . . svo er fyrir að þakka okkar eigin pragmatiska sósialisma, mildum og mannúðlegum . . . á hverju leiti yrðu heilsuverndarstöðvar, almannaskól- ar, ibúðablokkir á félagslegum grunni, en verstu misfellur miskunn- arlauss kapitalisma afsniðnar . . . Frekar en nokkru sinni áður eru þessar draumsýnir nú að hverfa. Og það er ekki fyrir tilviljun, að báðar. tvær hverfa samtímis . . . Hvor tveggja er sprottin af efnishyggju, djúplægri og yfirþyrmandi. Hvor tveggja er afsprengi draumsins um framfarir, sem siðustu hundrað ár hefur villuvo um fyrir mannkyninu, að það hetur talið sig vera að þokast upp á leið i átt til glæstrar framtíðar, án vandamála, sem hvildi á yfirráð- um yfir náttúrunni, visind.ilegum og tæknilegum.” 5. Á þessum hræringum örlaði að sjálfsögðu ekki í stefnuskrám þeim eða öllu heldur kosningabæklingum, sem höfuðflokkarnir þrir lögðu fram. í formála að bæklingi Verka- mannaflokksins, „Leið Verka- mannaflokksins er betri leiðin”, sagði James Callaghan forsætisráð- herra: „Heimurinn breytist óðum. Upp cru að rísa ný iðnríki sem byrg- inn bjóða lykiliðngreinum, sem fólk á Bretlandi á undir atvinnu sína og lífskjör. Stjórn Verkamannaflokks- ins hefur lagt sig fram um að búa Bretland tækjakosti, til að það megi semja sig að þeim breytingum og færa sér ný tækifæri í nyt.” Megin- atriði bæklingsins eru þessi: í helstu iðnaðarlöndum Evrópu og Ameríku eru nú um 17 milljónir manna án at- vinnu. í Bretlandi einu þarf að sjá 170.000 nýliðum fyrir atvinnu á ári hverju. Að viðvarandi hagvexti verður þess vegna að stefna. Félags- legar umbætur verða þó ekki látnar sitja á hakanum. — Að verðgildi eru eftirlaun nú 20% hærri en í tið sið- ustu stjórnar (íhaldsflokksins). Verkamannaflokkurinn hefur leitt i lög lifeyri handa börnum, sem nemur 4 pundum á hvert barn á viku. Fatl- aðir og öryrkjar njóta nýrra hlunn- inda. Hundraðstala barna á dagheim- ilum og leikskólum hefur liðlega tvö- faldast (á kjörtímabilinu) og i ráði er að sjá 90% af 4 ára börnum og helm- ingi 3 ára barna fyrir dagvistun á næsta áratugi. Og er stefnt að þvi að koma á allsherjar náms- og þjálf- unarbrautum fyrir 16—19 ára ungl- inga. — í tið þessarar ríkisstjórnar Verkamannaflokksins hefur meira en 1 1/2 milljón íbúða verið byggð og til viðbótar hefur um 1 milljón lélegra og óhæfra ibúða verið endurbætt fyrir fjársluðning rikisins samkvæmt lögum um húsnæðismál frá 1974 og öðrum heimildum í lögum. Unnið verður að þvi að reisa við miðbik borga. —. Fyrst og síðast vcrður spyrnt við hækkun verðlags. í formála að bæklingi íhalds- flokksins, „Kosninga-ávarpi íhalds- flokksins”, kvað frú Margaret Thatcher, leiðtogi flokksins, að bæklingurinn flytti hvorki „töfraorð né ríkuleg fyrirheit”. Meðal helstu atriðanna i bæklingnum voru þessi: Til að hemla við hækkun verðlags þarf aðhald í fjármálum rikisins og fækkum heimilda þess til lántöku. Ríkið tekur til sín of stóran hluta af tekjum þjóðarinnar. Á sparnaði i rekstri þess er þörf ásamt lækkun skatta, einkum tekjuskatts. Ásetningur okkar að láta ekki standa við orðin tóm skyldi ekki orka tvímælis. — Á vinnulöggjöfinni þarf að gera þrjár breytingar: Eftirlits- störf i verkföllum og vinnudeilum skyldu aðeins þeir hafa með höndum, sem beinlínis eiga í þeim. Með fram- lögum úr ríkissjóði þyrfti að stuðla að atkvæðagreiðslu utan kjörstaða í verkalýðsfélögum. Starfsf ólki i sumum atvinnugreinum skyldi ekki áskilið að ganga i verkalýðsfélög. — Við strendur Bretlands er meira um fisk en við strendur annarra landa Efnahagsbandalags Evrópu saman lagðra. Við þær skyldi fiskimönnum Bretlands gefið tækifæri til að bæta sér upp missi annarra fiskimiða. Og vernda þarf rétt þeirra til að veiða einir i fjörðum inni. i formálsorðum að bæklingi Frjálslynda flokksins sagði formaður flokksins, David Steel hann vera „boðinn og búinn að vinna með ein- hverjum þeim, sem fylgja vildi (honum) dálítið á leið”. Meginefni bæklingsins laut að stjórnskipunar- málum: Einmenningskjördæmi eru ólýðræðisleg, svo að krefjast verður hlutfallskosninga; draga þarf úr áhrifavaldi ríkisstjórnarinnar yfir Kjallarinn Haraldur Jóhannsson þinginu fyrir breytingar á þing- sköpum: lásaið.tdcildina þarf að afnema og setja á fót i hennar stað Kðræðislega kjórna cl'ri deild; og vcita þai l iuudshlutum aukið sjálfs- forræði. í stefnuyfirlýsingum annarra flokka og samtaka var bryddað á ýmsum málum, gömlum og nýjum. Skoski þjóðernisflokkurinn sagðist ekki stefna að „sundurlimun Sameinaða konungdæmisins”, heldur upptöku nýs forms samskipta undir krúnunni við aðrar þjóðir þess, enda væri grundvöllur flokksins sér- stakt þjóðerni Englendinga, Wales- búa, íra og Skota. Velskir þjóðernis- sinnar kváðust stefna að fullu sjálfs- forræði til handa Wales. Nýmælin voru í stefnuskrá Þjóðfylking- arinnar. Á oddinn setti hún: að láta semja skrá yfir aðflutt fólk í Bretlandi af öðrum kynþáttum, sem síðan yrði brottrækt með 6 mánaða fyrirvara; að taka upp dauðarefsingu á ný; að segja Bretland úr Efna- hagsbandalagi Evrópu; að semja að nýjti um aðild Bretlands að Atlants- hafsbandalaginu og jafnvel segja það úr því lika; að banna innflutning iðnvarnings til smásölu; að kaupa upp vinnslurétt útlendra olíufélaga i Norðursjó. 6. Úr forskoti íhaldsflokksins mun ekki hafadregið fyrr en á þriðju viku kosningabaráltunnar, sem stóð í fimm vikur fremur en fjórar. Niður- stöður tveggja kannana á kjörfylgi flokkanna voru birtar sunnudaginn 22. april, önnur i Obscrvcr, hin í Sunday Telegraph. Observer birti niðurstöður Research Services Ltd., sem gert höfðu athuganir sinar 17. og 18. apríl. Og voru þær á þá leið, að af kjósendum, sem gert hefðu upp hug sinn, styddu 54% íhaldsflokkinn, 34% Verkamannaflokkinn og .9 1/2% Frjálslynda flokkinn, en 20% aðspurðra væru óráðnir. Frá blaðinu fylgdu þessar athugascmdir á for- síðu: „Frá þvi að athuganir á kjör- fylgi hófust fyrir 40 árum/ hefur enginn flokkur haft svo gífurlegt for- skot á þessu stigi baráttu fyrir almennar þingkosningar... Leiðtog- ar Verkamannaflokksins mega nú vænta þess, að úrslit kosninganna verði hin verstu fyrir Verkamanna- flokkinn frá kreppuárunum. Þau gætu jafnvel orðið ranghverfa úr- slilanna frá 1945, um 200 þingsæta meirihluta Íhaldsflokksins í Neðri málstofunni.” Niðurstöður hinnar könnunar- innar bentu til straumhvarfa í kosn- ingabaráttunni. Þá hafði Gallup-stofnunin gert 14.- 18. april. Og hafði hún gengið á þá, sem svara vörðust, svo að þeir urðu aðeins 6 1/2%, þrefalt færri en í hinni fyrrnefndu. Niðurstöður hennar voru þessar: Af kjósendum, sem gert hefðu upp hug sinn, styddu 47 1/2% íhaldsflokkinn, 42% Verka- mannaflokkinn og 9% Frjálslynda flokkinn. Trúverðugri virtust siðarnefndu niðurstöðurnar Bar tvennt til. Nokkurra slikrtiMi tumhvarfa hafði verið vænst. Og Verkamanna- flokkurinn hafði án efa náð undir- tökunum. Aðeins verða geturleiddar að, hvað þvi olli. Hikandi stuðnings- mcnn Verkamannaflokksins kunna að hafa kyngt óánægju sinni, þegar nær dró kjördegi. Stefnumál Verka- mannaflokksins höfðuðu til daglegs vanda alls þorra fólks, en Íhalds- flokkurinn boðaði afturhvarf til þjóðmálastefnu frá uppgangsskeiði Bretlands eftir iðnbyltinguna, þótt síðan hafi mikið vatn til sjávar runnið. Frjálslyndi flokkttrinn hélt sýnilega í horftnu. Loks var sem \ið manninn mælt, þegar Jatnes Callaghan forsætisráðherra kvaddi sér hljóðs í fjölmiðlum. (Aðspurðir i fyrrnefndu könnuninni. hvort þau teldu, að yfirleitt mundi vcrða betri forsætisráðherra, James Callaghan eða frú Thatcher, svöruðu 44 1/2% viðmælenda Callaghan, cn 40 l/2°'o frú Thatchcr). Þótt mis- ræmi ykist í niðurstöðum kannana á kjörfylgi i fjórðu viku kosningabar- áttunnar, bentu þær samt til, að cnn mjókkaði biliðá milli íhaldsflokksins ogVerkamannanokksins, en i siðuslu sikunni mun aftur hafa drcgið sundur mcð þeim. Sigur íhalds- flokksins varðekki dreginn i efa. 7. Svalt seður var á kosninga- daginn, 3. maí. Og þótt kjörsókn yrði 3,2% meiri en i siðustu undtin- farandi kosningum, i október 1974, cð" 76.0%, var hún ekki með mesta m. úrslit kosninganna koniu ekki a ó„irt. Þau voru í dágóðu samræmi við niðurstöður skoðanakannana. Flokkarnir fengu þingmenn kjörna eins og hér segir, (en i sviga er fækkun eða fjölgun þingsæta þeirra, miðað við stöðu þeirra við þingrof): íhaldsflokkurinn 339 ( + 57); Verka- mannaflokkurinn 268 (—38); Frjáls- lyndi flokkurinn II (—3); Samrikis- flokkurinn á Norður-írlandi 10 (0); Skoski þjóðernisflokkurinn 2 (—9); Velski þjóðernistlokkurinn 2 (—I); Sósialdemókratiski verkamanna- flokkurinn á Norður-írlandi I (0); Óháðir 1; en Skoski vcrkamanna- flokkurinn tapaði báðum sinum þingsætum. Fjögur kjördæmi voru án þingmanns við þingrofið. í hundraðstölum var kjörfylgi llokkanna i kosningunum eins og hcr segir, (en í sviga eru hundraðstölur kjörfylgis þeirra i kosningunum i oklóber 1974); íhaldsBokkurinn 43,9 (35.7); Verkamannaflokkurinn 36,9 (39,1); Frjálslyndi llokkurinn 13,8 (18,3); Skoski þjóðernisflokkurinn 1,6 (2,8); Vclski þjóðernisflokkurinn 0,4 (0,6); Þjóðfylkingin 0,6 (0,4) og aðrir 2,8 (3,0). Því sunnar i Bretlandi sem dró þvi meiri varð yfirleitt á- vinningur Íhaldsllokksins. Af Verka- mannaflokknum er íhaldsflokkurinn talinn hafa unnið 6,4% kjörfylgis i London, um 4,5% í Norður-' Englandi, en tapað til hans 0,1% kjörfylgis i Skotlandi. Sárt mun^ Verkamannaflokknum hafa þótt hið mikla tap sitt í iðnaðarborgum ensku miðlandanna, en íhaldsflokkurinn mun allvel hafa unað úrslitunum. Reykjavík, 19. september 1979. Haraldur Jóhannsson, hagfræðingur. J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.