Dagblaðið - 29.09.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979
T 4/, v
tt
FYRSTA
ÚTGÁFA
SELDIST
UPP
•
ÖNNUR
ÚTGÁFA
KOMIN
SJÁLFS
BJÖRG
SIMI
25060
OPlD
KL. 9-9
Alar skr«ytinoar imnar af fag-
i mónmim.
HAFNARSTRÆTI Simi 12717
ÓDÝRASTA KENNSLAN
ER SÚ SEM SPARAR ÞÉR TÍMA
Frábærir kennarar sem æfa þig í talmáli.
Kvöldnámskeið — Síðdegisnámskeið — Pitmanspról
Enskuskóli barnanna — Skrifstofuþjálfunin.
Sími 10004 og 11109 (kl. 1—7 e.h.)
MÁLASKÓLINN MÍMIR, B.M4
Markll
Cæéa kassettur
á frábæru veréi
High
Energl
Ferro
Chrome
Studlo
Quality
Kr. 1750d 2050
2100 2450
3600 4700
Gæðaprófun á MARK II kassettum I
samanburði við allar aörar kassettur á
markaðnum liggur frammi á útsölu-
stöðum.
BORGARTÚNI18
REYKJAVÍK SiMI 27099
DB á ne ytendamarkaði
N.| bilaetaiM «.at.k. A kvildla
«LÓM©i&miR
Körfur
eru
þarfaþing
Körfur eru hreinasta þing. Þegar
verið er að gera hreint í efstu
skápunum er gott að hafa körfu við
höndina til þess að tæma innihald
skápsins i. Þá þarf ekki að klifra
nema eina ferð með allt innihaldið
niður áður en skápurinn er
hreingerður.
Ef krakkamir
sækja
ísímann
Margír smákrakkar hafa gaman
af þvi að fikta með símann og hringja
„í þykjustunni”. Það getur verið
dýrt ef krakkarnir ná sambandi út í
bæ. Hérna er ágætt ráð. Setjið;
breiða gúmmíteygju yfir símann eins
og myndin sýnir.
Tropicana er
fleira en
appelsínusafi
,,Má ekki bjóða ykkur að smakka
glas af eplasafa,” sagði stúlkan í
Tropicana básnum á vörusýningunni
í Laugardalshöllinni á dögunum.
„Margir svara þessari spurningu
með: Nei takk, má ég heldur biðja
um Tropicana. Fólk heldur nefnilega
að það sé aðeins til appelsínusafi frá
Tropicana. 1 rauninni höfum við á
boðstólum þrjár tegundir af ávaxta-
safa frá Tropicana fyrirtækinu,
grapesafa, eplasafa og svo þennan
landsfræga appelsínusafa.”
Á sýningunni var einnig kynnt ný
tegund af smjörlíki, Alpasmjörlíki,
og gestum gefið að smakka.
Alpasmjörlíki er að einhverju leyti
búið til úr jurtafeiti og verður ekki
jafnt hart og venjulegt smjör ef það
er geymt í isskáp. Það er mun
ódýrara en smjör, en aðeins dýrara
en venjulegt smjörlíki. Alpa er mjög
gott til þess að steikja úr.
-A.Bj.
Alpa smjörlíki var kynnt á vörusýningunni f Laugardalshöll og fólki gefið að
smakka. Við höfum reynt þetta smjörlíki til steikingar og reyndist það prýðilega.
DB-mynd: Bjarnleifur.
Greipsalat fram-
reitt í hýðinu
Greipaldin hefur svolítið sérstakt
bragð, en mörgum þykir það gott.
Hér er uppskrift að greipsalati:
3 greipaldin
1/4 kg rauðkál
1 epli
1 gulrót
3 msk. rúsínur
3 msk. saxaðar hnetur eða möndlur
SÓSA:
2 msk. sítrónusafi
2 msk. matarolia
1/2—1 msk. púðursykur
Pínulítill klipptur graslaukur
Skiptið greipunum í tvennt og
takið aldinkjötið innan úr og skerið í
litla bita. Skerið rauðkálið í mjóa
strimla og rífið gulrótina og eplið i
bita. Rífið gulrótina á grófu rifjárni.
Blandið síðan öllu saman og berið
fram i greiphýðinu. Skreytið með
hnetum og einhverju grænu.
Hráefniskostnaður er nálægt 1000
kr.
-A.Bj.
Lítið af stjömuskrokkum f umferð:
Auðséð að færri ná
flokknum en ífyrra
„Stjörnuskrokkarnir voru innan
vjð eitt prósent af öllum skrokkum í
fyrra og það er öruggt mál að þeir
verða enn færri núna,” sagði Vigfús
Tómasson hjá Sláturfélagi
Suðurlands.
Neytendur, sem verið hafa að
reyna að fá hina fínu stjörnuskrokka
keypta, hafa orðið varir við að að
kaupmenn hreinlega segjast ekki eiga
þá til og fái þá vart. Er veðrinu hér
um að kenna?
„Þetta eru fyrst og fremst
ræktunareinkenni. í stjörnuflokk fer
kjöt sem er mjög vel holdfyllt, af
skepnum sem eru lærastuttar og bak-
miklar. En þó að þetta séu fyrst og
fremst ræktunareinkenni hjálpar
vont tíðarfar ekki til, svo búizt er við
að lítið verði af þessum skrokkum
núna. En ennþá er ekki búið að slátra
nema litlu svo ekki er að vita nema
eitthvað meira reki á fjörur okkar,”
sagði Vigfús.
-DS.
Kjötið af stjörnuskrokkunum er fallega vöðvað en lítið feitt. Þvl miður verður lítið
um svolciðis kjöt nú í vetur.
DB-mynd: Ragnar.