Dagblaðið - 29.09.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 29.09.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979 -f'% JÚNLÁRNASON SKRIFAR UM SKÁK viðureign meira en TR. Akureyring- um hefur bæst drjúgur liðsauki, þar sem eru Helgi Ólafsson og Áskell Örn Kárason. Helgi stóð fyrir sínu, þrátt fyrir tapið gegn Trausta — fékk 3 v. af 4 mögulegum. Við skulum líta á viðureign hans við Jón Pálsson. Skákin var tefld i 3. umferð. Hvítt: Helgi Ölafsson (Skákf. Akureyrar) Svart: Jón Pálsson (Taflfélag Kópa- vogs) Kóngsindversk vörn 1. c4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. d4 0-0 6. Be2 e5 7. dxe5 Uppskiptaafbrigðið svonefnda, eitt uppáhaldsvopn Anderssons. Sumum skákmönnum finnst kóngs- indverska vörnin óteflandi út af þessu „leiðindaafbrigði”. 7. — dxe5. 8. Dxd8 Hxd8 9. Bg5 e6?! Rétt er 9. — Ra6, 9. — He8, eða jafnvel 9. — Hf8!? Teóríufræðing- amir hafa stungið upp á textaleikn- um sem athyglisverðum möguleika, en eins og framhaldið ieiðir í ljós nær hvítur betra tafli. 10. Rxe5 Hc8 11. 0-0-0! Rxe4 12. Rxe4 Bxe5 13. Rd6 Bxd6 14. Hxd6 Rd7 15. Be3 Hvítur hefur biskupaparið og frjálsari stöðu að öllu leyti, þökk sé 9. leik svarts. 15. — Rf8 16. Hadl Re6 17. Hld2 f5? Hvitreita biskup svarts er nú graf- inn lifandi. Sjálfsagt er 17. — Rg7 ásamt 18. — Be6og/eða— Rf5. 18. g3?! 18. f4! og yfirburðir hvíts eru aug- ljósir. 18. — f4! 19. gxf4 Rg7 20. Hd8 Be6 21. Hxa8 Hxa8 22. Kc2 Rf5 23. Kc3 hö 24. Bf3 Hc8 Peðsfórn svarts í 18. leik gaf hon- um aukið olnbogarými, en engu að síður er hvíta staðan vænleg. Vand- virkni er þó krafist í framhaldinu ef sigur á að vinnast. 25. b4 b5 26. Be2 a6 27. a4! Re7 28. Bc5 Kf7 29. Bf3 bxc4 Ef 29. — Bxc4 þá 30. Hd7 He8 31. Bxc6 og vinnur. 30. Bxe7! Kxe7 31. He2! Hótar ekki aðeins 32. Bg4 með mannsvinningi, heldur einnig 32. Hxe6+! Kxe6 33. Bg4+ Ef 31. — h5 þá einfaldlega 32. Bxh5! gxh5 33. f5 og vinnur. 31. — Hd8 32. Bg4 Hd3+ 33. Kc2 Hd6 34. f5 gxfS 35. Bxf5 h5 36. Kc3 og svartur gafst upp. Peðsendataflið er tapað svörtum. Að lokum skulum við renna yfir eina af fjörlegustu skákum helgarinn- ar. Það er viðureign hins unga og efnilega Björgvins Jónssonar og Gylfa Þórhallssonar. Báðir eru þessir skákmenn gæddir miklu ímyndunar- afli, eins og sést Ijóslega á eftirfar- andiskák. Hvítt: Björgvin Jónsson (Sk. Kefla- vikur) Svart: Gylfi Þórhallsson (S. Akur- eyrar) Aljekín-vörn 1. e4 Rf6 2. Rc3 d5 3. e5 Rfd7 4. e6!? Skemmtileg peðsfórn sem leiðir yfirleitt til mikilla sviptinga. 4. — fxe6 5. d4 g6 6. h4 Rf6 7. h5 Hg8? Betra er 7. — Rxh5, þó hvítur fái ágæt sóknarfæri eftir 8. Hxh5 gxh5 9. Dxh5 + Kd7 10. Rf3. 8. Rf3 c5 9. hxg6 hxg6 10. Bd3 cxd4 11. Hh8!! Frumleg og glæsileg leikllétta. Ef 11. — Hxh8 þá verður svartur mát á eftirfarandi hátt: 12. Bxg6 + Kd7 13. Re5 + Kc7 14. Rb5 + Kb6 15. Dxd4+ Kxb5 16. Bd3 + Ka5 17. Bd2. 11. — dxc3! 12. Hxg8 Rxg8 13. Bxg6 + Kd7 14. Re5 + Kc7 15. Bf4! Bh6! 16. Rf7 + Bxf4 17. Rxd8 Bd2 + 18. Kfl Kxd8 19. bxc3 Bxc3 20. Hbl Svartur hefur þrjá létta menn fyrir drottninguna, en menn hans vinna illa saman. Hvitur hefur góða niögu- leika á að notfæra sér sundurlyndi svarta liðsins til sigurs. 20. — Rc6 21. Df3 Bf6 22. Bh7 Rh6 23. Dh5 Rf5 24. g4 Rg7 25. Df7 b6 26. g5 Re5 27. Df8 + ? Hér verður hvítum á fótaskortur. Best er 27. Dg8 + ! Kc7 28. Bd3! Bb7 29. Dh7 og svartur tapar manni. Textaleikurinn er vissulega freistandi þar sem hvitur kemst út i endatafl með skiptamun meira. Svartur hcfur þó tvö peð fyrir og heilbrigðari stöðu, svo hann stendur i rauninni betur. 27. — Kc7 28. gxf6 Ba6+ 29. Kg2 Hxf8 30. fxg7 Hc8 31. g8 = D Hxg8 32. Bxg8 Kd6 33. Hhl Bc4! 34. Hh6 d4 35. a3 Rd7 36. Hh4 Kc5 37. Hh5 + Bd5 38. Kfl Rf6 39. Hg5 Kc4 40. Bf7 Kc3 41. f3 Kxc2 42. Bg6+ Kb3 43. Ke2 Rd7 44. a4 a5 45. Kd3 e5 46. Be8 Rc5 + 47. Kd2 Bxf3 48. Hxe5 e6 49. Hel Einfaldasta leiðin til sigurs hefði nú verið 49. — Be4! ásamt . . . Bf5 og . . . Rxa4. Þess i stað lék svartur 49. — Bd5? og gaf hvítum færi á mótleik eftir 50. Hbl + Ka3 51. Hxb6. Svörtu frelsingjarnir á mið- borðinu stóðu engu að siður fyrir sinu og svartur vann skákina um siðir. einkasýningu sinni í Gallerí Suður- gátu 7 í sumar — sýnir óvenju heilleg og markviss verk, af manneskju sem ekki á sér lengri feril að baki í grafík- kúnstum. Ingiberg Magnússon fjallar ekki lengur um auðvaldið heldur um útsýnið út um gluggann hjá sér og hænurnar i portinu og það eru einnig komnir fram líflegri taktar í skurði dúkristunnar hjá honum, sjá Skammdegisdraumur I. Að iáta gaminn geisa Ingunn Eydal er sifellt að sækja í sig veðrið og vinnur hér af miklum metnaði þótt ekki takist allt sem hún ætlar sér. Jenný E. Guðmundsdóttir sýnir bæði gamalt og nýtt, lagleg verk öll, en hún hefði aftur á móti gott af því að losa dulitið um, láta gamminn geisa og hugarflugið með. Jóhanna Bogadóttir sýnir sömu myndir og í Stúdentakjallaranum nýverið en Jónina Lára Einarsdóttir hefur ekki sýnt áður, utan einu sinni á samsýn- ingu. Myndir hennar koma á óvart fyrir hreinleg vinnubrögð og á hún eflaust eftir að moða enn frekar úr umhverfi sínu þarna fyrir austan. Jón Reykdal gerir athyglisverðar tilraunir með ýmiss konar „strúktúr” í lands- lagi, m.a. með blendingi dúkristu og sáldþrykks sem kemur mjög vel út, þótt áherslum sé stundum drepið óþarflega á dreif i stöku mynd. Kjartan Guðjónsson sýnir hér teikn- ingar sínar við Ijóð Jóns úr Vör, fjöl- faldaðar með steinprenti, en still hans er mönnum löngu kunnur fyrir sterkar áherslur og snögga hrynjandi. Sérkennilegt hugarfar Lísa K. Guðjónsdóttir hefur ekki haft hátt um grafík sína undanfarin 3 ár en haslar sér völl hér á sannfær- andi hátt. Teikning er stundum helst til nostursleg hjá henni og skortir „léttúð” en aftur á móti bætir hún þessa ávöntun upp með sérkennilegu hugarfari. Ragnheiður Jónsdóttir lætur ekki staðar numið í óléttum kjólum og viðamiklum stólum og sýnir m.a. myndþrennu af konuhöfði sem felur í sér ýmsar og skemmtilegar meiningar, engu síður en fyrri grafik hennar, en of langt mál yrði að ræða þær hér. Brúður hennar eru áhrifa- mikil verk en hvort þær opna nýja möguleika fyrir listakonuna skal ég ekki spá um. Rikharður Valtingojcr er ekki eins sannfærandi og oft áður, fer úr einu i annað, en þó ávallt af þeirri natni sem hann er þekktur fyrir. Það er gaman að sjá hve stóran hlut konur eiga í þessari sýningu en þær eru 11 af 17 þátttakendum. Meðal þeirra er Sigrid Valtingojer með mjög sannfærandi framlag bæði í akvatintu og sáldþrykki. um Norðurlönd. Ég held að ekki sé ofsagt að þetta sé jafnbesta samsýn- ing félagsins til þessa og markar hún að því leyti timamót í stuttri sögu þess. Þessi staðreynd er því athyglis- verðari fyrir það að margt gott grafíkfólk vantar i safnið, t.d. Einar Hákonarson, Jens Kristleifsson, Þor- björgu Höskuldsdóttur og Kjartan Ólason. Umsagnir þær sem ég hef séð í norrænum blöðum ber einnig að sama brunni. Hlutlæg túlkun Eru í þessari afmælisgrafík einhver sérislensk einkenni eða viðfangsefni? Eg held að vafasamt sé að hafa uppi einhverjar fullyrðingar um þau mál á þessu stigi þvi enn er grafík unglingur hér á landi og á eftir að taka breyting- um. Þó hætti ég á að segja að þegar á heildina er litið, virðist íslensk grafík höll undir hlutlæga túlkun, þótt nær hvergi örli á nákvæmu raunsæi i henni. En veruleikann meðhöndla grafíkerar á ýmsa vegu og færa hann í stílinn ef þörf krefur en þó ávallt þannig að hið þekkjanlega opni áhorfandanum leið inn í myndveröld hvers listamanns. Sumir leita sér fróunar í landslagi, t.d. Þórður Hall og Jón Reykdal, en aðrir finna sér at- hvarf i aðstæðum eða hlutum sem geta borið ýmsa táknræna merkingu, þ.á m. Björg Þorsteinsdóttir, Edda Jónsdóttir, Jenný E. Guðmunds- dóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigrid Valtingojer og Sigrún Eldjárn. Mikil alvara Nokkrir reiða sig á mannslíkam- ann: Rikharður Valtingojer og Jó- hanna Bogadóttir, og enn aðrir leika lausum hala í grafík sinni og erfitt að hanka þá á nákvæmum meiningum. Og allt þetta fólk tekst á við verk- efni sín af einurð og alvöru. Kannski er alvaran helst til mikil í sumum til- fellum og væri fengur í meiri fyndni og fantasíu. Björg Þorsteinsdóttir sýnir afar fallega heild af ætingum/akvatintum og virðist i rikara mæli en áður taka beint til meðferðar fyrirbæri úr ríki náttúrunnar. Edda Jónsdóttir stendur við það sem hún lofaði á Ragnheiður Jónsdóttir — Dcluxc and ddightful Valgerður Bcrgsdóttir — Fugl Stórt og Ijóðrænt Myndir eins og Harmur og Utangarðs-serian eru án efa með sterkustu verkum þessarar sýningar. Sigrún Eldjárn cr að vinna úr eldri verkefnum og minningum frá Pól- landi og er sérstök ánægja að sjá af hve miklu öryggi hún vinnur í messó- tintu en ég man ekki eftir öðrum íslendingi sem notað hefur þá tækni. Ég man heldur ekki eftir heilsteyptari verkum frá hendi Valgerðar Bergs- dóttur. Bæði er það að listakonan hugsar stórt og Ijóðrænt og einnig er skurður allur í flestum myndum hennar mjög fallegur, t.d. Fugl nr. 3. Vignir Jóhannsson er ærslabelgur sýningarinnar og hefur í steinprenti fundið þann miðil sem hentar honum upp á hár. Þórður Hall er hér i sér- flokki hvað snertir sáldþrykkið og myndir hans hér vekja hjá mér tvenns konar viðbrögð — annars vegar aðdáun á þeirri tækni sem lista- maðurinn virðist hafa fullkomið vald yfir og hins vegar ugg, þvi ég er ekki viss um nema inntakið sé að víkja fyrir þessari sömu tækni. En úr þessu sker framtiðin. Bíræfni Undirritaður er síðan ábyrgur fyrir ágripi því af sögu íslenskrar grafikur sem fylgir sýningunni. Þar er m.a. rætt stuttlega um framlag Braga Ás- geirssonar sem grafíkers og grafik- kennara og var þar óncitanlega farið út á hála braut. Það er nefnilega dej;- inum Ijósara að framlag hans til ís- lenskrar myndlistar er meira en svo að nokkur dauðlegur maður geti gert þvi skil á prenti, nema helst Bragi sjálfur. Það er ekki nema von að hann sé óhress í Mbl. á sunnudag yfir þessari bíræfni minni og hef ég enga afsökun fram að færa nema þá að ég var að skrifa ágrip i lítinn katalóg en ekki bók og þvi sleppti ég ýmsu af því sem hann minnist á — þar sem ég sá ekki fram á að þessi atriði kæmust fyrir með góðu móti, auk jxss sem mér fannst þau ekki breyta heildar- myndinni. Fyrir aðrar ábendingar hans er ég þakklátur og á vafalaust eftir að nota þær — komi þær heim og saman við heimildir annarra.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.