Dagblaðið - 29.09.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 29.09.1979, Blaðsíða 24
Karl Steinar svarar viðskiptaráðherra: Friðbjöm Gunnlaugsson, fyrrum skólastjóri í Grindavík: „Afstaða ráðherra virðingarverð” — „Hjálmar hef ur stungið hendi í gin Fenrisúlfsins” „Ég dáist að menntamálaráðherra fyrir þá réttsýni sem hann sýnir í málinu. Mest dáist ég kannski að Hjálmari, hann hefur stungið hendi í gin Fenrisúlfsins,” sagði Friðbjörn Gunnlaugsson, sem gegndi stöðu. skólastjóra í Grindavík á árunum 1971 —1979 síðustu 3 árin í launa- lausu leyfi. Friðbjörn hefur dregizt lítillega inn í umræður um stöðu- veitingu Ragnars Arnalds, gegn eigin vilja að hans sögn. Hjálmar Árna- son, settur skólastjóri í Grindavik, hefur sagt opinberlega að mennta- málaráðuneytið hafi upplýst sig um að i „uppsiglingu séu málaferli sem snúist um skólastjórann sem hætti fyrir þremur árum,” þ.e. Friðbjörn Gunnlaugsson. Það sé ástæðan fyrir stþðuveitingu menntamálaráðherra. Sigurður Helgason i menntamála- ráðuneytinu kannaðist ekki við að ráðuneytið hefði gefið slíka yfir- lýsingu. ,,Það eru þá orð ráðherr- ans,” sagði hann við DB. ,,Ég kýs að ræða þetta mál ekki í blöðum. En eins og fram hefur komið var mér meinaður aðgangur að starfi mínu í Grindavík. Það gat ég aðeins skilið á einn veg,” sagði Friðbjörn Gunnlaugsson. „Ráðherra hefur gert rétt í þessu máli. Afstaða hans er sanngjörn og virðingarverð. Kennarasamtökin eiga ekki að hengja sig i formlegar klá- súlur um réttindi og horfa fram hjá raunveruleikanum. Bogi er nánast réttindalaus í samanburði við Hjálm- ar. Ég verð að taka það fram að ég er ekki alþýðubandalagsmaður!” sagði Friðbjörn. -ARH. Sjóbaö íseptemberlok Hvað, ætli það sé nokkur vandi að skjótast yfir í Kópavog? Þessi hressi strákur var með félögum sinum í heita læknum i Nauthólsvik fyrir helgina. Þeim datt i hug að hressandi væri að fá sér sjóbað og létu verða af því. En skrambi var hann kaldur! Þeir létu sig þó hafa það og fóru allir á kaf. Þannig tókst að ná mynd sem gæti hafa verið tekin að sumarlagi við Miðjarðarhafið en ekki við íslandsstrendur þegar október er að hefja innreið sína. Og gott var að hafa heita lækinn til þess að hita sér á eftir. Annars er hætt við að þeir félagar hefðu fengið kvef. -JH/DB-mynd: RagnarTh. Mætti maðurspyrja í hverju ertu innan undir? Hvaða undarlegi klæðnaður er þetta? spurði blaðamaður þegar hann mætti manni í grænköflóttu pilsi í vesturbænum i fyrradag. Hva . . . ? Þetta er skozkur þjóð- búningur, auðvitað, sagði mannaum- inginn hálfsnúðugt og átti ekki von á þessari árás. Hann var þarna í sinu fin- asta pússi er óuppdreginn islenzkur sveitamaður réðst að honum með bjánalegar spurningar. Ekki gat hann vitað að saklaus mör- landinn hélt að öll skotapils væru rauð- köflótt. Hann stóð þvi þarna snúðugur með loðnar lappirnar i sportsokkum og lakkskóm. Lakkskórnir voru reimaðir upp fyrir ökkla. Fyrst maðurinn tók þessu svona var ekki þorandi að bera upp við hann þá spurningu sem brennur á vörum i slikum tilfellum: í hverju eru Skotar innan undir pilsinu? Þess í stað var Skotinn spurður hvort hann vildi vera svo vinsamlegur að segja til nafns. „Nei,” sagði hann og skálmaði i burtu svo pilsið sviptist til. - JH / DB-mynd RagnarTh. frjálst, óháð dagbloð LAUGARDAGUR 29. SEPT. 1979, Þjófur fann lykla japanska stúdentsins Kuni Mune, japanskur stúdent við Háskóla íslands, varð fyrir þvi óhappi að týna húslyklunum sínum í fyrradag. Lyklakippan var merkt með heimilis- fanginu hans, Drápuhlið 7. Að loknum skóladegi, eða um kl. 18, kom Kuni aftur heim og varð þá þess var að einhver hafði fundið lyklana, gert sér lítið fyrir og farið inn. Þar hafði þessi sami stolið segulbandstæk- inu sem Kuni styttir sér stundir við. Þetta er dýrindis tæki af Hitachi- gerð, talið vera um 300 þúsund króna virði. Gallinn er hins vegar sá — og sá sem mest hæltan er samfara — að tækið er gert fyrir 110 volt og brennur þvi umsvifalaust yfir sé þvi stungið í samband við okkar venjulega 220 volta irafmagn. Hver sá sem einhvers hefur lorðið var í santbandi við þennan þjófn- að er beðinn að setja sig í samband við Rannsóknarlögreglu rikisins, sími Hrafnhóll í Hjaltadal: Eldur í fitu- potti íkjallara upp á 3. hæð milli þilja „Það er annað en gaman að koma að heimili sinu i björtu báli,” sagði Haraldur Árnason, skólastjóri á Hólum í Hjaltadal, er hann lýsti að- komunni þegar Guðmundur Stefáns- son, bóodi áHrafnhóli, kom heim frá Sauðárkróki í gærkvöldi. Eldur kom upp í fitupotti í kjallara íbúðarhússins á Hrafnhóli. Tókst hús- móðurinni, sem þarna var með ung börn, að slökkva þann eld. Hins vegar hafði komizt neisti milli þilja og logaði fljótt eldur á efri hæð hússins. Brann hún að mestu og það sem þar var, hús- munir, bækur, sængurfatnaðurog yfir- leitt allt sem fólk hefur i húsum. Bóndinn var að koma heim til sín frá Sauðárkróki þegar hann sá eldinn. Flýtti hann sér sem mest hann mátti og af ótta við að einhver væri innan dyra fór hann inn í húsið til að bjarga. Slökkviliðið á Hofsósi og Sauðár- króki kom á vettvang. Tókst að ráða niðurlögum eldsins, en eignatjón varð mikið. Eins og verða vill gæta þess allt of fáir að halda vátryggingum við verðbólguna. Er því skaðinn tilfinnanlegur. Húsið féll þó ekki en hlöðu og fjós tókst að verja fyrir eldi og engin teljandi meiðsl urðu á mönnum. -BS. „SVAVAR SELDIHUGSJON- INA FYRIR RÁÐHERRASTÓL” — „stunda ekki atvinnumiðlun fyrir Kanann” „Hugrenningar Svavars Gests- sonar koma mér ákaflega undarlega fyrir sjónir. Hafi hann hins vegar þær hugsjónir gagnvart bandaríska hernum sem hann lætur i skína, þá hefur hann selt þær fyrir ráðherra- stólinn,” sagði Karl Steinar Guðna- son, þingmaður Alþýðuflokksins og formaður Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavikur. Á fundi Alþýðubandalagsins i vik- unni kallaði viðskiptaráðherra Karl Steinar „fyrsta þingmann hernáms- ins” og kvað hann stunda atvinnu- miðlun fyrir herinn. Karl Steinar Guðnason. Svavar Gestsson. „Ég man ekki til þess að Svavar hafi minnzt á herstöðvamálið í stjórnarmyndunarviðræðunum í fyrra. Þar fór a.m.k. lítið fyrir hug- sjónum hans. Ég neita alfarið að ég stundi „at- vinnumiðlun” fyrir Kanann. Ef verkafólk hér skortir vinnu þá er hringt í allar áttir, sem eðlilegt er, til að afla vinnu. Það tel ég eðlileg viðbrögð hjá verkalýðsfélagi. Svavar botnar ekkert í starfsemi verkalýðsfélaga ef hann leggur slíkt út á versta veg.” - ARH Tveir fluttir á slysadeild Allharður árekstur varð á Elliðavogi við mót Langholtsvegar rétt fyrir kl. 13 i gær. Þar rákust á tveir fólksbílar og voru ökumenn beggja bilanna fiuttir á slysadeild og annar lagður inn á sjúkrahús. Þarna eru þrengingar á vegi sem reynast mörgum ökumanninum skeinuhættar. -JH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.