Dagblaðið - 29.09.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 29.09.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979 5 Grænmetisverzlun landbúnaðarins undanþegin verðlagseftirliti samkvæmt lögum: Verðið á dönsku kartöfl- unum 100 kr. ofháttákg — miðað við markaðsverð f Danmörku og álagningarreglur verðlagsstjóra á sambærilegar vörur Kartöflur flokkaðar í Grænmetisverzlun landbúnaflarins. DB-mynd Hörður Ekki verður annað séð en Græn- metisverzlun landbúnaðarins selji þær dönsku kartöflur, sem nýlega eru komnar til landsins, á svo háu verði að neytendur verði að greiða í það minnsta rúmlega 80 krónum of mikið fyrir kílógrammið. Ekki verður heldur annað séð en Grænmetisverzlunin hafi einnig keypt þessar kartöflur allt of háu verði, miðað við þáverandi fob-verð í Danmörku og raunar á hærra verði en þá þekktist i Danmörku. Hafa þá íslenzkir neytendur tapað 31 krónu til viðbótar á kílóið eða samtals 111 krónum. Er þetta byggt á upplýsingum sem DB hefur um markaðsverð á kartöfl- um eins og það var í Álaborg hinn tuttugasta þessa mánaðar. Var það 0,85 danskar krónur fob fyrir kilóið en samkvæmt upplýsingum skrif- stofu Grænmetisverzlunarinnar keypti fyrirtækið sinar kartöflur á meðalverðinu 1,20 d.kr. hvert kíló- gramm. Munar hér sem sagt 35 aurum dönskum á hverju kíló- grammi. Einnig virðist heildsöluálagning Grænmetisverzlunarinnar furðu mikil ef miðað er viðheimilaða álagn- ingu á sambærilega \öru eins og inn- fluttra ferskra ávaxta. Á þeim er heimiluð9% heildsöluálagning. Fob-verð 35 þúsund dönskum krónum hærra eða 2,6 milljónum íslenzkra Þessi kartöflusending var 100 tonn og samkvæmt ofansögðu er ekki ann- að að sjá en fob-verðið sé 35.000 d. krónum hærra en vænta hefði mátt. Á gengi dönsku krónunnar, 74,50, er það jafnvirði rúmlega 2,6 milljóna is- lenzkra króna. Miðað við 1,20 d.kr. innkaupsverð í Danmörku (fob) og þann kostnað sem venjulegum innflutningsfyrir- tækjum er heimilað að bæta ofan á er svokallað kostnaðarverð dönsku kartaflnanna kominna til íslands 145 krónur hvert kíló. Miðað við 9% heildsöluálagningu ætti verðið til verzlana þá að verða 158 krónur hvert kíló. Heildsöluverð Grænmetisverzlunar landbúnaðarins er hins vegar 226 krónur. Samkvæmt því er heildsöluálagning Grænmetis- verzlunarinnar um það bil 56% í stað 9% sem heimilaðer á innflutta ferska ávexti. íslenzkir neytendur greiða átta til ellefu milljónum of mikið Samkvæmt upplýsingum DB verður ekki annað séð en islenzkir neytendur verði því að greiða samtals upphæð sem nemur frá átta til ellefu milljóna króna meira fyrir dönsku kartöflusendinguna en ef sýnd hefði verið fyllsta gætni við innkaupin í Danmörku og heildsöluálagning Grænmetisverzlunar væri þau 9% sem innflytjendum ávaxta er ætlað í sinn hlut. Grænmetisverzlun landbúnaðarins hefur einkaleyfi samkvæmt Iögum á innflutningi grænmetis og samkvæmt upplýsingum verðlagsstjóra hefur embætti hans engin afskipti af verð- lagningu kartaflna eða annarra vara sem Grænmetisverzlunin selur. Samkv. viðtali við Jóhann Jónas- son, forstjóra Grænmetisverzlunar landbúnaðarins, var leitað nokkurra tilboða er ákveðið var að kaupa þess- ar dönsku kartöflur,__eins og vcnja væri hjá fyrirtækinu. Jóhann sagði að ef allt hefði verið eðlilegt hefðu þessar kartöflur að líkindum verið keyptar : Hollandi .en það varð ekki vegna verkfalls í Rotterdam. - ÓG Niðurstöður olíuviðskiptanef ndar: Borgum allt að 70% hærra verð en tíðkast á V-Evrópumörkuðum hagstætt að kaupa hráolíu og láta hreinsa hana annars staðar „Sterk rök má færa fyrir því í væntanlegum samningaviðræðum við Sovétríkin að núverandi verðlagningar- aðferð leggi óeðlilegar byrðar á íslendinga sem einir V-Evrópuþjóða þurfa að taka á sig fulla hækkun i sam- ræmi við dagverð i Rotterdam. Hefur nefndin aflað talnaefnis um þennan mismun. í júní sl. greiddu íslendingar um 70% hærra verð fyrir olíuvörur en yfirleitt gildir á olíumörkuðum í V- Evrópu,” segir m.a. i útdrætti úr niðurstöðum og tillögum Olíuvið- skiptanefndar sem viðskiptaráðherra birti í gær. Að tilmælum nefndarinnar eru mörg atriði ekki birt enn, einkum með tilliti til þess að nú hefur nefndin fengið það verkefni að kanna alþjóðamarkaðinn til'hlitar. Þegar talað er um 70% hærra verð hér að ofan ber þess að geta að ekki er unnt að bera þá tölu saman við tölu neinnar annarrar þjóðar þar sem engin olíuhreinsunarstöð er til hérlendis, gagnstætt öllum öðrum V-Evrópurikj- um. Hins vegar virðist nefndin hafa komizt að þeirri niðurstöðu að þetta sé okkur mjög óhagstætt þvi aftar í út- drættinum segir: „Vitað er að Sovét- ríkin selja nú til Vesturlanda mjög mikið magn af hráolíu og er verðlag hennar sem næst í samræmi við opin- Viðskiptaráðherra: Hafði ekkert upp á sig að fara til Moskvu bert verðlag OPEC-ríkjanna á hverjum tíma. Þessa hráolíu gætu íslendingar fengið fullunna fyrir sig í V-Evrópu.” Er þarna gefið i skyn að miðað við þessi kjör og hugmyndir um kjör á olíuhrcinsun kæmi dæmið út okkur í hag. Nú er að renna út 5 ára rammasamn- ingur við Sovétmenn um olíuviðskipti. Um næstu áramót liggur fyrir að gera nýjan fimm ára samning, eða að óbreyttu ástandi fyrir samningaviðræð- urnar. Um þetta atriði segir nefndin, áður en hún vissi um þróun samninganna: ,,Án nokkurra breytinga á verðlagn- ingu kemur varla til greina að kaupa óbreytt magn af olíuvörum af Sovét- Rússneska olian kemur til íslands — á allt að 70% hærra verði en tiðkast á V- Evrópumörkuðum. rikjunum á næstu árum og hlýtur slík afstaða þeirra að kalla á enn frekara átak til þess að tryggja hagstæðari olíu- innkaup frá öðrum aðilum.” Telur nefndin einu raunhæfu leiðina til þess að tryggja oliuinnkaup hingað á verulega hagstæðara verði en á Rotter- dammarkaði að leita eftir kaupum á hráoliu og láta hreinsa hana annars staðar. Sýnist nefndarmönnum sem hráolia eigi að verða fáanleg í nægilegu magni á alþjóðamarkaði eigi síðar en 1981. Af öðrum atriðum í þessum útdrætti má nefna að nefndin vill að Island gerist aðili að Alþjóðaorkumálastofn- uninni, flýti oliuleit, kanni möguleika á að greiða olíu með innlendu rafmagni sem kaupendur tækju út i stóriðju hér- lendis, efldar verði birgðastöðvar inn- rnlands, svo eitthvað sé nefnt. Allar þessar tillögur eru í samræmi við tillögur Kjartans Jóhannssonar sjáva.útvegsráðherra sem birtar voru í DB i gær. - GS Samband grunnskólakennara um stöðuveitinguna í Grindavík: Brot á lögum um embættisgengi — sem tóku gildi í maí 1978 — fer í næstu lotu, ef þörf krefur ,,Ég tel afar ólíklegt að niðurstaða samningaviðræðnanna hefði orðið önnur þótt ég hefði farið til Moskvu með samninganefndinni, hún hafði ákveðið erindi rikisstjórnarinnar allrar,” sagði Svavar Gestsson viðskiptaráðherra á blaðamannafundi í gær. Eins og DB hefur skýrt frá hvöttu samráðherrar hans hann til að fara með en i Ijósi ofangreinds telur Svavar ekki ástæðu til að fara til samninga nema til þess komi að semja frekar við Sovét- menn. Það yrði þá ekki fyrr en Ijóst væri að ekki væri unnt að fá olíu á hag- stæðari kjörum annars staðar, sem nú er verið að kanna. Svavar sagðist andvigur hugmynd- um Olíuviðskiptanefndar og sjávarút- vegsráðherra þess efnis að kaupa olíu gegn greiðslu á innlendu rafmagni sem kaupandi tæki út i formi stóriðju hér- lendis. Sagði hann að a.m.k.þyrfti að finna nýjan flöt á slikum samnineum miðað við fyrrverandi stóriðjusamn- inga, svo hann gæti sætt sig við þá. Þá var hann andvígur samhljóða til- lögum fyrrnefndra aðila þess efnis að ísland gerist aðili að Alþjóða- orkustofnuninni, þó með þeim fyrir- vara að reynist engin skilyrði fyrir slíkri inngöngu okkur óhagstæð geti aðild komið til greina.Slíkt sé ekki nægilega kannað. Sagði Svavar stefnu sina að með tilliti til innlendra orkuöflunar- möguleika bæri að stefna að sjálfstæði landsins í orkumálum og að olíu- viðskiptin kæmust i ríkishendur. Gengur það á ská við tillögur nefnd- arinnar og sjávarútvegsráðherra sem leggja til að ríki og núverandi oliufélög stofni eina sterka samsteypu. -GS. „Lögin um embættisgengi kennara og skólastjóra frá 12. maí 1978 eru það ný að á þau hefur enn ekki reynt og menn ef til vill hreinlega gleyma þeim. I þeim eru skýr ákvæði um að einungis megi setja mann án fullra réttinda i stöðu ef hlutaðeigandi skólanefnd telur hann hæfan," sagði Valgeir Gestsson, formaður Sambands grunnskóla- kennara, við Dagblaðið. Stjórn sambandsins hefur haldið fund um mjög svo umdeilt verk Ragnars Arnalds menntamálaráðherra þegar hann setti Hjálmar Árnason skólastjóra í Grindavík. Stjórnin mót- mælti harðlega ákvörðun ráðherra og visaði til fyrrnefndra laga um em- bættisgengi kennara og skólastjóra. Stjórnin béndir á að um stöðuna í Grindavík hafi sótt „maður með öll tilskilin réttindi og meirihluti skóla- nefndar mælir með honum. Á hann því samkvæmt sömu lögum óskoraðan rétt til starfsins.” „Vald skólanefndar er talsvert mikið samkvæmt lögum um embættis- gengi,” sagði Valgeir. „Afstaða meiri- hluta skólanefndarinnar i Grindavík er lögum samkvæmt. Ég er hissa á að ráðherrann skuli telja það rök i málinu að Hjálmar Árnason muni öðlast full réttindi einhvern tima seinna! Það þætti skrítið ef iðnnemar á skólabekk fengju starf sem fullnuma menn út á réttindi sem þeir ættu eftir að fá seinna.” Fulltrúar kennarafélaganna á Suðurnesjum ætluðu að halda fund um málið í gær, samkvæmt upplýsingum DB. Var talað um að kalla einhverja kennara frá Grindavik á fundinn til skrafs og ráðagerða. Kennarasamtökin á grunnskólastigi hafa fullan hug á að láta reyna á rétt sinna manna i þetta sinn þar sem þetta er fyrsta mál sinnar tegundar sem upp kemur eftir að nýju lögin um embættisgengi kennara og skólastjóra öðluðust gildi. Rætt er um i röðum kennara að höfða beri prófmál til að fá hlutina á hreint. -ARH. Dagblaðsbíó í Dagblaðsbíói á morgun kl. þrjú verður sýnd brezka gamanmyndin Ekki núna, félagi. Myndin er í litum og með islenzkum texta. Miistlis lll* Q2E# ! PLASTPOKAR O 82655

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.