Dagblaðið - 29.09.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 29.09.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979 ■ Gömul kona í Furugerði I hafði samband: Þegar hús gamla fólksins var reist við Furugerði 1 kom verktakinn upp tveim vinnuskúrum. Nú er liðið á annað ár síðan byggingunni lauk en ennþá standa skúrarnir fyrir utan. Börnin í nágrenninu voru fljót að uppgötva þennan nýja leikvöll. Þau komust upp á þak skúranna, rufu gat á þekjuna og hurfu niður um. Upp komu þau svó með hamra, sagir og margt fleira. Nú er liklega allt slíkt uppurið því þau eru hætt að koma með nokkuð upp. En ennþá leika þau sér i þessum skúrum og iþykir okkur gamla fólk- inu mesta mildi að ekki skuli hafa orðið þarna stórslys. Vil ég skora á Félagsmálastofnun borgarinnar að láta verktakann fjar- lægja skúrana þegar í stað. Þvi auk hættunnar sem þeir valda eru þeir forljótir. Eina nóttina er líklegt að kveikt verði i þeim. Félagsmálastofn- un hlýtur að bera á þessu ábyrgð þar eð húsið var reist í hennar umboði. Loftvægi fnyksins Gamall maður hringdi: Það fer í taugarnar á mér þetta nýja orð sem veðurfræðingarnir eru farnir að nota i stað gamla góða orðsins loftvog. Núna segja þeir alltaf loftvægi sem enginn maður skilur. Annað orð sem hljómar ókunnuglega í mínum eyrum er orðið fnvkur sem farið er að nota um lykt þá sem síldar og loðnubræðslur spúa frá sér. Þetta orð hef ég aldrei heyrt fyrr en nýlega og þykir ljótt. Hringið ísíma 27022 millikl. 13 og 15, eða skrifið Niður um þekjuna á gráu skúrunum tveim klifra börnin og skilur gamla fölkið i næsta húsi ekki að slys skuli ekki hafa orðið. DB-mynd Árni Páll. t ' 1 — BLOM OGIMDIAMIK nioMíwixnn 50 ára afmcelissýning að Hótel Loftleiðum, laitgardagim 29. september, sumudagim 30. september Dagsskrá báða dagana Opin blómavinnustofa kl. 10 - 12 fh. Tilsögn í blámaskreytmgum fyrir almenmng. Sérstakur blómaveislumatseðill kl. 12 - 14 og kl. 18:30 i Blómasal hótelsins. „Blóm í hárið“ kl. 14 Ojg 19 og 21 Hárgreiðslusýning með blómawafi Elsa Haraldsdóttir, Salon VEH jjHausttískan 1979“ kl. 14:25 og 19:20 og 21:30 Marta Bjamadóttir, versl. EVA Snyrtíst.Maja, Ingibjörg Dalberg Blómaskreytingar úr þurrkuðum blómum kl. 15:30 og 20:00 Skreytmgar frá Erik Bering, KaupmMfn og Hendrik Bemdsen, Blóm & Ávextir Guðrún Á. Símonar kl. 20:3Q Undirleik armast Arri Elfar Blómahöldur frá 18. öld úr safrn Eriks Bering Pétur Friðrik, listmálari, sýrir blómamyndir Blómamarkaður Þurrkuð og lifandi blóm á sérstöku blómatorgi Kynning Interflora Hr. J. Stampe OPIÐ FRA 10 f.h. til 23:00 báða dagana Aðgangseyrir: 1500 krórnr. Fjar- lægið skúrana við hús gamla fólksins Ferðu oft í bíó? Margrét Helgadóttir hóndakona: Nei, ég fer mjög sjaldan i bíó. Það eru sennilega komin tvö ár siðan ég fór síð- ast. Ég man ekki hvað hún hét myndin sem ég sá þá. Spurning dagsins Sesselja Gísladóttir húsmóðir: Ég fcr mjög sjaldan. Ég fór á mynd i Regn- boganum fyrir tveimur mánuðum siðan, það var Hjartarbaninn. Ólafur Þorsteinsson bifreiðars tjóri: Nei, ég fer sárasjaldan i bíó. Það eru mörg ár síðan ég fór siðast. Grimur Valdimarsson gerlafræðingur: Nei, mjög sjal’dan. Ég fór þó i síðustu viku og sá Hjartarbanann i Regnbog- anum. Margrét Halldórsdóttir nemi: Nei, ég fer mjög sjaldan. Ég fór siðast á sunnu- daginn. Áður fór ég fyrir fjórum mán- uðum. Ég sá myndina i Háskólabíói á sunnudag. Guðbjörg Eggertsdóttir húsmóðir: Guð hjálpi mér. Nei, ég fer ekki oft. Ég fór fyrir mánuði og sá Hjartarbanann í Regnboganum, hún var ofsalega fín.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.