Dagblaðið - 29.09.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 29.09.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979 WBIAÐIB frjálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðifl hf. Framkvæmdastjóri: Svainn R. Eyjótfsson. Ritatjóri: Jónas Kriatjánsson. RhstjórnarfuHtrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Roykdal. Fréttastjóri: ómar Valdimarsson. íþróttir: HaUur Símonarson. Menning: Aflebteinn Ingótfsson. Aöstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pélsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Adi Steinarsson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson. Hönnun: Gufljón H. Pélsson, HHmar Karlsson. Ljósmyndir: Ámi PAH Jóhannsson, Bjamletfur Bjamlerfsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Sveinn Pormóösson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorietfsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dretfing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Sketfunni 10. Áskriftarverð á mánufli kr. 4000. Verð í lausasölu kr. 200 eintakið. Ad vera manneskja Aukið frelsi á vinnustað ætti að vera viðamikill þáttur í öllu frjálshyggjutali. Vinnustaðurinn gengur næst heimilinu að mikilvægi í lífi hvers vinnandi 1 manns. Mörgum frjálshyggjumannin- um sést yfir þetta. Þeir einblína á mikilvægi aukins frjálsræðis gagnvart yfirþyrmandi ríkisvaldi. Þeir hugsa um frjálsræði at- vinnurekandans gagnvart ríkisvaldinu en koma ekki auga á nauðsyn manneskjulegra viðhorfa á vinnustaðnum. Sárgrætilegt er, hversu lítinn gaum íslendingar hafa gefið atvinnulýðræði. Þar kemur enn að því, hve hörmulega verkalýðsforingjarnir hafa brugðizt. Margir þeirra hafa uppi innihaldslaust nítjándu aldar hjal um þjóðfélagsbyltingu en fást ella við að fram- reikna verðbólguna og gera kröfur um aukna krónu- tölu í launaumslögin. Raunverulegar úrbætur ganga seint og illa og ein hin mikilvægasta kjarabótin, aukið lýðræði á vinnustöðum, heyrist varla nefnd. Aðrar þjóðir eru langt komnar á þessari braut. Vestur-Þjóðverjar hafa um þrjátíu ára samfellda reynslu af atvinnulýðræði. Þar var byrjað í litlum mæli, og flest afbrigði þess hafa verið reynd. Bæði jafnaðarmenn og kristilegir demókratar hafa atvinnu- lýðræði á stefnuskrá sinni. Atvinnulýðræði hefur bætt andrúmsloftið á vinnu- stöðunum. Dregið hefur úr vinnudeilum. Mörg tiltölulega lítilvæg mál, sem þó skipta miklu, þegar þau öll koma saman, eru leyst með samkomulagi vinnuveit- enda og starfsfólks í samstarfsnefndum. Útkoman hefur orðið aukin framleiðni og bættur hagur atvinnu- rekandans, starfsfólksins og allrar þjóðarinnar. Það er reynsla flestra landa, að samstarfsnefndir, sem fást við vandamál, sem upp koma frá degi til dags, séu mjög til bóta frá því, sem áður var. Önnur hlið at- vinnulýðræðis er, að starfsfólk kýs fulltrúa í stjórnir fyrirtækjanna. Útkoman úr því er nokkuð vafasamari. í sumum tilvikum vilja slíkir fulltrúar fjarlægjast starfsfólkið og fara að líta á sig sem fulltrúa eigenda. Með slíkum fulltrúum hefur starfsfólk þó fengið greiðari aðgang að atriðum í rekstri fyrirtækjanna, sem reynist vel í mörgum tilvikum, svo sem þegar vinnudeilur standa. Auk þess hefur í nokkrum mæli verið reynt að taka fulltrúa viðkomandi verkalýðsfélaga í stjórnarnefndir fyrirtækja. Hætt er við, að við það kerfi reynist fulltrúarnir mun fjarlægari viðkomandi starfsfólki. Þrátt fyrir nokkrar tillögur um atvinnulýðræði, sem fram hafa komið á Alþingi, er óhætt að fullyrða, að íslendingar eru furðu sinnulausir um það efni. Marklítið rifrildi aðila vinnumarkaðarins um krónu- tölu kaups hefur verið efst á baugi, með þeim af- leiðingum, að hagur verkafólks hefur lítið batnað um langan aldur. Áhugaleysi í slíkum efnum birtist einnig i vor undir þinglok, þegar frumvarp um bættan aðbúnað og hollustuhætti á vinnustað var svæft, án þess að mót- mælt væri, og látið bíða næsta þings. Athugun nefndar, sem vann að frumvarpinu, leiddi í ljós, að aðbúnaður starfsfólks í helztu framleiðslu- greinunum er víðast hraksmánarlegur. Manneskjulegt umhverfi á vinnustað eru mannréttindi, sem hver starfsmaður verðskuldar. Það gildir ekki aðeins um snyrtilegt umhverfi, heldur ekki síður um rétt hans til að vera manneskja í viðskiptum við yfirboðara og taka þátt í þeim ákvörðunum, sem miklu skipta fyrir velfarnað hans sjálfs. Kína: Vilja auka iönaö- arframleiösluna og nútfmatækni v Hið fyrsta sem vekur athygli ferða- manna i Peking, áður en þeir fara á stjá að skoða hinar fornu hallir og sögulcg kennileiti, er sennilega enda- laus straumur af hjólreiðamönnum sem fara um göturnar í kinversku höfuðborginni frá þvi snemma á mórgnana og þar til seint á kvöldin — meira en þrjár milljónir af hinum átta milljónum ibúa borgarinnar. Þó var ekki eitt einasta reiðhjól framleitt í landinu fyrir 1949 — þau á að giska 14.000 hjól sem þá voru frantleidd voru sett saman úr inn- fluttum hlutum. Á siðastliðnu ári einu voru fram- leidd i Kína 8.540.000 reiðhjól, sem þýðir að hálfs dags framleiðsla nú jafngildir heils árs framleiðslu 1949. Á umliðnum 30 árum hefur Kína byggt upp umtalsverðan léttiðnað, skipulega dreifðan og sjálfum sér nógan allt frá hráefni til vélbúnaðar, með vel frambærilegri framleiðslu- getu og sem tekur til allra greina. Frá 1949 til 1978 hefur framleiðslu- verðmæti léttiðnaðarins í heild nitjánfaldast og nemur árleg aukning II prósentum. Borið saman við ástandiðárið 1952, þegar talið var að atvinnulífið væri í aðalatriðum búið að ná sér eftir striðið, var framleiðsl- an árið 1978 á pappír, smeltunt vörunt, þurrum rafhlöðum og hita- brúsum tólf sinnum meiri, á niður- suðuvörum og Ijósaperum 20 sinnum meiri, og frantleiðsla á klukkum og plastvörum sýndi aukningu sem nam 100 prósentum. Saumavélar og úr eru þær tvær aðrar tegundir af varanlegum neyslu- vörum sem eru auk reiðhjóla efstar á blaði í kinverskri verslun. Siðastliðið ár framleiddu Kinverjar 4.870.000 saumavélarog 13.000.000 úr. Kinverskur vefnaðariðnaður á sér langa sögu, en fyrri helming aldar- innar voru aðeins fimrn milljón baðniullarsnældur og kringum 100.000 ullarsnældur í gangi og helm- ingurinn rekinn fyrir erlent fjármagn. Sá vélbúnaður sem til var i nýja Kína árið 1949 nam aðeins helmingi móts við slikan vélbúnað Indlands og einum fjórða móts við Bandaríkin. Mesta ársframleiðsla i Kina á baðm- ullargarni fram að þvi var 2.450.000 sekkir og af baðmullardúkum 2.8 milljón metrar. Framleiðslugcta Kínverja í vefn- aðariðnaði nú er þreföld móts við timabilið rétt fyrir stofnun Alþýðu- lýðveldisins. Borið saman við 1949 hafði framleiðsla á baðmullargarni árið 1978 sexfaldasl og á baðmullar- dúkum meira en fjórfaldast. Kina er nú meðal fremstu landa i framleiðslu baðmullargarns og dúka, enda þótt framleiðslan á mann sé enn lág vegna hins mikla fjölda Kinverja. "Þróun vefnaðariðnaðarins i Kína Bresku þing- kosningarnar 1. í Wales og Skot'andi fór 1. mars 1979 Iram almenh atkvæðagreiðsla um gildistöku nýrra laga um aukna sjálfsstjórn þeint til handa. Var lög- unum hafnað í Wales. Og í Skotlandi hlutu þau innan við tilskilinn meiri- hluta atkvæða. Á fundi í neðri málstofunni 22. mars ræddi forsætisráðherra rikis- stjórnar Verkamannaflokksins, James Callaghan, niðurfellingu sjálfsstjórnarlaganna. Jafnframt boðaði hann til fundar þingflokk- anna um mál Skotlands. Aftur á móti kröfðust hinir II þingmenn skoskra þjóðernissinna, að skosku sjálfs- stjórnarlögin yrðu staðfest þegar i stað. Gekk íhaldsflokkurinn þá á lagið og bar fram vantrauststillögu á rikisstjórnina. Var hún tekin til um- ræðu 28. mars og siðan samþykkt með I atkvæðis meirihluta, 311 at- kvæðum gegn 310. Næsta dag, 23. mars, tilkynnti breski forsætisráðherrann, að drottn- ingin hcfði að beiðni hans rofið þingið frá og með 7. apríl og að nýjar kosningar færu fram 3. mai. Við þingrofið var tala þingmanna flokk- anna eins og her segir: Verkamanna- flokksins 306, íhaldsflokksins 282, Frjálslynda flokksins 14, Samrikis- Uokks Norður-írlands 10, Skoska þjóðernisflokksins 11, Velska þjóð- ernisflokksins 3, Sósialdemókratiska verkamannaflokksins á Norður- írlandi I, Skoska verkamannaflokks- ins (sem á kjörtimabilinu klauf sig út úr Verkamannaflokknum) 2, óháðr^ I, og er þá forseti neðri málstofunnár ótalinn. Fjögur kjördæmi voru án þingmanns. 2. Frestur til framboðs rann út 23. apríl. Voru frambjóðendur þá orðnir 2572. Verkamannaflokkurinn " og íhaldsflokkurinn buðu fram í öllum 516 kjördæntum Englands, í 35 kjör- dæmum i Wales eða öllum nema kjördæmi forscta neðri málstofunnar (i Vestur-Cardiff) og í öllum kjör- dæmuni Skotlands, 71 að tölu, en í engu hinna 12 kjördæma á Norður- írlandi. Frjálslyndi flokkurinn hafði 579 frambjóðendur, einnig alla á Bretlandi. Skoski þjóðernisflokkur- inn bauð fram i öllum kjördæmum á Skotlandi og Velski þjóðernisflokk- urinn i öllum kjördæmum i Wales. Skoski verkamannaflokkurinn bauð fram i I kjördæmi aðeins. Á Norður- írlandi voru frambjóðendur 65, cn aðeins Samrikisflokkurinn bauð fram i þeim öllum. Kenndu 22 fram- bjóðendur sig við flokkinn, en aðeins 11 þeirra nutu stuðnings flokks- stjórnarinnar. Sósíaldemókratiski verkamannaflokkurinn bauð fram i 9 kjördæmum. Frambjóðendur llokka og sam- taka, sem fulllrúa áttu ekki á þingi. voru færri, en þó að sjálfsögðu margir. Hinn elsti þeirra og sá eini, sem heldur úti dagblaði, Kommún- istaflokkur Bretlands, bauð aðeins Iram i 38 kjördæmum. Byltingar- flokkur verkamanna, sem bendlaður er við trotskisma, sendi frambjóð- endur fram i 60 kjördæmum. Hin stærstu þessara samtaka, Þjóðfylk- ingin, buðu fram i liðlega 300 kjör- dæmum, eða i um 200 fleiri en i sið- ustu kosningum. Frambjóðendur umhverfisverndarmanna voru 57. Verkamannaflokkur Norður-írlands sendi frambjóðendur fram í 3 kjör- dæmum. Þá buðu nokkrir aðrir aðilar fram, og óháðir fram- bjóðendur voru allmargir að vanda. 3. Óvænlega horfði fyrir Verka- mannaflokknum i þann mund, er rikisstjórn hans féll. Kannanir á skoðunum kjósenda bentu til, að hann stæði íhaldsflokknum langt að baki um kjörfylgi, og einnig, að und- an Frjálslynda Uokknum fjaraði. Þessu mikla forskoti Íhaldsflokksins var samt sem áður tekið með tor- tryggni. Stefna ríkisstjórnarinnar i kaupgjaldsmálúm hafði ekki hlotið stuðning þings Verkamannaflokksins i fyrrahaust. Og nteðhöndlun hennar á kaupdeilum í vetur hafði valdið óánægju og vonbrigðum i verkalýðs- telögunum, bakhjarli tlokksins. Og þótt vafi léki ekki á, að fylgi gengi af Frjálslynda flokknum, hafði það ekki ósennilega færst i aukana í skoð- anakönnunum, eins og á stóð. Þá sáust ekki í þjóðlífinu visbend- ingar um pólitísk veðrabrigði, eins og þau, sem voru undanlari umskipt- anna 1964, 1951 og, að sagt var, 1945. Yfirráð hvítra manna í Rhodesíu markaði sanit af nokkurt skeið. Eins og væntanleg yfirlýsing þeirra um fullvcldi fléttaðist inn í kosningabaráttuna 1964, svo voru endalok forræðis þeirra og vandræði nú eitt kosningantálanna að þessu sinni. 4% Hins vegar mátti að þessu sinni merkja i þjóðlífinu hræringar, sem um langan aldur helur verið djúpt á, þótt þær hafi löngum lagt til einn undirtóna þess. Og var þeim léð orð í Daily Telegraph 21. apríl 1979, i laugardagsdálki eftir Christopher Booker. Þar sagði: „Æskjum við satt að segja þess Bretlands, sem hlytist af reglulega þróttmiklu hágkerfi, enn fleiri efna- verksmiðja, olíu-hreinsunarstöðva, verslanahalla og skrifstofubygginga? . . . Áratugum saman, án tvímæla allt frá striðslokum, hefur samfélag okkar átt sér tvo drauma, annan kapitaliskan, hinn sósíaliskan. Sam- kvæmt hinum fyrri hafa Bandaríkin

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.