Dagblaðið - 29.09.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 29.09.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979 7 Olíuviðskiptanef nd sett í fullan gang aftur: Rússar hafna nær öllum kröf um okkar f olíusamningunum „Göngum ekki að núverandi skilmálum Rússa nema hvergi náist hagstæðari samningar” —segir viðskiptaráðherra ,Þar sem viðræður Sovétmanna og íslendinga um olíuviðskipti hafa ekki leitt til samkomulags um verð- skilmála hef ég falið Oliuviðskipta- nefnd að starfa áfram til þess að full- kanna þær hugmyndir sem þar hafa komið fram um aðra viðskipta- kosti,” sagði Svavar Gestsson við- skiptaráðherra á blaðamannafundi í gær. Um leið og nefndin skilaði skýrslu sinni tók hún fram að hún teldi eðli- legt að halda að sér höndum nema hún fengi frekara umboð ríkisstjórn- arinnar. Það veitti Svavar í gær. Aðspurður vildi hann ekki segja til um að svo stöddu hvort starfssvið nefndarinnar yrði víkkað og hún yrði samningsaðili. Fyrir fundinn hafði ráðherra ekki fregnað nákvæmlega af niðurstöð- um viðræðnanna en þó var ljóst að flestum greinum í erindi samninga- nefndarinnar var hafnað. Má þar nefna erindin um að miðað verði við OPEC-verð á hráolíu að viðbættum hreinsikostnaði og eðli- legri álagningu. Næðist það ekki fram var annar kosturinn að miða einvörðungu við kaup á hráolíu með það fyrir augum að fá hana hreinsaða annars staðar. Þeirri umleitan var einnig hafnað. Sagði Svavar að Sovétmenn reyndu nú að draga saman alla samninga í þá veruna sem verið hefðu í gildi að und- anförnu þar sem þeir teldu sig ekki aflögufæra. Þriðji kosturinn var að önnur hag- stæð viðmiðun næðist á verði full- unninna oliuvara. Sú hugmynd var fólgin í ákveðnu hámarksverði. Ekki munu Sovétmenn hafa fallizt á það, a.m.k. ekki i þeirri mynd sem við- skiptanefndin hafði í höndunum, þvi ella hefði hún samið. Hins vegar náðust samningar um viðbótarsvartoliumagn hingað síðla þessa árs vegna óvæntrar aukningar í notkun hennar og jafnframt samn- ingar um tryggt magn hingað áfram þótt samningar séu Iausir um sinn. Sagði Svavar að á það hefði verið lögð mjög rík áherzla. Þá náðist samkomulag um fjög- urra til sex vikna frest til að taka af- stöðu til málsins. Sá tími verður not- aður til að kanna allar .hugmyndir Olíuviðskiptanefndar til hlítar og leita samninga. Svavar sagði að sl. hálft ár hefðu öll sendiráð Islands haft opin augu og eyru fyrir mögu- leikum án þess að það hefði borið af- gerandi árangur. Ljóst er að við höfum möguleika á að láta hreinsa fyrir okkur hráoliu á ýmsum stöðum í V-Evrópu, svo sem í Portúgal, Finnlandi og jafnvel i Noregi. - GS Meint harðræði við rannsókn Geirfinns- og Guðmundarmálanna: „Rannsóknin sjálfsögö og ítarieg i a//ar áttir” Sævar Ciesielski kærði aðferðir rann- sóknaraðila við upphaflega rannsókn Geirfinns- og Guðmundarmálanna og síðar urðu fleiri til að taka undir ásak- anir hans. DB-mynd EJ. —segir ríkissaksóknari -BS. <€ Oddsson, vararannsóknarlög- reglustjóri ríkisins, hefur rannsóknina með höndum. Beinist rannsóknin að því að kanna hvort gæzlufangar, þeirra á meðal Sævar Marínó Ciesielski, hafi verið beittir harðræði við yfirheyrslur og framburður þeirra með þeim hætti sveigður að skoðunum og vilja rannsóknarmanna. ,,Ég taldi sjálfsagt að rannsaka málið,” sagði ríkissaksóknari, Þórður Björnsson, er fréttamaður spurði hann um upphaf og gang rannsóknarinnar. Hann kvað bréf- lega beiðni um hana hafa borizt frá Jóni Bjarman fangelsispresti og Jóni Oddssyni hrl., verjanda Sævars. „Rannsóknin er stórkostlega ítar- leg í allar áttir,” sagði ríkis- saksóknari einnig. Yfirheyrslur eru með formlegum hætti og taka til all- margra manna, þeirra á meðal rannsóknarmanna og fangavarða. Fulltrúi rikissaksóknara, Pétur Guðgeirsson, er viðstaddur yfir- heyrslur, svo og Jón Bjarman fang- elsisprestur og Jón Oddsson hrl. Þórir Oddsson kvaðst ekki telja rétt að hann tjáði sig um gang rannsóknarinnar. Að henni lokinni myndi hann skila skýrslu um málið. „Sterkar líkur til sanngildis um- kvörtunaratriða þyrfti til að saka- dómsrannsókn væri fyrirskipuð á aðra sakadómsrannsókn,” sagði Baldur Möller, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, i viðtali við DB 27. júlí síðastliðinn. Mál þeirra gæzlufanga, sem málið tekur til er nú á áfrýjunarstigi. „Við flutning málsins i Hæstarétti hefði það ef til vill þótt alvarlega miður ef synjað hefði verið um þessa rannsókn,” sagði rikissaksóknari. Stöðugt er unnið að rannsókn sem ríkissaksóknari mælti fyrir um í sam- bandi við Geirfinns- og Guðmundar- mál sem svo hafa verið nefnd. Þórir DB-myndir Árni Páll. ,Ætli girðingin hafi ekki dottið niður af sjálfu sér? Þetta var hálfgerð hænsnagirðing. Jónas Árnason alþingísniaður: „Þeir menn eru hænsn sem láta hænsnagirð- ingu stöðva sig” ,,JÚ, ég var fyrstur inn fyrir girðing- una,” sagði Jónas Árnason alþingis- maður i viðtali við blaðið, en eins og DB greindi frá í gær fór Jónas fyrir hópi herstöðvaandstæðinga i gegnum rofna girðingu Keflavikurflugvallar. „Sem alþingismaður hef ég skrifað undir eiðstaf að virða íslenzku stjórnar- skrána og í því felst að gera það sem i minu valdi stendur til þess að koma i veg fyrir að stjórnvöld traðki á grund- vallarlýðréttindum og neiti herstöðva- andstæðingum að halda fundi. Með því að fara inn fyrir girðinguna hefur maður hvort tveggja gert: staðið við eiðstafinn og tryggt að réttindi voru ekki fótum troðin. Ég heyrði það strax af hálfu Þorgeirs Þorsteinssonar lögreglustjóra að hann vildi varpa skuldinni á mig ef eitthvað misjafnt gerðist. „Vilt þú bera ábyrgð á því, Jónas, ef börn verða limlest?” spurði hann. Ég sagðist ekki trúa því að þessir menn, þ.e. lögreglan, væru þannig innstilltir að þeir færu að lim- lesta börn. Ég held þvi að Þorgeir hafi tæpast meint þetta enda hegðuðu lögreglu- menn sér mjög skynsamlega og voru sinni stétt til sóma. Þorgeir á sinn þátt i þvi þar sem hann stjórnaði sínu liði. Hvernig girðingin fór niður? Ætli hún hafi ekki dottið niður af sjálfu sér. Þetta var hálfgerð hæsnsnagirðing. Og þeir ntenn eru hænsn sem láta hænsna- girðingu stöðva sig." - JH Þorgeir Þorsteinsson lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli: „Jónas hagræðirþessu” „Ég benti Jónasi Árnasyni á það að með forgöngu sinni bæri hann ábyrgð á því ef kæmi til átaka sem gætu haft í för með sér líkamsmciðsl,” sagði Þor- geir Þorsteinsson lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli í viðtali við DB. „En hann hagræðir þessu eins og búast mátti við af atvinnumanni. Ég nefndi aldrei limlestingar og ekki böm. Ég benti þingmanninum á að þarna væru konur og unglingar en hann mis- færði mín orð þannig að ég sá ekki ástæðu til þess að eiga við hann fleiri orð. Það skipti ekki máli í minum huga að það var þingmaður sem i hlut átti og ég held að það hafi ekki haft áhrif á störf lögreglumannanna. Lögreglan sýndi stillingu og festu og ekki kom til átaka. Innrásarliðið virtist heldur ekki ætla lengra en rétt inn fyrir girðinguna, hvað sem réð. Hvert var hlutverk slökkviliðs? Vitað var að nota átti kyndla og þvi var slökkviliðið tilbúið. Ég vil ekki segja hvort vatni hefði verið beitt gegn mótmælendum. Það má nota vatn á fólk og það er tiltölulega skaðlaust og áhrifaríkt en málin þróuð- ust aldrei i þá veru. Það verða engin eftirmál vegna fund- arins og engar kærur. Allt fór rólega fram og skemmdir á girðingunni eru óverulegar.” -JH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.