Dagblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 3
I
100—300 milljónir muni þurfa í
moksturinn ef illa viðrar, þ.e.
umfram áætlun að ætla má. Er
heimild fyrir pólitíska snjó-
mokstrinum í fjárlögum?
Verður rutt fyrir kjósendur á
kjördag, hvar sem þess kann að verða
þörf, sem hafa verið reknir út í þetta
kosningabrölt um hávetur?
Raddir
lesenda
Haraldur Guðnason skrifar:
Var mokað fyrir Þorvald Garðar
vestur á fjörðum eða var mokað fyrir
Sighvat, nýdubbaðan ráðherra?
Samgönguráðherra vitnar að hann
hafi látið moka fyrir Þorvald en
Sighvatur blessaður hafi verið þarna
vestra fyrir hreina tilviljun.
Skiptir raunar litlu fyrir hvorn
þessi pólitiski snjómokstur var
gerður. En sitthvað er athyglisvert í
sambandi við málið.
Áhrifamikill sjálfstæðismaður
leggur til atiögu við kerfið í vega-
málunum og var sá atgangur mikill
og harður. Það skyldi þá ekki vera,
að það kerfi ætti upphaf sitt í
stjórnarráðinu?
Oft hefur mátt lesa um það i
blöðum, að hópar manna hafi ekki
komizt leiðar sinnar af því að neitað
var að moka, ekki rétti moksturs-
dagur o.s.frv. Kerfið blífur.
En hér eftir hlýtur að verða
mokað fyrir alla, ekki bara fyrir þá
sem eru i framboðssnatti. Allir
jafnan rétt, eða er það ekki?
Samgönguráðherra gaf leyfi til að
moka og skyldu allir flokkar sitja
við sama borð í þessu efni að sögn
gegn Alþýðuf lokknum?
Þorvaldur Garðar Kristjánsson, fyrrv.
alþingismaður.
ráðherrans.
Þá spyrja kjósendur og skatt-
greiðendur: Eiga pólitískir snjómenn
að hafa forgang um ruðning á
heiðum, eða á nú að breyta lög-
málinu og láta það ganga jafnt yfir
alla?
Haft er eftir handhöfum ráðherra-
valds (af náð Sjálfstæðisflokksins) að
Standa stjórnmála-
flokkarnir við öll
kosningaloforðin?
Samræmdar aðgerðir
Sighvatur Björgvinsson fjármálaráðherra.
Richard Monckton, aðalpersónan I Vélabrögðunum.
Vélabrögðin
endursýnd?
Sjónvarpsáhorfandi hringdi og
kvaðst vilja taka undir óskir sem
fram hafa komið á lesendasíðum DB
þess efnis að hver þáttur Vélabragða
í Washington verði sýndur tvívegis
þar sem fjölmargir geta ekki horft á
hann á miðvikudagskvöldum.
sjónvarpsins, og innti hann eftir_
þessum möguleika. Hinrik sagðist
ekki geta svarað því, hvort af slíkum
endursýningum yrði. Það hefði ekki
verið rætt neitt í sjónvarpinu og að
sjálfsögðu þýddi það aukin útgjöld
fyrir sjónvarpið.
Sigríður Jónsdóttir, Asparfelli 12,
skrifar.
Undarleg fyrirbrigði eru nú farin
að sjást í pólitískum efnum á síðum
Dagblaðsins. Litur einna helzt út
fyrir að þar sé um að ræða
samræmdar aðgerðir gegn
Alþýðuflokknum. Mér er nefnilega
kunnugt um, að ekki hafa allar
greinar, sendar Dagblaðinu, verið
birtar, hafi málflutningi andstæðinga
fyrrnefnds flokks verið andmælt. —
Þetta segir mér góðkunningi minn
sem sent hefur blaðinu grein sem ekki
hefur birzt.
Út yfir tekur þó aðsend grein í
Dagblaðinu þriðjudaginn 6. nóv. sl.,
þar sem hnoðað er saman níði um
forustumenn Alþýðuflokksins,
einkum þó Vilmund Gylfason (einn
snjallasta stjórnmálamann, sem hér
hefur komið fram á síðustu árum) en
sú grein er birt nafnlaus sem er
algjört brot á margyfirlýstum starfs-
reglum blaðsins. — Væri fróðlegt að
fá skýringar á þessum nýja sið.
Að síðustu er svo rétt að vekja
athygli á því, að um tíma leit út fyrir,
að Dagblaðið hefði komið sér upp
sérstöku „uppáhaldi”, Ólafi Ragnari
Grimssyni, sem á næstliðnum vetri
var kosinn „leiðinlegasti þing-
maðurinn”, af starfshópi á Alþingi.
Hitt er svó rétt að viðurkenna, að
þar virðist blaðið hafa séð að sér,
enda áðurnefndur þingmaður
þekktur fyrir hroðvirkni og
flumbruhátt, t.d. i sambandi við
landsfræga skýrslu um hlustenda-
könnun ríkisútvarpsins.
Athugasemd Dagblaðsins: Sú grein
sem Sigríður ræðir hér um var
vissulega skrjfuð undir nafni. Hins
vegar hafa þau mistök orðið við
setningu greinarinnar, að nafn
höfundar hennar féll niður. Höfund-
ur greinarinnar er Valþór Stefánsson,
Hjarðarhaga 62. Er Valþór hér með
beðinn afsökunar á þessum
mistökum.
DB hafði
Bjarnason,
samband við
forstöðumann
Hinrik
LSD
Viðleitni til
sparnaðar
Einar Jónsson, Hraunbæ 182skrifar:
í fyrsta sinn um áratugaskeið
örlar nú á viðleitni til sparnaðar á
vegum hins opinbera. Þakka ber allt
sem gert er i þá rtt enda bæði
óvenjulegt og lofsvert. Hér á ég við
niðurskurð núverandi fjármála-
ráðherra, Sighvats Björgvinssonar,
að því er varðar utanlandsferðir
opinberra starfsmanna
(sendinefnda).
Þar kom loks í sæti fjármála-
ráðherra maður, sem þorði að taka á
málunum.
Orkusparnaður:
Einstætt
afrek
Hrafn Ingólfsson, Keflavík, hringdi:
Það eru tilmæli mín til
orkusparnaðarnefndar, að hún heiðri
dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins
fyrir einstætt afrek í sambandi við
orkusparnað.
Það hlýtur að vera mikill orku-
sparnaður ef ekki er hægt að kveikja
á útvarpinu nema eina klukkustund á
sólarhring vegna þess hve dagskráin
er léleg.
TVið teljum
aö notaðir VOL VO bílar séu betri en nýir bílar af
ódýrari geröum.
VOLVO 244 DL árg. 1975, beinskiptur, ekinn 59 þús. 4,5 millj.
VOLVO 145 DL árg. 1974, beinskiptur, ekinn 101 þús. 3,8 millj.
VOLVO 144 DL árg. 1974, beinskiptur, ekinn 78 þús. 3,8 millj.
VOLVO 144 DL árg. 1973, beinskiptur, ekinn 79 þús. 3,3 millj.
VOLVO 144 DL árg. 1973, sjálfskiptur 3,3 millj.
VOLVO 144 DL árg. 1972, beinskiptur, ekinn 70 þús. 2,8 millj.
VOLVO 144 DL árg. 1971, beinskiptur, ekinn 104 þús. 2,2 millj.
VOLVO M VELTIRHF
Suðurlandsbraut 16, R.
Sími 35200.
Jórunn Skúladótlir, starfsmaður i
Karnabæ: Svona helminginn. Ekkert
meira en venjulega.
Jóhann Sigurösson gluggahreinsari: Ég
er alveg hlutlaus í stjórnmálum, get
hvorki svarað með jái eða neii. Ég kýs
ekki og hef aldrei gert.
Rósant Hjörleifsson leigubflstjóri: Nei,
ekki reikna ég með því.
Þórarínn Garðarsson nemi: Ekki nema
að litlu leyti.
Ókar Guðmundsson, vinnur við járn
smíöi: Ég hef enga Irú á þvi.
Brynja Baldursdóttir húsmóðir: Ég er
hrædd um að þeir geri það ekki nema
að hluta.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979.
Pólitiskir snjókarlar
Spurning
dagsins