Dagblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979. 7 REUTER í vímu af eitruðum sveppum Nýjasta „kikkið” hjá unglingunum í Bretlandi er að borða eitraða sveppi. Með því ná sum þeirra að sjá ofsjónir jj^erða svo auðvitað veik á eftir. Yfir- völcrtíafa nú gefið út aðvörun og benda á að slíkt sveppaát geti leitt til dauða. Skákmótið íHollandi: Zimbabwe/Ródesía: DÐLT UM AÐLÖGUNAR- TÍM A FYRIR KOSNING AR Bretar gefa skæruliðum tveggja daga frest en Nyerere segir þá hafa látið undan þrýstingi Suður-Af ríkumanna Brezka ríkisstjórnin hefur. gefið skæruliðaforingjunum Nkomo og Mugabe tveggja daga frest til að ganga að tillögum Carringtons lávarðar um lausn Ródesíudeilunnar. Erlendar fréttir i landinu. Muzorewa hefur þegar hafið kosningabaráttuna heima fyrir og tilkynnti nýlega að verðstöðvun skyldi sett á og almenn launahækkun gengi jafnframt í gildi. Nyerere forseti sagði í gær að hið eina sem Bretar hefðu fallizt á í þessu sambandi væri að lengja frestinn fram að almennum kosningum um þrjár vikur. Það væri ekki nægilegt til að þeir Nkomo og Mugabe ga^yi fallizt á samningana í heild sirmi. Julius Nyerere, forseti Tansaníu, sagði í gær að helzti ágreiningurinn væri um það hve langur tími skyldi líða frá því samningar yrðu undirrit- aðir og almennar kosningar færu fram í Zimbabwe/Ródesíu. Bretar hafa lagt til að sá tími verði tveir mánuðir. Hefur stjórn Muzorewas biskups fallizt á það. Nkomo og Mugabe telja aftur á móti að sá tími sé allt of stuttur. Þeir hafi þá engan tíma til að kynna sig fyrir kjósendum Verkamannaflokkurinn hefur lýst sig algjörlega andvígan því að samþykkt yrðu strax lög á grundvelli þess að samkomulag væri að nást í Ródesíu- deilunni. Frumvarpið, sem léttir á ýmsum hömlum á viðskiptum við Zimbabwe/Ródesiu, var samt sem áður samþykkt á brezka þingingu í gær. Þess sjást engin merki að þeir Nkomo og Mugabe ætli að fara að kröfum Breta í málinu. S0S0NK0 EFST- UR EFTIR JAFNT mSPASSKY Sosonko frá Hollandi er enn i fyrsta sætinu á skákmótinu mikla í Hollandi. Hann náði jöfnu í skák sinni við Spassky í níundu umferð. Sosonko er þá með 5,5 vinninga ásamt Sovétmann inum Oleg Romanishin, sem gerði jafn- tefli við Robert Húbner frá Vestur- Þýzkalandi. Heimsmeistarinn Karpov á biðskák gegn Hort í níundu umferðinni. Einnig Timman og hinn aldni kappi Smyslov frá Sovétríkjunum. Ungverjinn Sax gerði jafntefli við Kavalek frá' Bandaríkjuritim og Portisch og Larsen eiga biðskák. Staðan er þá þannig að Sosonko og Romanishin eru í fyrsta sæti með 5,5 vinninga. 3. Karpov og Larsen koma á hæla þeim með fimm vinninga og bið- skák. 5. Spassky 5 vinninga. 6. Sax 4,5 og biðskák. 7. Portisch 4 vinninga og biðskák. 8. Kavalek 4 vinninga. 9. Húbner og Hort 3,5 vinninga og bið- skák. 11. Timman 3 v. og biðskák. 12. Smyslov l,5vinningaogbiðskák. London: 77ie Times aft- urútímorgun The Times, elzta dagblað Bretlands og jafnframt eitt hið virtasta, kom út i morgun í fyrsta skipti síðan fyrir tæpu ári. Þá stöðvaðist útkoma þess vegna kjaradeilu. Ekki var annað að sjá en blaðið sem Bretar af „betra” taginu telja sér lifsnauðsyn með morgunteinu, væri svipað ogáður. Á forsíðu blaðsins voru helztu fréttir af töku bandaríska sendiráðs- ins í Teheran og af nánari tengslum brezku stjórnarinnar og Vatikansins í Róm. Fyrirsögnin yfir siðarnefndu fréttinni hljóðaði á þessa leið: — Vatikanið og Henry áttundi brúa bilið í samskiptum sínum. Englend- ingar gengu af kaþólskri trú í deilum Henrys áttunda um kvennamál sin við páfann í Róm. Inni i blaðinu ritaði ritstjóri verka- lýðsfregna um deilu blaðstjórnarinn- ar við verkalýðsfélög um fyrirætlanir um að vélvæða vinnslu blaðsins sjálfs. Átti að fækka starfsliði blaðs- ins jafnhliða. Var þetta undirrót verkfallsins, sem stóð í nærri eitt ár. Ritstjóri The Times sagði sína hlið á málinu og einnig forustumað- ur prentara. Síðan var löng rit- stjórnargrein um framleiðni og afköst í brezkum iðnaði í samanbprði við aðrar þjóðir. Á forsíðu The Times sagði í morg- un að á meðan útgáfan hefði legið niðri hefði verið hugleitt margt sem mætti verða til að bæta blaðið. Von- andi kæmi það til með að bera ár- angur í framtíðinni. GLEYMDUR Á BARNAÁRI Hann er aðeins tólf ára en vcrður að vinna baki brotnu í niu klukkustundir á dag. Hann fær um það bil eitt hundrað krónur fyrir hvern kolasekk sem hann fyllir og dregur upp á yfirborðið. Skólavist er engin, ekkert öryggi og námurnar eru lífshættulegar vegna hættu á flóði, skriðufalli og bruna. Þannig er það í Suður-Ameríkuríkinu Kólombiu. Talið er að um það bil 60 milljónir barna í þriðja hciminum verði að strita við vinnu, sem ekki verður kölluð annað en þrældómur. I Núeru þaðkú- reka- stígvél Tízkan lætur ekki að sér hæða og nú eru það kúrekastígvél sem gilda. Reyndar mun þetta vera sumartízkan komandi svo tími ætti að vera til að safna sér fyrir einum ef áhugi er fyrir hendi. <c Brenndi klám- sjoppuna þegarekkert svar barst í vonbrjgðakasti yfir því að enginn svaraði bréfi hans kveikti Peter Schevt- schenko í klámverzluninni sem seldi honum tímaritið. Peter hafði sent tíma- ritinu bréf og þar var það birt með ósk hans um að komast í samband við kvenkynsfélaga. Ekkert svar barst. Það taldi Peter vörusvik og greip því til sinna ráða. Verjandi hans taldi að verzlunin og útgefendur tímaritsins hefðu notfært sér einmanaleik hans og gert hann að féþúfu. Dómarinn tók að nokkru tillit til þeirra raka og dæmdi Peter aðeins í 500 punda sekt og til eins og hálfs árs skil- orðisbundinnar fangelsisvistar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.