Dagblaðið - 13.11.1979, Side 11

Dagblaðið - 13.11.1979, Side 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979. N Kjallarinn Magnús Kjartansson stefna að „þjóðstjórn” með þessari sameiginlegu stefnumörkun þing- flokkanna, þótt látið sé öllum látum nema góðum í svokallaðri kosninga- baráttu. Ég man ekki til þess að stjórnmála- leiðtogar hafi látið uppi slíka sam- stöðu í orði fyrir kosningar þá hálfu öld sem ég hef fylgst með stjórnmál-| um. En hún hefur sannarlega birst í verki síðustu árin. Þótt alþingi sam- þykki fjárlög og framkvæmdaáætl- un með miklum látalátum, eru báðar áætlanirnar einskær gerviplögg láta skerðinguna renna i rikissjóð, án þess að nokkur þingmaður hreyfði andmælum. Auk þess hafa greiðslur úr rikissjóði verið dregnar til þess að verðbólgan hirti sitt. I októberbyrjun í ár hafði verið innheimtur erfðafjár- skattur að upphæð kr. 191 miljón króna. Ríkissjóður hafði hins vegar aðeins skilað til Tryggingastofnunar ríkisins sem annast Erfðafjársjóð 144 miljónum, 47 miljónum var enn haldið í ríkissjóði. í júní i ár var ríkis- sjóður búinn að innheimta 98 milj- ónir en hafði ekki skilað nema 48 miljónum. í janúar i ár skilaði ríkis- sjóður upphæð sem innheimt var 1978, i febrúar upphæð sem innheimt var 1977 og 1978 og í mars upphæð frá 1978. Þessi dráttur á greiðslum er framkvæmdur vísvitandi til þess að verðbólgan rýri upphæðirnar. Félagar mínir í Endurhæfingarráði hafa greint mér frá því að þannig hafi verið á málum haldið undanfarinn áratug. Vafalaust væri hægt að reikna út þennan þjófnað með aðstoð fullkominnar tölvu, en ég sé í hendi mér að með þessu greiðslufyrirkomu- lagi einu hefur verið stolið frá fötl- uðu fólki á íslandi mörgum hundruð- um miljóna króna undangenginn áratug, þrátt fyrir öll fallegu orðin. Ég hef ekki spurnir af neinu öðru Evrópuriki sem hefur þetta viðhorf til fatlaðs fólks, og gildir í því sam- bandi einu hvort ráðamenn kenna sig við borgara eða alþýðu. Ég heyrði formann íhaldsflokksins sænska halda ræðu í kosningabaráttunni í sumar og svara spurningu um af- ^ „Ég man ekki til þess, aö stjórnmálaleið- togar hafi látið uppi slíka samstööu í orði fyrir kosningar þá hálfu öld, sem ég hef fylgzt með stjórnmálum.” vegna þess að þær eru ekki vísitölu- tryggðar. Rikisvaldinu helst uppi að nota óðaverðbólgu til þess að hunsa allar ákvarðanir alþingis, og þeirri aðferð hafa allir þingflokkar beitt síðustu árin. Að undanförnu hefur óðaverðbólgan skert gildi krónunnar um einn hundraðshluta í viku hverri, rýrt upphæðina um helming á einu ári og gert hana gersamlega að engu eftir tvö ár. Þessari aðferð hefur verið beitt ótæpilega. Mér er tiltækt skýrt dæmi um þessi vinnubrögð. Ég hef átt sæti í svo- nefndu Endurhæfmgarráði eitthvað á annað ár, en því ráði er ætlað að ráðstafa í þágu fatlaðra tekjum Erfðafjársjóðs. Fyrri hluta þessa árs var ákveðið á alþingi að skerða þetta litla framlag til jafnréttis fatlaðra og stöðu flokksins til aldraðs fólks og fatlaðs. Hann fórnaði höndum og hrópaði: Hvernig getur nokkrum manni dottið í hug að ég vilji skerða tekjur hennar mömmu minnar gömlu; hvernig getur nokkrum dottið i hug að ég vilji skerða afkomu fatl- aðra og aldraðra vina minna. Ég fæ ekki betur séð en afstaða allra ís- lenskra stjórnmálaflokka sé tíma- skekkja, sótt til 19du aldar áður en mannúðarstefna varð þáttur i stjórn- málabaráttu. Þannig fer um stjórn- málamenn sem ekki þekkja neinn mælikvarða nema peninga og vita ekki að maðurinn sjálfur er öllum öðrum verðmætum æðri — meira að segja fatlaður maður. Magnús Kjartansson Markmiðið er öflugur, arðbær hálaunaiðnaður Sókn þjóðarinnar til bættra lífs- kjara hefur á undanförnum árum í ríkum mæli hvílt á fiskveiðum og fiskvinnslu. Til skamms tíma voru gjaldeyristekjur okkar nær eingöngu vegna útflutnings á fiskafurðum, en á síðustu árum hafa iðnaðarvörur einnig komið til og munar þar mest um útflutning á stóriðjuafurðum. Fiskstofnar í hættu Enginn vafi er á því, að fiskveiðar eiga um ókomna tíð eftir að verða mikilvæg stoð undir lífskjörum okkar, en þó eru þar ýmsar blikur á lofti. Fiskstofnar eru í hættu og þvi þarf að takmarka sókn okkar á miðin. Við þurfum því í ríkari mæli að horfa til annarra atvinnugreina. Eitt af meginatriðum í þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins sem nú hefur verið kynnt er að stórefla iðnað í landinu. Meginmarkmið þessarar stefnu er öflugur hálaunaiðnaður. Hlutverk hans er að bæta lífskjör þjóðarinnar og skapa ný arðvænleg atvinnutækifæri með hagkvæmri framleiðslu iðnaðarvöru. Iðnaður— stóriðja I þvi efni verður að leggja jöfnum höndum áherzlu á almennan iðnað og stóriðju, sem þarf mikla orku. Hvernig á að ná þessum mark- Birgir Isleifur Gunnarsson sóknarstarfsemi og menntun starfs- fólks þarf að sitja i fyrirrúmi, og arð- vænlegum fyrirtækjum þarf að út- vega fjármagn til eðlilegrar þróunar og uppbyggingar. Iðnaður sitji við sama borð Þegar um álitleg fyriríæki er að ræða, kemur vel til greina, að ríki eða sveitarfélög leggi fram áhættufé í formi hlutafjár á móti einstaklingum, A „Til nýju stórvirkjananna þarf ekki meiri fjárfestingu ... en nemur fjárfestingar- kostnaði Landsvirkjunar á þessu ári...” miðum? Þeim má ná m.a. á eftirfar- andi hátt. Grundvöllur nýjunga í iðnaði er frjálst framtak einstaklinganna og samtaka þeirra. Hugvit og frum-. kvæðiskraftur dugnaðarmanna verður að fá að njóta sín. Rann- en selji síðan það hlutafé aftur, þegar fyrirtækið er komið á rekspöl og njdj, það fjármagn til áframhaldandi ty»p- byggingar atvinnulífs og þannig koll af kolli. Iðnaður okkar >erður að sitja við sama borð og qjfffir atvinnu- vegir svo og keppúwutar erlendjs.' Aðf’hitftingsgjöld.um, tollum og gehgisskráningu verður að beita til að því markmiði verði náð. Óbeizlaðar orku- lindir þarf að virkja Ein mikilvæg grein á meiði iðnaðar okkar er sú iðnaðarstarfsemi sem krefst mikillar orkú. í óbeizluðum orkulindum landsins eru fólgin gífur- leg verðmæti. Þessar auðlindir okkar hljóta að verða grundvöllur að nýrri sókn til bættra lífskjara, eins og sjávarútvegurinn hefur verið til þessa. Þessar orkulindir þurfum við að nota sem þátt í nýsköpun atvinnu- lífs okkar og efnahags. Þar eru möguleikar okkar óþrjót- andi. Nefna másem dæmi eldsneytis- framleiðslu fyrir samgöngutæki okkar og fiskiskip, saltframleiðslu, stækkun núverandi stóriðjufyrir- tækja eins og álbræðslu og járn- blendiverksmiðju, auk nýrra fram- leiðslugreina fyrir alþjóðlega mark- aði. 6—7 nýjar stórvirkjanir Til að knýja framleiðsluhjól þeirra fyrirtækja bíða á teikniborðum okkar beztu sérfræðinga nýjar stór- virkjanir. Auðvitað eru þær misjafn- lega langt á veg komnar í undirbún- ingi, sumar aðeins á frumstigi, en eru þó fullkomlega raunhæfur möguleiki á næstu 20 árum, og til þeirra þarf ekki meiri fjárfestingu á þessu tíma- bili en nemur fjárfestingarkostnaði Landsvirkjunar á þessu ári. Á þessu sviði bíða okkar íslend- inga stórkostleg verkefni og eitt af grundvallaratriðum í stefnu okkar sjálfstæðismanna um leiðir til bættra lifskjara er að takast á við þessi verk- efni af stórhug og djörfung. Nú er að dugaeðadrepast. Birgir ísl. Gunnarsson borgarfulltrúi. % græða á Iaxarækt hérna hjá okkur,' starfsemi sem þeir, eins og aðrir, vita að á mikla framtið fyrir sér á íslandi. Fiskirækt í skjóli heita vatnsins, og i sjónum umhverfis landið, er ein af auðlindum þessa lands, að mestu ónotuð enn sem komið er. Mæna nú norskir peningamenn, reyndar einnig amerískir og e.t.v. fleiri, löngunar- augum til auðlindar þessarar. Nema hvað? Og ekki stendur á fagnaðarlátun- um hér heima. Menn eru næstum komnir með milljarð-.gróðann 1 hendurnar og hampa honum framan í okkur með írafári i fjölmiðlunum. Norskir „sérfræðingar” spigspora um landið, núna i haustnepjunni, leitandi uppi girnilegustu aðstæð- urnar til fiskeldis á íslandi. Þessir blessaðir menn bjóðast til aðleggjaað fótum okkar fjármagn sitt, vit sitt og þekkingu, ef við aðeins viljum þiggja það. í staðinn biðja þeir aðeins um hluta af væntanlegum stórgróða, ekki einu sinni helminginn! Er undarlegt að maður spyrji hvar þessir snillingar muni bera niður næst. Eða myndi ekki víðar vanta fjármagn en í laxaræktina? Hvað um fiskiðnaðinn almennt, útgerðina eða þá iðnaðinn okkar? Og hvað um þekkinguna? Gæti ekki hugsast að okkur skorti vit og þekkingu á fleiru heldur en heita vatninu okkar og möguleikum þess, beitilöndum hafs- ins — og Golfstraumnum? örlagaríkar ákvarðanir Enda þótt fréttirnar af þessu stór- fenglega norsk-íslenska framtaki hafi á sér eilítið broslegt yfirbragð, er Kjallarinn Kristján Gíslason málið síst af öllu til að spauga með. Hér er um að tefla stórfellt langtíma hagsmunamál okkar íslendinga, sem þó er aðeins angi af enn stærra máli, spurningunni um, hvernig við ætlum yfir höfuð að hagnýta margvíslegar auðlindir landsins í bráð og lengd og í hverra þágu. Þetta er vissulega mikið mál, og svörin verða örlagarík fyrir framtíðarbúsetu í landinu. í þessu norska máli er spurningin sú, hvort við eigum að hagnýta sjálfir og einir þá gífurlega miklu möguleika til fiskræktar, sem við blasa vítt um landið, jafnvel þótt það taki langan tíma að fullnýta þá möguleika. Eða hvort rétt sé að afhenda útlendingum meiri eða minni hlutdeild í þessum at- vinnuvegi og arðinum sem hann getur skilað af sér. Síðarnefndi kosturinn virðist mér fullkomið óráð, fáránleg skammsýni og með öllu óverjandi gagnvart komandi kynslóðum í land- inu. Stundarhagsmunir fáeinna landa okkar, fjárhagskröggur þeirra eða löngun eftir skjótfengnum gróða, getur ekki réttlætt frambúðarskerð- ingu á lífsbjargarmöguleikum í land- inu, hvað þá gróðalöngun útlend- inga. Slík vandamál verður að leysa öðruvísi. Við getum ræktað f isk rétt eins og aðrir Það er að sönnu rétt, að íslensk stjórnvöld hafa sýnt uppbyggingu nýrra atvinnugreina annarri en stór- iðjunni, furðulega lítinn skilning og áhuga, ekki síst fiskiræktinni. í þeirri grein hafa einstaklingar orðið að basla mikið til óstuddir, og upp- byggingin því orðið hægari en skyldi. Samt hefur töluvert áunnist með elju og þrautseigju brautryðjendanna. Fiskeldisstöð ríkisins hefur einnig að ýmsu leyti búið í haginn fyrir fram- tíðina, og færir smám saman út sínar kvíar, nú síðast með hafbeitartilraun- um við strendur landsins. Þannig stefnir m.ö.o. hægt og bítandi í rétta átt, en ákaflcga brýn þörf á meiri og skjótvirkari aðgerðum af opinberri hálfu til að flýta þróuninni. E.t.v. gæti eitt form opinberrar aðstoðar verið það að ríkið keypti hlutabréf (kannski 45%) í fyrirtækjum í grein- inni, traustum og vel stýrðum fisk- eldisstöðvum, sem langar að færast meira í fang og flýta sér að græða. En þá er það þekkingin. Sagt er að Norðmenn búi yfir mikilli þekkingu í þessum efnum, sem okkur vanhagi svo mjög um. Auðvitað vita þeir heil- mikið um fiskirækt, i þ.m. við norsk- ar aðstæður. Hitt held ég að sé al- rangt, að þekkingarskortur komi til með að há okkur að ráði í þessari starfsemi. Veruleg þekking er þegar til staðar hjá mörgum löndum okkar, ungum og gömlum, sumpart þekking á erlendri reynslu, en að öðru leyti, og það skiptir mestu máli, þekking á islenskum aðstæðum. Á sama hátt og Norðmenn kunna lagið á fiskeldi i Noregi, komum við áreiðanlega til með að geta ræktað fisk á Islandi, og það ekkert smáræði. Auðvitað verð- um við lengur að koma öllum mögu- leikum í gagnið einir, en það sem öllu máli skiptir er, að þegar það hefur tekist þá eigum við arðinn allan, en ekki aðeins helminginn eða svo. Afréttir okkar ekki til afnota fyrir útlendinga Hvað Norðmennina snertir þá er þeim náttúrlega guðvelkomið að færa sig hingað yfir, eins og Ingólfur gerði forðum og þeir hinir, og að rækta hér lax að vild sinni við ylinn i vatninu og Golfstraumnum, og á af- rétti hafsins. En meðan þeir eiga heima í Noregi verða þeir eðlilega að vera án þessara landkosta okkar. Þetta hljóta þeir að skilja, svo glöggir menn. Vilji þeir á hinn bóginn halda áfram að kaupa af okkur laxaseiði, sem ekki er hagfelldara fyrir okkur að ráðstafa öðruvísi, þá er það vitan- lega sjálfsagt mál. Eins ef þeir vildu lána okkur eitthvað af peningunum sínum með betri kjörum en aðrir bjóða, þá gæti það komið sér vel. Loks væri okkur trúlega akkur í því ef þeir vildu fyrir frændsemi sakir og vináttu miðla okkur af þekkingu sinni og reynslu, eins og þeir munu nú reyndar hafa gert, til framgangs fiskirækt okkar. En að opna upp a gátt fyrir þeim eða öðrum útlendingum íslenska af- rétti til lands eða sjávar, það er ein- faldlega ekki hægt, ekki fremur en t.a.m. Halamiðin eða Selvogsbank- ann. Þetta virðist mér svo augljóst mál, að allir ættu að geta skilið það, bæði Norðmenn, Ameríkumenn, fljóthuga landar okkar — meira að segja þeir í „Fjárfestingarfélaginu”. Kristján Gislason. ^ „En að opna upp á gátt fyrir þeim eða öðrum útlendingum íslenska afrétti tii lands eða sjávar, það er einfaldlega ekki hægt, ekki fremur en til að mynda Halamiðin eða Selvogsbankann.” y

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.