Dagblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979. 9 Framkvæmdastjóri norskra útgerðarmanna um loðnuveiðar okkar: RANYRKJAISLENDINGANNA KALLAR STRAX Á 200 MÍLNA LÖGSÖGU VID JAN MAYEN loönuveiðibann Norðmanna íhaust aðeins vatn á myllu Islendinga — Norðmenn sitja eftir með sárt ennið „Eini árangurinn af einhliða veiðistöðvun Norðmanna á loðnu við Jan Mayen i haust er að norskir sjómenn sitja eftir með sárt ennið,” segir Leiv Grönnevett, framkvæmda- stjóri Landssambands norskra út- vegsmanna, í viðtali við Fiskaren. Þar bendir hann á að skv. dllögum norskra og islenzkra fiskifræðinga um 600 þús. tonna heildarafla á haust- og vetrarvertíð og lönduðum afla nú geti íslendingar aðeins veitt 50 þúsund tonn eftir ára- mótin, eða alveg fram á næstu haust- vertíð. „Maður þarf ekki að velta fyrir sér spurningunni um hvort þeir hyggist leggja flotanum þegar 50 þús. tonnunum er náð, það verður farið langt fram úr því marki.” Hann fullyrðir að einhliða veiðistöðvun Norðmanna hafi aðeins gert íslendingum kleift að veiða mun meira í haust en ella og vísar algerlega á bug að Norðmenn og íslendingar hafi gert nokkurt sam- komulag um að norsku bátarnir mættu veiða 90 þús. tonn við Jan Mayen í haust. Því væri mál- flutningur íslendinga þess efnis að Norðmenn hafi farið 40% fram úr því marki fyrirsláttur einn. i ljósi þessa segir hann nú deginum ljósara að það eina sem Norðmenn geri rétt i stöðunni sé að taka sér þegar í stað 200 mílna fisk- veiðilögsögu umhverfis Jan Mayen. í þeim orðum Grönnevetts virðist liggja að Norðmenn geti þá framvegis veitt þar loðnu að eigin vild. Þá segir hann að þar sem íslendingar ætli að veiða umfram ráðlagðan kvóta fiskifræðinga sé ljóst að of nærri hrygningar- stofninum verði gengið þannig að viðkoma heildarstofnsins sé í hættu. Norðmenn geti aldrei sætt sig við það. Þess má að lokum geta að siðasti loðnuleiðangur, sem íslendingar fóru einir í nýverið, gefur tilefni til að hækka markið úr 600 þús. tonnum i 650 þús. tonn. En þrátt fyrir þá viðbót verður vetrarvertiðin aðeins svipur hjá sjón miðað við fyrri ver- tíðir. -GS. Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi: „Borg og ríki geta sameiginlega bætt úr vandanum” „Mér þykir leitt ef það á að vera bitbein borgar og ríkis hvort fyrst eigi að byggja hjúkrunarheimili eða íbúðir fyrir aldrað lasburða fólk í Reykja- vík,” sagði Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi í samtali við Dagblaðið. „Borgin ætlast tii þess að ríkið fjár- magni byggingu hjúkrunarheimila í samræmi við lög. Borgaryfirvöld hafa séð um innréttingu í Hafnarbúðum fyrir 25 sjúklinga og 30 rúm fyrir lang- legusjúklinga á Grensásdeild Borgar- ■ spitala. Engin aðstoð kom frá ríkinu þrátt fyrir að lög mæii fyrir um að það skuli greiða 85% byggingarkostnaðar. Ríkið telst skulda borginni 600 milljónir króna, fyrst og fremst vegna uppbyggingar Borgarspítalans. Ef skuldin er framreiknuð í samræmi við verðlagsþróun er upphæðin mun hærri. Borgin hefur þannig gengið í verk fyrir ríkið — og borgað brúsann. Tilætlun okkar er að á þvi verði breyting. Þegar Reykjavíkurborg gerði átak í málefnum aldraðra 1976 var farið út i byggingu dvalarheimila fyrir aldrað lasburða fólk. 1 slíkum þjónustu- ibúðum fær fólkið aðhlynningu og þarf siður á langleguplássum að halda i nánustu framtíð. Ef ég skil ummæli Páis rétt þá vill hann að borgin haldi áfram að ganga í verk rikisins i uppbyggingu hjúkrunarrýma. Ég er hjartanlega sammála því að hjúkrunar- rými skortir tilfinnanlega, en það vantar fjármagn frá rikinu. Nú eru framkvæmdir við B-álmu Borgarspítalans stopp í bili, álmu sem ætluð er langlegusjúklingum. Hvenær er útlit fyrir að þær fari af stað aftur? „Það voru i gangi framkvæmdir við 2 álmur Borgarspítalans í einu, annars vegar B-álmuna og hins vegar þjónustuálmu sem hýsir meðal annars slysadeildina. Okkur fannst það ekki góður framkvæmdamáti að vera með 2 álmur í gangi í einu. Því var vinna við B-álmu stöðvuð en allt kapp lagt á að ijúka þjónustuálmunni sem var lengra á veg komin. Hún verður væntanlega öll tilbúin um mitt næsta ár. Þá ættu endanlegar teikningar að B-álmu að liggja fyrir til að lokaútboð geti farið fram. Við viljum gera nýjan verk- samning um B-álmuna, sem gerir ráð fyrir hraðari uppbyggingu hennar en áður var ætlunin. Vilji borgaryfirvalda Adda Bára Sigfúsdótlir: „Leggi ríkið sin lögboðnu 85% af mörkum mun ekki standa á 15% frá borginni.” -DB-mynd: Bj. Bj. er að það verði 2ja ára áfangi að gera álmuna fokhelda. Það liggur ljóst fyrir að bæði hjúkrunardeildir og ibúðir fyrir aldraða eru brýnar nauðsynjar i borginni. Ríkið og borgin geta sam- eiginlega bætt verulega úr skorti á hjúkrunarrými fyrir aldraða með nýjum framkvæmdasamningi um B- álmuna. Leggi ríkið sín lögboðnu 85% af mörkum mun ekki standa á 15% frá borginni,” sagði Adda Bára Sigfús- dóttir. -ARH. Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri á fundi hjúkrunarfræðinga nýlega. Til vinstri við Pál er Skúli Johnsén borgarlæknir og til hægri Halldór Guðjónsson. DB-mynd: Ragnar Th. Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri um málefni aldraðra íReykjavík: „Hjúkrunamstunin situr á hakanum” — ríkið skuldar borginni hundruð milljóna vegna Borgarspítalans Þjónustumál aldraðra eru ein samfelld keðja. Það dugir ekki að einblína á einn hlekk og láta aðra mikilvæga hlekki sitja á hakanum. Sér- stakar legudeildir vantar nauðsynlega í Reykjavík. Búið er að leggja grunn að B-álmu Borgarspítalans, sem ætluð er langlegusjúklingum, fyrst og fremst öldruðum. Þar með strandaði verkið vegna fjárskorts. Heildarkostnaður við B-álmuna er um 2 milljarðar króna. Ríkið á að greiða 85% af þeirri upphæð. eru mikil mistök í málefnum aldraðra.” Framangreint hafði Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu meðal annars að segja á fundi starfsfólks á ríkisspítölunum á Hótel Sögu. Orð Páls vöktu talsverða athygli viðstaddra. „Frá mínu sjónarmiði er hér byrjað á öfugum enda,” sagði Páll Sigurðsson við Dagblaðið. Mér dettur ekki í hug að gagnrýna að byggðar skuli íbúðir fyrir aldrað fólk í borginni. En mér finnst eðlilegra að vandamál sjúkra gangi fyrir. Við höfum fjölda aldraðra sem þurfa hjúkrun og aðhlynningu. Mér skilst að borgaryfirvöld ætlist til þess að rikið sjái um hjúkrunarmálin en við fáum ekki fjármagn til þess. Allstór hópur vistmanna á elliheimilum þarf reglubundna hjúkrun. Það er góðra gjalda vert að reisa íbúðir fyrir aldraða en ég spái því að vandræðaástand skapist innan ekki langs tíma þegar þennan hlekk vantar,” sagði Páll Sigurðsson. -ARH. „Borgaryfirvöld hafa tekið þá stefnu að leysa vanda þess gamla fólks sem ekki þarf á hjúkrun að halda. Hjúkrunarvistunin situr hins vegar á hakanum, sama hvaða litur er á flokkunum sem stjórna borginni. Það er brýnt að leysa hjúkrunarvanda aldraðra í Reykjavík og það hefði verið hægt með því fé sem notað hefur verið í íbúðir aldraðra síðustu 4—5 árin. Þetta „DilkaraH” Dagblaðsins: Skeiðamenn hirtu met- ið af Strandamönnum Leifur og Vilhjálmur Eiríkssynir á Hlemmiskeiði á Skeiðum i Árnes- sýslu lögðu í haust inn 161 dilk í slát- ^urtíðinni og fengu meðalvigtina 17,40 kg. Leifur og Vilhjálmur hafa þar með hirt meðalvigtarlandsmetið af Stradamanninum Magnúsi Gunnlaugssyni á Ytra-Ósi við Hólmavík. Dagblaðið hefur undanfarna daga birt fréttir af vænu innleggi bænda víðs vegar um landið í haust. Bændurnir á Hlemmiskeiði eiga þyngstu dilkana sem fréttir hafa borizt af. Magnús á Ytra-Ósi lagði inn 155 dilka og fékk meðalvigtina 17.35 kg. Þriðja hæsta meðalvigtin er 17.07 kg hjá Pétri Pálmasyni, Reykjavöllum í Skagafirði. Áfram heldur þetta óformlega „dilkarall” Dagblaðsins. Býður einhver betur en þeir bændur á Hlemmiskeiði? -ARH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.