Dagblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 24
Olíusamningar við Sovét undirritaðir á morgun: OLÍS leitar eftir samn- ingum um olíu í Nígeríu OLÍS, Olíuverzlun íslands hf., leitar nú eftir kaupum á olíu í Nígeríu með samþykki viðskiptaráðherra, samkvæmt fregnum sem DB telur áreiðanlegar. . Önundur Ásgeirsson, forstjóri OLÍS, fór utan síðastliðinn laugar- dag áleiðis til Nígeríu í þessum tilgangi. Vitað er að fyrir nokkru var haft samband við Richard Kutler, svissneskan fjármálamann, dl ráð- gjafar um hugsanleg olíukaup i Nígeríu. Hefur hann meðal annars haft hönd í bagga með verulegum hluta norskrar skreiðarsölu í Nígeríu. Er hann talinn kunnugur háttsettum mönnum í Nígeriu bæði fyrir og eftir að ný stjórn tók þar við völdum hinn 1. október sl. Kutler kom hingað til lands með nígerískum áhrifamanni í sept. sl. Samkomulag var við Sovétmenn um að íslendingar gæfu svar við dlboði þeirra um olíusölu ekki síðar en næstkomandi fimmtudag. Kjartan Jóhannsson viðskiptaráðherra hefur setið marga fundi og langa með ráð- gjöfum sínum í olíuviðskiptum, þeim Jóhannesi Nordal, Jóni Sigurðssyni fórstöðumanni Þjóðhagsstofnunar og Þórhalli Ásgeirssyni ráðuneytis- stjóra. Sövézki sendiherrann kom á fund Kjartans Jóhannssonar á föstudags- morguninn var. Ekki hefur fengizt staðfest, að Sovétmenn hafi fallizt á að við gætum með tilteknum fyrir- vara fallið frá kaupum á ákveðnu magni á samningstímanum. Stefnt er að því að undirrita samninga við Sovétmenn á morgun eða fímmtu- dag. Tilboð, sem barst frá Neste Oy. í Finnlandi um 30 þús. tonn af bensíni og 60 þús. tonn af gasolíu var á Rotterdamverði gegn staðgreiðslu. Auk þess var fragt óhagstæð. í heild var dlboðið óhagstæðara en ramma- samningurinn við Sovétmenn, sem gerður var í Moskvu í sumar fyrir árið 1980. Samið var um 136 þús. tonn af svartolíu, 90 þús. tonn af bensíni, 200 þús. tonn af gasolíu. Hér er ótalið allt þotueldsneyti sem við kaupum annars staðar, sem og smurningsolíur. -BS. • en kollegi hans I gœr. Veðurslofan DB-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson. Það var sannkallaður jólasnjðr, eins og hann gerist beztur, sem féll I Reykjavlk og þekurjörð mun vœntanlega endast eitthvað lengur nágrenni l morgun. Gallinn er bara sá að enn er langt til jóla. — Snjórinn sem nú spáir kólnandi með deginum. j Allur bústof n skorinn niður á fjárbúi í Dölum: TÓMLEGT AÐ H0RFA Á BAK BÚSTOFNINUM EFTIR 70 ÁR —og geta ekki gengið í hvaða verk sem er, segir annar bondinn a Hornstöðum „Það verður bæði tómlegt og ein- manalegt hér þegar féð er farið, það sést ekki lasleikamerki á nokkurri kind. Eins og dæmin sanna hefur þessi veiki hjaðnað á stöðum þar sem hennar hefur orðið vart, svo að við héldum að við fengjum að halda fénu í vetur,” sagði Aðalsteinn Skúlason, bóndi á Hornstöðum í Dölum, í við- tali við DB í gær. í dag á að sækja allt fé hans til slátrunar, skv. ákvörðun Sauðfjárveikivarnanefnd- ar. Riðuveiki fannst í tveim kindum Aðalsteins í fyrra, en hefur ekki látið á sér kræla síðan. Bústofninn var á annað hundrað fjár. Aðalsteinn hefur búið á Horn- stöðum frá fæðingu ásamt bróður sinum Guðjóni. Þeir tóku við búinu af föður sínum 1930 og eru báðir komir yfir sjötugt. Þeir ráku aðeins fjárbúskap, þannig aö í gær var búskapur þeirra endanlega lagður niður þar sem ekki má búa fjárbúskap á jörðinni í 3 ár vegna smithættu. „Við erum ekkert búnir að gera upp við okkur hvað við gerum, við erum orðnir þannig dl heilsu að við getum ekki gengið í hvaða verk sem er,” sagði Aðalsteinn, ,,og svo kann maður alltaf bezt við sig hér.” Þeir bræður hafa fengið leyft til að selja hey sin til sporthestamanna í þéttbýli, þar sem fé kemst ekki í það. Jafnframt fá þeir nokkrar bætur i 3 ár, eða þann tíma sem fé má ekki ganga á jörðinni. ..Annars erum við orðnir ýmsu vanir i gegnum árin því þetta er í þriðja sinn, sem skorið er niður hjá okkur. Fyrst var það vegna mæðu- veiki 1947 og svo aftur vegna sömu veiki 1955. Þá var sauðlaust hér og í nágrenninu í heilt ár og það var tóm- legt, skal ég segja þér," sagði Aðal- steinn að lokum. -GS ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓV. 1979. Flateyri: Gyllir kom- inn á veiðar Flateyrartogarinn Gyllir er nú kom- inn í lag eftir bilanir sem komu í veg fyrir veiðar á þriðja mánuð. Skipið kom inn í morgun með góðan afla, 150 tonn, eftir 6 daga útívist. Verkafólk í fiskvinnsluna vantar dlfinnanlega, en unnið er eftir bónuskerfi og góð aðstaða á staðnum fyrir aðkomufólk. Fyrir utan togarann eru gerðir út þrír línubátar og hafa þeir aflað vel, 7—12 tonníróðri. -ÞT/JH Sri Lanka slysið: Aðflugstækin frumorsök flugslyssins Það er álit íslenzku rannsóknar- nefndarinnar á flugslysinu í Sri Lanka 15. nóvember í fyrra og fulltrúa Banda- ;ríkjanna og ráðgjafa hans við rannsókn jslyssins, að frumorsök þess verði rakin til aðflugstækja flugvallarins. Þessir aðilar komu saman til fundar i Washington 5.—7. nóv. sl. til þess að yfirfara skýrslu þá, sem stjórnvöld Sri Lanka létu frá sér fara um slysið. íslenzka rannsóknarnefndin og Banda- ríkjamennirnir urðu sammála um at- hugasemdir við skýrsluna og verða þær sendar til stjórnvalda Sri Lanka fyrir lok þessa mánaðar. Á þessu stigi er ekki hægt að skýra frá einstökum athugasemdum. .jh. Fógetum getur líka missýnzt Rétt fyrir klukkan 5 í gærdag var slökkviliðið kallað að Skólavörðustíg 14. Töldu menn sig hafa séð lausan eld í húsinu. Það var starfsfólk borgar- fógeta sem kvaddi út liðið. Er að var komið reyndist rétt vera að eldur logaði inni í íbúð í áðurnefndu húsi. Eldurinn var hins vegar á réttum stað í vel byggðum arni og allt í stakasta lagi. Þetta sýnir glögga athyglisgáfu fógetanna í Reykjavík en jafnframt það að þeim getur í einstaka tilvikum misSýnzteinsogöðrum. -A.Sti Reynt að kveikja íhjól- barðastofu Eldur var kveiktur i rusli bak við Gúmmívinnustofuna í Skipholti 35 á sunnudagskvöldið. Munaði litlu að verr færi, en úr kerru sem ruslið var í komst eldur í hurð á kjallara og í vegg- klæðningu í kjallara. Bálið var orðið svo mikið að rúður á 1. hæð sprungu. Eldurinn var fljótt slökktur er slökkvilið kom á vettvang, en ekki mátti miklu munaaðverr færi. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.