Dagblaðið - 13.11.1979, Side 15

Dagblaðið - 13.11.1979, Side 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979. Bianca Jagger mæui lil réltarhaldanna með svarta slæðu fyrir andlitinu. Hún táraðist er dómurinn var endanlega kveðinn upp. Jagger skilinn Þá eru Jagger-hjónin endan- lega laus hvort við annað eftir að hafa átt í skilnaðarstappi mánuðum saman. Dómstóll á Englandi dæmdi þeim loks skilnaðinn er sannanir voru lagðar fram um ástarsamband Mick Jagger, söngvara í hljóm- sveitinni Rollings Stones og Jerry Hall, 26 ára gamallar sýningarstúlku frá Banda- ríkjunum. Bianca Jagger táraðist að sögn er henni var dæmdur skilnaðurinn og forræði hinnar átta ára gömlu Jade, dóttur- innar, sem þau Mick hafa rifizt um undanfarna mánuði. Mick fær það sem kallað er eðlilegur umgengnisréttur við dóttur sína. Mick lét ekki sjá sig við rétt- arhöldin og lögfræðingur hans reyndi ekki að koma neinum vörnum við í máli hans. Eftir að dæmt hafði verið í málinu var réttarhöldunum lokað og þingað fyrir luktum dyrum um peningamálin í framtíðinni. ✓ Hin átta ára gamla Jade Jagger sem foreldrarnir hafa deilt um mánuðum saman. Mick Jagger fær eðlilegan umgengnis- rétl við dóttur sína. Interpolismótið ískák íHollandi: SOSONKO TEFLIR AF SNILLD —vinnur hverja skákina af annarri 15 Hollenzki stórmeistarnn Gennady Sosonko hefur blásið nýju lífi í Inter- polismótið í Tilburg í Hollandi. í byrjun mótsins fékk hann slæmt kvef og var jafnveí talið óvíst hvort hann gæti haldið áfram þátttöku. Hann ákvað þó að láta slag standa en var svo heilsuveill að tefla varð skákirnar á hótelherbergi hans. Skipti það engum togum að hann fór að tefia af stakri snilld og vann hverja skákina á fætur annarri — lagði m.a. sjálfan Larsen. Segja gárungarnir að einhvers konar skák- baktería hafi hlaupið í kappann. Nú er svo komið að hann er í efstu röðum og reyndar einnig Larsen sem sýnt hefur að vanda fádæma keppnishörku. Eftir 8 umferðir voru þeir Karpov og Sosonko efstir á skákmótinu í Tilburg með 5 vinninga. Næstir komu Larsen og Romanishin með4.5 vinninga og biðskák. Spassky var í fimmta sæti með 4,5 vinninga. Þá kom Sax með 4 vinninga og biðskák. Hort og Kavalek voru með 3,5 vinninga. Hiibner og Portisch, greinilega þreyttir eftir svæðamótið i Rio, voru með 3 vinninga og biðskák. Timman var með þrjá vinninga og hinn 58 ára Smyslov, fyrrum heims- meistari, neðstur með 1.5 vinninga og biðskák. Auk Karpovs heimsmeistara vekja mesta athygli Spassky, Portisch og Hirbner, sem allir hafa tryggt sér þátt- tökurétt í áskorendakeppninni. Sér- staka athygli vekja innbyrðis viður- eignir þeirra enda styttist óðum í ein- vígin. Kapparnir eru óhræddir við að taka áhættu enda enginn heims- meistaratitill í húfi. Hér lætur Spassky ljóssitt skina. Hvítt: Spassky Svart: Húbner Grúnfeldvörn 1. d4 Rfó 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Bc4 0—0 8. Re2 Rc6. Algengara er að leggja strax til atlögu gegn hvíta peðamiðborðinu með 8. —c5 Með textaleiknum, sem kenndur er við Simagin, hyggst svartur geyma sér c5-leikinn þar til hann hefur komið öllum mönnum sinum í gagnið. 9. 0—0 b6 10. Be3 Bb7 11. f4 e6 E.t.v. er sterkara að leika 11. — Ra5 12. Bd3 f5 12. f5 Ra5 13. Bd3 exf5 14. exf5 He8 15. Dd2 Be4 16. Bg5 f6?! , Með þessu móti virðist svartur veikja stöðu sína að óþörfu. Eðlilegra er 16. — Dd5. 17. Bxe4Hxe4 18. Dd31? Stórkostleg hugdetta hjá Spassky. Ljóst er að svartur getur nú unnið tvo menn fyrir hrók með 18. — Hxe2 19. Dxe2 fxg5 Eftir 20. De6+ Kh8 21. f6 1 (eða jafnvel 21. fxg6) hefur hvítur frumkvæðið í sínum höndum en á þó eftir að sýna fram á réttmæti fórn- arinnar. Ekki er loku fyrir það skotið að svartur fái varizt i ýmsum af- brigðum, t.d. 21. f6 Bf8 22. f7 Dd6 23. De8 Hd8 24. Hael Rb7 og staðan er óljós. Húbner afræður að bíta ekki á agnið en eins og framhald skákarinnar leiðir í Ijós er það heldur ekki með öllu hættulaust. 18. —Dd5? 19. Bd2g5. Þessi ófrýnilegi leikur sýnir að svartur á við viss vandamál að etja. Hvítur hótaði að vinna g-peðið með 20. Rg3 og 19. — Rc4? ersvarað með 20. Rf4! og vinnur lið. 20. Rg3 I.§i WSSSi k m a m A A að sýna skákheiminum að hann væri verðugur í áskorendaeinvígin. Af skákinni að dæma tókst honum það ágætlega! Hvítt: Timman Svari: Portisch 1. c4 c5 2. Rf3 Rf6 3. Rc3 e6 4. g3 b6 5. Bgz Bb7 6. 0—0 Be7 7. d4 cxd4 8. Dxd4 d6 9. b3 Rbd7 10. Bb2 a6 11. e4 0—0 12. Ðe3 Db8 13. Rd4 He8 14. Hael Ha7 15. Dd2 Ba8 16. Khl h6 17.f4. Þetta afbrig ði hefur mikið verið i sviðsljósinu að undanförnu. Hvítur hefur meira rýrr.i en má þó gæta sín að fara ekki of neyst í sakirnar. Svarta staðan á það nefnileg til að springa út eins og blóm. 17. — Hc8 18. He2 Rc5 19. Hfel Bf8 20. Ddl Hac7 21. He3 Hd8 22. De2 Hcc8 23. f5! a5 Hvítur hótaði að vinna e-peðið með 24. b4. Til greina kom 24. — He8 því textaleikurinn veikir b5- reitinn illilega. 24. fxe6 fxe6 25. Hf 1 He8 26. a3 He7 —e5 27. Rf5 Rxb3 er svarað með 28. Rxh6+ ! 27. Rcb5 Rcd7 28. Hdl H7e8 29. Rc3 Re5? 30. Bh3! Kf7 31. Hfl Hcd8. Eða 31. — Rd7 32. Rd5!o.s.frv. 32. Hxf6 + ! 20. — Hh4 Eftir þetta ná svörtu mennirnir ekki að vinna saman en hrókurinn átti ekki í önnur hús að venda. Eftir 20. — He7, eða 20. — Hee8, leikur hvítur 21. Bxg5! fxg5 22. f6. 21. Hael Hf8 22. Re4 Rc4 23. Bcl c5 24. Df3! Hvítur hefur nú vinningsstöðu. 24. — Kh8 25. Rxg5! Dd6 26. g3 fxg5. Eða 26. — Hh6 27. Re6. 27. gxh4 g4 28. Dxg4 Bxd4+ 29. cxd4 Hg8 30. Bg5 og svartur gafst upp. Ef Timman hefði unnið i síðustu umferð á millisvæðamótinu í Ríó, hefðu hann, Húbner, Petrosjan og Portisch orðið að tefla um sæti í á- skorendakeppninni. Slík keppni hefði án efa orðið mjög spennandi og ógerlegt að spá um úrslit. Þeir Timman og Portisch leiddu saman hesta sína í 3. umferð á Interpolis- mótinu og vakti skákin að vonum mikla athygli. Timman hafði fullan hug á að sigra þó ekki væri nema til 8S1S li iB * ■ a m a i 32. — Kxf6 Eða 32. — gxf6 33. Dh5 + ásamt 34. Rxe6 með vinningsstöðu. Skemmtilegt afbrigði er 33. — Rg6 34. Rxe6 Hxe6 35. Bf5! He5 36. Dxg6+ Ke7 37. Dh7 + Ke8 38. Bg6 mát! 33. Dfl + Kc7 34. Rxc6 Hc8 35. Rd5 + Bxd5 36. exd5 a4 37. Rf4 Kd8 38. Bxc8 Kxc8 39. Re6 Kb7 40. Bxe5 dxe5 41.Df7+ og svartur gafst upp. JÓN L. ÁRNAS0N SKRIFAR UM SKÁK Fjölbreytt sjónvarpsdagskrá Sjónvarpsdagskráin á mánudögum hefur yfirleitt verið talin sú slakasta í vikunni, en þó eru til undantekningar frá reglunni og á það við um dag- skrána í gærkvöldi sem var með líf- legasta móti, bæði að efnisvali og fjölbreytni. íþróttaþátturinn var á sínum stað í dagskránni og þar kom fram m.a. einn hestamaður og hélt þvi fram (meira að segja tvisvar) að hesta- mennska væri þjóðaríþrótt íslend- inga. Alveg er ég nú viss um að ég er ekki sá eini sem er ósammála þessum knapa. Og svo er það eitt: Bjarni, er 'ekki passlegt að sýna útdrátt úr þess- um fimleikaþáttum (og skautaþátt- um), eins og gert er um knattspyrn- una t.d.? Það er yfírgengilega lang- dregið að horfa á 10 manns gera sömu æfingarnar aftur og aftur. Um leikrit kvöldsins vil ég hafa sero fæst orð, en ekki kæmi mér á óvart þó tárin hafi brotizt fram úr augna- krókum tilfinningaríkra sjónvarps- áhorfenda. Myriam Makeba er mikil söngkona og engum tekst betur að túlka þjáningar kynsystkina sinna i Suður-Afríku. Sérlega er mér minnis- stæð túlkun hennar og gítarleikarans á laginu Soweto Blues. ■ Þátturinn um Interpol kom dálítið hart við mig. Alltaf hef ég staðiö í þeirri trú að interpol væri eingöngu þjónustumiðstöð þar sem upplýsing- ar um glæpi og glæpamenn væru veittar lögreglu aðildarrikjanna. í Ijós kom að henni var stjómað af nasistum á stríðsárunum og endur- skipulögð af nasistum eftir stríðið. Og svo virðist, sem pólitískar leyni- þjónustur séu farnar að notfæra sér upplýsingasafn Interpol í dag. - HK D Þjónusta Þjónusta Þjónusta Fyllingarefni - Gróðurmold Heimkeyrt fyllingarefni og gróðurmold á hagstæðasta verði. Tökum að okkur jarðvegsskipti og húsgrunna. KAMBUR Hafnarbraut 10, Kóp., sími 43922. Heimasími 81793 og 40086. r* ER CEYMIRINN I OLACI ? HLÖDUM t NDURfJYGGJUM G E » M A Góö pjónusi.i s.innqiíirnl verö Kvold oq helg.irRjónust.i s 51271 51030 RAFHLEDSLAN sf Húseigendur - Húsbyggjendur Húsgagna- og byggingameistari getur bxtt við sig verkefnum. Vinnum alla trésmiðavinnu, svo sem mótauppslátt, glerisetningar, glugga- og huröasmiði, innréttingar, klæðningar og milliveggi og annað sem tilheyrir byggingunni. Önnumst einnig raflögn, pipulögn og múrverk. Vönduð vinna, vanir fagmenn. Simi 82923. Geymið auglýsinguna.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.