Dagblaðið - 13.11.1979, Page 8

Dagblaðið - 13.11.1979, Page 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979. Launráð í Amsterdam a minutunni í öii skírteini Minútu, VD LŒKJARTORG myndir s/mi 12245 Vanan beitingamann vantar á bát frá Grundarfirði. Uppií síma 93-8651. Slarf bæjarritara hjá Dalvíkurbæ er laust til umsóknar. Umsóknir sendist bæjarstjóra fyrir 20. nóvember nk. sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Bæjarstjórinn á Dalvík Valdimar Bragason. Hann var fastur f svikavef sem nðði frð Amsterdam til Hong Kong, en þö — það em alltaf einhver rðð... íslenzkur texti Bönnuð innan 16 ðra. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Vélhjólasendill óskast hálfan (helzt fyrir hádegi) eða allan dag- inn. Uppl. í síma 27022. mSBlAÐWi Viltu mæta honum þessum? Pétur sjómaður með hnefana á lofti á f ramboðsf undi Ef þú kýst ekki Sjálfstæðisflokkinn þá skaltu fá að kenna á honum þessum. Hann er ekki árennilegur á framboðs- fundinum, sjómaðurinn, og vissara að hætta sér ekki í návígi. Pétur sjómaður Sigurðsson predik- aði yfir starfsmönnum gatnamálastjóra á dögunum og það var enginn jarðar- fararblær áaðförunum. Hnefinn á loft ef menn mótmæltu. „Þeir láta svona, þessir vinstri vinir mínir,” sagði Pétur eftir fundinn og brosti við. Vinstri vinirnir voru ekki allt of hressir með Sjálfstæðisflokkinn og fékk Pétur að heyra það. „Segðu satt, Pétur, það er nóg komið af íhaldslyg- inni,” var hrópaðaðsjómanninum. Og á meðan annað kemur ekki í ljós hlýtur Pétur að hafa sagt vinum sínum satt. Fundurinn var hressilegur og starfs- mennirnir kunnu að meta alþýðleika Péturs. JH / DB-mynd Hörður. Ólafur Jóhannesson og Alfreð komu inn úr myrkri og hríð: „ÉG RÆÐST A GARDINN ÞAR SEM HANN ER HÆSTUR” — sagði Ólafur um framboð sitt í Reykjavík Ólafur spjallar við Dagblaðsmenn á skrifstofu ritstjórans. Frá vinstri: Bragi Sigurðsson, Jónas Kristjánsson, Atli Steinarsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson og Atli Rúnar Halldórsson. DB-mynd: Hörður. „Menn kokgleyptu beitur kratanna í síðustu kosningum og ýmsum hefur orðið bumbult af beitunum þeim,” sagði Ólafur Jóhannesson við Dagblaðsmenn í gærmorgun. Hann snaraðist inn á ritstjórnina úr myrkrinu og hríðinni úti í fylgd Alfreðs sölunefndarforstjóra Þor- steinssonar á níunda tímanum í gær- morgun. Forsætisráðherrann fyrr- verandi heilsaði upp á Jónas ritstjóra Kristjánsson og aðra starfsmenn. Fór vel á með þeim Jónasi og ÓlaFi þrátt fyrir að þeir hafi stundum sent hvor öðrum skattyrði á prenti í gegnum tíðina. Ólafur skoðaði ritstjórnar- skrifstofurnar og heilsaði upp á morgunstressað starfsliðið sem puðaði við að gera blað dagsins klárt. Ólafur leit inn í skjalasafnið, þar sem ritstjórinn sýndi honum hvernig safn- verðir flokka og geyma á skipulegan hátt efnisþætti úr Dagblaðinu, meðal annars leiðara blaðsins, þar sem Ólafur og aðrir pólitíkusar hafa verið skammaðir duglega — og sumir fengið lof líka. Þetta fannst Ólafi vel til fundið: Leiðarahöfundarnir geta í hallæri brugðið sér á safnið og flett í gömlum leiðurum til að fá efni í nýja. Alveg eins og prestarnir geyma gömlu ræðurnar og fletta upp í þeim þegar lítið fer fyrir andríkinu! Hvað skyldi Ólafur hafa um stjórarmyndum að loknum kosningum að segja? „Kosningarnar snúast um það hvor flokkurinn, Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokkurinn, verður í for- ystu í næstu ríkisstjórn. Hvort ég vilji fara aftur í stjórn með krötum? Ja, mér lízt ekki illa á alþýðuflokks- mennina sem voru með mér í stjórninni. En ökumennirnir í aftur- sætinu þyrftu að vera aðrir. Annars skil ég ekki þá afstöðu sjálfstæðis- manna að s,etja Alþýðuflokkinn í stjórnarstólana. Eitthvert heila- myrkurhefursótt áþá!” Hvernig lízt fyrrverandi lands- byggðarþingmanni á að vera nú allt í einu kominn á atkvæðaveiðar í höfuðborginni? „Það er tilviljun að ég lenti hér í framboði. Ég hef sagt að það skipti sköpum fyrir Framsóknarflokkinn að festa verulega rætur í þéttbýlinu. Ég ræðst á garðinn þar sem hann er hæstur!” Ólafur hefur að undanfömu litið inn á vinnustaði í Reykjavík, kynnt sér starfsemina og spjallað við fólk. „Mér líka þessar heimsóknir vel.. Maður heyrir alltaf eitthvað sem kemur að gagni. Þegar ég byrjaði þingmennsku fyrir Skagfirðinga fóru bændur með mann til stofu og ekki var hægt að komast i samband við annað heimilisfólk nema húsfreyjuna rétt á meðan hún bar fram kaffið. Mónika á Merkigili fór hins vegar með mig í eldhúsið. Hún sagði að þangað byði maður vildarvinunum. Ég hefði viljað lenda í eldhúsinu víðar.” -ARH. Taf Ifélag Seltjarnamess: Gylfi Magnússon meistari 1979 Haustmóti Taflfélags Seltjarnarness er nýlokið. Sigurvegari varð Gylfi Magnússon. Hann vann allar skákir sínar og hlaut 7 vinninga. í 2. sæti varð Snorri Bergsson með 4,5 vinninga og i 3. sæti Garðar Guðmundsson með 4 vinninga. Unglingameistari varð Snorri Bergs- son með 8 v. af 8 mögulegum. Annar varð Kristinn Albertsson með 6 v. og þriðji Jón. G. Jónsson, einnig með 6 vinninga. Hraðskákmeistari varð Ögmundur Kristinsson. Hann hlaut 13,5 v, af 15 mögulegum. Annar varð Jóhannes G. Jónsson, einnig með 13,5 v., og þriðji Harvey Georgsson með 11,5 vinninga. -GAJ. Forráðamenn Hlégarðs áttu engan hlut að máli „Forráðamenn Hlégarðs höfðu engin afskipti af hvaða hljómsveit lék á dansleiknum í Hlégarði á laugardags- kvöldið,” sagði Páll Þorgeirsson framkvæmdastjóri hússins í viðtali við blaðið. Á þessum dansleik voru Iögð drögin að árás á 14 ára pilt sem lék og söng bneð annarri hljómsveitinni og varð árásin fréttaefni í DB í gær. „Dansleikurinn var haldinn á vegum UMF Aftureldingar og þar sem i fréttinni er rætt um forráðamenn hússins er áreiðanlega átt við forráða- menn félagsins,” sagði Páll. Þetta leiðréttist með glöðu geði.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.