Dagblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 13
12
I íþróttir
McEnroe nældi sér
íenneinnsigur
Bandaríski strákurinn John McEnroe vann opna
Stokkhólms-mótið i tennis í annað sinn í röð i gær er
hann lagöi Gene Mayer 6—7, 6—3 og 6—3. Mayer
var í miklu stuði framan af og átti McEnroe fullt í
fangi með hann. Honum tókst þó að sigra á
endanum og frami hahs hefur verið ótrúlegur á
skömmum tíma. Strákurinn hefur þótt vera kok-
hraustur mjög og hann lýsti því yfir eftir keppnina i
gær að hann væri engu lakari en þeir Björn Borg og
Jimmy Connors, sem hafa verið konungar þessarar
íþróttar um langt skeið.
’ John McEnroe Gene Mayer
Söfnuðu f löskum
fyrir hálfa milljón
Fyrir nokkru gekkst körfuknattleiksdeild ÍBK
fyrir nokkuð nýstárlegri fjársöfnun. Gengu félags-
menn í hús og söfnuðu tómum gosdrykkjaflöskum
og varö vel ágengt. Lætur nærri að þeir hafi safnað
flöskum fyrir rúmlega hálfa milljón á aðeins
tæpum þremur klukkutímum. Ekki hægt að segja
annað en Keflvikingar séu vel „glerjaöir”.
Innanhússmót
UMFN
Hið árlega innanhússknattspyrnumót Ungmenna-
félags Njarðvíkur verður haldið dagana 24. og 25.
nóvember nk. Ætlunin er að reyna að fá 32 til þátt-
töku að þessu sinni en í þau tvö skipti sem keppnin
hefur farið fram hafa 24 lið verið með. Þátttökutil-
kynningar þurfa að hafa boriít fyrir 17. nóv. í síma
92-2095 (á skrifstofutima) eða í síma 92-1674 á
kvöldin. Þátttökugjaldiö er kr. 30.000 og vænta
Njarðvíkingar þcss að góð þátttaka verði nú, sem
áður.
Skagamenn
fá liðsauka
Nú mun næsta víst að Júlíus Pétur Ingólfsson,
sem undanfarin ár hefur verið einn af burðarásum 3.
dcildarliðs Grindvíkinga í knattspyrnunni muni
halda til Akraness eftir áramótin. Júlíus er mjög lið-
tækur knattspyrnumaður og mun ætla sér að leika
með Akurnesingum á næsta ári. Ágæt búbót fyrir
Skagamenn en að sama skapi slæmt fyrir Grindvík-
inga að missa einn af sinum aðalmönnum.
\
Stöðugaukningí
Getraununum
í 12. leikviku getrauna komu fram 5 seðlar með 11
réttum og var vinningurinn fyrir hvern kr. 453.000.-
en 59 raðir reyndust með 10 rétta og vinningur fyrir
hverja kr. 16.400.-
Enn vex þátttakan í getraunum og á laugardag
seldust um 130.000 raðir, sem jafngildir um 1/2 röð
á íbúa. Til samanburöar má geta þess, að metvika í
Danmörku jafngildir um 5 röðum á íbúa og i Noregi
um 12 röðum á íbúa.
Jafntefli
Einn leikur var í gærkvöld háður í 4. deildinni i
Englandi. Þá áttust við Tranmere Rovers og
Port Vale í Liverpool. Jafntefli varð 1—1 og eru
bæði liðin um miðja deildina.
íþrótfir
Íþróftir
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979.
íþróttir
Einbeitnin skin úr andlitum þeirra Kristjáns Ágústssonar, Val og Árna Guðmundssonar, KR er þeir reyna báðir að ná til knattarins. KR hafði betur á endanum f gær og
sigraði f leiknum. " DB-mynd Hörður.
Ahugamenn í frjálsum íþróttum
fengu greiðslur undir borðið
Fjölmargir frjálsíþróttamenn, sem
að nafninu til eiga að heita áhugamenn
í íþrótt sinni, hafa verið staðnir að þvi
að þiggja greiöslur fyrir keppni að því
er John Holt, forseti Alþjóöasambands
áhugafrjálsíþróttamanna, sagði í gær.
Hefur nú verið ákveðið að reyna að
stöðva þessa þróun, þótt í rauninni sé
þaö ákaflega erfitt í framkvæmd.
endur fengju greitt fyrir þátttöku,
hafði gengið lengi.
Greiðslurnar eru mjög mismunandi.
Sumir keppenda fengu allt upp í 800
sterlingspund (650.000 ís. kr.) fyrir að
taka þátt í einu stórmóti. Edwin Moses
var einn þeirra er fékk svo háa greiðslu
auk þess sem hann fékk fría flugmiða
til og frá keppnisstað. Voru þeir metnir
á yfir 500 sterlingspund (rúmlega
400.000 ísl. kr.).
Núverandi áhugamannareglur Breta
leyfa greiðslur upp að vissu marki en
það sem hér um ræðir er langt utan
þess ramma. ,,Það er leiðinlegt til þess
að vita að þrátt fyrir að ýmsum
hömlum varðandi áhugamenn í frjáls-
um íþróttum hafi verið létt af síðan á
Ólympíuleikunum í Möntreal 1976
skuli keppendur þiggja greiðslur frá
mótshöldurum, auk greiðslna sem þeir
fá fyrir að auglýsa íþróttavörur,” sagði
John Holt ennfremur.
Ekki hefur verið ákveðið hvaða ráð-
stafanir verða gerðar vegna þessa máls
en víst er að þetta kemur áðurnefndum
íþróttamönnum illa því Ólympíuleik-
arnir í Moskvu eru skammt undan.
Gæti svo farið að þeim yrði meinuð
þátttaka þar.
Fjóra sterka vantar hjá Skotum
Margir af frægustu íþróttamönnum
heims eru meðal þeirra er sekir eru
fundnir um að_hafa þegið beinharðar
peningagreiðslur fyrir keppni i mótum.
Þar á meðal má nefna þrefaldan heims-
meistara í millivegalengdum, Sebastian
Coe, spretthlauparana Don óuarrie °g
Alan Wells, ólympíumeistarann í 400
metra grindahlaupi, Edwin Moses, auk
þeirra Geoff Capes kúluvarpara og
þokkraaðra.
Þetta kom fram er landssamband
brezkra áhugafrjálsiþróttamanna
gekkst fyrir rannsókn vegna þessa.
Sterkur orðrómur þess efnis að kepp-
Jock Stein, framkvæmdastjóri
skozka landsliðsins, tilkynnti í gær 29
manna hóp, fyrir Evrópuleikinn gegn
Belgum í Brussel í hæstu viku. í hópinn
vantar þá Archie Gemill, scm var fyrir-
liði liðsins í síðasta leik, Andy Gray og
Gordon McQueen. Þá dró Kenny
Burns sig tii baka úr hópnum í gær-
kvöld vegna nefbrots er hann hlaut i|
leik Southampton og Nottingham
Forest á laugardag.
Hópurinn sem Stein valdi er þannig
skipaður: Alan Rough (Partick),
George Wood (Everton), George
Burley (Ipswich), Eddie Gray (Leeds),
Alan Hansen (Liverpool), Sandy
Jardine (Rangers), Iain Munro (St.
Mirren), David Narey (Dundee
United), Tony Fitzpatrick (Bristol
City), Asa Hartford (Everton), Alex
Miller (Aberdeen), Graeme Souness
(Liverpool), John Wark (Ipswich),
Kenny Dalglish (Liverpool), Arthur
Graham (Leeds), Joe Jordan (Man-
chester United), Derek Johnstone
(Rangers), John Robertson (Nottm. i
Forest) og Ian Wallace (Coventry)
Mjög jöfn keppni er í 2. riðli Evrópu-
keppninnar og eiga allar þjóðirnar utan
Norðmenn sigurmöguleika.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979.
13
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
S>
KR-ingar sýndu hvers þeir
eru megnugir er á reynir
—sigruðu Valsmenn68-59 í úrvalsdeildinni í körf uknattleik og opnuðu hana upp á gátt
„Þetta var ekki neitt sérstaklega
góður leikur af okkar hálfu en með
þessum sigri sýndum við að KR er
toppliöið á íslandi í dag,” sagði KR-
ingurinn Jón Sigurössn og Ijómaði
allur eftir að KR hafði lagt Valsmenn
að velli fyrstir allra liða í vetur. Loka-
tölur urðu 68—59 KR í hag eftir að
staðan í hálfleik hafði verið 32—29 KR
í vil. KR-ingar voru vel aö þessum sigri
komnir og liðið sýndi hvers það er
megnugt þegar á hólminn er komið.
Tæplega 2000 áhorfendur voru í Höll-
inni í gærkvöld og með þessum sigri
sínum hefur KR galopnað úrvalsdeild-
ina á nýjan leik.
Leikurinn í gærkvöld var spennu
þrunginn allt frá fyrstu mínútu til
hinnar síðustu. Stuðningsmenn KR
virtust 1 miklum meirihluta á meðal
áhorfenda og stemmningin var geysi-
lega mikil. Valsmenn höfðu frum-
kvæðið allt frá byrjun en mjög lítið var
skorað framan af. Jón Sigurðsson fékk
strax á 3. mínútu slæmt högg á lærið en
lét engan bilbug á sér finna og var tví-
mælalaust maðurinn á bak við sigur
KR-inga í leiknum eins og svo oft áður.
Sannarlega ekki ónýtt að hafa slikan
leikmann innan sinna vébanda. Þegar
fjórar og hálf mínúta var búin af leikn-
um var staðan 7—6 Val i hag. Þá lok-
aðist hreinlega fyrir allt í sókninni hjá
KR og Valsmenn juku forskotið stöð-
ugt. Það var sama hvað KR-ingar
reyndu til að skora — boltinn vildi ekki
ofan í körfuna. Marvin Jackson mis-
notaði þrjú vítaskot í röð og KR
skoraði ekki stig i 5 og hálfa mínútu —
heilar 330 sekúndur! Á meðan bættu
Valsmenn við sinn stigafjölda og loks
þegar KR skoraði sitt 8. stig var staðan
orðin 13—8. Valsmenn áttu svo næstu
8 stig og staðan breytist i 21—8 Val i
hag og rúmar 8 mínútur til leiksloka.
Eins og hendi væri veifað gengu
lukkudísirnar í lið með KR og nú
skoruðu Valsmenn ekki sdg í heilar 4
mínútur. Þann tíma notuðu KR-ingar
til að jafna metin, 21—21 og allt á
suðupunkti í Höllinni. Valsmenn
komust í 25—21 en KR var mun sterk-
ara lokakafla hálfleiksins og leiddi í
leikhléi 32—29. Mjög Iág stigaskorun.
Varnir liðanna voru afar sterkar en þar
ofan á bættist að hittnin var ekki alltaf
til að hrópa húrra fyrir.
Valsmenn náðu strax forystu í byrj-
un síðari hálfleiksins og héldu henni
framan af. Þegar 8 mín. voru af síðari
hálfleik komst KR yfir — 43—42 en
Valsmenn svöruðu strax 44—43. KR
komst yfir á nýjan leik og þegar síðari
hálfleikurinn var nákvæmlega hálfn-
aður var staðan 47—44 KR í vil. Þá
fékk Marvin Jackson sína 5. villu og
sýndist átt hverjum um réttmæti þess
dóms. KR-ingarnir voru ekki allt of
hressir með þessa ákvörðun og áhorf-
endur bjuggu sig nú undir að sjá Vals-
menn síga framúr. En hið gagnstæða
gerðist.
KR-ingar undir stjórn Jóns Sigurðs-
sonar stöppuðu stálinu hver í annan og
breyttu leikaðferð sinni. Þeir komust i
51—46 en Valsmenn minnkuðu muninn
í 48—51. Þá skoraði Árni Guðmunds-
son með gullfallegu langskoti og
munurinn varð aftur 5 stig, 53—48.
Minnstur varð munurinn eftir þetta 3
stig — 55—52 KR í vil en lokakaflann
jókst forystan smám saman og þegar
tvær mínútur voru eftir var staðan 66—
59 KR i vil. Ekki öll nótt úti enn fyrir
Valsmenn. Kristján Ágústsson fékk tvö
vítaskot en hitti úr hvorugu og þar með
datt botninn endanlega úr spili Vals-
manna. Undir lokin komst nokkurt los
á leikinn en lokaorðið átti Geir Þor-
steinsson er hann skoraði úr tveimur
vítaskotum af miklu öryggi. Sigur KR í
höfn og tvö dýrmæt stig í safnið.
Sigur KR i gærkvöld sannaði það
að KR er sterkast þegar mest á reynir.
Liðið sýndi mikinn baráttuvilja þrátt
fyrir afar erfiða byrjun og náði smám
saman undirtökunum í leiknum.
„Ferðin til Frakklands sat nokkuð í
okkur,” sagði Jón Sigurðsson. „Við
ferðuðumst mikið í langferðabílum og
liðið var einfaldlega nokkuð seint í
gang vegna þess og svo vegna erfiðra
æfinga að undanförnu. Þegar við
vorum orðnir heitir var þetta ekki nein
spurning og við hlökkum til vetrarins.
Valsmenn eru með gott lið en við
vorum sterkari að þessu sinni.” Orð að
sönnu hjá Jóni, sem sjálfur var aðal-
maðurinn á bak við sigur KR.
Marvin Jackson lauk flestum
sóknarlotum KR á meðan hans naut
við en þegar hann veik af vellinum tók
Jón við hlutverki hans og skilaði því
frábærlega. Til marks um það má geta
þess að hann skoraði 18 stig í siðari
hálfleiknum en ekki nema 7 í þeim
fyrri.
Þá átti Marvin Jackson góðan leik
með KR en var stundum full ákafur í
vörninni og fékk þannig á sig villur.
Geir blómstraði í síðari hálfleiknum
'eins og reyndar flestir leikmanna KR.
Þó virðist hann ekki eins sterkur og
hann var í fyrra með Njarðvíkingun-
um. Garðar Jóhannsson byrjaði illa en
endaði leikinn að sama skapi vel. Þá
átti Árni góðan leik lengst af þótt ekki
skoraði hann mikið. Birgir átti góða
kafla en urðu nokkrum sinnum á ljót
mistök.
Hjá Valsmönnum var Torfi Magnús-
:son beztur. Leikmaður sem alltaf
heldur haus — hvað sem gengur á.
Sterkur í vörninni og mjög öruggur í
sókn. Tim Dwyer var með rólegra móti
og eyddi mestri orku sinni í þras vegna
ídómgæzlunnar, sem bitnaði þó engan
■veginn meira á öðru liðinu. Þá var
;framkoma hans í lok leiksins ákaflega
jóíþróttamannsleg er hann gekk af leik-
velli án þess að „taka hringinn” með
ifélögum sínum. Sömu sögu má reyndar
jsegja um nokkra aðra Valsmenn.
Teiðinlegt að sjá slikt og Valsmenn
jverða að temja sér að taka tapi eins og
jsigri. Lífið er ekki alltaf einn dans á
jrósum og þaðgeta ekki alltaf veriðjól!
1 Kristján Ágústsson átti mjög góðan
fyrri hálfleik en féll nokkuð niður eins
jog félagar hans í þeim síðari. Þórir og
Ríkharður voru rólegir en Jóhannes
átti ágæta spretti. Þrátt fyrir tapið er
enginn vafi á að Valsmenn verða í
ifremstu röð í vetur eins og í fyrra.
Stig KR: Jón Sigurðsson 25, Marvin
Jjackson 16, Geir Þorsteinsson 12, Birg-
!ir Guðbjörnsson 6, Garðar Jóhannsson
4, Ágúst Lindal 3, Árni Guðmundsson
2. Stig Vals: Tim Dwyer 18, Torfi
|Magnússon 16, Kristján Ágústsson 12,
Ríkharður Hrafnkelsson 6, Jóhannes
iMagnússon 4, Þórir Magnússon 3.SSv.
I Staðan i úrvalsdeildinni:
Valur 4 3 1 333
Njarðvík 3
lÍR 3
KR 3
|ÍS 4
Fram 3
316 6
2 1 242-227 4
2 1 242—234 4
2 1 212—205 4
322-338 2
238—266 0
1 3
0 3
Walshans vísað úr landinu
Bandariski körfuknattleiksmaðurinn
Jeff Walshans, sem leikur með Kefla-
víkurliðinu í 1. deildinni í körfuknatt-
leik, lék sinn siðasta leik um sl. helgi
hér á landi. Ástæðan er sú að Walshans
er sekur fundinn um að hafa selt fíkni-
efni á Keflavíkurflugvelli. Að sjálf-
sögðu þarf ekki að taka það fram að
—seldi f íkniefni á Keflavíkurf lugvelli
sala fíkniefna er bönnuð hér á landi og
útlendingaeftirlitið mun að öllum lik-
indum vísa honum úr landi fljótlega en
hann á fyrst yfir höfði sér fangelsisvist
vegna þessa.
Þessi missir mun vafalítið koma
Kcflvíkingum illa í hinni hörðu keppni
1. deildar og er ekki að svo stöddu
Badmintonlandsliðið
heldur á NM í Noregi
íslenzka badmintonlandsliðið heldur
á fimmtudag'til Noregs til þátttöku á
Norðuriandameistaramótinu í badmin-
ton, sem haldið verður i Tromsö. Þau,
sem halda á mótið héðan eru Kristín
Berglind Kristjánsdóttir, Kristín
Magnúsdóttir, Broddi Kristjánsson og
Jóhann Kjartansson. Oneitanlega
sterkur hópur á pappirnum en siðan er
bara spurningin hvernig gengur er á
hólminn er komið í Noregi. Flest ef
ekki aHt bezta badmintonfólk Norður-
Jóhann.
landa mun verða með á mótinu og
margir keppenda voru með á heljar-
miklu badmintonmóti, sem fram fór í
Randers um helgina. Vafalítið verður
róðurinn þungur sem endranær hjá ís-
lenzku keppendunum en badminton-
iþróttin hefur verið í stöðugri framför
hér á landi siðustu árin. Fararstjóri
landsliðsins verður Rafn Viggósson en
hann er jafnframt formaður badmin-
tonsambandsins.
vitað hvort þeir muni reyna að verða
sér úti um annan Bandaríkjamann á
næstunni eður ei. Auk þessa fíkniefna-
brots átti Walshans yfir höfði sér
þriggja leikja bann fyrir að slá mót-
herja fyrir skömmu. Þrátt fyrir þessi
vandræði hans hefur hann reynzt Kefl-
vikingunum vel á körfuknattleikssvið-
inu og skoraði m.a. 55 stig fyrir lið sitt í
sigri yfir Grindavík um síðustu helgi.
Þetta brot Walshans verður þess
valdandi að eftirlit á nokkrum erlend-
um leikmönnum, sem grunaðir hafa
verið um fikniefnaneyzlu, verður hert
til muna og geta þeir varla gert sér
vonir um að fá að reykja sitt hass í
friði.
Mál sem þetta er að vonum ákaflega
neikvætt fyrir körfuknattleikinn og er
leitt til þess að vita að leikmenn skuli
staðnir að slíku á þessum uppgangstím-
um íþróttarinnar hér á landi. Að sjálf-
sögðu verður að taka á slíkum brotum
með hörku eins og gert var í máli Wals-
hans og Iosa okkur við þennan ósóma.
- SSv.
Peter Ward.
Brían Clough
keypti Ward
Ekkert lát er á kaupum Brian
Clough, framkvæmdastjóra Notting-
ham Forcst. í gærkvöldi festi hann
kaup á framherjanum knáa frá
Brighton, Peter Ward, fyrir um
600.000 sterlingspund. Koma þessi
kaup nokkuð á óvart þar sem ekki cr að
sjá að Forest vanti nauðsynlega fram-
herja. Þar eru þegar fyrir Tony Wood-
cock, John Robertson og Gary Birtles
og auk þess hefur Trevor Francis leikið
sem framherji með góðum árangri.
Ward hefur lengi verið óánægður hjá
Brighton og miklar fortölur þurfti til
að fá hann til að skrifa undir samning
hjá félaginu í haust. „Það er ekki til
neins að halda í hann,” sagði fram-
kvæmdastjóri Brighton, Alan Mullery,
í gær. „Ward vill greinilega ekki leika
fyrir Brighton og því er ekkert til fyrir-
stöðu að hann leiki með öðru félagi.”
Broddi.
DB-myndir Hörður.
INNKAUPASTJÖRAR
Mikið úrval af:
Gjafavörum — leikföngum —
jólatrésskrauti — spilum
og snyrtivörum.
Heildverdun Suöurgötu t4 Reykjavík
Peturs Peturssonar stmar 21020 - 25101
SKARTGRIPIR
við öll tœkifœri
SIGMAR 6. MARÍUSSON
Hverfisgötu 16A - Sími 21355.