Dagblaðið - 13.11.1979, Qupperneq 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979.
A HUOÐBERGI
—útvarp í kvðld kl. 23,00:
Plummer
les Leacock
Á hljóðbergi í útvarpinu i kvöld les
Christopher Plummer leikari gaman-
sögur eftir kanadiska rithöfundinn
Stephen Leacock. Plummer ætti að
vera óþarfi að kynna fyrir þeim út-
varpshlustendum sem einnig horfa á
sjónvarp, eftir snilldarlega frammi-
stöðu hans í myndaflokknum Seðla-
spili sem sýndur var fyrir skemmstu.
En þó Plummer sé saemilega
frægur hér á landi er ekki hægt að
segja hið sama um höfund sagnanna
sem hann les. Kanadíski rithöfundur-
inn Stephen Butler Leacock ætti það
þó vel skilið. Hann hefur ekki aðeins
skrifað smásögur sem frábærar
þykja, að sögn uppflettirita DB,
heldur skrifaði hann einnig nokkrar
pólitískar bækur sem þykja hinar
merkustu.
Leacock fæddist árið 1869 og dó
árið 1944. Hann nam við háskólann í
Torontó og varð kennari að námi
loknu. Árið 1908 varð hann yfir-
maður hagfræðideildar McGill
háskólans. Hann skrifaði þá nokkrar
kennslubækur í hagfræði. En fyrir
þau skrif er hann ekki eins þekktur
um hinn siðmenntaða heim og fyrir
léttari verk sín. Hann skrifaði mikið
af gamansömum smásögum, auk
fyrirlestra og erinda sem hann flutti.
Einnig reit hann ævisögur þeirra
Mark Twains og Charles Dickens.
Það sem Christopher Plummer
ætlar að lesa fyrir okkur í kvöld eru
Ævisaga Lea og Perris og fleiri
gamansögureftir Leacock.
-DS.
HEFNDIN GLEYMIR ENGUM
—sjónvarp íkvöld kl. 20,35:
Fyrsta hefnd-
in fullkomnuð
FÁEIN ORD UM GREINDARHUGTAKIÐ
— útvarp íkvöld kl. 21,00:
Christopher Plummer sem les fyrir okkur f þættinum Á hljóðbergi I kvöld er
afar fjölhæfur leikari. Skemmst er að minnast hans úr Seðlaspili en þess utan
hefur hann leikið og sungið f myndum eins og Sound of Music. Með Plummer á
myndinni er Yul Brynner, en þeir léku saman f kvikmyndinni Triple Cross.
SÍDDEGISTÓNLEIKAR
— útvarpídag
kl. 17,00:
Ólöf syngur
lögeftir
Ingibjörgu
Á siðdegistónleikunum klukkan
fimm í dag syngur Ólöf Kolbrún
Harðardóttir nokkur lög eftir Ingi-
björgu Þorbergs við undirleik
Guðmundar Jónssonar píanóleikara.
Ólöf er auk þess sem hún syngur mikið
á hvers kyns tónleikum og skemmtun-
um kennari við Söngskólann í Reykja-
vík og kemur þessa dagana fram á fjár-
öflunarskemmtun skólans. Skemmtun-
in sem nefnist Hvað er svo glatt hefur
gengið geysivel.
DS/DB-mynd Hörður.
FRAMB0DSKYNN-
INGAR-sjónvarpí
kvöldkl. 21,35:
Pólitík-
usarnjr
ítvotíma
Þeir niu flokkar sem bjóða fram til
alþingiskosninga í vetur fá í kvöld
tækifæri til þess að kynna sjónvarps-
áhorfendum skoðanir sínar í stundar-
fjórðung hver. Einnig svara fulltrúar
flokkanna spurningum Sigrúnar
Stefánsdóttur fréttamanns.
Flokkunum hefur verið mörkuð
eftirfarandi röð:
Framsóknarflokkur,
Sjálfstæðisflokkur,
Óháðir kjósendur í Norðurlandskjör-
dæmi eystra,
Alþýðubandalag,
Óháðir kjósendur i Suðurlandskjör-
dæmi,
Alþýðuflokkur,
Fylkingin,
Hinn flokkurinn og
Sólskinsflokkurinn.
Að sögn Björns Baldurssonar, dag-
skrárritstjóra sjónvarpsins, verður því
haldið leyndu eins lengi og er
hverjir verða fulltrúar flokkam 4 í þess-
ari kynningu. „Það á að láta fólk sitja
alveg á stólbrúnunum af spenningi,”
sagði hann. Ósjálfrátt læðist þó að rit-
ara þessa pistils sá grunur að ekki verði
spenningurinn mikill, nema kannski til
þess að sjá fulltrúa tveggja siðustu
flokkanna. Ætli það sé þess vegna sem
röðin er höfð svona?
Flokkarnir fá alls nærri tvo og
hálfan klukkutima til kynningar í þetta
sinn. -DS
trosi
a?'0JU^£"Whú*,nu
• •
Örlaganóttin
Ný bandarísk hrollvekja um blóðugt uppgjör.
örlaganóttin fær hárin til að rísa.
Leikstjóri: Theodore Gershuny
Litir: De Luxe
Leikendur: Patrick O’Neal,
James Patterson ogJohn Carradine
Bönnuð innan 16 ára.
íslenzkur texti.
Sýndkl. 5, 1, 9 og 11.
Hefndin gleymir engum, hinn nýi
franski myndaflokkur sem sjón-
varpið sýnir okkur nú á þriðjudög-
um, fór vel af stað á þriðjudaginn
var.
Það sem helzt gerðist í fyrsta þætti
var að unnusta Jean nokkurs Martin
finnst látin á almannafæri. Helzt
virðist hún hafa látizt af völdum
flösku sem hent var úr flugvél. Jean
hálfsturlast við að koma að unnust-
unni látinni og hyggur á hefndir.
Hann fær sér starf hjá hinum ýmsu
einkaflugfélögum í landinu og vinnur
við það í matartíma sínum að fara
yfir flugdagbækur og leita að vitnis-
burði um flugvél þá sem óbeint varð
unnustu hans að bana. Eftir langa leit
finnur hann það sem hann leitar að.
Hann gerir tilraun til að finna flug-
mann vélarinnar en hann er þá Iátinn.
Frænka flugmannsins segir Jean að
hann hafi oft flogið með draugfulla
veiðimenn, sem hafi hagað sér eins og
asnar. Jean sér i hendi sér að einn
þeirra hefur liklega verið valdur að
slysinu. Og þar eð hann veit ekki hver
það er hyggst hann hefna sín jafnt á
þeim öllum.
Sá fyrsti i röðinni er Georges
Garriset. Jean kemur fyrir nagla i
dyrakarmi hans og kona Georges
rekst á naglann sem rjóðaður er
sýklum, fær stifkrampa og deyr. Og
Jean merkir við á farþegalistanum,
fyrsta hefndin er fullkomnuð.
í næstu þáttum sjáum við hann svo
fara neðar á listanum. -DS.
George Gamset var fyrsta fórnarlamb Jeans. Hér er hann með ungum rann-
sóknarlögreglumanni sem falin var rannsókn dauða konu Georges.
Erumhverfíð
mikilvægast?
„Þetta er í rauninni mjög einföld
kynning á hæfileikahugtakinu,”
sagði Jónas Pálsson skólastjóri, en
hann flytur í kvöld útvarpserindi sem
nefnist Fáein orð um greindarhug-
takið. Erindi Jónasar hefst klukkan
níu.
,,Ég segi frá þvi hvernig hugtakið
hefur verið notað í sálarfræði og vik
að gagnrýni sem komið hefur fram á
síðustu 10—15 árum á það hversu
þröngt hugtakið hefur verið notað.
Þetta á sér í lagi við um skólana.
Ég ræði um það að greind sé ef til
vill ekki eins meðfædd og talið hefur
verið, heldur sé hún kannski fyrst og
fremst mótuð af ytri skilyrðum. Þau
eru að minnsta kosti eins mikilvæg ef
ekki mikilvægari en hið meðfædda.
Hin ytri skilyrði hafa þannig úrslita-
áhrif á hæfni fólks, bæði við nám og
í starfi,” sagði Jónas.
Hann er skólastjóri Æfinga- og til-
raunaskóla Kennaháskóla íslands.
Þar hefur hann verið frá því árið
1971. En áður eða frá árinu 1960
hafði Jónas, sem er sálfræðingur að
mennt, veitt forstöðu sálfræðiþjón-
ustu Reykjavíkurborgar.
-DS.
Jónas Pálsson heldur þvi fram að hin ytri skilyrði séu ekki siður mikilvæg fyrir
gengi einstaklingsins en meðfædd greind. Hörður tók þessa mynd af nokkrum
sveinum sem efldu þekkingu sina með för á bókasafn.