Dagblaðið - 21.11.1979, Side 6

Dagblaðið - 21.11.1979, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1979. StMugt er fjöldi fólks við bandariska sendiráðið i tran auk stúdentanna, sem hafa bygginguna á valdi sinu og gislana i haldi. Komiö hefur verið upp eldunaraðstöðu fyrir fólkið svo ekki er einu sinni þörf á að bregða sér frá til næringar. 1X2 1X2 1X2 13. leikvika — leikir 17. nóv. 1979 Vinningsröð: 112 — 211—X11 — 22X 1. vinningur: 11 róttir — kr. 489.000.- 3482 5216 6258(2/10) 33400(4/10) 41646(6/10)+ 2. vinningur: 10 róttir — kr. 13.600,- 23 3721 + 5465 7468 32339 40376 41613 + 309 3735+ 5867 7531 32548 40466 41627 + 1087 3748 6256 9396 32654 40677 41634+ 1347 3968 6281 9428 32664(2/10) 40855 41640+ 1431 4109 6334 30415 + 32769 40867 41644+ 2212 4458 + 6394 + 30921 32990(2/10) 40889 41645 + 2876 4479 6446 31228 33014 41172 41677+ 3489 4526+ 6469+ 31287 + 33399 41519+ 55476 3713+ 4599 7452+ 32219 + 33460 41597 57632 + Kærufrestur er til 10. desember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skrif- legar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK Michael Callan Honor Blackman Carol LynUy Oli-via Huuey Beatrix Lehmann Peter McEnery Daniel Mamny Witfrid HydeWhiU Wendy Hiller Kðtturínn og kanarífugfirai Dulmögnuö — Spennandi — Hópur úrvals leik- enda. Leikstjóri Radley Metzger. Sýnd kl. 3, 5, 7,9 og 11. SaudiArabia: Hertóku helgasta vé múhameðstrú- armanna í Mekka Staðfest var í Saudi Arabíu í morgun að hópur vopnaðra manna hefði tekið moskuna miklu i Mekka í gærmorgun. Var það hin opinbera fréttastofa sem staðfesti það. í moskunni er meðal annars svo- kallað Ka’bah, sem er bygging er táknar híbýli hins æðsta á himnum. Er þetta sagt helgasta vé múhameðs- trúarmanna. Þeir eru taldir um það bil 600 miiljónir samtals. 1 tilkynningu hinnar opinberu fréttastofu er haft eftir talsmanni, innanríkisráðuneytisins að hópur trú- villinga með vopn í hendi hafi komið inn í moskuna við dagmál í gær. Hafi þá verið stór hópur fólks við bæna- gerð. Ekkert er sagt um hvort til skot- bardaga hafi komið við töku mosk- unnar eða hvort einhverjir hafi særzt eða fallið. Ljóst þykir að taka moskunnar hefur verið vísvitandi framkvæmd á fyrsta degi fimmtándu aldarinnar, samkvæmt tímatali múhameðstrúar- manna. Sagt er að hópurinn sem tók moskuna hafi kynnt einn úr sínum hópi sem Messías og viljað fá við- stadda til að viðurkenna hann sem^ slíkan. Yfirvöld segjast hafa reynt að tryggja öryggi þeirra óbreyttu borgara sem í moskunni voru. í morgun var ekki annað vitað en moskan væri enn í höndum hinna svokölluðu trúvillinga. Boðað var að önnur opinber tilkynning um málið yrði birt síðar í dag. Stóra Berta Einu sinni fyrir langa löngu gerðu Þjóðverjar fallbyssu sem þeir kölluðu Stóru Bertu. Fallbyssan á myndinni hér að ofan getur skotið sex hringum á minútu og langdrægni hennar er 24 Idlómetrar. Hlaupvídd 155 mm. Þetta er sem sagt fyrir- myndarfallbyssa. Hún er enda árangur þriggja vestrænna menningarþjóða eða ítala, Englendinga og Vestur-Þjóðverja. Ekki er þess getið að neitt nafn sé þó komið á gripinn. Bandaríkin: 700 íranir brátt reknir úr landi Bandaríkjastjórn mun vísa um það bil sjö húndruð írönskum stúdentum á brott úr landinu nema þeir taki þann kost að fara af sjálfsdáðum, sagði í til- kynningu bandaríska útlendingaeftir- litsins í gær. Þegar er vitað um tæplega eitt hundrað iranska stúdenta, sem horfið hafa frá Bandaríkjunum í kjöl- far töku bandaríska sendiráðsins í Teheran í byrjun mánaðarins og veru gíslanna þar. Fulltrúar yfirvalda hafa þegar sótt heim 6700 írani i Bandaríkjunum og kannað skjöl þeirra og dvalarheimildir. Er öllum þeim sem ekki hafa pappíra sína í lagi skipað af landi brott. Carter Bandaríkjaforseti tilkynnti þetta hinn 14. þessa mánaðar sem mótaðgerðgegn töku gislanna í sendiráðinu í Teheran. Samkvæmt könnun sem fram fór fyrr á þessu ári er talið að um það bil fimmtíu þúsund iranskir stúdentar séu i Bandarikjunum. K0RTSN0J BKXJR CARTER 0G PÁFA AÐSTOÐAR Skákmeistarinn Viktor Kortsnoj hefur sent skeyti til Jóhannesar Páls annars páfa í Róm og Jimmy Carters Bandaríkjaforseta. Biður skák- meistarinn þá að styrkja sig í baráttu sinni fyrir því að öryggi sonar hans verði tryggt. Hann er nú sagður í haldi yfirvalda vegna tilrauna til að komast undan herþjónustu. Hann hefur einnig snúið sér til Edwards Kennedy öldungadeildar- þingmanns í Bandaríkjunum, auk samstarfsmanns hans Frank Church, og einnig Kurt Waldheim aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Fer Kortsnoj fram á að hann verði aðstoðaður við tilraunir sinar við að fá leyfi sovézkra yfirvalda til að kona hans, Isabelia, og sonur fái að flytjast frá Sovétríkjunum. Ástæðan fyrir tilraunum sonar skákmeistarans til að sleppa við herþjónustu er sögð sú að ef hann gegndi henni fengi hann ekki brottfararleyfi fyrr en mörgum árum eftir að herþjónust- unni væri lokið. Kortsnoj segir að synjun Sovétríkj- anna á að leyfa konu hans og syni að flytjast til sín í Sviss væri brot á mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1948, einnig á Helsinki- samkomulaginu frá 1975 ogennfrem- ur yfirlýsingum um mannréttindi og pólitísk réttindi, sem Sovétstjórnin hafi undirritað árið 1976.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.