Dagblaðið - 21.11.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 21.11.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1979. Mikilvægt er að kennari sjái svo um að heyrnarskynjun og sjónskynj- un nemenda sé gert álíka hátt undir höfði. Þetta gerir kennarinn m.a. með réttri notkun kennslugagna ým- iss konar (sjá fyrsta bréD- Það er margsannað að menn skynja um- hverfi sitt misjafnlega vel eftir því hvort um sjón eða heyrn er að ræða.. Námsmat Til eru þeir kennarar sem telja sig ekki geta komist hjá „hlutdrægu” mati á nemendum öðruvísi en leggja fyrir þá allsherjarpróf í lok annar og byggja alla einkunnagjöf þar á. Í slíkum málflutningi gleymist þrennt: a) Stutt lokapróf gefur alls ekki alltaf rétt áhersluhlutföll minnisatriða úr þessir menn að því að fá hæstu eink- unn í íslensku? Þær kennsluaðferðir sem bent var á framar í þessu bréfi gera kröfu til nýs námsmats, námsmats sem byggir að miklu leyti á mati á frammistöðu nemandans í kennslu- stundum. Frammistaða nemandans er tvíþætt: a) Námsvirkni, þ.e.a.s. þátttaka í umræðum og verkefnum (mikil, lítil, engin). b) Efnistök í sjálfstæðum verkefnum. Á móti mati á frammistöðu í • kennslustundum gætu svo komið skyndipróf eða Iokapróf. Á annan hátt verður ekki námsmati við komið svo réttlátt sé. Hér greinir menn hins vegar á um hlutföll. Ekki væri þó ^ „Ekki verjandi aö meta prófþáttinn meira en sem svarar 60% einkunnar.” námsefni. Þess vegna fylgir loka- prófum oft töluverð slembni. b) Nemendur geta verið misjafnlega upplagðir (svefn, taugar) þegar í lokapróf er komið (er þetta sérlega áberandi þegar öll einkunnagjöf stendur og fellur með einu prófi). c) í lokaprófum er könnuð skrifleg tján ing nemandans, munnlegri tjáningu er horft framhjá. Til eru „dúxar” upp úr framhaldsskólanum sem svo illa eru mælandi á íslenska tungu að nær ógerningur er að átta sig á þekk- ingu þeirra munnlega. Hvernig fóru verjandi að rneta prófþáttinn meira en sem svarar 60% einkunnar i flest- um greinum. Þá er þetta síðasta bréf á enda, les- andi góður. Það er von mín að þér hafi orðið það til einhvers gagns, jafnvel að þú finnir vísbendingu um sitt af hverju sem betur mætti fara í skólastofunni. Reynslan hefur sýnt mér að svo kunni að vera. Með von um batnandi kennslu- hætti á framhaldsskólastiginu, Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðinemi. uppskerunni. Það er ekki hægt að skipuleggja svo vel fari framfarir af þessu tagi. Áætlunarbúskapur er miðstýrt fámennisvald, sem felur í sér andstæðuna við þá gróðurmold, sem nauðsynleg er fyrir iðnþróun. Þess vegna er það að fara í geitarhús að leita ullar, þegar svipazt er um eftir iðnþróunarformum i stefnu Alþýðu- bandalagsins. Það er að vísu unnt að gera áætlun um iðnþróun, þ.e. skipu- leggja jákvæðar aðstæður fyrir iðnað, en það er ekki unnt að skipu- leggja almenna iðnframleiðslu í smá- atriðum, því enginn veit, hvað kann að reynast hagkvæmt yfirleitt. Hvað þarf til? í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins er fjallað um iðnvæðingu. Þar er gengið út frá því, að iðnaður muni á legt að byrja strax, þvi engan tíma má missa. Á næstu árum koma þúsundir ungs fólks' út á vinnumarkaðinn ár- lega, en nauðsynlegar aðhaldsað- gerðir i öðrum atvinnuvegum svo og hagræðing losar vinnuafl til við- bótar, þannig að árleg viðbót nýrra starfa i iðnaði verður að vera meiri en sem nemur fólksfjölgun fyrst i stað. Svona alvarlegt er málið. Til þess að komast hjá vandræðum og landflótta, verður nauðsynlegt að gera stórátak i nýtingu innlendra orkulinda til að unnt verði að ráðast í stóriðnað. Ef það verður ekki gert, er fyrirsjáanleg afturför í lífskjörum á næstu árum. Aðkeypt olía og ýmis hráefni munu hækka í verði á næstu árum svo okkur er nauðugur einn kostur að auka eigin framleiðslu til þess að búseta á þessu landi teljist A „Ef annar „framsóknaráratugur” er w framundan, mun hann ríða íslenzku at- vinnulífí aö fullu.” næstu árum gegna stórauknu hlut- verki í atvinnulifi þjóðarinnar. Þess vegna verður að skapa honum skil- yrði til að auka framleiðni sína og fara inn á nýjar brautir. Það þýðir, að ráðstafanir verði tafarlaust gerðar til þess að islenzkur iðnaður njóti jafnrar aðstöðu og starfsskilyrða og aðrar innlendar atvinnugreinar svo og erlend iðnfyrirtæki. Iðnþróun er fremur hægfara, og er því nauðsyn- eftirsóknarverð. Hugmyndir Alþýðu- bandalagsins i þessum efnum eru ekkert annað en hreinasta afturhald, og barnalegar tillögur þeirra um sjálfsnægtarbúskap við tilverumörk eru ekki eftirsóknarverðar og ekki unnt að framkvæma án þess að setja járntjald í hring um landið, þ.e. auka átthagafjötra. Dr. Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur. Kjallarinn Krístján Friðríksson Það sem þessa menn vantar hvað mest er tæknikunnátta í fiskveiðum. Og svo vantar þá auðvitað skip og veiðarfærio.s.frv. Enginn Irfir af sjálfum sór Það lögmál virðist mér vera full- ■*sannað af reynslu kynslóðanna að enginn maður verði hamingjusamur eða farsæll sem reynir að helga líf sitt — alla viðleitni sína eigin hagsmun- um. Skyldi ekki sama gilda um þjóðir? Gæti ekki skeð að okkar litla þjóð yrði eitthvað hamingjusamari ef hún gerði heiðarlega tilraun til að hjálpa annarri lítilli þjoð? Hvernig væri að við losuöum okkur við rekstrarkostnað nokkurra smáskipa okkar og miðlungsstórra með þvi að láta þau i té þessari litlu þjóö. Auðug en vannýtt fiskimið eru umhverfis eyjarnar hennar. Skip og veiðarfæri gætum við látið með einhvers konar láns- og leigu- kjörum — og bætt svo við framlagi með tækniþekkingu okkar o.s.frv. Framlag okkar til fátækra þjóða hefur verið svo lítið, fram til þessa, aö það er okkur til stórskammar sem sæmilega efnaðri menningarþjóð. Hvernig væri nú að leggja rækt við þetta verkefni — og sinna því af alúð — og eyða örlítið minni orku í inn- byrðis deilur á meöan? Hugsanlega gætum við orðið öðrum þjóðum til fyrirmyndar á þessu sviði ef vel tækist til. Auðvitað yrði ekki í þessu fólgið nema örlítið brot af þvi stóra vanda- máli okkar aö draga úr kostnaði við allt of stóran fiskveiðiflota. í því efni koma margar leiðir til greina sem ekki er rúm til að ræða hér. En þarna snertast (tangerast) tvö stór mál — að dálitlu leyti og þess- vegna lá beint við að hreyfa hug- myndinni i þvi samhengi sem að framangreinir. Kristján Friðríksson iðnrekandi. 13 ... .... _ A Kosningaskrum íhaldsins: Af hetjum verð- bólgustríðsins í því loforðakapphlaupi sem nú er hafið hefur Sjálfstæðisflokkurinn augljósa forystu. Verðbólgumeistar- ar áranna 1974 og 1975 eru í dag ókrýndir meistarar í bólgnum kosn- ingaloforðum sem þeir vita mætavel að þeir munu ekki efna. En hvaða máli skiptir það? „Lýðræðishug- sjón” borgarastéttarinnar hefur aldrei hindrað flokka hennar i að beita öllum tiltækum ráðum, bæði loddaraskap og valdbeitingu, til að tryggja völd sin og aðstöðu. Hver man ekki eftir kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins 1974? Skattar áttu að lækka, spara átti i ríkisrekstr- inum og verðbólgan: hún átti að lækka í 10—15% á rúmu ári. Og hver varð raunin? Kjör launafólks voru .stórlega skert, skattar hækkuðu og þrátt fyrir þetta var hallinn á ríkis- sjóði slíkur að sett var verðbólgumet sem enn hefur ekki tekist að slá. Kosningaloforðin Það skortir ekkert á mótsagnir i loforðaflaumnum sem nú streymir frá Sjálfstæðisflokknum. Allt sem einu sinni var svo erfitt er nú auðvelt. Svo dæmi sé tekið þá segir á einum stað i yfirlýsingu hans: „Þessi stefna leiðir til vaxtalækkunar en tryggir um leið (!) hag sparifjáreigenda og eykur innlendan sparnað.” Samtímis og lækka á ríkisútgjöld um 35 milljarða á að gera „stórátak til að nýta innlendar orkulindir” með stækkun Búrfellsvirkjunar, stækkun stóriðjufyrirtækja og nýrri stórvirkj- un, auk Hrauneyjafossvirkjunar sem nú er í smiðum. Reynslan frá árinu 1975 ætti að sýna að þegar verðbólg- an er lamin í hausinn með stórgrýti á borð við stórvirkjun þá verða við- brögðin þau að það kemur stór kúla. (Og í tekjuöflun ríkisins kemur stórt .,gat”.) Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að lækka tekjuskatta og eignaskatta, enda eitt helsta áhyggjuefni þeirra að maður með 1100 þús. i tekjur á mánuðl sé alltof þjakaður af sköttum hér á landi. (Sjá Morgunblaðið, Reykjavíkurbréf, þann 11. nóv.). Markmiðið er að hæsta skattapró- sentan lækki niður í 50%. Þetta kemur auðvitað mest hátekjufólki til góða. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að bæta afkomu atvinnuveganna, þ.e. hækka tekjur þeirra riku sem eiga fyrirtækin. En kristilegt bróðurþel Sjálfstæðis- flokksins nær einnig til litilmagnans: „í því skyni að gera fólki með lágar tekjur og skerta starfsorku auðveld- ara að komast i gegnum timabil stundarerfiðleika vegna leiftursóknar gegn verðbólgu verði byrðar þeirra tekjuhærri þyngdar. Þetta verði gert með þvi að breyta niðurgreiðslum að hluta i tekjutryggingu fyrir fólk með lágar tekjur og skerta starfsorku.”! Hvað í ósköpunum skyldi þetta eiga að þýða? Augljóslega er reiknað með þvi að kjör fólks meö lágar tekjur og skerta starfsorku verði skert, a.m.k. „um stund”. Þetta á síðan að bæta að einhverju leyti með tekjutrygg- ingu. Það er aftur á móti harla óljóst hvaða byrðar á aö leggja á hátekju- fólk. Auk þess: Ef lækka á hlut hins opinbera i þjóöartekjunum og skerða kjör láglaunafólks, hver á þá að fá þær tekjur sem þannig „sparast”? Tekjurnar af framleiöslunni hverfa ekki þótt hlutur eins aðila minnki. Þær færast aðeins til. 35 milljarða niðurskurður 35 milljarðar eru veruleg upphæð. Þetta eru 10% af fjárlögum. En það er alveg sama hvernig reynt hefur verið aö spyrja forystumenn Sjálf- stæðisflokksins að þvi hvar eigi aö spara eða hvernig þessi tala sé til komin. Svör „hinna hugumstóru lýð- ræðissinna” eru öll almenn og segja ekkert. Núna fyrir kosningarnar fullyrðir Sjálfstæðisflokkurinn að þaö sé alls ekki ætlun hans að skerða heil- brigðisþjónustuna eða aðra félags- Kjallarinn Ásgeir Daníelsson lega þjónustu. En það þarf ekki að leita lengi til að finna hina raunveru- legu afstöðu ihaldsins til þessara mála. í grein sem Jónas Haralz, einn af aðalhöfundum frjálshyggjustefnu- skrár Sjálfstæðisflokksins, skrifaði i Morgunblaðið sl. vor stóð þetta: „Þróun velferðarríkisins, mikill vöxtur almanna-trygginga og þjónusta á sviði mennta- og heil- brigðismála, jafnhliöa viðleitni til að sinna margvíslegum verkefnum sem áður skiptu litlu máli, hefur leitt til sí- vaxandi ríkisútgjalda og margvis- legrar opinberrar starfsemi. Þetta hefur sorfið að starfsemi atvinnu- lífsins og sniðið beinum kjarabótum almennings þrengri stakk en áður.” Aðdáun margra forystumanna Sjálfstæðisflokksins á aðgerðum íhaldsstjórnar Thatchers í Bretlandi sýnir einnig til hvaða sparnaðarað- gerða þeir vilja helst grípa. Þar er verið að framkvæma skattalækkanir til hagsbóta fyrir þá ríku og stórfelld- an niðurskurð á félagslegri þjónustu sem íslenska íhaldið dreymir um. Þann draum mun það láta rætast um leið og það treystir sér til þess. Verk- efni okkar í dag verður að afhjúpa það moldviðri sem íhaldið þyrlar nú upp i skjóli kjaraskerðingarstefnu vinstri stjórnar sem einmitt fetaði i fótspor íhaldsstjórnar Geirs Hall- grimssonar. Verkefnið er að efla varnir launafólks gegn þeirri árás sem íhaldið er að undirbúa. Stríðið mikla gegn ,verðbólgunni Eftir skotgrafastrið undanfarinna ára gegn verðbólgunni hefur Sjálf- stæðisflokkurinn nú tekið upp stjórnlist þýska hersins frá timum seinni heimsstyrjaldarinnar. þ.c. „leiftursókn” eða „Blitzkrieg" eins og það hcitir á þýsku. Fyrstu aðgcrð- irnar í þessari „leiftursókn" eiga að vera þær að gefa verðlag frjálst, al- nema niðurgrciðslur, lækka bcina skatta og treysta á óbeina skatta i rik- ari niæli. Fyrstu viðbrögðin við þess- um aðgerðum yrði leifturhækkun vcrðlags um a.m.k. 10— 20 "’n. Árangur stefnunnar byggðist siðan á þvi að lauanfólk fengi þessar verð- hækkanir ekki bæltar i kaupi þsi annars mundu atvinnurekendui, ný- frelsaðir undan verðlagshöftum. bæta sér upp kauphækkanirnar jafn- óðum. Þaðá síðan að telja fólki trú um að markaðsöflin og athal tafrelsi al- vinnurekenda og eignamanna til að hirða skjótfenginn gróða muni innan tiðar leiða til efnahagslegra framfara og minni verðbólgu. Það á að auka skipulagsleysi og gósen markaðarins og auka tekjumisréttið til þcss að ná niður verðbólgunni! Auðvitað verða áhrif þessara aðgerða þveröfug. Sjálfstæðisflokkurinn reynir i dag að fela sitt rétta andlit. Ástæðurnar cru nálægð kosninganna og viðlcitni til að nýta möguleika á samvinnu við forystu vcrkalýðsflokkanna og verkalýðshreyfingarinnar til að ná fram stefnu sinni að hluta mcðan ,hann treystir sér ekki til að hefja alls- herjarárás. En jafnskjótt og hann fær tækifæri til þá mun hið rctta andlit á flokki atvinnurckenda og eignamanna koma i Ijós. Gegn þessari stórfelldu tckjutil- færslu til þeirra riku. sem ihaldið stefnir á, verða öll verkalýðsöfl að sameinast i baráttu. Það verður að hafna allri samvinnu við ihaldið og stefna á að lcysa núverandi kreppu markaðarins og gróðasóknarinnar á kostnað þeirra riku undir forystu raunverulegrar verkalýðsstjórnar. Ásgeir Danielsson hagfræðingur. A „Það skortir ekkert á mótsagnir í lof- orðaflaumnum sem nú streymir frá Sjálf- stæðisflokknum.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.