Dagblaðið - 21.11.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 21.11.1979, Blaðsíða 12
--------------------------------/V DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1979. 12 Bætum kennsluhættina —opið bréf til f ramhaldsskólanna Hér verður í síðasta bréfi mínu fjallað um mismunandi kennsluað- ferðir, notkun þeirra og lítillega um námsmat. Ýmsar kennsluaðferðir: 1) Fyrirlestur 2) Framsögn 3) Hópvinna 4) Hópumræður 5) Málfundur / Kappræður 6) Leikið efni Taflan sýnir ýmsar kennsluað- ferðir sem unnt er að beita í fram- haldsskólanum. 1) Fyrirlestri hafa verið gerð skil í fyrri grein minni. 2) Framsögn felur það í sér að kennari úthlutar einstaklingum eða hópum verkefnum sem gjarnan eru unnin utan kennslustundar. Síðan hafa nemendur, á eigin spýtur eða í sameiningu, framsögn um sitt efni fyrir bekkinn í komandi kennslu- stund(um). 3) Hópvinna er náskylt framsögn- inni (raunar er hægt að sameina þetta tvennt) en hún er ávallt unnin í sam- einingu nemenda í kennslustundum og verkefnið, sem hópurinn vinnur, er oft ekki flutt fram. Meginkostur: farið yfir mikið efni reynir á sjálfstæð vinnubrögð stuðlar að félagsþroska svör fást við áleitnum spurningum reynir á munnlega tjáningu setur námsefnið í nýtt samhengi 4) Hópumræður byggjast á því að slegið er upp hringborði og fjallað um ákveðið efni sameiginlega af öll- um nemendum. Efnið er ýmist undir- búið eða óundirbúið. Ef efni er óundirbúið skiptist gjarnan á lestur efnis og hópumræða. 5) Málfundur felur í sér að nem- endum er gefið upp ákveðið umfjöll- unarefni fyrir næstu kennslustund. Þeir undirbúa sig siðan „heima” (gjarnan sjálfstætt) og halda hver fyrir sig ræðu um efnið fyrir nemend- ur. Kappræður geta farið þannig fram að nemendum er fengin ákveðin fullyrðing til umfjöllunar.sem álita- mál er hvort standist en tengist náms- efninu. Dæmi: „Þjóðverjar bera ábyrgð á heimsstyrjöldinni síðari”, eða „Raunverulegt lýðræði ríkir ekki á íslandi”. Síðan skiptir kennari nemendum i þrjá hópa. Fyrsti hópur- inn tekur að sér að renna stoðum .ndir viðkomandi fullyrðingu (gagnasöfnun), annar hópurinn tekur að sér að hrekja fullyrðinguna og þriðji hópurinn, dómnefnd, tekur að sér að skera úr í deilunni á grundvelli framsöguerinda þegar kappræðum er lokið. Nauðsynlegt væri að nota sam- liggjandi kennslustundir til slíkra kappræðna. 6) Leikið efni. Þá er bekknum í heild eða smærri hópum falið að tjá á leikrænan hátt ákveðin hugtök sem námið fjallar um. Þessi aðferð er all- tímafrek og því æskilegust í mjög litl- um mæli, t.d. í upphafi annar (árs) meðan nemendur eru að kynnast og læra að koma fram gagnvart hópn- um. Til að losa um hömlur hefur þessi aðferð mikið gildi. Skipulagning kennslu Fyrirlestur hefur vissa ótvíræða kosti (hröð yfirferð, auðveld kennsluáætlun, auðveld kennslu- gagnanotkun). Góð kennsla ætti því að byggja að miklu leyti á fyrirlestr- um. Best færi á samtvinnun fleiri en einnar kennsluaðferðar. Slík sam- tvinnun getur t.d. átt sér stað þannig að einni vikustund af fjórum sé varið í hópvinnu, framsögn eða hópum- ræðu en þremur vikustundum í fyrir- lestur. Heppilegast væri þetta fyrir- komulag í samliggjandi tímum, þar sem fyrri tíminn færi í fyrirlestur en sá síðari í hópvinnu eða eitthvað ann- að. Einnig er æskileg önnur tegund samtvinnunar. Hér er átt við að kennslustund sé t.d. skipt þannig niður að 25 min. fari í hreinan fyrir- lestur en þær mínútur sem þá væru eftir færu í hópumræður um efni fyrirlestursins. Þessu mætti brydda upp á öðru hverju í kennslustundum. Til dæmis er heppilegt fyrir raun- greinakennara sem hafa „dæma- tíma” að byrja á örlitlum fyrirlestri um helstu reikniaðferðir áður en Kjallarinn RúnarVilhjálmsson nemendur reikna dæmin. Þannig má komast hjá miklum endurtekningum. Ávinninginn af þeirri skipulagn- ingu sem hér hefur verið lýst má draga saman í fernt: a) Öruggara er að nemandinn skilji það sem fram fer í kennslunni. b) Nemandinn þjálfast í sjálfstæðum vinnubrögðum. c) Nem- andinn ávinnur sér aukinn félags- þroska með aukinni samvinnu við bekkjarfélaga sína. d) Nemandinn fær aukinn áhuga á námsefninu og leggur ósjálfrátt meira á sig við námið. HVAÐADNAÐUR? Framsóknaráratugur Það hefur nú gerzt, að allt upplýst fólk talar um nauðsyn þess, að iðn- aður verði aukinn hér á landi. Loks- ins hefur þetta tekizt, og er það gott. Maður skyldi vona, að þetta sé ekki bara kosningaskjálfti. Nú eru liðin rúm tíu ár, síðan gerð var fyrsta al- varlega tilraunin til að móta iðn- þróunarstefnu undir yfirskriftinni „Iðnþróunaráform” á tímum Jóhanns Hafstein. Síðan þá hefur lítið gerzt og „framsóknaráratugur- inn” er á enda runninn. Ríkisstjórn Geirs Hallgrimssonar (1974—1978) var önnum kafin að sópa upp eftir fyrri vinstri stjórn Ólafs Jóhannes- sonar og með hann sjálfan innan- borðs. Þeirri ríkisstjórn hefði þó næstum tekizt að hemja verð- bólguna, þegar Guðmundur jaki og Co. frömdu mesta níðingsverk á ís- lenzku atvinnulífi, sem um getur, þ.e. útflutningsbannið. Þeir eru margir íslendingarnir, sem munu seint gleyma þeim atburðum. — Ef annar „framsóknaráratugur” e( fram- undan, mun hann ríða íslenzku atvinnulífi að fullu. Afglöp þessa áratugar liggja á borðinu, og að framsóknarmenn skuli vera að monta sig af honum, er vottur um kjána- legan barnaskap. Þessi áratugur ein- kennist af offjárfestingum í landbún- aði, þ.e. í sauðfjárrækt og í mjólkur- framleiðslu með þeim afleiðingum, að vandamál hefðbundins landbún- aðar eru nú næstum óleysanleg. Gífurlegar offjárfestingar hafa orðið i fiskiskipum með þeim afleiðingum, að erlend skuldasöfnun hefur vaxið gífurlega og rekstrarkostnaður út- gerðar er nú miklu meiri en nauðsyn- legt er. Framundan er skömmtunar- seðlakerfi fyrir útgerðina! Framfarir í fiskiðnaði hafa ekki verið nægilega miklar og núverandi sjávarútvegsráð- herra kveður mörg fiskvinnsluhús vera á hjólbörustiginu á sama tíma og skuttogarar upp á hálfan annan milljarð og önnur fiskiskip bíða verk- efnalaus. — Verðbólgan hefur auk þess valdið ómældum skaða á öðrum sviðum. Ný störf hafa næstum eingöngu opnast hjá opin- berum aðilum. Svo geta menn verið að stæra sig af slíku. öfuguggahátt- urinn er algjör. Framsókn dregur enn seiminn í stefnu Framsóknarflokksins er nú talað um nýja framsókn til alhliða atvinnuuppbyggingar o.fl. Einnig segir þar: „Verulegir möguleikar fel- ast enn í landbúnaði, í hinum eldri búgreinum sem nýjum”. Þeir berja hausnum enn við steininn. Öllu skyn- sömu fólki er ljóst, að „hinar eldri búgreinar” verður að draga saman. Síðan er rætt um, að auðlindir íslands séu miklar, og að við eigum að vinna jafnt og þétt að nýtingu þeirra. Jú, jú. Flestir geta verið sam- mála því, en hvergi er minnzt á það, hvað til þarf. Þeir foröast eins og heitan eldinn að ræða um iðnþróun. Hugsunin sem mótar atvinnustefnu Framsóknarflokksins og sett hefur verið fram í græna pésanum „Ný framsókn til framfara”, er í fyrsta lagi t véfréttarstíl og í öðru lagi svipuð og hjá olíuprinsum arabísku furstadæmanna. Semjendurnir halda, að unnt sé að selja íslenzkar auðlindir eins og olíu með því að skrúfa frá krana. Það er margt, sem bendir til þess, að Framsóknar- flokkurinn sé að verða algjör tíma- skekkja í íslenzkum stjórnmálum. Flokkurinn endar sem hagsmuna- samtök nútíma tollheimtumanna, þ.e. manna, sem vilja byggja afkomu sína á þvi að selja fólki aðgang að landi, veiðiám, berjum, fallvötnum og veiði almennt eða á einhverjum lög- Kjallarinn Jónas Bjarnason festum forréttindum. Þeir sóma sér bezt í söluskúrum viö aö taka rúllu- gjald af fólki. Það er skrítin stefna, sem byggist á því að standa eins og hundur á roði á séreignarrétti á öllu landi en á þjóðnýtingu á hallarekstri þeirrar atvinnustarfsemi, sem fram fer á landinu. í þessu felst bakgrunn- ur að stefnu Framsóknarflokksins, sem er opinn i báða enda! Júgóslavneskir múrsteinar í Júgóslaviu eru flest iðnfyrirtæki ríkisrekin eins og annars staðar í kommúnistaríkjum. Fyrir nokkrum árum tók maður einn upp á því að framleiða múrsteina í samkeppni við ríkiseinkasölu á múrsteinum. Þessi maður hafði starfað í V-Þýzkalandi sem gestkomandi vinnukraftur (Gast- arbeiter). Þar kynntist hann nýjum vélum og nýrri tækni í múrsteina- framleiðslu. Hann keypti sér vélar fyrir kaup sitt og tókst að koma þeim heim til heimabyggðar sinnar. Þar fór hann að framleiða múrsteina og selja. Þeir reyndust bæði betri og ódýrari en múrsteinarnir, sem feng- ust hjá ríkisapparadnu. Viðskiptin uxu jafnt og þétt, og næstu byggðar- lög fóru einnig að verzla við þennan framtakssama mann. Hann varð brátt að nokkurs konar höfðingja, sem lyfti sínu byggðarlagi úr vesöld upp i blómlegt athafnalíf. En Adam var ekki lengi í paradís. Stjórnin í Belgrad taldi atvinnureksturinn ögrun við þjóðskipulagið og bannaði hann. Einkarekstur var nefnilega farinn að blómgast víða um landið til hagsbóta fyrir alla, bæði framleið- endur og neytendur. Þessi saga er dæmigerð fyrir iðnað. .Kveikjan að framförum í iðnaði felst í sköpunarmætti einstaklings- ins, sem hefur athafnafrelsi. Þegar athafnafrelsi ríkir, eru fjölmargir ein- staklingar að vinna að framförum. Það er bæði uppgötvunareðli og ábatavon, sem rekur einstaklingana áfram. Starfið veitir honum ham- ingju, og þjóðfélagið tekur þátt í Ein stór Últíma? Nei, takk Kæri Kristinn Pétursson. í grein þinni (3. nóv.) gefur þú ágætt tilefni til nokkurrar umræðu um verzlunarmál. Þar virðist þú vaða í mikilli villu, villu sem raunar er ekki óalgeng meðal fólks — og þess vegna hollt umræðuefni. Margar verzlanir Þú miklar fyrir þér fjölda verzlana við Laugaveg — og sjálfsagt víðar. Og þú stingur upp á auðlindaskatti á verzlun! Og þú virðist halda að hægt væri að draga mikið úr kostnaði við verzlunarrekstur almennt með því að gera verzlanir stærri og færri; Þetta hefur verið reynt, m.a. í austantjalds- löndum — og gefizt frámunalega illa — og er einn þátturinn i því að halda niðri lífskjörum í þeim heimshluta. Það er engu líkara en þú hafir drukkið í þig eitthvað af „auðhringa- hagfræði”þeirri sem Refur mengað hagfræðikennsluna í Háskóla fslands um langt árabil. Sú skoðun stendur upp úr hverjum strák, sem þar hefur verið, að allur rekstur sé því hag- kvæmari sem hann sé stærri. Þetta á reyndar við um sumt (sértæknivædd- an stórrekstur í vissum iðngreinum) en á alls ekki við, jafnvel hið gagn- stæða, um fjölda margan annan rekstur. Hin hagkvæmasta stærð fyrirtækja er mjög breytileg eftir eðli rekstrar og aðstæðum. Mikil afköst starfsmanna Þjóðhagslega séð er verzlun á íslandi með því ódýrasta sem gerist, miðað við nálæg lönd. Ef miðað er við afköst á mann, starfandi í verzlun' á íslandi (banka- og tryggingastarf- semi höfð sér i flokki því sú starfsemi dregur meðálafköstin mikið niður) ’eru afköstin með því mesta sem gerist — og með því mesta sem gerist i nokkurri atvinnugrein í landinu (sbr. sérstaka athugun sem þó mun nokk- urra ára gömul). Það eru aðeins af- köst í blaðamennsku sem taka af- köstum verzlunarfólksins fram! ef miðað er við samanburð við nálæg lönd. Afköst í fiskveiðum koma hér ekki til samanburðar vegna algerrar sér- stöðu, þar sem vaðið er í auðlind sem líkja má við auðuga gullnámu. Lág verzlunarálagning hór Verzlunarálagning á íslandi er yfir- leitt langt fyrir neðan það sem annars staðar gerist. Leyfð álagning hér er 2/3 ,eða jafnvel aðeins helmingur á við það sem víða tíðkast. Og fjöldi verzlana verður gjaldþrota eða hættir starfsemi vegna þess að álagningin ber ekki uppi tilkostnað. Auðvitaðer það þjóðhagslega hagkvæmt að hvaða starfsgrein sem er sé rekin með sem minnstum tilkostnaði. Ef þú heldur að stórgróði sé í verzlunar- rekstri, þá reyndu bara sjálfur, það hafa margir gert, og heppnazt mis- jafnlega — eins og gengur. En í þess- ari grein eru engin samtök sem halda uppi illa rekinni starfsemi — né styrkir eða opinber aðstoð. Nýlega kynnti ég mér verzlunar- álagningu í Svíþjóð og Finnlandi. í Svíþjóð er smásöluálagning 140% ofan á heildsöluverð — eða stundum verksmiðjuverð. Innifalið í þeirri álagningu er 20% söluskattur. í Finn- landi er tilsvarandi álagning 120% og innifelur 15% söluskatt. Fáar verzlanir Þessi lága álagning hér á landi veldur því að meira vinnuálag kemur á hvern starfsmann en almennt gerist. En hvort verzlanir eru margar og smáar eða fáar og stórar virðist ekki skipta sköpum um afköst á' mann. Fer það eftir aðstæðum eins og áður segir. Sú hugmynd þín — ,,að 3—4 magasín á Stór-Reykjavíkursvæðinu væri hæfilegt” — er hin mesta firra að mínu mati og mundi ekkert spara, síður en svo. Nokkrir stórmarkaðir — aðallega í matvörum — virðast að vísu hafa dafnað vel nú um sinn og sjálfsagt á sú þróun einhverja — en þó takmarkaða — framtíðarmögu- leika. Ágætt svo langt sem það nær. Kaupmaðurinn á horninu En því má heldur ekki gleyma að verzluninni eru tengd samfélagsleg verðmæti — vegna eðlilegra mann- legra samkipta sem tengjast starfsem- inni — einkum i smáverzlunum — og sérverzlunum. Og nú, þegar bensín- lítrinn er á leið upp í það verð að jafn gilda hálfrar klukkustundar vinnu- launum (áreiðanlega ekki langt I það), þá geri ég ráð fyrir að sam- keppnishæfni kaupmannsins eða kaupfélagsins á horninu breytist smá- verzlununum i hag. Og þegar þú, Kristinn, kemur til Reykjavíkur og þarft að fá þér falleg föt við þitt hæfi — þá mætti svo fara að þú fengir betri — og persónulegri — afgreiðslu sem nýttist þér betur í einni lítilli Últímu heldur en í stórmagasíni þar sem aðstaða þín líkist meira einstakl- ingi hjarðarinnar! Starf og stöðu smákaupmannsins ber að virða og meta eins og önnur þjóðnýt störf. Og engan þarf að „þrælka”, hvorki verzlunarmann, sjómann né neina aðra í farsældar- ríki framtíðarinnar. Gíslar fátæktarinnar Meðan ég er að skrifa þessar línur glymja í eyrum ráðagerðir um frelsun nokkurra gísla sem af völdum trúarof- stækis (umhverfisáhrifa!) hafa verið hnepptir í varðhald í Teheran. Þetta trúarofstæki er að frumeðli af sama toga og ofstækistrúin á „heilagar kýr” og „heilaga fiskveiðiflota”. En á nokkrum eyjum hér beint í suður af vesturodda fslands býr litíl þjóð sem öriög hafa hneppt í heljargreipar fá- tæktar, vanþekkingar og úrræða- leysis. Fólkið þar er gíslar fátæktar- innar. Þessi litla þjóð, sem er álíka fjölmenn og okkar, hefur sýnt okkur þann heiður að biðja okkur um hjálp, og gerir sér nokkrar vonir um að hjálp berist frá okkur. Fyrir því hef ég orð ekki ómerkari manns en Árna Benediktssonar framkvæmda- stjóra sem nýlega var þar á ferð. Hér er um að ræða Cape Verde-eyjar — eða Grænhöfðaeyjar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.