Dagblaðið - 21.11.1979, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. MlÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1979.
16
r
Allir f rambjóðendur á Austurlandi höfðu lausn á verðbólguvandanum en enginn þá sömu:
LQFTURSOKN, „MJUKA”
LEKMN, HÆGFARA LAUSN EDA
VfGGfflÐING UM VERD6ÓLGU
Það var helzt Sverrir sem kom fólki til að hlæja. Hér skemmta Reyðfirðingar sér vel.
Sviðsmynd Ar stjörnmálasirkusinum. Myndin er teldn á Reyðarfirði en heldur
rýmra var á sviðinu á EgUsstöðum. Bjarni er i ræðustól.
er okkur bar inn í Valaskjálf og
þrumaði: „Vinstri stjórnirnar 1956,
1974 og 1978 voru myndaðar eftir
kosningasigra Alþýðubandalagsins
og þær verða aldrei myndaðar nema
Alþbl. komi sterkt út úr kosningum.
Framsókn hefur hlaupið úr þessum
V-stjórnum og nú síðast Alþýðu-
flokkurinn. Aldrei hefði Alþbl. hvik-
að, alltaf staðið ábyrgt, með lands-
byggðarpólitík, með félagslegum
átökum og barizt fyrir auknum trygg-
ingabótum aldraðra og fatlaðra.”
Helgi sagði að, sjálfstæðismenn
hefðu sakað Alþýðuflokkinn um það
í siðustu kosningum að stela öllum
sinum tillögum. Nú bættu sjálf-
stæðismenn um betur og kæmu fram
með „leiftursóknarhugmyndina”. í
henni væri kjarninn afnám vísitölu-
bóta, frjáls álagning á vörur, ger-
breyting vinnulöggjafar í þágu at-
vinnurekenda, erlend stóriðja, lækk-
un niðurgreiðslna og niðurskurðar-
stefna varðandi opinberar fram-
kvæmdir. í öllum þessum málaflokk-
um tónaði Framsókn undir og hefði
m.a. staðið að lagasetningu með
íhaldinu um t.d. frjálsa álagningu,
sem tekizt hefði að fresta í síðustu
stjórn en ekki fella úr gildi. Fram-
sókn hefði við stjórnarmyndun
viljað 22% niðurskurð opinberra
framkvæmda en hefði af Alþbl. verið
pind niðurí 16% niðurskurð.
„Nei, framsóknarmönnumerekki
eins leitt og þeir láta í þessum efnum.
Formaður Framsóknar segir: Helzt
vildi ég V-stjórn, en ég afskrifa
engan möguleika. Og Sjálfstæðis-
flokkurinn telur Framsókn mun betri
flokk en tætingslið A-listans,” sagði
Helgi.
5-falt raforkuverð
hér á við Noreg
Erling Garðar Jónasson (A-10)
kvað V-stjórnina síðustu ekki hafa
fallið vegna stjórnarandstöðunnar,
heldur vegna dáðlausrar verkstjórnar
Ólafs Jóh. ,deilna Alþýðuflokks og
Alþbl. og sjúklegrar afbrýðisemi
Framsóknar og Alþbl. vegna kosn-
ingasigurs Alþýðuflokksins í síðustu
kosningum.
Erling kvað Alþýðubandalagið
nærast á úreltum stéttarhaturshug-
myndum og skrumi og því vera verra
en gagnslaust. Framsókn væri henti-
stefnuflokkur, sem þyrfti að gefa
duglegt spark, svo langt sem hann
væri kominn frá félagshyggjunni sem
hann hefði verið grundvallaður á.
Síðan ræddi Erling Garðar af
þekkingu um raforkumálin. Hann
kvað rafmagn i sveitum vera fimm-
falt dýrara á íslandi en gerðist í
Noregi og í borgum hér væri það nær
tvöfalt dýrara en í Osló. Ástæðan
væri fjármagnskostnaður Rafmagns-
veitna ríkisins sem ekki fengju að
sækja á sömu mið í lánamálum og
Landsvirkjun og fjármagnskostn-
aður Rarik kæmist því allt upp í 47%
af kostnaðarverði. Þýddi þetta 1500
milljónir kr. ef kippt væri í lag og
fengið eitt langtímalán á sömu kjör-
um og Landsvirkjun fær.
Lúövfk og
Sighvatur ætíð
í stjórnarandstöðu
Tómas Árnason lýsti ábyrgð þing-
rofs krata á hendur krötum og sjálf-
stæðismönnum. I það værí látið
skína að kratar hefðu unnið kapp-
hlaup við Alþbl. um að hlaupa úr
ríkisstjórninní. Veilur hefðu komið
fram í stjórnarsamstarfinu þegar i
upphafi og stjómarandstaöa mynd-
azt í stjórnarliðinu á þingi. Þar hefðu
Lúðvík og Olafur Ragnar staðið að í
Alþbl. og Sighvatur, Vilmundur o.fl.
i Alþýðuflokknum. Lúðvik lagði
ætið áherzlu á skammtímastjórn og
hönd var oft á lofti móti stjómar-
fmmvörpum ásamt höndum sjálf-
stæðismanna. Lúðvík þvældist fyrir
öllu sem hann gat svo lengi sem hann
gat. Þetta gróf undan stjóminni bæði
á þingi og með þjóðinni og auðveld-
aði Alþýðuflokknum brotthlaupið.
Alþýðubandalagsmenn heföi í raun
reynzt pólitiskir hugleysingjar og
þreklausir með öllu.
Tómas hældi sér af því að lækka
söluskatt á almennum matvörum um
5 milljaröa. Hjörleifur greip fram í
og kvaö það hafa gerzt að tillögu
Alþýðubandalagsins. Tómas hældi
framsóknarmönnum fyrir að endur-
greiða bændum, þrátt fyrir mótbárur
A-flokkanna, 1300 milljónir króna
fyrir árslok 1978 og þar með gert það
ár að þezta ári bænda i íslandssög-
unni. „Á úslitastundum hefur Fram-
Hjörleifur lék allan tímann I vörninni.
En hann var að vanda bezt klæddi
maður liðsins.
sókn aldrei brugðizt málefnum
bænda og nú ættu bændur að koma
Framsókn til fyrri áhrifa,” sagði
Tómas.
Tómas kvað Sjálfstæðisflokkinn í
orði tala um „báknið burt”. Á
viðreisnarárunum hefði verið sett met
i eflingu báknsins og í ríkisstjórn
Geirs bætt um betur. M.a. hefði þá
allt verið tvöfaldað i fjármálaráðu-
neytinu. Þeir töluðu um lækkun
skatta, en enginn flokkur hefði
fundið upp fleiri skatta og nefndi til
söluskatt, vörugjald, gúmmígjald og
flugvallaskatt.
Verðbólguverk
Tómasar ekki
komin í Ijós
Sverrir Hermannsson kvað síðustu
rikisstjórn einsdæmi um gjörvalla
heimsbyggðina. Og nú ætlaði hún aö
kenna krötum um óðaverðbólguna.
Það er hryggilegt, sagði Sverrir, að
ávöxtur starfa Tómasar og Hjörleifs
heldur áfram að koma í ljós. Hann
endar ekki með 81% verðbólgu,
árangur starfa þeirra verður frekar
181% veröbólga. Samt eru öll ríkis-
fyrirtæki rekin með bullandi tapi.
Það vantar milljarða á milljarða ofan
til að ná endum saman. Haldið þiö að
það þurfi ekki að borga þetta? Og
hver á að borga? Og svo tala menn
um að taka á öllu þessu meö mýkt.
Sverrir kvaö skyndiáhlaup gegn
verðbólgu hafa heppnazt 1960. I
faðmlögum við framsóknardrósina
1974—78 féllst Sjálfstæðisflokkur á
að beita mýktinni. Við brennum
okkurekki á sama soðinu aftur.
Að lokast inni
í klæðaskáp
Sverrir vék að tali um framboðs-
raunir Sjálfstæðisflokksins. Hann
kvaðst ekki orðlengja um Jón Sólnes.
Það er of hryggilegt dæmi til þess að
Ekki verður með neinum sanni sagt
að ættjörðin og jafnvel ekki einu
sinni Austurlandskjördæmi sé
nokkuð nær stund frelsunarinnar
eftir sameiginlega fundi frambjóð-
enda á Egilsstöðum og á Reyðarfirði
á sunnudaginn. Fundarsókn var talin
góð á báðum stöðum og sumt fólk
langt að komið á fundinum í Vala-
skjálf á Egilsstöðum. En fólk fór
tæplega miklu fróðara af fundinum
en það kom, og vart er þess að vænta
að orðaflaumur-þeirra frambjóðenda
er til máls tóku hafi sannfært nokk-
urn mann um hvaða flokk hann eigi
að krossa við í aðventukosningunum.
Á frambjóðendum sjálfum var það
helzt að heyra að þeir gerðu ráð fyrir
að Framsókn og Alþýðubandalag
fengju tvo menn kjörna og Sjálf-
stæðisflokkurinn einn. Baráttan sem
þeir eygðu í kjördæminu var því um
hugsanleg uppbótarþingsæti, hvort
það eða þau féllu Framsókn, krötum
eða Alþýðubandalagi í skaut og
Sverrir Hermannsson lýsti þeirri
bjartsýni sinni að með í þeim slag
væri Egill Jónsson á Seljavöllum (D-
2) og brostu þá ýmsir fundarmenn í
kampinn en enginn hló upphátt.
Frambjóðendur höfðu ekki meira
við en svo að sömu ræðurnar voru
fluttar nær óbreyttar á báðum
fundunum — og var okkur Dag-
blaðsmönnum tjáð að svo hefði
einnig verið á tveim fundum nyrzt i
kjördæminu sem frambjóðendur
sóttu með harðræði í sameiginlegum
rútubil og um borð i varðskipi.
Gekk þetta meira að segja svo
langt að sömu mótframbjóðendur
komu með sömu innskot eða frammí-
grip á báðum fundum — svo full-
komlega var platan leikin. Og það
brá við á síðari fundinum vegna
breyttrar röðunar ræðumanna að
svar kom frá ræðumönnum áður en
ástæða var til að svara en þess þá
getið að fullyrðingin sem svarað var
yrði sögð síðar á fundinum. Og allt
stóð það heima.
Frambjóðendurnir voru eiginlega
ekki sammála nema um eitt atriði;
að kosningarnar snerust um efna-
hagsmál. Þessi staðreynd kom vist
ekki flatt upp á neinn fundarmanna.
En að frambjóðendur væru sammála
um leiðir til úrlausnar var öðru nær.
Allir skömmuðu alla fyrir hvernig
komið væri og allir höfðu leiðir til
lausnar þó engin leiðanna væri eins.
Sverrir & Co réttlættu leiftursóknina,
Tómas & Co bentu á hægfara lausn,
prófessor Bjarni vildi „mjúku”
leiðina og félagarnir í Alþýðubanda-
laginu fóru eins og kettir í kringum
heitan graut um það er kalla mætti
„víggirðingu um verðbólguna og
opinberar framkvæmdir”.
Engin V-stjórn
án Alþýðubandalags
Helgi Seljan (G-l) stóð í pontunni
Frambjóðendur til alþingiskosninga í Austurlandskjördœmi
1.—2. desember 1979:
A
1. Bjarní Guönason prófessor, Reykjavlk
2. Hallsteinn Friöþjófsson, form. Verkalfél. Fram, Seyðisf.
3. Guömundur Sigurðsson læknir, Egilsstööum
4. Siguröur Hjartarson bakari, Höfn
5. Bjöm Björnsson rafvirkjameistari, Norðfirði
6. Jóna Halldórsdóttir húsfrú, Eskifiröi
7. EgillGuðlaugsson framkvæmdastj., Fáskrúðsfirði'
8. Ingi Einarsson sjómaður, Höfn
9. Bragi Dýrfjörð umboösmaður, Vopnafirði
10. Erling Garðar Jónasson rafveitustjóri, Egilsstöðum
D
1. Sverrír Hermannsson, fv. alþingismaður
2. Egill Jónsson bóndi, SeljavöUum
3. Tryggvi Gunnarsson skipstjóri, Vopnaftrði
4. Þráinn Jónsson framkvæmdastjóri, Fellahreppi
Jt Júlíus Þórðarson bóndi, Skorrastað, Norðfirði
6. Jóhann D. Jónsson umdæmissijóri, Egilsstöðum
7. Ásmundur Ásmundsson framkvstj., Reyðarfirði
8. Albert Kemp vélvirki, Fáskrúðsfirði
9. Herdís Hermóðsdóttir húsmóðir, Eskifiröi
10. Pétur Blönda) framkvæmdastjóri, Seyðisfirði
B
1. Tómas Árnason, fv. ráðherra /
2. Halldór Ásgrímsson, fv. alþingism.
3. Guðm. Gislason kaupfélagstj., Stöðvarf.
4. Jón Kristjánsson fuUtr., Bgilsstöðum
5. Alrún Kristmannsd. húsmóðir, Eskifirði
6. Kristján Magnússon sveitarstj., Vopnafirði
7. Berta Einarsdóttir húsfreyja, Kálfafellsstað
8. SveinnGuðmundss. bóndi,Sellandi
9. Friðjón Skúlas., húsasmiðam., Neskaupstað
10. Þórdis Bergsd. bæjarftr., Seyðisfirði
G
1. Helgí Seljan, fv. alþmaður
2. HjörleifurGuttormsson, fv. ráðherra
3. Sveinn Jónsson vérkfræöingur, Egilsstöðum
4. Þorbjörg Arnórsdóttir, Hala, Suðursv.
5. Ágústa Þorkelsd., Refstað, Vopnaf.
6. Guðjón Sveinsson rithöf., Breiðdalsvik
7. Guðjon Björnsson kennari, Eskif.
8. Birgir Stefánsson kennari, Fáskrúðsf.
9. Pétur Eiðsson bóndi, Snotruncsi
10. Baldur Sveinbjörnsson sjómaður, Seyðjsfirði
i
v
*