Dagblaðið - 21.11.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 21.11.1979, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1979. DB á ne ytendamarkaði Tíu dagar eftir: Uppskriftimar streyma inn 10 milljón kr. verðlaunakaka f rá USA Nú eru uppskriftirnar farnar að streyma inn í keppni Dagblaðsins og Landssambands bakarameistara. Þar má sjáýmsar gómsætar og jafnframt' óvenjulegar uppskriftir, — verðið er allt vel og skilmerkilega útreiknað. Dómnefndinni verður svo sannarlega mikill vandi á höndum að velja úr beztu kökurnar. Frestur til að skila inn uppskriftum rennur út 1. desember næstkomandi þannig að vissara er fyrir þá sem búsettir eru fjarri höfuðborginni að drífa sínar uppskfiftir í póst sem allra fyrst. Ölluni er heimil þátttaka nema starfandi bökurum, en hver og einn má aðeins senda eina uppskrift. — Fyrst verða valdar tíu eða tuttugu beztu uppskriftirnar að dómi dóm- nefndarinnar. Þeir sem þær sendu verða síðan kvaddir allir á einn stað með kökurnar og þá verður smakkað á þeim. Það verður ekkTáðeins tekið tillit til gæða, heldur einnig að um sé að ræða ódýra köku í framleiðslu. Fyrstu verðlaun eru Flórídaferð fyrir tvo og í II. og 111. verðlaun verða heimilistæki. — Það er því aldeilis til mikils að vinna. Hún lætur svo sem ekki mikið yfir sér þessi kaka, sem vann til svo rosalegra verðlauna. En það var nú I henni Ameriku, þar sem allt er svo stórt i sniðum. Merking hrossa- ELDHÚSKRÓKURINN kjöts Folaldakjöt er merkt sem hér segir: FOI — Vel holdfylltir skrokkar og útlitsgóðir, 50 kg og þyngri og ekki eldri en 9 mánaða. FOII — Holdþynnri skrokkar á sama aldri og vel útlítandi skrokkar undir 50 kg. Trippakjöt er merkt sem hér segir: TRI — Trippi 9 mánaða til 3ja ára. Vel holdfyllt og hæfilega feitt með gott útlit. TRII — Holdþynnri trippi á sama aldri eða mjög feit en vel útlítandi að öðru leyti. Hrossakjöt er merkt sem hér segir: HRI — Hross 4ra til 9 ára. Hæfilega holdfylltir skrokkar og ekki of feitir meðgott útlit. HRII — Hross 10 ára og eldri. Vel- útlítandi og hæfilega feitir skrokkar. HRIII — Skrokkarafhrossum lOára og eldri. Holdlitlir eða mjög feitir. Sérstaklega af gömlum stóðhryssum Kjöt af hrossum skiptist f folaldakjöt, trippakjöt og hrossakjöL og graðhestum. Einnig lélegir skrokkar af folöldum, trippum og hrossum 5 ára og eldri og allir skrokkar af hrossum með heilbrigðis- stimpil 2. Næst segir frá svínakjöti. Þetta er skemmtileg uppákoma í svartasta skammdeginu. Þá er heldur ekki ónýtt að fá nýjar, spennandi og ódýrar kökuuppskriftir svona rétt fyrir jólin. Ýmsir sem kannski baka aldrei ýfir árið taka sig til og baka einmitt fyrir jólin. Á dögunum sögðum við frá 20 milljón kr. verðlaunaköku í lands- keppni í Bandaríkjunum. Hér á eftir er uppskrift af köku sem fékk 25 þúsund dollara í verðlaun, eða sem svarar nímlega 10 milljón ferða- mannakrónum! Kannski einhver vilji prófa að baka þessa frægu köku: Appelsínukaka Hakkið saman...... 1 stóra appelsínu, bæði börkinn og kjötið (geymið safann þar til síðar), 1 bolla steinlausar rúsínur og 1/3 bolla valhnetur. Sigtið saman. . . . 2 bolla hveiti, 1 tsk sóda, 1 tsk salt og 1 bolla sykur. Bætið út í.... 1/2 bolla smjörlíki og 3/4 bolla mjólk. Hrærið. . . . þessu saman þar tíl allt deigið er orðið vel samfellt. Bætið þá út í. . . . 2 eggjum og 1/4 bolla mjólk og hrærið vel í. Látið þá...... appelsínu-, rúsínu- og hnetuhakkið út í degið. Látið í. . . . vel smurt form 30,5 x 20,5, 5x5 eða 33 x 21,5, 5 x 5 cm á stærð. Bakast....... í um það bil 40—50 mín. í 162°C heitum ofni. Þegar kakan er bökuð er hellt ofan á hana heita 1/3 bolla af appelsínu- safa og blöndu af 1/3 bolla sykri, 1 tsk kanel og 1/4 bolla af valhnetum. Skreytið síðan með appelsínusneið- um ef vill. Hráefnið í þessa verðlaunaköku telst okkur að kosti mjög nálægt 1300 kr. -A.Bj. Reglur samkeppninnar Eftirfarandi roglur hafa verið settar í uppskriftasamkeppni Landssambands bakarameistara og Dagblaðsins: 1. Þétttaka er ö/lum heimil nema stariandi bökurum. 2. Uppskriftunum skaI skilað tiI Dagblaðsins fyrir 1. desember á meðfyigjandi eyðublaði. 3. Hverjum þitttakanda er einungis heimift að senda eina uppskrift 4. Tokið verður tiliit til hróefniskostnaðar enda er verið að leita eftir ódýrum uppskriftum. 5. Landssamband bakarameistara óskilur sór róðstöfunarrótt yfírþeim uppskriftum sem berast Uppskriftasamkeppni Lnndssnmbands bakarameistara og Dagblaðsins. Nafn:_____________________ Heimili:__________________ Sími:______ Nafn uppskriftar: ________________ Magn:________________ Hráefni grömm Verðpr.ein. Samtals Samtaís: Bökunarhiti:. Bökunartími: Skýringar: _

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.