Dagblaðið - 21.11.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 21.11.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1979. 5 Póstsendum um land allt. micléMS | HVERAGERÐI SIMI9M499 Ráðherrar vilja ekki hækka kaupið sitt: Benedikt færáfram 1,4 milljónir íumslaginu „Ráðherrar Alþýðuflokksins hafa ákveðið að taka ekki við verðbóta- hækkunum 1. desember. Með því viljum við benda á þær ógöngur sem- sjálfvirkt vísitölukerfi er komið í,” sagði Benedikt Gröndal forsætisráð- herra í gær. Kaup forsætisráðherrans er nú 1,4 milljónir og hefði hækkað í 1,6 milljónir 1. desember, erl3,2% verð bótahækkun hefði bætzt við. Aðrir ráðherrar fá i kaup 1,3 millj- ónir, en hefðu fengið fúmlega 1,5 milljónir með verðbótunum. -ARP Smekkbuxur, flauel, á 1— 16 ára. Blússur og mussur í miklu úrvali. Tuttugu milljarða skuld Rarík: „Höfum fengið vilyrði fyrir lausn vandans” —segir KHstján Jónsson, rafmagnsveitustjóri Tropicana vinning- urinn loks f undinn Nú er loks kominn botn í sölu- happdrættismál fyrirtækisins Sólar hf., er framleiðir appelsínudrykkinn Tropicana. Fyrir um það bil mánuði setti fyrirtækið strimil rtieð sérstakri áletrun i eina fernuna og var þeim er strimilinn fyndi heitið hálfri milljón króna í verðlaun. Síðan var málið auglýst upp til að hvetja söluna, og því haldið áfram eftir að kona á Blönduósi hringdi til fyrirtækisins og sagðist vera sú heppna. Að sögn forstjórans var aug- lýsingunum haldið áfram þar sem strimillinn hafði ekki borizt fyrirtæk- inu og því ekki gengið úr skugga um að þar væri sá eini rétti. Einnig sagði hann annan mann hafa hringt og til- kynnt um hann. En nú er konan frá Blönduósi komin í bæinn og búið er að ganga úr skugga um að um réttan strimil er að ræða. Fær hún hálfu milljónina í dag. - GS Framkvæmdum við Heilsuvemdarstöð Kópavogs á að Ijúka á 4-5 mánuðum Loforð hefur fengizt fyrir 40 milljón kr. fjárupphæð úr rikissjóði til þess að ljúka uppbyggingu Heilsu- gæzlustöðvar Kópavogs. Miðað er við að ljúka framkvæmdum við heilsugæzlustöðina á 4—5 mánuð- um. Á síðasta fundi stjórnar heilsu- gæzlustöðvarinnar kom fram að endurskoða þarf áhaldaþörf og gera nýja kostnaðaráætlun vegna tækja- kaupa. Innkaupastofnun rikisins var falið að panta þau tæki sem á vantar. Þá var og samþykkt að sækja til heil- brigðisráðuneytis um ráðningu starfsfólks, lækna og hjúkrunar- fræðinga. - JH „Við höfum átt viðræður við fjár- málaráðuneytið að undanförnu og höfum fengið vilyrði fyrir að fá þá fjárupphæð sem þarf til að leysa okk- ar bráðasta fjárhagsvanda á þessu ári,” sagði Kristján Jónsson raf- magnsveitustjóri i samtali við DB í gær. „Eitthvað af þeim 1 1/2 milljarði sem nefndur hefur verið í fjölmiðlum færist fram í janúar á næsta ári vegna þess að efniskomu seinkar. Það verður eitthvað innan við milljarð sem við fáum. Hitt færist fram í janúar.” Kristján sagði að núna hefði aðeins verið rætt um þennan bráðasta fjár- hagsvanda. Áður hefðu átt sér stað miklar viðræður Rarik við fjármála- og iðnaðarráðuneyti um vandamálið í heild sinni. Árangur þeirra við- ræðna hefði orðið sá að nú væri komið inn í fjárlagafrumvarpið ákvæði um lausn á málinu sem fælist í því að ríkissjóður tæki að sér greiðslur fyrir félagslegar fram- kvæmdir. Kristján sagði að þar með væri komin viðurkenning á því sem Rarik hefði lagt til. Eftir væri síðan að sjá hvort ákvæði héldist í nýrri gerð fjárlagafrumvarpsins. -GAJ ,,Það var óhjákvæmilegt að veita láglaunafólkinu leiðréttingu og hækka kaup þess meira,” sagði Benedikt Gröndal forsætisráðherra þegar hann kynnti bráðabirgðalög um 2°7o hækkun lægstu launa hinn 1. desember nk. Bráðabirgðalögin voru samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar i gærmorgun. Að öllu óbreyttu hefði kaup, sem var lægra en 263 þús. kr. á mánuði fyrir dagvinnu nú í nóvember, hækkað 2% minna en hærra kaup 1. desember. Um mánaðamótin kemur til framkvæmda frádráttur frá verðbótum vegna við- skiptakjararýrnunar sem frestað var frá 1. júní í vor með bráðabirgða- ákvæðum í lögum frá í apríl sl. um stjórn efnahagsmála. Viðskiptakjara- frádrátturinn var upphaflega ákveðinn þegar við því var búizt að úr verðbólgu drægi á árinu. Sú hefur ekki orðið raunin og því eru sett umrædd bráða- birgðalög um hækkun lægstu kaup- taxta um 2% frá og með 1. descmber. Allt kaup hækkar um 13.2% um mánaðamótin. Benedikt Gröndal sagði að heildarupphæð alls kaups, sem borgað er i landinu á ári, væri nú um 500 milljarðar króna. 1. des.-hækkunin lyftir þeirri tölu um 66 milljarða miðað við heilt ár. - ARH Loftíistar Loftíistar í MÖRGUM BREIDDUM Mðlarabúðin Vesturgötu 21 Sími 21600 Mktos á afmæli. Mtdas býður 10% afslátt á öllum vörum verzlunar- innar, í eina viku. Geysi- fjölbreytt úrval affatnaði á alla fjölskylduna. Þetta einstæða tækifœri býðst frá 21.—28. nóvember. Frð Þoriékshöfn * Frf Seffossi Frf Rvík Ti MÍDASBa 1 4- EDEN Austurmörk jj j Opið laugardag tilkl. 16, HVERAGERÐI SÍM199-4499.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.