Dagblaðið - 21.11.1979, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 21.11.1979, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1979. 17 ATLI STEINARSSON 1963 atkv. % 250 4.8 2804 53.9 1104 21.2 905 17.4 1967 atkv. % 286 5.3 2894 53.6 1195 22.2 1017 18.9 1971 atkv. % 293 5.1 2564 44.4 1146 19.8 1435 24.9 322 5.8 1974 atkv. % 195 3.1 2676 42.5 1344 21.3 1595 25.3 491 7.8 1978 atkv. % 563 8.3 2439 36.2 1062 15.7 2463 36.5 218 3.2 YUhj&lms og Tómasar — og saman , Cru þeir suóur eftir fundina. Kosningaúrslit í Austuriandskjördœmi Alþýfluflokkur Framsöknarfl. Sjálfstœflisfl. Alþýðubartdalag Samt fijálsl. og vinstri manna Frambjóðendur notuðu handaböndin sem mest þeir mittu. HaUdór Ásgrfmsson heilsar öldnum Reyðfirðingi. Bjarni kvað það misferli og hneyksli að tveir kjörnir þingmenn gangi með tékkhefti frá ríkisstofnun upp á vasann og mismunuðu stofnun- unum og fyrirtaskjum. Sverrir Her- mannsson hefði steytt hnefann framan í fundarmenn á Bakkafirði og sagt: „Ég útvegaði ykkur 600 milljónir í vegagerð — kjósið þið mig.” Einsdæmi væri í lýðræðisríkj- um að menn gætu slegið svona um sig eins og kommissararnir Tómas og Sverrir og úthlutað ríkisfé. Bjarni vék að Framsókn og kvað mikilhæfasta stjórnmálamann frá Krists burði, Ólaf Jóhannesson, hafa sagt að Framsókn v eri ekki vinstri flokkur. Svo kæmu stráklingar eins og Guðmundur kaupféiagsstjóri á Stöðvarfirði og segðu hann ekki hægri flokk. Sannleikurinn væri að Framsókn væri út og suður, hér og þar, hvergi og alls staðar. Enginn vissi hvað hann væri tð kjósa er hann kysi Framsókn enda minnkaði flokk- urinn stöðugt undir stjórn mikilhæf- asta foringja frá örófi alda. Bjarni kvað Hjörleif og Alþbl. nú láta sem ekkert haii verið að í ríkis- stjórninni, ekkert hefði gerzt þrátt jfyrir stjórnarslitin. Ekkert væri að þó •verðbólgan væri 80% og gengissig meira en nokkru sinni. Ekkert væri að nema Hjörleifur væri ekki lengur i stjórn. Ekkjufrúin Libidó Halldór Ásgrimsson átti lokaorðin á Egilsstöðum og talaði síðastur fram- sóknarmanna á Reyðarfirði. Hann kvað það aumkunarvert hlutskipti krata, sigurvegara kosninganna sið- ast, að hafa ekki getað myndað stjórn og orðið að kalla Framsókn til gildi er kaupmáttur hefði vaxið um 9% á sama tíma og kaupið hækkaði um 900%. Alþýðubandalagið eins og popp- hljómsveit Sveinn Jónsson (G-3) hóf fundinn á Reyðarfirði með 14 min. upples- inni ræðu með alkunnum slagorðum gegn stórhagsmunaaðilum og auð- valdi. Hann taldi niðurskurðarstefnu íhaldsins öðru fremur beinast gegn fólki á Austurlandi. Almennir neyzluskattar kæmu í stað hátekju- skatta, atvinna myndi dragast saman og smærri atvinnurekendur eins og bændur og útgerðarmenn yrðu gerðir upp. Bjarni Guðnason bætti þvi við á Reyðarfirði að sér væri ekki kunnugt um nein úrræði eða tillögur Alþýðu- bandalags í baráttu gegn verðbólgu. Flokkurinn væri eins og popphljóm- sveit, sem alltaf spilaði sömu plöt- una, þá sem fólkið vildi heyra. Þeir taka aldrei á málunum. Meiri styrk til bænda Guðmundur Gíslason (B-3) talaði af miklum sannfæringarkrafti um ágæti Framsóknar en biðlaði litt til annarra flokka stuðningsiiðs. Hann kvað nauðsyn á að ungt fólk fcngi 80% íbúðarverðs lánað af hæfilega stórri íbúð og greiddi til taka á raun- gildi á 30—40 árum. Han i kvað rétt- lætismál að tryggja bændum fullar niðurgreiðslur á búvöruv.'rði og að auki ætti þjóðfélagið að greiða 2/3 hluta af umframnotkun fóðurbætis á liðnu harðindavori. Það nætti nt.a. gera með gjaldtöku af sólurlanda- Helgi Seljan I djúpum þönkum á heimavelli á Reyðarfirði. Sveinn Jónsson á Egilsstöðum er einnig alvarlegur. þess hlutskiptis. Aldrei myndu kratar aftur fáslíkt tækifæri. Halldór kvað kosningarnar snúast um efnahagsmál. Um þau væri deilt. Fremst færi hin klofstóra ekkjufrú Libidó, sem Sverrir segði að ætlaði að gera stóra hluti og ekkert í hægð- um sínum. fhaldið ætlaði nú ekkert að spara bara skera. Halldór ræddi um grautarstefnu Alþýðubandalagsins og heigulshátt þeirra er að vandanum kæmi í lausn efnahagsmálanna. Henti- og þjóð- nýtingarstefna komma dygði ekki. Ekki væri nóg að prenta bækur eins og þeirra væri siður. Annað og meira þyrfti að gera. M.a. þyrfti að laga visitölukerfið sem sannaði sitt litla ferðum. Enginn bóndi hefði farið i slika ferð á liðnu sumri. Milljón endurgreidd með 200 milljónum Egill Jónsson (D-2) rakti þær blekkingar sem vinstri flokkarnir hefðu beitt til að komast til valda á sl. ári. Allt annað hefði komið fram eftir kosningar en sagt var fyrir kosn- ingar. Blekkingarnar frá f; rri kosn- ingum hefðu leitt til núverrndi ófara og ábyrgð á þeim hefði Framsókn borið með Tómas Árnason við fjár- málastýrið. Egill tók dæmi af stefnumálum Framsóknar i landbúnaðarmálum. Nú hefðu bæudur eystra verið að fá lán úr stofnlánadeild. Milljón króna lán þar til 20 ára yrðu þeir að greiða með tæplega 200 milljón króna endurgreiðslu á næstu 20árum. Þetta og þessu líkur væri stuðningur Fram- sóknar í raun við bændur.-“ Egill gerði atlögu að málflutningi Hjörleifs fyrr og nú og getuleysi hans sem orkumálaráðherra. Allir beztir Fundirnir á Egilsstöðum og Reyðarfirði þóttu að dómi frambjóð- enda og fundarmanna daufari en áður. Söknuðu ýmsir Lúðviks. Á fundunum var Sverrir hressileg- astur og vakti mestan hlátur áheyr- enda. Bjarni var einna málefnaleg- astur en mismæli skemmdu fyrir honum. Tómas var einna sigurviss- astur og Helgi Seljan stífastur al- þýðubandalagsmanna. Mennirnir sem berjast um uppbótarsætin voru heldur þurrir en skeleggastur þeirra Egill á Seljavöllum. - ASt. kaupmáttar. Samt á að taka á málum með mýktinni. Hjörleifur í vörn Hjörleifur Guttormsson var í vörn á þessum framboðsfundum eystra. Fyrir síðustu kosrtingar komst hann á þing m.a. fyrir skeleggan málflutning um orkumál Austfjarða. Þá sagði hann að ef réttir menn væru i valda- stólum risi virkjun á Austurlandi. Óforvarandis komst hann í hinn rétta valdastól, en ekki kom virkjun á Austurlandi. Meginhluta tíma síns varði hann nú í að rekja raunir sínar varðandi þessi mál og tilraunir til úr- bóta. Hann hældi sér af nokkrum ár- angri um verðjöfnunarstefnu í raf- orkumálum og eins varðandi verð- jöfnun á húsahitunarkostnaði en þar yrði betur að vinna að. Hjörleifur kvað sig og Alþbl. hafa unnið að hugmyndum um nýjan orkuskatt, l% af allri orkufram- leiðslu í landi m.a. á allar hinar hag- stæðu hitaveitur. Slíkur skattur myndi gefa 11 milljarða og með hon- um ynnist stórátak í jöfnun hita- og orkukostnaðar um allt land. Ekkert að — nema Hjörleifur ekki í stjórn Bjarni Guðnason kvað það aumk- unarvert að heyra menn eins og Hjör- leif eiliflega klifa á svikum annarra í málefnum Austfirðinga. Allir væru sammála um að vinna að Fljótsdals- virkjun og öðrum framfaramálum. Þar ætti enginn stærri hlut en annar. Kommissararmr Tómas (i ræðustól) og Svemr fengu margt skotið frá prófessor Bjarna. Tómas og Sverrir beittu mjög gleraugnaleiknum, sem þeir vafalftið hafa lært af Lúðvik — rífa þau af sér með mismunandi krafti og skjóta þeim siðan á nefið aftur. Enn kunna þeir ekki taktfkina að horfa yfir þau. ég fari að ræða um raunir þess vinar míns. En ekki gætu þeir samþykkt slíkan frambjóðanda sem sinn. En hann Eggert Haukdal. Ætla menn að þar sé einhver nýr Tryggvi Þórhalls- son að kljúfa flokk, eða Héðinn Valdimarsson, eða Hannibal og Björn Jónsson er þeir klufu Alþbl. Von að þeir tali um brotalamir í Sjálfstæðisflokknum. „Hvað með Ingólf á Hellu?” var innskot mótframbjóðanda. Já, Ingólfur er hættur þingmennsku, sagði Sverrir. Hann styður þennan vin sinn og allir vita að ellin gerir mikið að. Þetta hjá Eggert Haukdal er ekki meira en það sem gerist er menn lokast inni í klæðaskáp heima hjá sér. Hann kemur út hann Eggert og nær andanum. En það vita menn að þótt vitrir menn hafi setið á Berg- þórshvoli hafa misvitrir setið þar einnig. Raunir Framsóknar og komma Já, þeir ræða framboðsraunir okkar. Hvað var Alþýðubandalagið búið að máta marga í 3. sætið á Austurlandi? Hvað gengu þeir skæl- andi lengi á eftir Lúðvík að vera áfram? Þeir voru hræddir. Þess vegna skruppu þeir í annan flokk og náðu í ungan myndarmann. Sá vill ekkert horfa til fortíðarinnar eða sög- unnar, bara framtíðarinnar. Saga þess flokks sem hann hefur gengið á hönd skiptir engu. En vinni hann vasklega fyrir stefnuna kynni svo að fara, er hann er orðinn erfingi Egils- staðatorfunnar, að hann tæki upp á að skipta henni niður milli fátækra. Þá myndu Helgi Seljan og Hjörleifur fá sína skákina hvor til að búa á eins og þeir í Rússíá og búa þar með tveimur svínum og þremur hænsn- um. Og hvar endaði Framsóknarflokk- urinn? Þeir vildu sumir Vilhjálm áfram en Halldór Ásgrímsson bolaði ■honum burt. Fyrir valinu varð svo ungur kaupfélagsstjóri á Stöðvar- firði. Mér sýnist hann einfasa og muni kortslútta fljótt, sagði Sverrir. Sverrir kvað vaxtastefnu Ólafslaga vitlausustu stefnu sem upp hefði verið tekin og stöðuga oliubunu á verðbólgubálið. Spurjið forsvars- menn fyrirtækja hvað þeir geta rekið þau lengi með núverandi vaxtakjör- um. Spurjið unga fólkið sem ætlar að fara að byggja um þessa stefnu. Óða- verðbólgan er hin eina kreppustefna, stefna sem skapar upplausnarástand og atvinnuöngþveiti. Sverrir bætti því við á Reyðarfirði að ekki hefði verkalýðurinn verið svo erfiður stjórnarflokkunum á liðnu ári að hann hefði skapað verðbólgu. Ekki hefur Gvendur jaki bannað út- skipun afurða manna. Nei, verka- lýðurinn hefur ekki einungis látið sér lynda að samningarnir voru ekki settir í gildi heldur einnig 12% rýrnun

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.