Dagblaðið - 20.12.1979, Qupperneq 2
2
LJÓS & ORKA
Sudurlandsbraut 12
simi 84488__ ....
Dömu-
og
herraskór
miklu
úrvali
PÓSTSENDUM
LAUGAVEGI69
SÍM/16850.
Viðskiptavinir
ATHUGIÐ
að hf. ö/gerðin Egill SkaHagrímsson verður
lokuð á aðfangadag og gamlársdag.
L ÝSADIDIKROSSAR
Á LEIDI
Húsin sem Akurfell byggði við Litluhlið á Akureyri.
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979.
Maimlegt að klðra í bakkann...
EN BAKKINN
VAR OF HAR
— opið bréf til Hjörleifs Hallgríms frá ibúðarkaupendum
Seljahlíð 11 A-E
Hafizt var handa við byggingu
raðhúss við Seljahlíð 11 þann
20.08.1975. Vió undirritaðir gerðum
kaupsamning við þig, Hjörleifur
Hallgrimsson, fyrir hönd Akurfells
hf., sem þó var ekki til sem fyrirtæki
og hafði þar af leiðandi ekki leyfi til
að selja svo mikið sem karamellu.
Annað fyrirtæki átti lóðina og þú
hafðir engan ráðstöfunarrétt á
henni, samkvæmt upplýsingum frá
lóðarskrárstjóra. Þetta vissum við
ekki fyrr en löngu seinna og þar með
var draumurinn búinn og ekki aftur
snúið, þá fyrst vissum við hverskonar
sómafyrirtæki við höfðum átt
viðskipti við. Ofangreindir
kaupsamnigar voru gerðir á tíma-
bilinu frá 05.05 til 15.10.1975 og var
kaupverð i samningi 2.400.000.
f viðtali við þig i DB. dagsettu
01.12. segir þú ýmislegt sem erfitt er
fyrir okkur að skilja, þú minnist á
vanskil kaupenda o. fl. Þetta getur
kannski átt við aðra en okkur þar
sem þú og þitt fyrirtæki selduð því
miður fleiri íbúðir, þar segir þú líka
að Akurfell hf. hafi selt íbúðirnar á
föstu verði.
Hið rétta er, svo vitnað sé i
kaupsamning orðrétt, að „framan-
greint verð á íbúðinni er miðað við
verðlag og kaupgjald 31. mai 1975 en
sannanlegar hækkanir á byggingar-
vísitölu vegna kaupgjalds og verðlags
á byggingartímabilinu verða út-
reiknaðar á greiðsluliði um leið og
þeir falla eða eftirá samkvæmt sam-
komulagi.”
Þann 30. des. 1975 kallar þú
okkur á þinn fund og tilkynnir okkur
að þessi hækkun sé kr. 300.000,-
Óskuðum við eftir útreikningi og
skýringu sem sýndi þessa hækkun.
Hana hafðir þú ekki handbæra en
sagðjst verða reiðubúinn með seinna,
en hún er ekki tilbúin ennþá. Jafn-
framt tilkynntir þú okkur að ekki
yrði gefið afsal fyrir íbúðunum nema
við greiddum þetta strax. Málalok
urðu þau að við samþykktum vbda
fyrir þessu, sem voru greiddir 1—2
mánuðum síðar.
Varðandi vanskil skal þetta sagt:
Aldrei varð dráttur á greiðslum frá
okkar hendi meira en kannski 2—3
dagar frá gjalddaga, en í kaup-
samningi er þess getið að við hefðum
10 daga greiðslufrest. Hitt er annað
mál, að þú, Hjörleifur Hallgrímsson,
hringdir i okkur hvað eftir annað
fyrir gjalddaga og baðst okkur að
borga þér fyrirfram ef hægt væri og
barst þig illa. Það var gert í mörgum
tilfellum. Ef þetta eru kölluð vanskil
af okkar hálfu, hvað má þá kalla
þinn fjármálaferil?
Við getum einnig tekið sem dæmi
tryggingarvíxla, sem við samþykkt-
um, sem tryggingu fyrir væntanlegú
húsnæðismálastjórnarláni. Þeir voru
útfylltir, en án dagsetningar. Þessa
vbda dagsettir þú án samráðs við
okkur, fleiri mánuðum áður en
nokkrar líkur voru fyrir því að lánið
yrði borgað út og seldir síðan
víxlana. Geta allir séð hvernig þarna
hefur verið að málum staðið.
í viðtalinu segir þú: ,,Ég trúði
ekki að þetta fyrirtæki gæti ekki
gengið þar sem gengið hefur vel með
það sem ég hef sýslað við.” Það er
von að þú segir þetta. Á sama tíma
rekur þú 50-60 tonna bát, sem ekkert
veiddi, búð á Hjalteyri sem ekkert
seldi, svo ekki sé minnst á kaup-
mennsku þína í Vestmannaeyjum. í
bréfinu stendur að við höfum allt
látið bitna á þér en ekki kvartað og
eða snúið okkur að bygginga-
meistaranum, Erni Herbertssyni, þar
sem hann hefði séð um allar verkleg-
ar framkvæmdir. Þetta er ekki satt.
Sem dæmi má nefna, að í samningi
segir að lóð skuli vera grófjöfnuð
með ýtu í rétta hæð. Sumarið 1976
átti að fáýtu til að jafna lóðina en þá
fékkst ekkert tæki til að vinna á
reikning Akurfells hf. Fórum
við þá til Arnar og fengum leyfi til að
útvega ýtu á okkar kostnað, en Akur-
fell myndi siðan greiða okkur þennan
reikning. Neitaðir þú aðgreiða okkur
af þvi að við báðum Örn, en ekki
ekki þig um leyfi. Þetta skeði oft, að
þú vísaðir á Örn, en hann vísaði á þig
aftur, því þú yrðir að ákveða þetta
eða hitt. Þegar við fengum íbúðirnar
afhentar fokheldar, að vísu huröa- og
glerlausar, þurftum við að byrja á því
að þíða og moka út ca 15—20 cm
lagi af klaka og snjó svo hægt væri
að byrja að vinna. Við þetta fóru
mörg dagsverk, svo og 200—300 1 af
steinolíu sem við greiddum sjálfir.
Vera má að við höfum fengið að setja
snúru í samband við vinnuskúr á
meðan á þessu stóð, en ekki er það
stór synd miðað við að við leyfðum
Akurfelli að nota okkar rafmagn við
allt múrverk á húsinu að utan og voru
þar notuð mun stórvirkari tæki.
Varanlegar útidyr fengum við
ekki fyrr en komið var fram á sumar
og þótti ykkur það frekja þegar einn
eigandinn heimtaði hana áður en
hann flutti.
Um frágang á stéttum má segja að
í 2 vikur urðum við að klofa yfir
uppslátt og steypujárn, þar sem
Akurfell fékk ekki steypu afgreidda
vegna vanskila við steypustöðina Möl
og Sand.
Ekki er hægt að segja annað en
við höfum gert allt sem hægt er til að
fá það sem okkur bar skv.
kaupsamningi.
Við fórum ferð eftir ferð til þín og
byggingameistarans, okkur var lofað
öllu fögru, en flest varsvikið.
Þegar fyrirtækið lognaðist út af
vantaði margt, svo sem málningu á
húsið að utan, endanlegan frágang á
múrverki, jarðvegsskipti á barnaleik-
völl og fl. og fl.
í fyrrgreindri grein í DB ert þú
spurður hvort þú hafir misnotað fé
ibúðarkaupenda, en þú virðist ekki
geta svarað þvi. En okkar spurning
er: Hver borgaði taprekstur á bátnum
og búðinni á Hjalteyri, ætli ekki hús
þitt hafi verið veðsett fyrir land-
helgissektum eða fiskveiðisjóðs-
lánum? Þetta er aðeins grunur en
ekki fullyrðingar en lái okkur hver
sem vill. Kannski hefur eitthvað af
okkar peningum verið notað til að
stofna tízkuverzlun og bílasölu i
Reykjavík.
Þetta, sem hér að framan er ritað,
eru aðeins örfá dæmi um viðskipti
okkar við Akurfell hf., en margt er
enn ósagt.
Við eigum eflaust allir eftir að
kaupa okkur ibúðir aftur og munum
við þá reyna að varast menn eins og
þig:
í fyrrnefndri grein ert þú að reyna
að gylla þinn feril og er það mannlegt
að klóra í bakkann. En bakkinn var
of hár.
Með þökk fyrir birtinguna.
GuðmundurSvansson, Seljahlíð Ua
Inga Pálmadóttir, Seljahlíð 1 la
Vilhjhálmur Hallgrimsson, Seljahlíð
lle
Arnfríður Jónasdóttir, Seljahlið lle
Þorsteinn Árnason, Seljahllð 1 ld
Kristbjörg Kjartansd., Seljahlíð lld
Bryndís Gunnarsd., Seljahlið llb
Bjarni Jónsson, Seljahlíð I Ib.
Stutt
Og
skýrbrét
Enn einu sinni minna iesenda-
dálkar DB alla þá, er hyggjast
senda þœttinum línu, aö látafylgja
fiillt nafn, heimilisfang, slmanúmer
(ef um það er aó rœóa) og nafhnúm-
er. Þetta er lltil fyrirhöfn fyrir bréf-
ritard okkar og til mikilla þœginda
fyrirDB.
Lesendur eru jafhframt minntir
á að bréf eiga að vera stutt og skýr.
Áskilinn er fullur réttur til að
stytta bréf og umorða til að spara
rúm og koma efhi betur til skila.
Bréf oettu helzt ekki að vera lengri
en 200—300 orð.
Slmatími lesendadálka DB er
milli kL 13 og 15 frá mánudögum
tilföstudaga.