Dagblaðið - 20.12.1979, Side 4

Dagblaðið - 20.12.1979, Side 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979. Vélsljórafélag íslands heldur fun’d með vélstjórum á kaupskipum í dag, fimmtu- dag, kl. 17.00 í Kristalssal Hótel Loftleiðum. ( DAGSKRÁ: 1. Samningamál. 2. Önnur mál. Vélstjórafélag íslands BARTSKERINN .. J__ KJOTBUÐ SUÐURVERS STIGAHLÍÐ - SÍMI35645 Við þökkum ykkur innilega fyrir að nota bílbeltin. IUMFERÐAR RÁÐ BARTSKERINN LAUGAVEG1128 V/HLEMM. SÍMI 23930. Vandlátir koma aftur og aftur. Sérpantanir í permanent. Sími 23930. 1 lallherf* Uuðmundsson Þorsteinn Þorsteinsson. Smurbrauðstofan BJORNINN NjóUgötu 49 - Simi 15l0'5 i Hentugar jólagjafir Vorum að taka upp margar gerðir af stökum stólum, ruggustó/um, rók- ókóstólum og rókókósófasettum. Sjónvarpsstólar og hægindastólar fyrir alla fjölskylduna. Vinsælustu jólabækurnar: 4 skopöld tekur mikinnkipp — Húsið í stóru skógum mest selda bamabókin Þaðer nú augljóst orðið, að bók Sig- urðar A. Magnússonar, Undir kal- stjörnu, og Miðilshendur Einars á Einarsstöðum, sem Erlingur Daviðs- son skráði, verða metsölubækumar í ár. Dagblaðið birtir nú öðru sinni lista yfir bezt seldu jólabækurnar í ár. Honum er eins og siðast skipt i skáld- sögur og aðrar bækur þar sem ævi- sögur og endurminningar eru fyrir- ferðamestar. Auk þess bætum við nú við nýjum lista yfir barna- og ungl- ingabækur. í sviga er gefið upp það sæti sem hver bók skipaði á síðasta lista svo framarlega sem hún var þá á listanum. Listar þessir eru eins og síðast byggðir á könnun Dagblaðsins í 14 bókaverzl- unum bæði í Reykjavík og úti á landi. Listinn yfir skáldsögur er mjög líkur og í siðustu viku. Á listanum yfir aðrar bækur hafa þær breytingar orðið, að Á skopöld eftir Sigmund hefur tekið mikinn kipp og er nú komin upp í 5. sæti en hún náði ekki inn á listann í síðustu viku. í barnabókunum er söludreifingin miklu meiri og ekki hægt að tala um neinar bækur sem algerlega skeri sig úr. Tvær bækur seljast þó greinilega nokkuð betur en aðrar. önnur þeirra er Húsið í Stóru skógum sem er um sama efni og sjónvarpsþættirnir Húsið á sléttunni, sem notið hafa mjög mik- illa vinsælda meðal barna. Hin er sænska bókin Sjáðu sæta naflann minn sem Lystræninginn gefur út. - GAJ SKÁLDSÖGUR 1. (1) UNDIR KALSTJÖRNU..........Sigurður A. Magnússon 2. ( 3 ) ÉG SPRENGI KLUKKAN 10........Alistair MacLean 3. ( 2) HVUNNDAGSHETJAN.................Auður Haralds 4. ( 4 ) FÍLASPOR.....................Hammond Innes 5. ( 5 ) DÓMSDAGUR...............Guðmundur Danielsson 6. ( 6) GUÐI GLEYMDIR.....................Sven Hazel 7. (10) LEYNIÞRÆÐIR ÁSTARINNAR.........Teresa Charles 8. ( 9) FJALLAVIRKIÐ..................Desmond Bagley 9. (-) ÞRÚGUR REIÐINNAR................John Steinbach 10(7) UNGLINGSVETUR................Indriði G. Þorsteinsson AÐRAR BÆKUR 1. (1) MIÐILSHENDUR EINARS Á EINARSSTÚÐUM 2. ( 2) Á BRATTANN..............Agnar Kofoed Hansen 3. ( 3 ) TRYGGVA SAGA ÓFEIGSSONAR 4. ( 5 ) ÞEIR VITA ÞAÐ FYRIR VESTAN.Guðmundur G. Hagalin 5. (-) Á SKOPÚLD.............................Sigmund 6. ( 6 ) STEINGRÍMSSAGA (STEINÞÓRSSONAR) 7. (10) VÖLVA SUOURNESJA 8. (-) LÆKNIR í ÞREM LÚNDUM.............Friðrik Einarsson 9. ( 9 ) ÞRAUTGÓDIR Á RAUNASTUND 10. ( 7) MÓÐIR MÍN HÚSFREYJAN BARNA- OG UNGLINGABÆKUR 1. HÚSID í STÓRU SKÓGUM 2. SJÁÐU SÆTA NAFLANN MINN 3. STROKU-PALLI................. 4. MAMMA Í UPPSVEIFLU........... 5. -6. í FÚÐURLEIT.............. 5.-6. STRUMPARNIR 7.-10. MATREIÐSLUBÓKIN MÍN OG MIKKA 7.-10. HEIÐA OG PÉTUR 7.-10. SÁ BEZTI 'I HEIMI......... 7.-10. í SKUGGA EVU.............. ......Indriði Úlfsson Ármann Kr. Einarsson .........Jan Terlouv. Kevin Keegan Margret Ravn Shadowsplatan selst bezt VINSÆLUSTU HLJÓMPLÖTURNAR 1. STRING OF HITS.................. 2. JÓLASNJÓR....................... 3. LJÚFA LÍF....................... : 4. GREATEST HITS. 5. SANNAR DÆGURVÍSUR............... 6. THE WALL........................ 7. SOMETIMES YOU WIN............... 8. EL DISCO DE TORO................ 9. KATLA MARÍA..................... 10. GEYSISKVARTETTINN.............. Það setur nokkurn svip á skyndi- könnun þá, sem Dagblaðið gerði í gær á hljómplötusölunni, að nokkrar plötur eru uppseldar hjá útgefendum og innflytjendum. Þannig hefur nýja Brimklóarplatan, Sannar dægurvísur, ekki verið til í nokkra daga né heldur Bráðabirgðabúgi Spilverks þjóðanna og barnaplatan í sjöunda himni meö Glámi og Skrámi. Að sögn útgefand- ans kemur þetta til af slæmum flug- samgöngum við Bandaríkin. Hann vonaðist þó til þess að fá nýja send- ingu af þessum plötum í dag. Þá eru nokkrar erlendar plötur einnig uppseldar. Vonir stóðu þó til að þær kæmu aftur í verzlanir fyrir jól. Þessi siðasta könnun Dagblaðsins fyrir jól á vinsælustu plötunum er byggð á sölunni í tólf verzlunum í The Shadows Ýmsir flytjendur Þú og ég . .. Electric Light Orchestra Brimkló ....Pink Floyd ......Dr. Hook Ýmsir flytjendur Katla Maria Geysiskvartettinn Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Kefla- vík og Akranesi. • ÁT FRUMVARP UM SKATTADÓMSTÓL Stjórnarfrumvarp um stofnun skattadómstóls og rannsókn skatt- svikamála, samið í dómsmálaráðu- neytinu, var lagt fram á Alþingi í gær. „Með frumvarpinu er ætlunin að ná þeim markmiðum aðgera alla meðferð skattsvikamála fljótvirkari og skilvirk- ari, svo og að kveða skýrt á um það, hver fara skuli með rannsókn slíkra mála,” segir í greinargerð. „Sú leið hefur verið valin að láta óbreytt standa það hlutverk skattrann- sóknarstjóra að annast almennt skatt- eftirlit og rannsókn á skattkröfuþætti mála. Komið verði hins vegar á sér- stakri deild hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem annist rannsókn skatt- svika og brota, sem þeim tengjast. Embætti ríkissaksóknara fari sem áður með ákæruvald í slíkum málum. Setja skal á stofn sérstakan sakadóm í skattamálum — skattadóm — sem dæmi í þeim refsimálum, sem ríkissak- sóknari höfðar vegna brota á skatta- lögum og lögum um meðferð erlends gjaldeyris. Ætla má, að langflestar kærur til Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna skattsvika muni berast frá skattrann- sóknarstjóra. Opinber rannsókn á að geta hafizt þegar er kæra berst á vegum þeirrar deildar hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins, sem lagt er til, að stofnuð verði,” segir í greinargerð- inni. „Gert er ráð fyrir, að þá rann- sókn annist starfsmenn, sem tileinkað hafa sér næga sérþekkingu á sviði skattamála, til að unnt verði að ljúka rannsókn bæði hratt og skipulega og leggja hana fyrir ríkissaksóknara.” - HH

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.