Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.12.1979, Qupperneq 6

Dagblaðið - 20.12.1979, Qupperneq 6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979. Hráefnið í jólasælgætið rándýrt: Kókoskúlur, fylltar döðlur, grænmeti og ávextir úr marsipani Eitt af því sem fylgir jólunum er jólasælgætið. Gaman er að búa til jólasælgæti sjálfur en hráefnið er mjög dýrt. Allt sem fer í sælgætið, eins og hjúpsúkkulaði, marsipan, hnetur, möndlur, núgga og döðlur, rúsínur og kokkteilkirsuber, er lúxus- vara og verðið eftir því. Hins vegar getur verið gaman að búa til eitthvað smávegis, rétt svona í eina eða tvær skálar rétt yfir bláhátíðisdagana. Kókoskúlur og fylltar döðlur Heima hjá mér ,,í gamla daga” bjuggum við til kókoskúlur, fylltar döðlur og ýmislegt smávegis úr marsipani. Þá þurfti að „þekkja ein- hvern” sem vann í súkkulaðiverk- smiðju til þess að fá fyrir náð og miskunn hjúpsúkkulaði, sem nú fæst í öllum matvöruverzlunum. Hluta af því sem við bjuggum til létum við í hjúpsúkkulaðið og úr afganginum bjuggum við til toppa, létum þá kornfleks, blásið korn og/eða rúsínur út í súkkulaðið og létum stifna á vaxpappír. Dönsku viku- og kvennablöðin birta jafnan heilmikið af leiðbeining- um og uppskriftum að jólasælgæti. Myndirnar sem þar birtast af heima- tilbúnu „nammi” eru alveg eins og þar væri um að ræða fínasta konfekt frá Nóa, Lindu, Ópal eða Freyju. Því miður varð konfektið okkar í gamla daga ekki svona fallegt að sjá, en það bragðaðist alveg prýðilega fyrir því. Kartöflur og gulrætur Við hnoðuðum flórsykri upp í marsipanið til þess að drýgja það og bjuggum til örlitlar gulrætur og kart- öflur. Látinn var gulur matarlitur í marsipanbita og myndaðar „gul- Þessi mynd er úr Alt for damerne í október. Eins og sjá má er konfektið þeirra eins fallegt og það væri búið til hjá viðurkenndri konfektverksmiðju. Konfektið okkar I gamla daga varð aldrei svona fallegt, en það bragðaðist samt alveg jafnvel. Takið eftir gafflinum sem sést á myndinni. Þetta er sérstakur „hjúpsúkkulaði”- gaffall, sérlega breiður. Vel má notast við venjulegan gaffal. _ ___íf ■ Wm CB ÉB rætur”. Grænn litur var látinn í smá- vegis marsipan og búið til „blóm” á gulræturnar. Einnig var hægt að búa til „appelsínur”, gular kúlur sem velt var upp úr grófum sykri. Þábjuggum við til litlar „kartöflur” (þær voru svo litlar að þær hefðu aldrei fundið náð í Grænmetinu), stungum marsi- pankúlur að utan með eldspýtumog veltum þeim síðan upp úr kakói. Fylltar döðlur voru alltaf vinsælar, en í rauninni má alveg skera stórar döðlur í tvennt. Það er ekki hægt að nota pressaðar döðlur í slíkt sælgæti. Þá var alltaf búið til hart núgga, sem er í rauninni ekki annaðen sykur bræddur á pönnu með söxuðum möndlum eða hnetum. Gætið að hit- anum þegar það er búið til, þvi mjög lítið bil er frá því að sykurinn er mátulega brúnn og þar til hann byrjar að brenna. Gætið einnig að því að börnin meiði sig ekki á sykur- eldamennskunni, bræddur sykur getur brennt inn að beini ef hann fer á litinn handlegg eða fót. Annars er sniðugt að eiga hart núgga mulið í dós á búrhillunni. Það er mjög gott t.d. í heimatilbúinn ís og eins sem skraut á kökur (t.d. Frank- f urtarköku) og tertur. Hér á síðunni í dag getið þið lesið ýmsar uppskriftir að jólasælgæti. Þvi miður höfum við ekki haft tækifæri Þarna eru alls konar litfagrar marsipanrúllur með kokkteilávöxtum og möndlum. Hægt er að nota hugmyndaflugið við tilbúning jólasælgætisins. til þess að prófa allar uppskriftirnar reynt að hafa allar leiðbeiningar sem og lítum ekki á okkur sem neina sæl- einfaldastar og samkvæmt gamalli gætissérfræðinga, en við höfum reynslu. -A.Bj. Eggin kosta 1.620 kr. á Eskifirði Kaupfélagsstjórinn á Eskifirði, Þorsteinn Sveinsson, hringdi til okkar og var sárreiður yfir því að tekið var fram á Neytendasíðunni á þriðjudaginn að eggjakílóið kostaði 1900 kr. þar. — Þetta er ekki rétt. Kg af eggjum kostar núna 1.620 kr. og hefur gert það allan desembermánuð, sagði Þorsteinn. Hann sagði að þegar eggin hefðu verið dýrust á Eskiftrði í haust hefði kg kostað 1.820 kr. í pöntunarfélag- inu. Benti Þorsteinn á að flutnings- . I kostnaður austur á Eskifjörð með bíl væri gífurlega mikill eða 55 kr. á kg, og er þá eftir að leggja á vöruna og reikna af henni söluskatt. Sölu- skattur er í rauninni reiknaður tvisvar sinnum af vörum sem fluttar eru út á land, því söluskattur er greiddur af flutningsgjaldinul! Hins vegar er ekki um að ræða neinn aukakostnað þótt eggin séu flutt austur úr Rangárvallasýslu, því samkvæmt upplýsingum Þorsteins ber framleiðandinn kostnaðinn af því aðsendaegginaustur. -A.Bj. Sennilega er þaó með eggjaframleiðslu eins og flest annað, með nútima tækni og mannfjölda er allt orðið svo flókið. Nú verður allt að vera framkvæmt samkvæmt vfsindalegum útreikningi og ekki hægt að hafa „hænur I hlaðvarpanum”. Egg eru framleidd f þar til gerðum búum — annar aðili annast síðan kjúklingaframleiðsl- una o.s.frv. — Á myndinni má sjá „fyrrverandi” eggog „tilvonandi” kjúklinga. DB-mynd Hörður.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.