Dagblaðið - 20.12.1979, Síða 7

Dagblaðið - 20.12.1979, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979. Eigum við að búa tíl eigið jólasælgæti? 7 *\ Hart núgga 200 gr sykur 100 gr hakkaðar möndlur eða hnetukjarnar Sykurinn er bræddur á pönnu og þegar hann er orðinn brúnn og freyð- andi er möndlunum eða hnetun- um hrært saman við. öllu hellt á smurða plötu, gott er að hafa vaxbor- inn pappír undir, látið kólna og síðan brotið í stykki. Þetta verður að geyma í vel þéttri dós, annars verður það lint og tollir allt saman. Rjómakaramellur 3 dl rjómi, 50 gr smjör, 300 gr sykur, 80—100 gr möndlur eða hnetur, salt á hnífsoddi Helmingurinn af möndlunum er afhýddur og hakkaður mjög fínt í möndlukvörn og hinn helmingurinn er skorinn í stykki, ekki allt of smá. Rjómi, sykur, smjör og salt, ásamt hökkuðu möndlunum, er látið i pott og soðið í 10—15 mín. við snarpan hita, í loklausum potti. Þá er hægt að prófa hvort þetta er búið að sjóða nóg. Stingið teskeið i kalt vatn, síðan í karamelludeigið og þá aftur i kalt vatn. Ef hægt er að búa til kúlu úr „deiginu” er það búið að sjóða nóg. Þá er því strax hellt á smurða plötu og flatt út með kökukefli sem annað- hvort er bleytt með vatni eða smurt með olíu. Karamellurnar eru afmark- aðar með hníf í lítil stykki. Afgangin- um af möndlunum er stráð yfir og þetta látið kólna vel. Þá má vefja karamellunum inn í silkipappír hverri fyrir sig eða láta þær i' vel þétta dós. Rúsínukúlur 50 gr rúsínur 2—3 dropar af rommessens eða dropa, 10 stk. rauð og græn kokkteilkirsu- ber ca 125 gr marsipan bráðið hjúpsúkkulaði Hakkið rúsínurnar með kokkteil- berjunum og hnoðið saman við marsipanið. Búið til litlar kúlur og látið þær þorna í nokkra klukkutíma á köldum stað. Látið þær síðan í hjúpsúkkulaði, raðið þeim á vax- pappír og látið kólna vel. Geymist í luktri dós. Fylltar döðlur 1 kassi döðlur ca 75 gr marsipan nokkrar afhýddar möndlur hálfir valhnetukjarnar eða aðrir hnetukjarnar. Ef steinar eru í döðlunum eru þeir fjarlægðir og marsipankúla látin í stað steinanna. Ef döðlurnar eru stórar er sem bezt hægt að skera þær í tvennt og láta svolítinn bita af marsipani með hvorum helming. Dýfið í hjúpsúkkulaði, möndlu eða hnetubita þrýst ofan á og látið þorna vel á vaxbornum pappír. Geymist í vel luktri dós. Ódýrar kókoskúlur 3 stórar msk. smjör 125 gr flórsykur 125 gr kakó 3 msk. rjómi svolitill essens — t.d. rommdropar í þessu tilfelli er nauðsynlegt að nota annaðhvort smjör eða i það minnsta jurtasmjör en ekki venjulegt smjörlíki. Smjör og flórsykur hrært vel, kakóinu og rjómanum bætt út í og síðan 'bragðbætt með dropum, gott að nota örlítið af rommdropum. Gætið þess að láta ekki of mikið — droparnir eru svo brágðsterkir. Hvað kostarí jólasælgætið? Eins og vikið er að annars staðar hér á síðunni er eiginlega allt sem fer í jólasælgætið hreinasta lúxusvara og verðið eftir því. Við höfum ekki farið út í að verðleggja einstakar upp- skriftir en hér fer á eftir svolítill verð- listi (úr stórverzlun í Reykjavík) yfir sitthvað sem til þarf. Þetta er rétt aðeins til þess að þeir, sem aldrei hafa átt við jólasælgætistilbúning, geti áttað sig á þvi svona nokkurn veginn hvað þetta kostar. Þetta er í rauninni allt of dýrt hráefni til þess að leyfa litlum börnum að „leika sér með”. Marsipan, 200 gr konfektmarsipan á 908 kr. 200 gr hreint marsipan á 1.300 kr. Hjúpsúkkulaði, 400 gr á 2.085 kr. Möndlur í pokum sem vega frá 50 upp í 100 g á verði frá 480 kr. Valhnetukjarnar, 50—60gr á 414 kr. Heslihnetukjarnar, 50grá386kr. Kókosmjöl, 100grá276kr. Döðlur, 200 gr öskjur á 692 kr. Flórsykur, 1/2 kg í pakka á 220 kr. Skrautsykur í litlum boxum kostar frá 71 kr. upp í 240 kr. Alls kyns bragðefni (essensar) kosta frá 159 kr. Perlusykur (lítil box) á 220 kr. Mjúkt núgga, 200 gr á 619 kr. Appelsínunúgga (mjúkt), 30 gr á 173 kr. - A.Bj. neytenda Einn stærsti eggja- framleiðandinn við bæjarvegginn á Svalbarðseyri „Þið vörpuðuð þeirri spurningu fram á Neytendasíðunni í þriðjudags- blaðinu hvers vegna menn á Sval- barðseyri fengju sér ekki hænur og yrðu sjálfum sér nógir um egg,” sagði Akureyringur í samtali við DB vegna þess hve hátt verð er á eggjum á Svalbarðseyri. í verðkönnun, sem birt var í blaðinu, kom í ljós að eggin á Svalbarðseyri kosta 1845 kr. kg. „Ég leyfi mér að benda á að rétt við bæjarvegginn hjá þeim á Sval- barðseyri er eitt stærsta eggjabú landsins, Fjöregg. Það getur því varla verið um það að ræða að flutnigns- kostnaðurinn bætist við eggjakílóið og valdi háu verði á eggjum á Sal- barðseyri. Ætli það sé bara ekki einokunin sem þarna ræður. Þetta er eini fram- leiðandinn og hann getur því ríÉið verðinu. Þegar framleiðendurnir þarna fyrir sunnan eru búnir að drepa hver annan með undirboðum (sbr. kiló- verð á eggjum rúml. 1100 kr. í Reykjavík) hækka þeir sem eftir standa bara verðið upp úr öllu valdi,” sagði Akureyringurinn. - A.Bj. Búnar til kúlur sem velt er upp úr kókosmjöli og þær síðan kældar vel. Geymdariluktridós. Vínarkúlur 200 gr heimilissúkkulaði 60 gr plöntufeiti (palmin) 4 msk. þeytirjómi ca 50 gr kókosmjöl Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði (í skál sem látin er yfir pott með heitu vatni) og hrærið stöðugt í súkku- laðinu á meðan. Þetta á að verða það þykkt að hægt sé að búa til kúlur, sem siðan er velt upp úr kókosmjöl- inu. Látið kúlurnar þorna vel á vax- pappír áður en þær eru bornar fram eða geymdar í vel luktri dós. Haframjölstoppar 200 gr plöntufeiti 100 gr sigtaður flórsykur 3 msk. kakó 60 gr haframjöl Bræðið plöntufeitina í potti og hrærið sykri og kakói út í. Takið Uppskrift dagsins Ofnbakað kjöt með eplum — Gott og ódýrt í matinn á sunnudag Það vefst fyrir sumum hvað þeir eigi að bjóða heimilisfólkinu að borða um næstkomandi helgi. Jólin eru alveg á næsta leiti þannig að ómögulegt er að vera með rándýra stórsteik. En eitthvað verður fólkið að fá í svanginn og hérna er alveg til- valinn réttur, sem bæði er tiltölulega ódýr og þar að auki fljótlegur í mats- eld. Við fengum þennan rétt á ,,smakk”-kvöldi kjötiðnaðarstöðvar KEA á Hótel Sögu í síðustu viku og smakkaðist rétturinn alveg sérlega vel. Ofnbakað kjöt með eplum 1 kg súpukjöt, magurt 1 tsk. smjör 2 laukar 2 stór epli (græn) 1 msk. púðursykur 1/2 tsk. salt 1/4 tsk. pipar 2 tsk. sítrónusafi 1 msk. rúsínur Stillið bakarofninn á 170°C. Fjar- lægið alla óþarfa fitu af kjötinu og skerið það í smáa bita. Afhýðið cplin og skerið í báta. Látið smjörið á pönnu og kraumið sneiddan laukinn þar í, þar til hann er mjúkur en ekki brúnaður. Látið helminginn af lauknum í ofnfast mót og raðið kjöt- inu ofan á, dreifið afganginum af lauknum yfir kjötið. Raðið eplunum ofan á. Stráið loks púðursykri, salti, pipar og rúsínum yfir. Mótinu er síðan lokað, t.d. með álpappír, og rétturinn bakaður í ofn- inum í um það bil 1 1/2 klst. eða þar til kjötið er soðið. í uppskriftabæklingi Sambands- ins, Kjöt er kostafæða, þar sem þessi uppskrift er birt segir að það eigi að bera fram soðnar kartöflur og blóm- kál með réttinum. Á Hótel Sögu voru soðin hrísgrjón með og var það alveg sérlega gott. Þessi réttur er svo góður að vel má nota hann sem „pottrétt” í veizlu. Hráefniskostnaður í uppskriftina hér, sem sennilega er ætluð fyrir fjóra, er áætlaður 1900 kr. eða um 475 kr. á mann. - A.Bj. pottinn af vélinni og hrærið hafra- mjölinu út i. Látið með tveimur te- skeiðum í litla toppa á vaxpappir og látið stífna og kólna vel. Mjúkt núgga 125 grhunang 125 grsykur 4 msk. kalt vatn 125 gr afhýddar og fint malaðar möndlur 75 gr kakó 1/2 eggjahvíta Látið hunang og sykur í lítinn pott og bræðið við vægan hita. Bætið vatninu ásamt möndlum og kakói út í og hrærið mjög vel í. Þeytið eggja- hvítuna þar til hún er alveg stíf og hrærið henni út í blönduna. Hrærið í þessu í um það bil 45 mín. á meðan potturinn er enn á vélinni en hafið mjög lítinn hita. Þetta á að verða samhangandi deig, breitt úr því á smurðu fati eða vaxpappír, þetta látið stífna og kólna, skorið í smá- stykki. Einnig má vefja stykkjunum inn í álpappír eða silkipappír. Mjúkt núgga má siðan nota með marsipani og dýfa í hjúpsúkkulaði, má raunar segja að ekkert saki að nota hugmyndaflugið þegar jólasæl- gætið er í framleiðslu. Afgangssœlgœti Þegar búið er að þekja jólasæl- gætið er alltaf eftir eitthvað af hjúp- súkkulaðinu. Úr því er hægt að búa til hreinasta hnossgæti með því að hræra út í það annaðhvort korn- fleksi, blásnu hveiti eða hafrahringj- um og/eða svolitlu kókosmjöli, láta á vaxpappir með teskeið og láta sæl- gætið kólna áður en það er látið í dós. - A.Bj. BACKGAMMON SPILIÐ SEM FER SIGURFÖR UM HEIMINN ö0ftA(£fiOftA HUSIÐHöHHUSIÐ LAUGAVEGt 178 simi 86780 Þykkvabæjar- hangikjötid ájóiabordið. Úrvais saudahangikjöt. HQLAGARÐUR KJÚRBÚP LÓUHÍÓLUM 2-B, SlMI 74100. laIMm.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.