Dagblaðið - 20.12.1979, Blaðsíða 11
— og stjóm eða ekki stjóm á staðnum
„Það er starfandi nefnd fulltrúa
Flugbjörgunarsveitar, Hjálparsveita
skáta, Slysavarnafélags íslands,
Rauða krossins og Almannavarna.
Hún heldur fund í síðustu viku hvers
mánaðar og ég geri ráð fyrir að þetta
ákveðna slys verði aðalmálið á
desemberfundinum á milli jóla og
nýárs,” sagði Ingvar Valdimarsson
formaður Flugbjörgunarsveitarinnar
við Dagblaðið.
Ingvar var spurður um sitthvað
varðandi þátt sveitar hans og annarra
björgunarsveita í sambandi við slysin
á Mosfellsheiði og almennt.
Menn hafa velt fyrir sér ýmsum
spurningum um hjálparstarf og
skipulag þess með hliðsjón af starf-
inu á Mosfellsheiði.
Augljóst var að fjarskiptaerfiðleik-
ar voru Þrándur í götu björgunar-
manna. Það er og í samræmi við
reynslu þeirra á æfingum. I samtali
við félaga úr Hjálparsveitum skáta og
Flugbjörgunarsveitinni í gær kom
fram, að í sjónmáli væri (vonandi!)
að tollar af talstöðvum yrðu felldir
niður. Það hefur lengi verið baráttu-
mál björgunarsveitamanna. Það
þýðir hvorki meira né minna en
helmings lækkun á verði talstöðva.
Vönduð talstöð myndi lækka úr 1800
þús. — 2 milljónum kr. í 700 þús. —
1 milljón kr. Með þessu yrði
þegar á þá reyndi í burði tækja og
slasaðra. Ég hélt að allir félagar í
sveitunum væru í toppþrekþjálfun.
Einn sveitarmaður sagði í samtali í
gær, að rétt væri að margir í hópnum
væru í lítilli líkamlegri þjálfun. Menn
væru að vonum misjafnir, en reynt
væri eftir beztu getu að halda
mönnum í góðri þjálfun. Þess bæri
að geta, að aðstæður á Mosfellsheiði
hefðu verið slæmar, erfiður snjór að
ganga í og því auðvelt að þreyast.
Vantaði stjórnun
á staðnum?
DB-menn voru í hópi þeirra er
fyrstir komu að þyrluflakinu (þ.e. að
undanskildum björgunarmönnum er
urðu vitni' að hrapinu fyrr um
kvöidið). í okkar hópi voru læknar
sem sendir voru frá Reykjavík. Þeir
reyndu að fá far með vélsleða á slys-
staðinn með tæki sín, til að komast f
þangað'sem allra fyrst. Það gekk
ekki fyrr en seint og um siðir, enda
aðeins 2—3 vélsleðar á staðnum fyrst
í stað og erfitt að násambandi við þá,
þar sem þeir voru hjá þyrluflakinu og
biðja þá um að koma til móts við
læknana.
I samtali við björgunarmenn í gær
kom fram, að þeir hafi ekki farið
með vélsleða á staðinn þar sem talið
var að hægt væri að komast á bílum
að stöðva bílana fyrr og ganga með
börurnar á leiðarenda.
„Við eigum við agavandamál að
stríða. Menn þurfa stundum að tala
of mikið og flækja málið,” sagði
viðmælandi. Hann kvaðst þekkja
annan og betri aga í hjálparstarfí
erlendis frá. Væri það heraga að
þakka.
Þá var enn bent á að óvænt inngrip
Almannavarna í björgunarstarfið
hefði valdið truflun og erfiðleikum
sem auðvelt væri að komast hjá.
Tekið skal fram að lokum, að með
þessum skrifum er á engan hátt verið
að vega að því fólki sem býður sig
fram sjálfviljugt hvenær sem er og
hvar sem er til að aðstoða náungann í
nauðum. Björgunarsveitirnar hafa
unnið makalaust gott og óeigingjarnt
starf og eiga allt gott skilið. Gott
starf má lengi bæta. Þessir leik-
mannsþankar eru innlegg til umhugs-
unar og ábendingar. -ARH
Björgunarmenn að störfum á slysstaö.
LEÍKFANGAHÚSIÐ
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10 0G
BERGSTAÐASTRÆTI
LEIKFANGAHÚSIÐ
SKÖLAVÖRÐUSTÍG 10 - SlM114806 - BERGSTAÐASTRÆTI
- FISHER PRICE HÚSIÐ
RUGGUHESTAR — 7 GERÐIR
Stígnir bílar, 5 gerdir
Spyrnubílar
Fjarstýrdir og
snúrustýrdir bílar
Tarzan gröfur
Bílabrautir, ótal geröir, m.a.
TCR og Matchbox
Snjóþotur
Dúkkurúm og vöggur
Grátdúkkur, margar gerðir
Fatahengi fyrir börn
FULLT HÍIS LEIKFANGA
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979.
Leikmannsþankar um björgunarstarfið:
BJÖRGUNARMENN
í BLANKSKÓM
Bílar björgunarmanna festust í snjónum á leiðinni á slysstað. Oft
þurfti að grípa til handaflsins. DB-mynd: Hörður.
viðráðanlegra að kaupa betri tæki til
sveitanna og stórbæta fjarskipti og
auka öryggi í starfi.
Slökkviliðsmenn
á blankskóm
Sumt kom leikmanni dálítið
spánskt fyrir sjónir á Mosfellsheið-
inni á þriðjudagskvöldið. Spurningar
vöknuðu um annað og við sumum
fengust fullkomlega eðlileg svör hjá
talsmönnum björgunarsveitanna í
gær.
Það vakti athygli mína að sjá
slökkviliðsmenn úr Reykjavík mætta
í snjó og hríð utan alfaraleiða á
heiðinni klædda venjulegum ein-
kennisbúningi og í blankskóm — á
sama tíma og meira að segja blaða-
mannalufsur reyndu að klæða af sér
veturinn með stormjökkum, treflum,
húfu o.s.frv.
Athygli vakti líka að ekkert
mokstursverkfæri skyldi fyrirfinnast
í einum bíl björgunarmanna sem dat
á kviðnum kolfastur í snjóskafli á
leið upp að þyrluflakinu.
Enn vakti athygli mína, að mér
fannst þrek og þol sumra björgunar-
sveitamanna minna en ég átti von á,
nálægt eða alveg að slysstaðnum.
Flugbjörgunarsveitin mætti með einn
vélsleða um kvöldið og kom hann í
góðar þarfir við flutninga seinna um
kvöldið. Sveitin mun sjálf ekki eiga
slíka farkosti, heldur einstaklingar
innan hennar.
„Það vantaði stjórnun á staðnum.
Enginn hafði heildarstjórn með
höndum,” sagði einn björgunar-
maður. „Umsjónarmaður frá Flug-
málastjórn eða lögreglan hefði átt að
sjá um að fela öðrum verkefni. Það
var of mikið handahóf á hlutunum
framan af.”
Aðrir viðmælendur töldu að skipu-
lagið hefði verið þokkalega gott, sér-
staklega hefði tekizt frábærlega vel
hjálparstarfið hjá hópnum sem var
viðstaddur þyrluhrapið og sinnti
fyrstu aðstoð við slasaða eftir það.
Hins vegar var bent á að eitthvert
yfirvald hefði þurft að taka af skarið
um að hætta akstri og tilraunum
til að brjótast með bíla í ófærðinni í
áttina að þyrluflakinu. Bent
var á að þó svo að bílarnir hefðu
komizt alla leið að flakinu, hefði
tæpast verið vit í að setja hina
slösuðu í þá þar og láta þá veltast i
ófærðinni til baka. Betra hefði verið