Dagblaðið - 20.12.1979, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979.
15
\
þrælum fyrirtækisins, en endaði með
því að telja umbjóðendur þrælanna
og I.G. Farben á það að semja. Árið
1956 bauð Farben loks 5.000 þýsk
mörk á hvern „starfsmann” sem var
tæplega fjórðungur af því sem
samtök Gyðinga höfðu farið fram á.
Prúttað um bætur
Eftir mikið japl jamm og fuður
féllst I. G. Farben loks á að
greiða 7000 mörk árið 1957 með
þvi skilyrði að allir þeir sem teldu
sig eiga inni bótagreiðslur, skyldu1
leggja fram kröfu fyrir árslok
sama ár, eða verða af þeim ella.
Það varð Ijóst að ekki vorunokkur
tök á því að koma kröfum til skila
á þeim tíma þar sem fyrrverandi
þrælar hjá I.G. Farben voru dreifðir
um allan heim. Þegar svo kom að
bótagreiðslum, kom í ljós að I.G.
Farben átti til að greiða fyrrverandi
fangavörðum, Þjóðverjum, meir en
þrælunum, þ.á.m. mönnum sem
höfðu verið dæmdir fyrir stríðsglæpi.
Árið 1961 setti I.G. Farben svo fram
kröfur um endurgreiðslur, til að geta
greitt þeim, sem ekki voru Gyðing^r,
sérstaklega Pólverjum. Áfram hélt
prúttið og Ferencz lýsti þeirri niður-
lægingu fyrrverandi þræla, að þurfa
að fara bónveginn til þeirra sem áður
höfðu farið með þá sem vinnudýr.
Árið 1968 stóðu málin þannig að
5.855 manns höfðu fengið bætur frá
I. G. Farben, 5000 mörk á mann að
meðaltali eða 1.2 milljónir íslenskra
króna á núv. gengi, en í Buna verk-
smiðjum fyrirtækisins einum höfðu
10.000 manns þrælað.
Flick samsteypan
skuldseig
Ferencz fer sérstaklega i saumana
á viðskiptum Gyðinga við I.G.
Farben, en getur einnig um önnur
fyrirtæki, Krupp, AEG, Telefunken
Siemens og Rheinmetall. öll höfðu
þau notað fangabúðaþræla í miklum
mæli, öll neituðu þau slíkum á-
sökunum og öll neituðu að borga
eyri. En öll létu þau undan að lokum
eftir löng og ströng málaferli, —
nema eitt, samsteypa Friedrich
Flicks. Á tímabili stjórnaði Flick yfir
300 fyrirtækjum, sem framleiddu allt
frá klósettpappír og upp í Mercedes
Benz. Árið 1947 var hann kallaður
fyrir rétt, þvi sannanir gegn honum
voru óvéfengjanlegar. Hann hafði
notað fangabúðaþræla í stórum stíl,
aðallega Gyðingastúlkur frá Ung-
verjalandi, Tékkóslóvakíu og
Póllandi, en þær höfðu verið sendar
frá Auschwitz til að vinna í hinum
ýmsu skotfæraverksmiðjum hans. En
Flick var ekkert til viðtals um bóta-
greiðslur. En áriðl964, á áttræðisaf-
mæli sínu lét hann af hendi rakna
hátt á aðra milljón dollara í sjóð sem
verja átti til líknarstarfsemi innan
Þýskalands.
Ekkert virtist afgangs fyrir þá sem
þrælað höfðu í verksmiðjum hans.
En eftir mikinn þrýsting, féllst Flick
loks á það árið 1967 að greiða þessu
fólki 5 milljón mörk, en færðist
undan því að borga strax þar sem
hann ætti í „peningavandræðum”.
En nokkrum mánuðum áður hafði
hann geftð syni sinum fjárupphæð er
var nokkru hærri en allt það sem
samtök Gyðinga höfðu gert kröfur
til. Um svipað leyti hafði Flick einnig
gaukað álika upphæð að 16 ára
dótturdóttur sinni. Loks lýsti
samsteypa Flicks, Dynamit Nobel,
því yfir blákalt árið 1968 að því bæri
ekki lagalega eða siðferðislega að
greiða ofangreinda upphæð til
Gyðinga. Árið 1972 lést Flick,
níræður að aldri, og var þá talinn
auðugasti maður Þýskalands og
fimmti auðugasti maður heims og
arfleiddi hann glaumgosann son sinn
að eignum sem virtar voru á annan
milljarð dollara. Þá hafði hann ekki
greitt Gyðingum einn einasta eyri í
bætur.
Kjaramálaráðstefnan
og „þeir”
Síðan kjaramálaráðstefnu ASÍ var
frestað á dögunum hafa ýmsir látið
Ijós sitt skína og gefið nokkuð sam-
hljóða yfirlýsingar enda hafa blöðin
frekar leitað til þeirra sem eru á móti
samþykktum Verkamannasambands-
ins en hinna. Sjálfsagt telja þeir sem
spyrja, að þeir séu að ræða við sigur-
vegara.og veramá að þaðsérétt. Við
erum farin að venjast því að þegar
staðið er upp frá samningum þá sitji
þeir eftir sem sízt skyldi, þ.e. þeir sem
hafa lægst launin, þrátt fyrir allt talið
um að nú skuli réttur þeirra hlutur.
Nú erum við að að semja að lokn-
um kosningum. Þá komu menn fram
fyrir alþjóð og lýstu því yfir, allir
með tölu, að nú sé takmarkað svig-
rúm til almennra launahækkana, en
þó beri að leiðrétta lægstu launin.
Hvað hefur breyst? Á kannski ekki
að kjósa meir? Halda menn að hún
gatslitni aldrei þessi gamia plata um
ást á illa launuðu erfiðisfólki, ef það
er alltaf svikið?
„Viö" og „þeir"
Tillaga Verkamannasambands-
þings var, að vísitala skyldi greidd i
krónutölu af miðlungslaunum, ca
350 þús. kr. mánaðarlaunum, og
greiðast öllum jafnt. Undir þessa
kröfu hafa flest láglaunafélög tekið.
BSRB segir nei. Vísitala skal í pró-
sentu, og undir þá kröfu taka félög
iðnaðarmanna innan ASÍ. Af
hverju? Eigum við bara ekki að segja
satt? Millistéttin á íslandi þolir ekki,
að þeir neðstu nálgist hana. Hún vill
ekki launajöfnuð. Þolir hann verst af
öllu. Það kemur glöggt i ljós, að i þvi
standa menn saman, í hvaða pólitísk-
um flokki sem þeir eru.
Við erum eitt, þeir eru annað. Það
má ekki rugla „standardnum”.
Óþolandi að geta ekki litið niður á
neinn. Engum dettur i hug í alvöru að
það séu rök, að þeir sem hafa hærri
laun þurfi meira til að mæta dýrtíð.
Við skiljum öll, að einhver taxta-
munur er nauðsynlegur eða verður að
vera, en að þið, ójafnaðarmenn,
þurfið líka hærri dýrtíðaruppbót
skiljum við ekki. Á kjaramálaráð-
stefnunni stóð upp iðnverkakona.
Hún sagðist hafa lítið vit á pólitík, en
hún studdi krónutöluregluna. Hún
undraðist það sem hún heyrði og
spurði: „Hvers konar sósialistar eruð
þið eiginlega, sem talið gegn henni?”
Ég geri hennar orð að mínum og spyr
ykkur, sem stöðugt vitnið í sósial-
isma: Hvar gerir sósialisminn ráð
fyrir þessu? Svarið þið svo allir skilji.
Það dugir ekki að segja, að við lifum
í kapitalisku þjóðfélagi, það vitum
við. Og það líka, að Þorsteinn Páls-
son stendur með ykkur.
Þetta er greindarpiltur og veit að
veldi hans er ógnað ef við samein-
umst og förum að vinna saman af
heilindum. Ef menn hugsa og vinna
eins og kapitalistar, af því að þjóð-
félagið er þannig, hver trúir því þá að
þeir hefðu jafnrétti og bræðralag að
leiðarljósi ef þeir réðu þjóðfélags-
gerðinni?
Það má vel vera að ekki sé svigrúm
til almennra launahækkana i landinu
í dag, en þeir sem eiga að lifa á 230—
300 þúsundum á mánuði verða að fá
sínar launabætur á einhvern hátt og
án allrar skerðingár. Hinir verða að
bíða ef þörf krefur. Alþýða manna er
ekki búin að gleyma fögru loforðun-
um fyrir kosningar. Hún getur enn
notað kjörseðilinn fyrir sitt vopn, ef
þeir sem hún hefur stutt hlaupa frá
að leysa vandann, eða svíkja gefin
heit.
Blekking
Ég vil aðeins minnast á þá tillögu
að klippa af tvo neðstu taxta al-
mennu verkalýðsfélaganna. Þessi til-
laga er vísvitandi blekking. Hún
leysir sáralitinn vanda. Félagslegar
ráðstafanir geta bætt úr mörgu. Ég
Kjallarinn
Aðalheiður
Bjamfreðsdóttir
nefni húsnæðismál, dagvistunarmál,
mál öryrkja og gamalmenna og ýmis-
legt annað, sem búið er að setja fram
í kröfugerð. Við eigum eftir að hittast
aftur á kjaramálaráðstefnu ASÍ.
Vonandi tala menn þá, en sitja ekki
þegjandi og hlaupa svo með meira og
minna rangar fullyrðingar í blöðin á
eftir.
Við þurfum hreinskilnar umræður.
Við verðum að geta treyst hvert öðru.
Það getum við ekki, ef áfram verður
unnið eins og hingað til. Því þarf nú
að huga að tvennu. Hvernig hægt sé
að rétta hlut hinna verst settu og
hvernig hægt sé að fyrirbyggja að
þeir betur settu semji síðast og hirði
rjómann ofan af, og það á vissulega
einnig við hópa utan ASÍ.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóllir
formaður Sóknar.
„Millistéttin á íslandi þolir ekki, aö þeir
neöstu nálgist hana.”
Verkalýdshreyfingin:
y
■\
Samningsaðili hverra?
Kjallarinn
Höfuðskýring á launamisrétti hér
á landi er að raunverulegar launa-
greiðslur, duldar greiðslur og kjara-
þættir hafa ekki legið á lausu eða
verið dregnar upp á borðið, þegar
metin eru kjör hinna mismunandi
starfshópa, auk þess sem verkalýðs-
hreyfingin hefur orðið að standa
vgrð um ranglátt vísitölukerfi, sem
er fyrst og fremst hagsmunatæki há-
launafólksins í landinu.
Taxtakaupið—
til hverra?
í kjaradeilun; sem eru algengar
hér á lantjj,'— hvað er þá 'lagt lil
grundváTíar, við ákvörðun Inufta-
■kjara? — Stéttarfélög lcggja fram
krfrfur fyrir sína unmbjwðendur •—
og þá eru hjnir fjölmörgu kauptaxtar
aðal umræðugrundvöllurinn. En eru
þeir hin rétta viðmiðun, þegar deilt
er um skiptingu þjóðarkökunnar?
Jú, staðreynd er það, þeir eru hin
rétta viðthiðun fyrir láglaunafólkið.
Þeir skýra rétt frá og lýsa kjörum
þessa fólks. En hvar koma
’kauptaxtarnir inn í myndina fyrir þá
sem við betri kjör búa? Jú þeir eru i
besta falli notaðir sem grunnur til
viðmiðunar áður en yfirborganir og
duldar greiðslur koma inn í myndina.
Og í raun er því enn meira í spilinu
en tekjuskiptingin —en rangláM visi-
tölukerfi sem færir margfalt hærri
dýrtíðaruppbætur til hálauna-
fjölskyldunnar en miðlungs eða Iág-
tekjufjölskyldunnar.
Auk þess að fá margfalt meiri
vísitölubætur, margfaldast þá einnig
yfirborganir svo að enn meira eykst
bilið, heldur en í raun á borðinu
liggur. Eða er hægt að deila um það
að yfirborganir eru notaðar til að
hygla hálaunahópum — oft innan
mats einstaklingshyggju og sér-
hagsmuna, án tillits til eðlis vinnu
— arðsemismats þjóðarbúsins i heild
eða þeirra sem mest afköstin bera,
sem eru því kjarni viðkomandi fyrir-
tækis, sem þunginn og framleiðsluaf-
köstin veltur á?
Handahófskennd
launakerfi
Hver eru rökin í kjaradeilum að
þessi stétt eigi að hafa betri kjör en
önnur, — hvað liggur til grundvallar
þegar sá í framleiðsluskapandi at-
vinnugreinum, t.d. verkafólk, ber
minnst úr býtum og hefur minna en
sá í þjónustugreininni eða í bákninu
sem byggt byggt hefur verið kringum
aðalatvinnuvegi þjóðarinnar, sem
lægst launuðu hóparnir standa
undir?
Hefur verið lagt raunsætt mat á
eðli vinnunnar og tekur flokka-
uppbygging og raunverulegar kjara-
greiðslur eðlilegt mið af þvi? Búum
við ekki við handahófskennt launa-
kerfi, án nokkurs mats á eðli eða
uppbyggingu starfsins — og án nokk-
urs tillits til arðsemi þess í þágu
þjóðarbúsins? — Hve stór hluti
launagreiðslna er falinn og aldrei
dreginn inn í myndina við ákvörðun
launakjara í landinu?
Er þjóðfélagsmisréttið þar nokkur
eftirbátur skattsvikanna eða órétt-
lætisins í lífeyriskerfinu? Er þar ekki
á ferð enn eitt neðanjarðarhagkerfið?
Slik launakerfi hljót að hlaða
undir að fleiri og fleiri kjósa sér betur
launuðu störfin, í bákninu — í
þjónustugreinunum og yfirbyggingu
Það er staðreynd sem verkalýðs-
hreyfingin verður að horfast í augu
við, — að hún er aðeins samnings-
aðili fyrir láglaunafólkið i þjóð-
félaginu. Þeir sem við betri kjörin
búa — semja í raun um sín kjör
sjálfir, — með duldum greiðslum eða
yfirborgunum. Taxtar láglauna-
fólksins eru aðeins viðmiðun, — auk
þess sem vísitölukerfið er einkum
hagsmunatæki þeirra sem við betri
kjörin búa, þannig að verkalýðs-
hreyfing er með óbreyttri kjaragerð
að auka á launamisréttið og láglauna-
hóparnir verða í raun aktygi til betri
kjara hálaunahópanna i landinu.
Þvert ofan í yfirlýst markmið verka-
lýðshreyfingarinnar um sanngjarna
launaskiptingu getur óbreytt stefna i
kjaramálum aukið á misréttið, aukið
á slæm kjör þess fólks sem verka-
lýðshreyfingin vill þó berjast fyrir.
Því hlýtur skrefið til kjarajöfnunar í
landinu að vera að verkalýðs-
hreyfingin snúi afli sínu að
raunverulegri kjarajöfnun og láti
fara fram könnun á raunverulegri
tekjuskiptingu og launakjörum í
landinu, — könnun sem yrði undir-
^ „Þeir sem við betri kjörin búa semja í
raun um sín kjör sjálfir — með duldum
greiðslum eða yfirborgunum.”
þjóðfélagsins — í störfum þar sem
von er á duldum greiðslum og yfir-
borgunum, en æ færri fást til að
sinna framleiðsluskapandi störf-
unum, þeim verst launuðu störfum
í þjóðfélaginu, þar sem eingöngu
næst fram taxtakaupið, sem allir
segjast vera á þegar kjaradeilur eru
uppi.
Verkalýðshreyf-
ingin — Samnings-
aðili hverra?
Verkalýðshreyfingin og stjórnvöld
verða að taka höndum saman um að
upp á borðið séu dregin raunveruleg
launakjör í landinu — raunveruleg
mynd af skiptingu þjóðarkökunnar.
staðan til að einfalda frumskóg
launataxta og ýmissa kjaraatriða —
sem gæti jafnað tekjuskiptinguna í
landinu.
Kjaradeilur
hafa aukið
launabilið
Staðreynd er að kjör láglauna-
fólks verða í hverri kjaradeilu til þess
að launabilið vex, — kjör þeirra sem
verkalýðshreyfingin reynir hvað helzt
að bæta — er vatn á myllu hátekju-
fólksins. í stað þess að grafast fyrir
um orsök launamisréttisins, hvers
vegna það er, hvað liggur til grund-
vallar í launatöxtum og kjaraþáttum i
þjóðfélaginu og mats á því hvers
vegna þessi hópurinn á að vera betur
Jóhanna Sigurðardóttir
launaður en annar, slæst verkalýðs-
hreyfingin fyrir vísitölubótum sem
eykur launamisréttið.
Verkefni verkalýðshreyfing-
arinnar hlýtur því að vera að gera
samstillt átak í því að söðla um og
grafast fyrir um orsök vandans —
slást fyrir raunverulegri kjara-
jöfnun. Hvað liggur til grundvallar
því að þeir sem hvað mest leggja á sig
við vinnu í undirstöðuatvinnugrein-
'um þjóðfélagsins bera minnst úr
býtum? Hvað liggúr til grundvallar
taxtauppbyggingunni og öðrum
kjaraatriðum og duldum greiðslum,
sem þróað hefur óþolandi launamis-
rétti í þessu landi?
Sú staðreynd að þeir sem við
sæmileg kjör búa skilja ekki hvernig
láglaunafólk lifir krefst raunhæfra
aðgerða hjú verkalýðshreyfingunni
ekki síður en stjórnvöldum. í skýru
ntáli, hverjar eru raunverulegar
launagreiðslur starfsstétta, hvernig er
í raun háttað skiptingu þjóðar-
kökunnar? Hverjir ráða og stjórna í
reynd launakjörunum og tekju-
skiptingunni — verkalýðshreyfingin
eða atvinnurekendur?
Láglaunafólk hlýtur að krefjast
þess nú þegar það býr við slíkt
launamisrétti — að verkalýðs-
hreyfingin leiti svara við þessum
spurningum, og geri úrbætur sem
skili kjarabótum til þeirra sem
raunverulega þurfa á að halda.
Það er ekki til of mikils mælst að
láglaunahóparnir njóti sanngirni i
tekjuskiptingunni, — en hálauna-
hóparnir komist ekki upp með að
knýja fram lífs- og launakjör, sem
eru í engu samræmi við vinnuframlag
þeirra — og það á kostnað láglauna-
fólksins í landinu.
Jóhanna Sigurðardótlir,
alþingismaður.