Dagblaðið - 20.12.1979, Page 16

Dagblaðið - 20.12.1979, Page 16
16 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979. THkynning um opnunartíma bensín- stöðva í Reykjavík yfir hátíðirnar Bensínstöðvar olíufélaganna verða opnar yfir hátíðirnar sem hér segir: Almannar Bensínstööin við Þorláksmessa Aðfangadagur Jóladagur 2. jóiadagur Gamlársdagur Nýársdagur Lokað bensínstöövar Umferöarmiðstöð 9.00—21.15 7.30— 15.00 Lokað 9.30— 11.30 og 13.00—15.00 07.30—15.00 21.00—01.00 Lokað Lokað 21.00—01.00 15.00—17.00 Lokað ÁRS- HÁTÍD verðvr hakHn i Á tthagasai Hótal Sögu laugardaginn 5. jan. Skemmtiatriöi: Dansaýning, eftírharmur, harmóníkuleikur o.fl.' MMar seidir i Ljósborg, Skipho!tí21, simi28844. ÉG GRÆT að morgni Bókin sem vekur okk- ur til umhugsunar. Bókin sem segir að hægt sé að kaupa sér heilsuleysi fyrir stórfé. Bókin sem bendir okkur á leiðir í seil- ingarfjarlægð til betra lífs. Bókin sem er talin bezt skrifaða ævisaga alkóhólista á þessari öld. Bókaútgáfan HUdur Skemmuvegi 36 Kópavogi Sími 76700 Að geta næstum allt Viat kann Lotta nœstum aUt. Höfundur Astrid Lindgren. Myndskroytíng: llon Wikland. Mál og menning 1979. Því verður ekki neitað að Astrid Lindgren skrifar góðar barnabækur. Að visu hef ég lesið mun betri bækur eftir hana en Lottu bókina en það er ef til vill ekki sanngjarnt að bera Lottu saman við bækur eins og Elsku Míó minn eða Bróðir minn Ljóns- hjarta. En ef við tökum nærtækara dæmi eins og til dæmis Línu lang- sokk sem hefur komið út á íslensku í svipaðri útgáfu og Lottubókin, þá er söguþráðurinn í Línubókinni betri og skemmtilegri en myndirnar í Línu bókinni komast ekki í hálfkvisti við myndirnar í Lottu bókinni. Lítilfjörlegur söguþráflur Söguþráðurinn i Víst kann Lotta næstum allt er afskaplega lítilfjörleg- ur. Lotta er fimm ára hnáta sem kann allt, næstum allt. Nema svig. Lotta er hjartagóð og hjálpar þeim sem eru sjúkir og sorgmæddir. Hún heimsækir frú Berg, sem er veik, og færir henni sírópsbrauð. í leiðinni' gerir hún sér lítið fyrir, vökvar potta- blómin, smyr brauö ofan í frú Berg, sópar gólfið og þvær upp. Geri aðrir fimm ára krakkar betur. Síðan skreppur hún út í söluturn fyrir frú Berg, en í leiðinni kemur hún við heima hjá sér til að skoða jólatréð sem pabbi hennar ætlaði að kaupa. En viti menn. Jólatrén voru uppseld í bænum og fjölskyldan situr miður sín við miðdegisborðið og snæðir sænskar pönnukökur, þegar Lotta kemur heim. Lotta ætlar að fara að hágráta en þá man hún, að hún þarf að fara í söluturninn fyrir frú Berg. Lotta geymir grátinn og leggur af stað á sleðanum sínum. Niður við söluturn- inn gerist svolítið skrýtið. Stór vöru- bíll, hlaðinn jólatrjám, kemur brunandi. Bíllinn stansar og bílstjórinn snarast út. Lotta hleypur til og spyr bílstjórann hvort hann vilji ekki selja sér eitt jólatré fyrir 50 krónur sem hún hafði fengið frá frú Berg. En nei. Bílstjórinn vill ekki selja eitt einasta tré, stekkur upp á bílinn og þeysist af stað en i krappri beygju alveg við söluturninn losnar eitt jóla- tré af bilpallinum og hendist út í veg- arkantinn. Lánið leikur við Lottu. Hún fær jólatréð og lætur herra Blomgren á bensínstöðinni frá fimmtiu krónurnar ef bílstjórinn kæmi aftur í leit að jólatrénu. Herra Blomgren bindur jólatréð á sleöann hennar Lottu og hún heldur heim á leið. Lifandi myndir Varla er hægt að hugsa sér efnis- minni söguþráð í heila bók, þó svo hann sé ágætlega skrifaður. En það sem gerir útslagið á gæði bókarinnar eru hinar frábæru litmyndir, sem prýða bókina, gerðar af Ilon nokkr- um Wikland. Myndirnar eru raunsæjar, lifandi, litrikar og segja frá ýmsu sem ekki kemur fram í textanum. Við sjáum einnig myndir frá hinum ýmsu sjónarhornum, meðal annars ofan frá. Þýðandinn, Ásthildur Egilson Bók menntir Valdís Óskarsddttir virðist hafa haldið sér helst til of fast i frumtextann á stöku stað. Sér- staklega er það áberandi hvað varðar heiti bókarinnar, sem virðist vera bein þýðing úr sænskunni, Vist kann Lotta næstum allt. Það hefði farið betur að kalla bókina, Víst getur Lotta næstumallt. Raunasaga Ansi hreint er ég hrædd um að það þýddi lítið fyrir islenskan barna- bókarithöfund að labba sér inn í út- gáfufyrirtæki hér heima á Fróni með sögukorn eins og Lottu. Fyrir það fyrsta fengi hann að heyra, að þetta væri alls engin saga. En segjum svo að höfundurinn myndi stynja því upp, að hann hefði nú eiginlega hugsað sér að bókin væri myndskreytt. Með stórum, flottum litmyndum. Þá liði yfir útgáfufyrirtækið og þegar það kæmist aftur til meðvitundar, hvíslaði það hásri, grátklökkri röddu: Hvað heldurðu eiginlega að ég sé? Múltímilljóner? Skítlegt Lotta aðstarfi. Takið þetta samt ekki þannig að ég sé að skammast út í Mál og menningu, síður en svo. öll bókaút- gáfa á íslandi er samloða þessu al- þjóðlega fjölprenti. Og þó svo að íslendingar séu bókaþjóð, þá geta þeir ekki boðið upp á heimsfræga barnabókarithöfunda á borð við Astrid Lindgren. Það er ósköp skiljanlegt að islenskir bókaútgefendur taki því fegins hendi að geta fengið stóra, fína og flotta litmyndabarnasögubók fyrir lítinn tilkostnað erlendis frá. En heldur finnst mér það skítlegt að við fslendingar skulum einungis vera neytendur að þessari alþjóðlegu framleiðslu en ekki þátttakendur. Mest selda litsjónvarpstækið í Finnlandi, nú fáanlegt á íslandi. Vílberg& Þorsteínn Laugavegi 80 símar 10259 -12622 Póstsendum um land allt. HVERAGERÐI SÍMI99-4499

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.