Dagblaðið - 20.12.1979, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 20.12.1979, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979. Christina Onassis: Ástinni i Moskvu lokið Christina Onassis cr hætt að elskaj Rússann sinn, hann Sergei Kausov. Hún er sögð i tygjum við gamlan kunningja sinn franskan en ekki er okkur kunnugt um nafn hans. Christina sést á myndinni dansa við kunningja sinn á næturklúbbi einum i New York. ......J Jólasveinamir komn- ir til Hew York-borgar Þá eru jólasveinarnir komnir til New York. Þar birtustu skyndilega á dögunum þrjár tylftir af sveinunum á götum borgarinnar og voru hinir kát- ustu eins og vera ber með jólasveina þegar hallar að jólum. Annars er athyglisvert að í New York virðist vera sama ringulreiðin og óvissan með. tjölda jolasveinanna. Eins og kunnugt er þá er þetta mikið hitamál meðal fræðimanna og greinilega þurfa þeir að kanna þessi mál á víðari grundvelli heldur en aðeins fiér á íslandi. Fjöldi jólasveinanna er ljóslega alþjóðlegt vandamál, sem þyrfti að taka upp á al- þjóðafundum við tækifæri. Zimbabwe/Ródesia hefur ekki veríð friðsamlegasti staður jarðarínnar að undan- förnu þó eitthvað sé að rofa til á þeim slóðum. Þó eru jólin haldin þar hátiðleg sem víöar og á myndinni sést jólasveinninn koma inn i Salisbury, höfuðborgina, á skriðdrcka. Börnin virðast ekkert kippa sér upp við það enda skriðdrekar daglegt brauð á götum borgarinnar. Gripinn glóðvolgur Það er fyrírliði ástralska landsliðsins f krikket, sem þarna skýlir leyndasta Ifkamshluta mannsins á myndinni. Hann kom öllum að óvörum hlaupandi inn á kríkketvöllinn er Ástraliumenn kepptu við Vestur-Indfur á dögunum. Ekki er Ijóst hvað maðurínn vildi með þvi að rjúka svona allsber út á völlinn nema það hafi veríð til að sýna sig og þá Ifka að sjá aðra. Gæði og smekklegt útlit... SIEMENS-ryksugunnar grundvallast á áratuga tækniþróun og sérhæfðri fram- leiðslu SIEMENS-verksmiðjanna. SIEMENS-ryksugan er hljóðlát og auðveld í notkun. Rafeindastýrður 10OOW-mótor tryggir mikinn sogkraft, sem aðlaga má aðstæðum hverju sinni. Leitið upplýsinga um SIEMENS-ryksugur og sannfærist um kosti þeirra. SIEMENS -ryksugur sem endast SMITH& NORLAND Nóatúni 4, Reykjavík Sími 28300 •f ’r'. " taugahrúga í daglega lífinu Leikarinn Gordon Jackson er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem yfir- þjónninn i sjónvarpsþættinum Hús- bændur og hjú. Þar kemur hann fram sem hinn kaldlyndi og ákveðni maður sem ekkert fær haggað. Í raun- veruleikanum segist leikarinn aftur á móti vera mesta taugahrúga og til dæmis verða að forðast bæði áfengi og sterkan mat því slíkt sé sér algjör of-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.